Þjóðviljinn - 08.12.1989, Page 3

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Page 3
BÓKABLAÐ Fyrírheitna landið Lesendur spjalla um lokabindi „eyjabálksu Einars Kárasonar Einar Kárason lýkur sögunni af Karólínu spákonu og afkomendum hennar á því að senda tvo unga menn afættinni, Manna og Munda, til Ameríku sem það fólk hefur lengi dreymt um. Fyrirheitna landið er framhald af Þar sem Djöfiaeyjan rís og Guii- eyjunni en gerist talsvert seinna. Fáar íslenskar skáldsögur hafa eignast fleiri les- endur en sögur Einars á undanförnum árum, og við höfðum samband við tvo þeirra, hvorn sínum megin á landinu, Sólrúnu Magnúsdóttur skrifstofumann á Siglufirði og Ragnar Hilmarsson kennara í Vestmannaeyjum. Einar Kárason hefur lokið við eyjabálkinn saem hófst í Thule-kampinum eftir stríð. Mynd: Þórarinn Ó. Þórarinsson. Uppgjör við ameríska drauminn „Ég hef marglesið fyrri bækur Einars og kennt Djöflaeyjuna í 8. bekk, en Fyrirheitna landið kom mér á óvart,“ sagði Ragnar. „Þetta er góð bók og skemmtileg, en hún er ólík hinum bókunum og ég efast um að Einar hafi ætlað að hafa hana eins og þær. Hann er að gera upp hvernig fór fyrir þessu fólki og sú saga er sorgleg. í fyrri bókunum lýsir hann lífí fólks í braggahverfunum í Reykjavík. Ég man eftir þessum hverfum og hvernig var talað um ástandið þar, hávaða og fyllirí. Lýsing Einars er raunsæ og sönn og sagan í rauninni dapurleg, en stfllinn er svo hraðurög höfundur svo orðheppinn að á yfírborðinu verður frásögnin afskaplega fyndin. Húmorinn breiðir yfir ömurleikann. í nýju bókinni nær sársaukinn upp á yfirborðið, þó að oft sé sagt skemmtilega frá, einkum atburð- um sem gerast í fortíðinni, áður en strákarnir fara til Ameríku. Það færir líka atvik nær lesendum að Einar lætur einn af strákunum segja frá í eigin persónu í stað þess að nota sögumann fyrir utan atburðarásina eins og í fyrri bókunum. Mér fannst gaman að hitta góð- kunningja mína aftur í Fyrir- heitna landinu, en það sorglega er að þeir hafa ekki komist úr sporunum síðan síðast. Gera ekki neitt af viti. Gömlu félagarnir ennþá á bísanum, sama ólánið yfir Dollý og Gretti, Baddi sami Þrælar umhverfis og uppeldis Ragnar Hilmarsson: Gaman að hitta góðkunningjana aftur. róninn. Þetta líf tók á sig hetju- legan blæ í fyrri bókunum en nú er honum svipt af. Enginn hefur haft efni eða rænu á að mennta sig, lífið hefur gengið út á amer- íska drauminn. Þessi síðasta bók er uppgjör við hann. Og þó að fátt sé gott við Ameríku í bókinni er þetta áreiðanlega raunsæ mynd af þeirri Ameríku sem þetta fólk myndi finna ef það færi að leita. Baddi er spennandi persóna, töffarinn sem rúllar öllum upp með hnitmiðuðum amerískum frösum, en hann breytist ekkert og í raun og veru fær hann engin tækifæri til að þroskast. Um- hverfíð heldur honum á sama stað og það gerir amma hans líka þó að hún vilji vera honum góð. Hún telur honum trú um að hann sé fullkominn og allir eru bara vondir sem segja annað. Slík dæmi þekkir maður mörg úr dag- lega lífinu.“ „Þegar ég heyrði að von væri á þriðju bókinni frá Einari Kára- syni um fólkið í braggahverfinu fór ég að velta fyrir mér hvað yrði um það og hvernig væri hægt að halda sögunni áfram," sagði Sól- rún, „og ég verð að viðurkenna að ég gat ekki ímyndað mér hvernig hann færi að því. Svo reyndist bókin vera alveg rökrétt framhald af hinum fyrri - og þó kom hún á óvart. En fyrri bækurnar komu líka á óvart. Sögusviðið er svo fjarlægt að manni fannst merkilegt hvað svona ungur maður gat skrifað eðlilega um það. Persónurnar verða einstaklega lifandi og Ein- ar er þeim trúr gegnum alla sög- una, þessu einkennilega fólki sem heldur svo vel hvað utan um annað. Samt er það kannski sam- heldnin sem verður því að falli. Þau eru þrælar síns tíma, um- hverfís síns og uppeldis, og ná aldrei að vinna úr hæfileikum sín- um. Karólína gamla er eins og ungamamma, ofboðslega góð við eftirlætin sín. Alltaf er hún að verja Badda og afsaka hann, en aldrei hvetur hún hann áfram vegna þess að framtíðin er ekki til og nútíðin er bara eitthvað sem verður að bjarga. „Iss, við redd- um okkur,“ segir Gógó í lok Fyrirheitna landsins, og það finnst mér vera mottó þessara bóka. Unga fólkið er aldrei hvatt til að taka í hnakkadrambið á sjálfu sér, Karólína og Gógó redda því úr hverjum vanda - og brjóta það niður með væntum- þykjunni. En kannski átti þetta fólk sér aidrei viðreisnar von. Þó að það væri hæfileikaríkt var það ríg- neglt niður af aðstæðum sínum. Braggabörnin voru ekki talin með, samfélagið fyrir utan vildi helst ekki taka við þeim. Strákarnir sem fara til Amer- íku í nýju bókinni standa svolítið Saga úr glasnostinu Ingibjörg Haraldsdóttir skrifar um Anatolí Rybakov Sovéska skáldsagan Börn Ar- bats eftir Anatolí Rybakov var fyrst gefin út í Moskvu árið 1987, en hafði þá verið í smíðum allt frá 1966. Það þurfti nýja tíma og breytta stefnu í menningarmálum til að gera útgáfu hennar mögu- Iega. Börn Arbats hefur verið kölluð dæmigerð „glasnost-saga“ - afsprengi þeirrar umræðu sem hafín er í Sovétríkjunum undir merkjum nýrra viðhorfa. Fortíð- in er tekin til endurskoðunar, lík- in dregin upp úr lestinni, reynt að horfast í augu við afglöp og glæpi Stalíntímans. Arbat er gata í miðborg Moskvu og reyndar heilt hverfi sem kennt er við götuna. Þar var frá fornu fari einkum aðsetur menntafólks, listamanna og betri borgara. Þegar sagan hefst, árið 1933, hefur þó orðið nokkur uppstokkun meðal íbúa Arbats. Aðalpersónur sögunnar eru hóp- ur skólasystkina sem er í þann veginn að ljúka framhaldsnámi og taka til starfa úti í þjóðfé- laginu. Meðal þeirra eru Sasha Pankratov, sannfærður komm- únisti og hugsjónamaður, og Júrí Sharok, tækifærissinni og óþokki. Lýsingin á þeim síðar- nefnda er afar vel heppnuð og sannfærandi og jafnast hér um bil á við lýsingu Rybakovs á aðal- skúrki bókarinnar, sem er sjálfur Jósef Vissaríonovítsj Stalín. Það sem gerir Börn Arbats að skáldverki sem hefur farið sigur- för um heiminn er öðru fremur sú mynd sem höfundur dregur upp af Stalín. Lesandinn kynnist þess- ari skuggalegu persónu í návígi, gægist inn í hugskot hans, rifjar upp með honum endurminningar utan við fjölskyldukjarnann og sjá aðalpersónur fyrri bókanna úr fjariægð. Þeir bera virðingu fyrir Badda sem þó gerir aldrei neitt nema skandala, þeir líta upp til Gógó og þeir leggja á sig langa ferð til að hitta þessar þjóðsagna- persónur. Það er enginn Dallasbragur á Ameríkunni sem þeir koma til og' stundum verður manni á að spyrja: „Getur fólk lifað svona? Það sem gerist er í raun og veru átakanlegt en samt getur maður ekki að sér gert að hlæja að því. Víða dregur Einar upp andstæð- ur sem sýna fáránleikann í hnot- skum - gott dæmi úr fyrri bókun- um er þegar gamla konan á ekki eldivið fyrir jólin og fær svo kassa fullan af glimmeri frá Ameríku! Ameríka á ekki mikið glimmer þegar nær er komið. Bækurnar þrjár eru engir doðr- antar en þó er sögð mikil saga í þeim. Bæði er að hún nær yfir langan tíma og kynnir okkur fyrir fjöldamörgum persónum, og svo segir hún frá miklu breytinga- skeiði í íslensku samfélagi eftir Sólrún Magnúsdóttir: Enginn Dallasbragur á Ameríkunni. Mynd: Jim Smart. stríð. En breytingarnar gerast fyrir utan braggahverfið, samfé- lag þess er einangrað og fólkið þar á ekki gott með að rífa sig frá því. Og þegar það hrynur leitar það í annað „verndað" umhverfí. Þetta er grátbrosleg saga, skrif- uð af ríkri frásagnargleði og ein- staklega myndræn. Eg vil sjá um- hverfi og persónur fyrir mér þeg- ar ég les, og Einar gefur lesend- um nógan efnivið í myndir í þess- um bókum.“ Sigfús Bjartmannsson VIÐHALD hálf undan sænginni andar hún værar hann bandar kviðu mjúkri sviflæðu varanlegs upphafs og flóknum ferlum draumanna hann sker sér brauð sker sneið af epli beittur glampinn fellur af nákvæmni milli tannanna út og línurnar skera enda í hvarf ef birtir dregur hann vandlega fyrir svo kinnin og brjóstið verði síður að dufti Án fjaðra er þriðja ljóðabók Sig- fúsar Bjartmarssonar og ný í fleiri en einum skrlningi. Hann er kom- inn heim úr ferðalögum, og inn. Og þótt hann yrki hér víða í löngum bálkum er form hans enn meitlaðra en fyrr. Efnistökin eru þroskuð og öguð, málið nýstár- legt og ljóðmyndimar alþjóðlegri en gerist og gengur í íslenskum skáldskap. Anatolí Rybakov. frá bernskuámnum í Grúsíu, sest með honum í tannlæknastól - og fylgist furðu lostinn með leyndum áformum hans um að ryðja úr vegi keppinautum og andstæðingum. Sögunni lýkur með morðinu á Sergei Kírov, vinsælum flokksleiðtoga í Len- íngrad, 1. desember 1934, en í kjölfar þess morðs fylgdu hreinsanirnar miklu. Kírov kem- ur talsvert við sögu í bókinni, svo og fleiri af nánustu samverka- mönnum Stalíns sem síðar urðu fyrir barðinu á honum. í sögunni er dregin upp trú- verðug mynd af andrúmslofti fjórða áratugarins. Börn Arbats er skáldsaga í rússneskum stfl, í henni eru margar sögur sagðar og mörgum persónum lýst. Anatolí Rybakov fæddist árið 1911 og á að baki langan rithöf- undarferil. Hann fékk Stalín- verðlaunin 1951 fyrir skáldsögu- na Bílstjórarnir, og 1978 vakti saga hans Þungur sandur tölu- verða athygli, bæði innan og utan Sovétríkjanna, en heimsfrægur varð hann á gamals aldri fyrir Börn Arbats. Fyrr á þessu ári ák- váðu umbótasinnaðir sovéskir rithöfundar að setja á laggirnar Sovétdeild PEN-klúbbsins, al- þjóðasamtaka rithöfunda, og var Rybakov þá kjörinn forseti deildarinnar. Síða 3 Mynd: Þórarinn Ó. Þórarinsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.