Þjóðviljinn - 12.01.1990, Qupperneq 2
SKAÐI SKRIFAR
#
Ég pæli svolítið
í húmomum
HUMOR UJbOW~f
HUMOR zmnsazowany
HU MOR INTELEKrUALNf
Ég, Skaöi, ætla aö taka mér smáfrí vegna þess að veturinn er aö
verða eitthvað svo andskoti langur og leiöinlegur og þegar svo ber
undir byrja ég gjarna á því aö athuga hvaö ég get mér til gamans gjört.
Ég get til dæmis skoðað skopmyndir snjallra manna svo ég þurfi
ekki að lesa eitthvað af þessum skáldskap sem fólk er að kreista upp
úr sér með harmkvælum.
Mér hefur alltaf fundist mikið til pólskrar gamansemi koma. Pólverj-
ar eru nefnilega sniðugir menn. Þeir fundu upp neitunarvald hins
frjálsa höfðingja sem gerði það að verkum, að á pólska þinginu gat
einn aðalsmaður stöðvað hvert mál upp á sína æru og trú. Svo týndist
þetta fyndna kerfi þegar Póllandi var skipt milli nágrannanna og sást
ekki aftur fyrr en Alþýðubandalagið tók það upp og gerði að sínu. Og
hló þá minni sagnfræðilegu hægrisál hugur í brjósti eins og þið getið
nærri.
Ég er sem sagt hrifinn af pólskum húmor. Dæmi um þessa hrifningu
er myndin eða myndirnar hér á síðunni. Þær eru eftir pólskan teiknara
sem heitir Andrzej Czeczot (ekki vantar nú samhljóðana, drottinn
minn sæll og trúr).
Og hverju lýsa þær nú? Þær lýsa skilningi teiknarans á alþýðugríni,
pólitísku gríni og menntamannahúmor.
Þótt ég sé hrifinn af þessum teikningum er ég ekki alveg sammála
þessum skilgreiningum ef satt skal segja.
Nema hvað myndin í miðjunni má vel heita Pólitískt grín fyrir mér.
Skriðdrekinn bendir á þig og þú ert strúturinn sem stingur höfði í
sandinn. Grínið við svona teikningu er helst það, að það getur hver og
einn notað hana eins og honum sýnist. Einhver bleikrauður friðarsinn-
inn getur sagt: strúturinn er fólkið í heiminum sem neitar að horfast í
augu við vígbúnaðarkapphlaupið. Natósinni getur sagt: Strúturinn er
friðarsinninn sem neitar að horfast í auga við það að Rússar eiga
marga skriðdreka. Og svo framvegis. En Pólverjinn getur sagt: Hegð-
un strútsins er það eina sem bjargaði Póllandi. Rússneski skriðdrek-
inn var þarna og benti á okkur fallbyssu sinni, en við grófum hausinn í
sandinn og hugsuðum okkar pólska ráð og skriðdrekinn varð svo
hissa á þessari fifldirfsku að hann fékk hósta og bensínstíflu og fór
heim.
Efsta myndin heitir svo Alþýðuhúmor. Það á sjálfsagt að skírskota til
þess að strúturinn sé einskonar reður sem hleypur á konur. Þetta
finnst mér ekki nógu sniðugt hvernig sem á það er litið. Það er verið að
gantast með það að alþýðan sé klámfengin og hugsi ekki um neitt
annað en bláar myndir á stöð tvö eða svoleiðis. Eg kýs heldur að
skipta um túlkun og segja að efsta og fyrsta myndin sé eiginlega
menntamannahúmor. Annaðhvort tvíræður menntakvennahúmor
sem lýsir hinu mikla valdi kvenna sem þurfa ekki ennað en reka fætur
upp í loftið, þá kemur karlfugl aldanna þjótandi allur hinn ákafasti og
auðmjúkasti. Eða þá einhver lærður húmor sem er að færa goðsögu-
legar kvennafarssögur af Seifi yfirguði sem kom til Ledu barnsmóður
sinnar í líki svans í nútímabúning. En til hvers svo verið er að því, og
hvers vegna svanurinn er orðinn að strút, það er eitthvað sem ég ’hefi
ekki náð ennþá. Þið megið gjarna segja mér til ef þið komist að
einhverri niðurstöðu um það sjálf.
Þriðju myndina kallar höfundur svo Menntamannahúmor. Þá á hann
við það, að hann sé eitthvað svo langsóttur og öfugsnúinn að hann
líkist mest strútnum sem ekki ratar lengur með hausinn í sandinn eins
og honum ber, heldur stingur honum í eigin rass í óleysanlegum
tilvistarvandkvæðum sínum. Þessu er ég ekki alveg sammála. Ég vil
alteins hafa það þannig, að þetta sé einmitt alþýðuhúmorinn, sem
finnur sér alltaf nýja og ferska og þó hefðbundna leið að höfuðopum
tilverunnar og þá rassinum. Við eigum reyndar ágæta hliðstæðu við
þennan skilning í íslenskri alþýðuvísu sem hljómar svo:
F/aug fug/
með fjaðrir á sér,
settist á vegg
á rassinn á sér,
þá kom maður
með byssu á sér
og skaut fuglinn \
íhausinn á sér...
fGA
ROSA-
GARÐINUM
Margfaldur lífvörður
Eftir nokkur símtöl við ofursta og
majora og formlegt bréf til yfir-
ofurstans fékkst loks leyfi til að
taka viðtal við „konstabel“
Sæmundsson.
Viðtal Pressunnar við
„íslenskan hermann“
Hitti hún eintóma
transvestíta?
Þegar við komum inn á hersvæð-
ið kom fljótlega í ljós að þetta er
karlaheimur; ég hefði átt að fara í
svarta stríðsárakjólinn minn og
setja á mig rauða varalitinn.
Sama viðtal
Var mamma svona
sinnulaus?
Fyrir sitt leyti telur Ingvar það
ákaflega þroskandi að vera innan
hersins. Þar læri hann t.d. að vera
undir aga, finni takmörk sín og
hafi möguleika á að jjróa sjálfan
sig á annan hátt en í öðru starfi.
Sama viðtal
Betur að satt væri
Við skjótum með lausum skotum
og það er óvinur og allt er eins og í
stríði.
Sama viðtal
Höfum vitfyrir
lýðnum
-En getur vitneskjan um úrskurð
almennings ekki haft áhrif á at-
kvæðagreiðslu dómnefndar-
manna?
„Auðvitað er ekki hægt að úti-
loka það,“ sagði Björn. „En ég á
nú von á að þegar til kastanna
kemur muni dómnefndarmenn
reyna að samræma þessar vís-
bendingar almennings og eigin
skoðanir og finna einhverja
skynsamlega málamiðlun.“
Viðtal i DV um íslensku
bókmenntaverðlaunin
Segiði ritstjóranum
frá því
Ef ástæður önuglyndis eru kann-
aðar kemur í ljós að gott geð-
vonskukast er einstaka sinnum
réttlætanlegt.
Pressan
Við hvern á þessi
lýsing?
Dæmigerður viðskiptavinur
klámsýninga og klámleikhúsa er
karlmaður á aldrinum 22-34 ára,
frekar íhaldssamur og starfar við
viðskipti.
Pressan
Hin æðri vísindi
Konur eru eignir en karlmenn
andlegar verur.
2 SIÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. janúar 1990
Pressan