Þjóðviljinn - 12.01.1990, Page 7

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Page 7
Vom bankalög bratin? Samkvœmt lögum um viðskiptabanka megaþeir ekki eiga nema2% af eiginfé í almenningshlutafélögum. Stöð 2 er ekki almenningshlutafé- lag. Islandsbanki má samkvœmt lögunum binda um 50 miljónir í hlutabréfum. Verslunarbankinn eignaðist250 miljón króna hlut íStöð 2 síðasta dag ársins 1989. Hver rœður yfir 100 miljón króna hlut eignarfélagsins nú? Erþað Islandsbanki? Erþað eignarfélagið? Hverjar eru eignir eignarfélagsins? Akvörðun Eignarhaldsfclags Verslunarbankans um að auka hiutafé Stöðvar 2 úr 5,5 miljónum í 400 miljónir og ganga sjálft í ábyrgð fyrir 250 miljónir hefur vakið upp ýmsar spurning- ar varðandi lögmæti þeirrar að- gerðar. Telja ýmsir innan bank- akerfisins að lög um viðskipta- banka hafí verið brotin, en sam- kvæmt þeim mega bankastofnan- ir ekki hafa meira en 2% af eigin fé bundið í hlutafélögum. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hóf Eignarhaldsfélag Verslunarbankans strax mjög grimma hlutafjársöfnun meðal viðskiptavina bankans, sem skilaði þeim árangri að á þriðju- dag voru fjórum aðilum seldar 150 miljónir af 250 miljón króna hlut Eignarhaldsfélagsins. Þeir sem keyptu voru Guðjón Odds- son formaður Kaupmannasam- takanna, Jóhann Ólafsson for- maður Verslunarráðs, Haraldur Haraldsson formaður Félags ís- lenskra stórkaupmanna og Jón Ólafsson í Skífunni. Félagið ætlar svo sjálft að eiga 100 miljónir. Fyrrverandi eigend- ur Stöðvar 2 eru skráðir fyrir 150 miljón króna hlutafé. Þeir hafa fengið frest til 5. febrúar að Bankaeftirlitið hefur ekki séð ástæðu til þess að hafa afskipti af viðskiptum Verslunarbankans og Stöðvar 2. Hinsvegar útilokar það ekki þann möguleika að eftir- litið kalli eftir upplýsingum síðar, enda ættu öll gögn í málinu að vera til. „Við höfum elcki enn sem komið er séð ástæðu'til þess að greiða upp þann hlut að fullu. Það var á gamlársdag að Versl- unarbankinn ákvað að auka hlut- aféð upp í 400 miljónir. Verslun- arbankinn var þá enn við lýði, því samruni bankanna fjögurra í ís- landsbanka varð ekki fyrr en 1. janúar. Á hluthafafundi í Útvegsbank- anum sl. sumar var ákveðið að auka hlutafé bankans í 2,5 milj- arða króna og í framhaldi af því var ákveðið að bankarnir þrír, Iðnaðarbanki, Verslunarbanki og Alþýðubanki sameinuðust með jafn stóran hlut um kaup Út- vegsbankans og stofnuðu ís- landsbanka. Samkomulagið gekk út á það að þessir fjórir bankar afhentu um áramót Islandsbanka allar eignir sínar og skuldir. Sam- kvæmt því ætti Eignarhaldsfé- lagið að hafa afhent íslandsbanka hlut sinni í Stöð 2 upp á 250 milj- ónir króna. Hafi félagið ekki gert það, heldur haldið eftir þessum hlut hlýtur sú spurning að vakna, hverjar séu eignir Eignahaldsfé- lagsins. Samkomulagið gekk út á að íslandsbanka yrðu afhentar allar eignir hinna bankanna og síðan yrði skipuð matsnefnd sem skilaði áliti fy rir 1. j úlí í ár um hlut kalla eftir upplýsingum um það frá Verslunarbankanum og/eða íslandsbanka, með hvaða hætti uppgjör vegna Stöðvar 2 hefur farið fram, eða hvaða tryggingar lána Verslunarbankans til Stöðv- ar 2 voru afhentar íslands- banka,“ sagði Þórðpr Ólafsson ■ forstöðumaður Bankaeftirlitstns við Nýtt Helgarblað. - Sáf hvers og eins í bankanum. í fram- haldi af því á svo að jafna út hlut eignarhaldsfélaganna, þannig að ef einhver hefur komið með meira inn en samið var um yrði eignarhaldsfélaginu endur- greiddur mismunurinn og sömu- leiðis ef upp á vantaði hjá ein- hverjum yrði eignarhaldsfélagið að útvega þá peninga. Samkvæmt þessu eru eignir Eignahaldsfélags Verslunar- bankans eingöngu hlutabréf í ís- landsbanka og jafnframt ættu þá hlutabréf í Stöð 2 að hafa flust yfir í íslandsbanka. Hafi eignar- haldsfélagið ekki yfir neinum fjármunum að ráða, hvemig get- ur það þá annarsvegar keypt hlutabréf fyrir 250 miljónir króna og hinsvegar tryggt sölu á hluta- bréfum? Ef þau geta það ekki, hver keypti þá hlutabréfin? Var það Verslunarbanki íslands? Hefur þá ekki Verslunarbankinn afhent íslandsbanka þessi hluta- bréf? Einsog áður sagði þá heimila lög um viðskiptabanka banka- stofnunum að eiga sem nemur 2% af eigin fé í fyrirtækjum sem stunda óskildan rekstur, þar að auki skulu slík félög vera almenn- ingshlutafélög þar sem hluthafar eru 200 eða fleiri. Stöð 2 er ekki almenningshlutafélag. Hafi Verslunarbankinn keypt þessi hlutabréf á síðasta degi árs- ins, var hann þá ekki að brjóta ákvæði bankalaga? Hafi hann af- hent þetta íslandsbanka opnaði þá ekki íslandsbanki á fyrsta starfsdegi með of mikla hlutafjár- eign miðað við það hvað hann má eiga miðað við eigið fé? Eigið fé íslandsbanka er 2,5 miljarðar króna samkvæmt samkomulaginu frá síðasta sumri. 2% af því eru 50 miljónir króna. Sitji íslandsbanki nú uppi með 100 miljón króna hlutafé í Stöð 2 er hann með helmingi hærri hlut þar en hann má eiga samkvæmt lögum um viðskipta- banka, auk þess sem ljóst er að hann má ekki eiga hlut í fyrirtæki einsog Stöð 2, þar sem það er ekki almenningshlutafélag. -Sáf Bankaeftirlítið í biðstöðu Föstudagur 12. Janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 7 Suðurnesjamenn Upplýsingafundur um Evrópska efnahagssvæðið, EES, verður haldinn á vegum utanríkisráðuneytisins þann 15. jan. kl. 21.00 í Glaumbergi, Keflavík Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra hefur framsögu og mun ásamt embættis- mönnum utanríkisráöuneytisins svara fyrir- spurnum um viðræður Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, og Evrópubandalagsins, EB, um myndun sameiginlegs markaöar í Evrópu. Utanríkisráöuneytið Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi söluskatts fyrir desember mánuð er 15. janúar. Ber þá að skila skattinum til inn- heimtumanns ríkissjóðs ásamt söluskatts- skýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Auglýsing frá utanríkisráðuneytinu Dagana 10.-11. maí 1990 verður haldið hæfnis- próf í Reykjavík á vegum Sameinuðu þjóðanna fyrir umsækjendur um störf hjá Sameinuðu þjóðunum á eftirfarandi starfssviðum: 1. Stjórnun 2. Hagfræði 3. Tölvufræði 4. Fjölmiðlun/útgáfustarfsemi Skilyrði fyrir þátttökuí hæfnisprófinu er að um- sækjandi: - íslenskur ríkisborgari - hafi lokið háskólaprófi og hafi jafnframt tveggja ára starfsreynslu eða hafi lokið há- skólaprófi í framhaldsnámi á háskólastigi - hafi góða ensku og/eða frönskukunnáttu. Umsækjendur skulu ekki vera eldri en 32 ára. Pierre Pelanne, deildarstjóri prófdeildar Sam- einuðu þjóðanna heldur fyrirlestur um hæfnis- prófið 20. janúar n.k. í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla íslands, kl. 14.00. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar fást á alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Umsóknir um þátttöku í hæfnisprófinu verða að berast utanríkisráðuneytinu fyrir 1. mars 1990. Prófstaður verður auglýstur síðar. Reykjavík 11. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.