Þjóðviljinn - 17.11.1989, Síða 2
SKAÐI SKRIFAR
Ég ver kristindóm
fyrir lýðræðinu
H!
• • «
g> O <? §
c? <y o
\ RÓSA-
GARÐINUM
KVALALOSTI
ÍSLENSKRA
FYRIRTÆKJA
íslandslax óskar eftir gjaldþ-
roti.
Tíminn
ÞAÐEREINSOG
HVERSJÁIUPP
UNDIR SJÁLFAN
SIG MEÐ ÞAÐ
Steingrímur Hermannsson er
sagður alltof málgefinn. Mér
finnst það ekki ljóður á hans ráði
því sjálfur er ég málgefinn.
Tíminn
FER ÞÁ STJÓRNIN
TIL FYRIRHEITNA
LANDSINS?
Mér skilst á umræðu í blöðum
að ef stjórnin færi yrði það líkt og
þegar Guð frelsaði ísraelsmenn
úr ánauðinni í Egyptalandi.
Tíminn
HENDIR EKKIPERL-
UM FYRIR SVÍN
Zsa Zsa ( Gabor leikkona)
rakar saman fé og grýtir brauði í
fólk.
Morgunbla&iA
ER ÞJÓÐIN LIONS-
KLÚBBUR?
Þjóðin á ljónshjartað. Sjálf-
stæðismanna er herópið og
hvatningin til dáða.
Ég, Skaði, er ekki afskiptasamur um trú-
mál. Hvorki mín né annarra ef út í það er farið.
Mér finnst hinsvegar vissast að trúa á Jesúm
og svoleiðis, vegna þess að það gerði hún
amma mín sem gaf mér kandís þegar ég var
lítill og prjónaði á mig vettlinga. Vettlingana á
ég enn. Auk þess finnst mér að það sé meiri
ábyrgðarkjölfesta í því samfélagi sem heldur
fast utan um sína trú. En eins og þið munið þá
kom alls konar rutl og vitleysa í samfélögin
þegar vísindamennirnir þóttust ekki lengur
koma auga á guð í sínum stjörnukikjum og
varð þá til bæði kommúnisminn og kratism-
inn og önnur óáran kom í mannfólkið.
Það er lika í þessum ábyrga varðveislu-
anda að ég tek alltaf treglega undir gagnrýni
á okkar þjóðkirkju og allar hennar sælu pok-
apresta. Mér finnst það fánalegt þegar þetta
unga fólk er að skopast með aðsókn að kir-
kjum á sunnudögum, sem sé langt undir
vinsældum skemmtistaða og Stöðvar tvö.
Hvurnig haldið þið, segi ég þá, að kirkjan
geti keþpt við skemmtistaðina um sætanýt-
ingu og það á sunnudagsmorgnana þegar
þjóðin er timbruð og getur ekki hreyft sig?
Haldið þið að kirkjan sé einhverskonar afrétt-
arabar eða hvað?
Auðvitað er hún það, segir þá Karl frændi
minn Jónsson.
Jæja, segi ég þá, á nú að fara að rifja upp
að trúin sé ópíum og bjór fyrir fólkið og þá
þvælu alla úr Marxi.
Nei alls ekki, sagði Karl ( Marx) Jónsson
frændi minn, sem er allur orðinn svo hógvær
eitthvað eftir að Berlínarmúrinn sprakk. Ég á
bara við það, að menn eru einmitt svo næmir
og móttækilegir fyrir almættinu og öllu and-
legu þegar þeir eru timbraðir-og skjálfa eins
og hrísla í vindi. Eymd mannsins gefur guði
séns, segja vitringarnir.
Ég nennti nú ekki að taka mark á þessari
andlegu uppljómun í frænda mínum komm-
anum. Aftur á móti veit ég ekki alveg hvað ég
á að gera við þá sem eru eitthvað að súpa öl
með Óðni, toga í skeggið á Þór og klípa
Freyju í læfið, þykjast, með öðrum orðum
sagt, vera Ásatrúar. Allt í nafni þjóðernisins
náttúrlega.
Einn þessara manna er vinur minn Einar,
sem skrifaði mjög merkilegt lesendabréf í
Morgunblaðið á dögunum Hann var að
kvarta yfir því, að þjóðkirkjan væri alltaf að
messa í ríkisútvarpinu en sjálfur Sveinbjörn
allsherjargoði kæmist þar ekki að með sinn
boðskap.
Gerir það nokkuð til? spurði ég.
Víst gerir það til, sagði Einar. Erum við ekki
frjálsir menn eða hvað? Vildir þú hafa bara úr
einni bílategund að velja eins og Rússar?
Vildir þú hafa bara eina sjónvarpsrás?
Hvað kemur það málinu við? spurði ég.
Guð er guð, eða það hefi ég alltaf haldið
Nei lagsi, sagði Einar vinur minn, það er
enginn kominn til með að segja það að Guð
sé guð. Kristindómurinn er nefnilega ófrjáls
og andlýðræðislegur. Eins og ég benti á í
Morgunblaðinu þá hefur hann bara einn guð
eins og Stalínisminn. Ásatrúin hefur heilt
þing af guðum. Gakktu í sjóðinn og sæktu þér
hnefa lagsi! Uns sál þín er mettuð og barma-
full! Hver guöinn til síns brúks! Ásatrúin, vinur
minn kær, sameinar frelsi neytendans og
anda lýðræðisins.
Hefur maður nokkuð að gera við lýðræði í
eilífðinni? spurði ég. Eða eitthvað síkjaftandi
guðaþing eins og alþingi hér?
Ég skil bara ekki þessa þvermóðsku í þér,
Skaði minn, sagði Éinar. Viltu ekki hafa það
huggulegt í öðru lífi? Viltu vera háður dutt-
lungum einhvers einvalda sem getur gert
hvað sem honum sýnist og það um aldir
alda? Hvað á það að þýða að þykjast vera
lýðræðisvinur þessa heims en auðmjúkur al-
ræðisþegn hinummegin, viltu segja mér
það?
Já en Einar minn, sagði ég. Það eru nú
ekki beinlinis leynilegar kosningar og svo-
leiðis hjá Óðni í Valhöll. Óðinn er æðstur
guða, hinir verða að súpa það súra öl.
Að sjálfsögðu, sagði Einar. Þetta er alveg
eins og í Valhöllinni hér i Reykjavík. Goðin
þinga og vega hvert annað í góðsemi en það
er Davíð sem ræður.
Þú meinar hann Þorstein Pálsson? sagði
ég.
Það sem ég hefi sagt, það hefi ég sagt,
sagði Einar.
Vogar (Blaft Sjálfstæ&is-
manna í Kópavogi)
VÉRSTYÐJUM
HANNSEMSNAR-
AN HENGDAN
MANN
Sjálfstæðismenn um land allt
hljóta að styðja Jón Baldvin ein-
dregið til áframhaldandi for-
mennsku í Alþýðuflokknum
meðan hann minnkar jafn ört og
formennskutíð Jóns lengist.
Vogar
HIÐ UNDURSAM-
LEGA SAMHENGI í
TILVERUNNI
íslendingar geta haft vit á einu
og öðru en víst er að fjármálavit
er ekki þar á meðal. Hallbjörn
stendur enn keikur í stafni DV-
listans en róðurinn fer að þyn-
gjast með hverjum deginum og
nýjar plötur bætast við á markað-
inn.
Poppsífta DV
VIÐ EIGUM ÖLL SVO
BAGT
Geta mafíuforingjar átt við
samskonar vandamál að stríða og
almenningur? Já að vissu leyti,
eins og kemur fram í (kvikmynd-
inni) Original Sin þar sem þemað
er rán á barnabami mafíufor-
SVO ERMIKILL
SATANS KRAFTUR
Ef þú hefðir ekki selt Satan sál
þína myndir þú dást að þeim kon-
um sem eftir þriggja ára nám í
Fóstruskólanum tækju það að sér
að ala upp börn almennnings.
Lesendabréf í DV
2 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989