Þjóðviljinn - 17.11.1989, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Qupperneq 13
Kröfuganga í Leipzig 16. október sl. Við emm fólkið Hjálmar Sveinsson skrifar frá Berlín Síðastliðinn vetur hélt Erich Honnecker ræðu í Austur-Berlín þar sem hann sagði að múrinn, þessi „varnarveggur sósíalískrar þjóðar gegn fasisma” myndi standa næstu 50 já næstu 100 árin ef nauðsyn krefði. Aðeins 15 dögum eftir að hann sagði af sér var múrinn hruninn. Það er með ólíkindum hvað hlutirnir hafa gerst hratt í Austur-Þýskalandi síðustu vikurnar. Það er með ól- íkindum hverju ein kúguð þjóð fær áorkað þegar hún, svo vitnað sé í frægt skáld, tekur að efast um mátt kúgara sinna. Gorgeir Þýskir hægrimenn hafa, rétt eins og allir aðrir, fagnað þessum atburðum ákaft. En það er eins og fögnuður þeirra spretti ekki bara af einskærri gleði yfir því að sjá aðra gleðjast. Að minnsta kosti ber mikið á kaldastríðs- hugsun, þjóðernisgorgeir og hrokafullri flokkapólitík í tali þeirra þessa dagana. Þeir fagna því að nú skuli sósílisminn hafa endanlega gengið sér til húðar - þetta „afstyrmi mannlegrar nátt- úru” eins og einn þingmaður þeirra orðaði það. Þeir telja að nú sé ekkert því til fyrirstöðu að þýsku ríkin sameinist. „Wiedar- vereinigung” er orð dagsins. Og svona til að undirstrika kröfuna um endursameiningu þá bar nóvemberhefti mánaðarritsins „Rechte”, sem er málgagn nýnas- ista, risastóra fyrirsögn: „DE- UTSCHLAND, DEUTSCH- LAND UBER ALLES”. Það hefur því komið þessum stórhuga föðurlandsvinum nokk- uð á óvart að þeir fá dræmar undirtektir hjá hinum frelsaða lýð. Þetta kom einkar skýrt fram daginn eftir að múrinn var opn- aður. Þá mættu 20.000 manns, stærstur hlutinn Austur-Þjóð- verjar, á borgarafund í Vest- ur-Berlín. Ræðumenn voru borgarstjórinn Walter Momper, Willy Brandt og kanslarinn Kohl. Þeir tveir fyrrnefndu lofuðu Austur-Þjóðverja fyrir að hafa með pólitískri skynsemi og óbil- andi samstöðu framið einstæða byltingu; byltingu án ofbeldis. Helmuth Kohl var hins vegar svo- lítið óheppinn. Eftir að hafa flutt ræðu undir miklu bauli - hann talaði sýknt og heilagt um „Eini- gung” - ætlaði hann að fá við- stadda til að syngja „das Deutschlandlied”. Reyndar sleppti hann fyrsta erindinu al- ræmda og söng aðeins það þriðja, eins og nú er siður að gera. Og það byrjar nógu fallega: „Einig- keit und Recht und Freiheit”. Engu að síður fór það svo að óla- gviss rödd kanslarans drukknaði í hæðnishlátri, blístri og formæ- lingum fundargesta. Það er haft á orði hér á landi að aldrei nokkurn tíma hafi einn vesturþýskur stjórnmálamaður mátt þola jafn pínlega uppákomu. Eftir að fundinum lauk sagði Momper við fréttamenn að Kohl vissi ekkert um, hvað hefði í raun og veru gerst í Austur-Þýskalandi. Ég held að Momper hafi þarna hitt naglann á höfuðið. Sannleikurinn er sá að Kohl og kollegum hans finnst að þeir eigi stærstan heiðurinn af því að ofríkisstjórn austur-þýska kommúnistaflokksins var steypt af stalli. Þeir hafa ævinlega barist fyrir óheftum kapítalisma og sterku sameinuðu Þýskalandi. Og þeir trúa því að það sé þessi hugsjón sem hafi leitt fólkið út á göturnar íborgum Austur-Þýska- lands. Það hlýtur að valda þess- um mönnum vonbrigðum þegar þeir uppgötva að Austur-Þjóð- verjar eiga sér allt aðrar hugsjón- ir. í viðtölum við austur-þýska borgara, sem undanfama daga hafa verið að virða dýrð Vestur- Berlínar fyrir sér, hefur komið skýrt fram: að þeir óttast talið um endursameiningu, að þeir vilja vera áfram Austur-Þjóðverjar, að þá dreymir um þjóðfélag sem er öðru vísi en það gamla og líka öðru vísi en það vestur-þýska. - Til að átta okkur betur á hvað hefur gerst í Austur-Þýskalandi skulum við rifja upp atburði síð- ustu vikna. Gras Stalín sagði einu sinni að Þjóð- verjar hefðu aldrei gert byltingu af því að þeim var bannað að ganga á grasinu. Austur- Þjóðverjar hættu sér út á grasið síðastliðinn sjöunda október. Þennan dag stilltu valdsdruslur flokksins sér upp á palla á Alexanderplatz og létu fólkið hylla sig í tilefni 40 ára afmælis Austur-Þýska Alþýðulýðveldis- ins. Um kvöldið kom til mótmæla í Austur-Berlín. Þann 18. októ- ber var Erich Honnecker neyddur til að segja af sér eftir að hundruð þúsunda manna höfðu farið í mótmælagöngur í Leipzig; 31. október heldur eftirmaður Honneckers, Egon Krenz, til fundar við Gorbatsjov í Moskvu. Mótmælafundir um allt landið þar sem þess er krafist að kommúnistaflokkurinn láti af valdaeinokun sinni; 2. og 3. nóv- ember kemur á ný til fjölda- mótmæla. til að kaupa sér frið lætur Krenz nokkra háttsetta valdsmenn segja af sér; þann 4. kemur svo til stærsta mótmæla- fundar í sögu Þýskalands. Meira en ein milljón manna krefst lýð- ræðis og frelsis á Alexanderplatz. Sama dag gefur flokkurinn hverj- um sem er leyfi til að fara til Prag og þaðan til Vestur-Þýskalands. Daglega notfæra sér 10.000 manns þessa útgönguleið; 7. nóv- ember segir ríkisstjórnin af sér og stjórnamefnd flokksins sömu- leiðis daginn eftir. Og 9. nóvem- ber klukkan 18.30 tilkynnir blaðafulltrúinn Gúnth Schabow- ski að Austur-Þjóðverjar hafi frá og með þeirri stundu algjört ferðafrelsi. - Hvað síðan gerðist er óþarft að orðlengja: trabantar, trabantar, trabantar. Múrinn, þetta áfsprengi Jalta- ráðstefnunnar, er hruninn. Járn- tjaldið svo gott sem fallið. Eftir- NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 13 stríðsárin „liin”. Það eru að renna upp nýir tímar og enginn veit hvað þeir munu bera í skauti sínu. En hitt má vera ljóst af of- angreindum atburðum að það var fólkið sem sigraði; það var hug- rekki og samstaða þess sem lagði kúgunarstjórnina að velli. Hversu lengi austur-þýsk alþýða fær að njóta þessa sigurs er undir henni sjálfri komið. Kannski fær hún glýju . augu". af vestrænu ríkidæmi. Kannski verður draumur Helmuth Kohls og vina hans að veruleika. Kannski ekki. Miljón Það er álit margra að stóri fundurinn á Alexanderplatz laugardaginn 1. nóvember hafi ráðið úrslitum. Þessi dagur verð- ur áreiðanlega öllum sem þar voru ógleymanlegur. Austur- Berlín sem alltaf hefur verið svo grá og mannlaus og leiðinleg vaknaði af löngum þungum svefni. Þung á sér um morguninn og hæg í hreyfingum en sífellt líf- legri eftir því sem mannskarinn á götunum stækkaði. Þúsundir og aftur þúsundir höfðu loksins unn- ið bug á málleysi sínu og lært að ganga uppréttar. Og um miðjan daginn niður á „Alex” ein milljón sem hrissti borgina með hrópum sínum, eins og það væri kominn jarðskjálfti: „Við erum fólkið.” Það voru haldnar merkilegar, já sögulegar ræður þennan dag. Tungumálið andaði léttara eftir áratuga kúgun. Helstar undir- tektir fengu rithöfundarnir Stef- an Heym og Christa Wolf. Ræður þeirra eru birtar hér fyrir lesend- ur Þjóðviljans (ræða Wolf örlítið stytt). Það leikur enginn vafi á að þessar tvær ræður endurspegla skoðanir og tilfinningar fjöl- margra Austur-Þjóðverja um þessar mundir: gleði yfir að hafa varpað af sér okinu, tortryggni gagnvart ráðamönnum sem allt í einu eru bunir að venda um og draumur um lýðræðislegan sósíalisma. Eins og einhver hafi opnað glugga Kæru vinir, samborgarar. Það er eins og einhver hafi opnað glugga, eftir öll þessi ár and- legrar, efnahagslegrar og póli- tíksrar stöðnunar, þessi ár deyfðar og drunga og mollu, þessi ár skrifræðis, geðþótta- ákvarðana og embættishroka. Þvílík umskipti. Fyrir ekki fjór- um vikum fór fram, á þessum stað sem við nú stöndum, hylling- arganga fyrir þá hæstsettu. Og í dag þið, þið sem eruð komin hingað af frjálsum vilja til að krefjast frelsis og lýðræðis, og sósíalisma . sem- stendur undir nafni. Á liðnum árúm, vonandi eru þau liðin, leitaði fólk oft til mín með umkvartanir sínar. Einn STEFAN HEYM (Nestor mótstöðunnar. Að Christu Wolf undanskildri er Stef- an Heym þekktasti rithöfundur Austur-Þýskalands. Hann er kominn á níræðisaldur og hefur verið í ónáð flokksins síðustu 35 árin.) hafði verið beittur misrétti, ann- ar var kúgaður og öllum leið þeim illa. Og ég sagði við þá: Gerið eitthvað í málum ykkar. Og þeir sögðu í uppgjafartón: Það er ekkert sem við getum gert. Og þannig gekk það til í þessu landi þangað til það gekk ekki lengur, þangað til misréttið var orðið svo himinhátt og óánægjan svo mikil að fólk tók að flýja í stórum stíl. En hinir sem eftir voru, meirihlutinn, gekk út á göt- urnar og hrópaði: Nú er nóg komið, við krefjumst breytinga. við erum fólkið. Mér var á dögunum skrifað bréf- og bréfritarinn hafði á réttu að standa. „Síðustu vikumar hef- ur okkur tekist að vinna bug á málleysinu og nú emm við að læra að ganga upprétt.” Og að þetta, kæm vinir, skuli eiga sér stað í Þýskalandi þar sem aldrei var gerð byltfng, þar sem fólkið hefur ævinlega beygt sig auðmjúkt: fyrir keisaranum, fyrir nasistum og líka síðar meir. En að tala, tala frjálslega, að ganga, ganga uppréttur, það er ekki nóg. Við verðum líka að læra að stjórna. Valdið tilheyrir ekki einhverjum einstaklingi, apparati eða flokki. Hver sem notar valdið, og hvar svo sem hann gerir það, hann verður að lúta stjóm borgaranna. Því vald- ið spillir og algjört vald spillir al- gjörlega. Sósíalisminn - ekki sá stalíníski heldur sá rétti - sem við viljum byggja upp, sjálfum okkur og öllu Þýskalandi til góða, þessi sósíalismi er óhugsandi án demó- kratíu. Demókratía er grískt orð og þýðir lýðræði. Vinir, samborg- arar, gemm lýðræðið að veru- lelka' (þýðing H.S.) Bylting - og tungu- málið andar léttar Kæm samborgarar, í bylting- um öðlast líka tungumálið frelsi. Það sem hingað til var svo erfitt að orða, gengur nú frjálst fram af vörum okkar. Við undrumst það sem við höfum augsýnilega lengi hugsað, það sem við nú köllum hvert til annars: „Lýðræði - nú eða aldrei” og með því viljum við segja að fólkið eigi að ráða. Við minnumst tilrauna til um- breytinga í sögu okkar sem aldrei fengu að dafna eða vom barðar niður með blóðugu ofbeldi. Þess- ir tvísýnu tímar sem við nú lifum vekja sköpnarkraft okkar til lífs- ins og bera þannig með sér ný tækifæri. Við viljum ekki að þau lognist út af. Ég á bágt með að sætta mig við orðið „umvend- ing”. Ég sé fyrir mér seglbát. Kapteinninn hrópar „klárir að vinda” því vindáttin hefur breyst eða þá að vindurinn blæs beint í andlitið á honum. Og áhöfnin beygir sig þegar reiðinn slæst yfir bátinn. Ér þessi mynd við- eigandi? Er hún viðeigandi fyrir það sem við keppum að? Ég myndi fremur tala um „byltingarkennda endurnýjun”. Byltingar koma að neðan. Það sem var undir verður mikilvæ- gara en það sem var yfir og með þessum umskiptum stendur sósíalískt þjóðfélag ekki lengur á haus heldur, á fótunum. Þetta er upphafið að mikilli hreyfingu. Aldrei nokkurn tíma hefur fólkið í þessu landi rætt jafn mikið, rætt jafn mikið saman; aldrei fyrr með svona mikilli ástríðu, svona mikilli reiði og hryggð, en heldur aldrei með svo mikilli von. Við bindumst vináttuböndum við fólk sem við þekktum ekki áður og við rífumst særð við þá sem við þóttumst þekkja. Þetta er kallað „samræða”. Við höfum krafist hennar. Nú megum við varla heyra þetta orð nefnt. Og þó hef- ur okkur ekki lánast að skilja hvað það í rauninni þýðir. Við horfum tortryggin á marga út- rétta höndina, í margt andlitið sem áður var svo stjarft. Tor- tryggni er góð, sjálfstjóm enn betri. Við óttumst að vera notuð, misnotuð. Við óttumst að hafna tilboði sem var boðið í einlægni. Þessi togstreita einkennir ástand- ið í landinu. Við vitum að okkur CHRISTA WOLF (Christa Wolf er án efa einhver virtasti rithöfundurinn sem nú skrifar á þýska tungu. Skáldsaga hennar „KASSANDRA” birtist fyrir tveimur árum í íslenskri þýð- ingu Jórunnar Sigurðardóttur.) er nauðugur einn kostur að æfa þá list að láta ekki togstreituna koðna niður í gagnkvæmar ásak- anir. Þessar vikur, þessi tækifæri getum við aðeins einu sinni gefið okkur sjálfum. Agndofa horfum við á þá sem alltaf eru að venda um. Alþýða manna kallar þá „vendihálsa”. Þeim er gefinn sá hæfileiki, sam- kvæmt lexikoninu, að geta lagað sig fljótt og vel að aðstæðum hverju sinni, að geta fundið sér svigrúm innan þeirra, að notfæra sér þær betur en aðrir. ...Já, tungumálið stekkur burt frá embættis- og dagblaðaþýskunni og minnist aftur tilfinninga- orðanna. Eitt þessara orða er „draumur”. Látum okkur þá dreyma, með glaðvakandi skyn- semi: „lmyndaðu þér sósíalisma og enginn vill burt.”... Við höfum mikið að gera. Við höfum ekki framar tíma fyrir hyllingargöngur og tilskipaðar stefnuyfirlýsingar. Þessi mótmæli hafa farið fram án ofbeldis. Ef þau verða með sama hætti þar til yfir lýkur, þá vitum við betur en áður hvað við getum og frá því munum við síðan ekki hvika. Að mínu áliti kom mikilvægasta setn- ing síðustu vikna fram í þúsund- földu hrópi: „Við erum fólkið”. (þýðing H.S.) eeer ladmavðn At moEDuiao-t OAJöHAtUdH 11 ym - auíc ^i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.