Þjóðviljinn - 12.01.1990, Side 12
Hagræði ngarátak
í sjávamtvegi
er nauðsyn
JóhannAntonsson: Aðskilja þarfveiðar og vinnslu og fjármagna
úreldingu fiskiskipa með sölu veiðileyfa
Jóhann Antonsson er stjórnar-
maður í Atvinnutryggingar-
sjóði og hefur víðtæka reynslu af
sjávarútvegsmálum. Við spurð-
um hann hvort hann væri því
hlynntur að tekin yrði upp sala
eða leiga á veiðileyfum í íslensk-
um sjávarútvegi.
Já, ég er ákveðið þeirrar skoð-
unar, og ég tel að það eigi að
hefja slíka sölu þegar á þessu ári.
Það fé sem þannig kemur inn á
síðan að nota til þess að fjár-
magna víðtæka skipulagsbreyt-
ingu á okkar sjávarútvegi, í fyrsta
lagi með því að kosta úreldingu
skipa og í öðru lagi með sam-
göngubótum í því skyni að skapa
skilyrði fyrir virka fiskmarkaði á
ákveðnum atvinnusvæðum á
landsbyggðinni.
Minnkun flotans er knýjandi
nauðsyn, og ég hef áætlað að
minnkun hans um 25% muni
kosta um 12 miljarða. Til þess að
skapa virkan fiskmarkað á lands-
byggðinni þarf ákveðnar sam-
göngubætur, sem ég hef áætlað
að kosta muni um 8 miljarða,
þannig að í heild er um að ræða
hagræðingarátak í sjávarútvegi
sem kostar um 20 miljarða. Þetta
er hægt að fjármagna með leigu á
veiðileyfum þannig að kvóti sem
losnar við úreldingu verði leigður
að fullu, en endurgjaldslaus kvóti
komi smám saman til leigu með
jöfnum skrefum á 10 árum.
Hver á að ákvarða leiguna og
hvernig?
Það yrðu opinberir aðilar að
sjá um. Ég hef í útreikningum
mínum miðað við að þorskkílóið
verði leigt á 10 krónur, en með
þeirri tölu væri hægt að greiða
niður þetta hagræðingarátak á 7
árum, þannig að því yrði lokið
1996 ef byrjað yrði á þessu ári.
Mikilvægi
fiskmarkaðanna
Þessi kerfisbreyting myndi á
sama tíma koma út í bættri af-
komu útgerðarinnar og betri út-
komu sjávarútvegsins í heild
vegna þess að fiskmarkaðirnir
færu að skila árangri.
Þú segir að fiskmarkaðirnir
gegni mikilvægu hlutverki í þessu
sambandi. Hvernig þá?
Það hefur á undanförnum
árum orðið talsverð breyting á er-
lendum mörkuðum og sölustarfi,
sem við höfum ekki aðlagast
nema að litlum hluta, meðal ann-
ars vegna þess að við erum fastir í
ákveðnu kerfi í okkar fisk-
vinnslu, þar sem fiskvinnslan
tekur á móti heilu togaraförmun-
um og þarf að vinna úr þeim.
Markaðirnir tryggja sérhæfingu í
vinnslu og leiða til þess að menn
fara að hugsa út frá verðmætum á
meðan ríkjandi kerfi snýst meira
um magnið.
Þær breytingar sem hafa orðið
á mörkuðum erlendis og við höf-
um ekki svarað nema að litlu leyti
felast meðal annars í aukinni
eftirspurn eftir ferskum flökum í
stað frystingar og smápakkning-
um í stórmörkuðum erlendis.
Hvorutveggja getur leitt til verð-
mætaaukningar á hluta aflans um
allt að 40%.
Sérhæfing
fiskvinnslunnar
Forsenda þess að þessir hlutir
gerist í þeim mæli sem markaður-
inn býður upp á er sérhæfing fisk-
vinnslunnar, sem kæmi af sjálfu
sér ef markaðirnir næðu fótfestu
um allt land.
Við höfum séð þessa sérhæf-
ingu gerast hér á Suðvesturhorn-
inu með tilkomu markaðanna.
Hér er mesta gróskan í fram-
leiðslu á ferskum flökum sem
send eru út með flugi, og hér hafa
einstök fyrirtæki náð mjög at-
hyghsverðum árangri í smá-
pakkningum. Þessi verðmæta-
aukning er fyrst og fremst fisk-
mörkuðunum að þakka, og þeir
sem standa í þessari framleiðslu
segja markaðina forsendu þessa
árangurs.
Það er kannski þess vegna sem
markaðirnir hér suðvestanlands
gefa sjómönnunum hærra verð
en gengur og gerist úti á landi.
Sjómennirnir úti á landi vilja fá
markaðsverð fyrir fiskinn, en
fiskverkunin þar nær ekki sérhæf-
ingu og getur því ekki boðið
sambærilegt verð.
Vítahringir
sjávarútvegsins
Ef fram heldur sem horfir get-
um við séð fram á aukinn þrýsting
frá sjómönnum um gámaútflutn-
ing, sem jafnframt muni fela í sér
minni umsvif í landi og versnandi
afkomu fiskvinnslunnar. Þetta er
vítahringur, og ekki sá eini, sem
sjávarútvegurinn þarf að komast
úr.
Annar vítahringur er togstreita
landshluta, byggðarlaga og fyrir-
tækja um kvóta, sem leitt hefur til
yfirverðs á skipum og þess að enn
meira fjármagn er bundið í sjáv-
arútveginum án þess að það gefi
nokkurn arð.
Jóhann Antonsson: Hagræðingarátak í sjávarútvegi upp á 20 miljarða
er hægt að fjármagna með veiðigjaldi. Ljósm. Kristinn.
Fiskmarkaðirnir losa um
tengslin á milli veiða og vinnslu
og gerir það að verkum að menn
þurfa ekki að vera með fjármagn
bundið útgerð til þess að eiga
kost á að fá fisk í vinnslu. Það eitt
opnar möguleika á að minnka
flotann og gera útgerðina arð-
bærari.
Staða lands-
byggðarinnar
Ýmsir hafa orðið til þess að
lýsa áhyggjum út af því að minni
staðir og minni útgerðar- og fisk-
vinnslufýrirtæki yrðu útundan
um veiðileyfi og afla ef markaði
yrði komið á með þessum hætti.
Hvernig lítur þú á þau mál?
Ég er miklu hræddari um örlög
þessara staða ef þessi breyting
kemst ekki til framkvæmdar. Þá á
ég sérstaklega við fiskmarkaðina.
Á mörgum þessara staða er til-
tölulega auðvelt að vera með sér-
hæfða vinnslu (t.d. sérpökkun í
frystingu) sem krefst meiri vinnu
og minna hráefnis. Margir þess-
ara staða eru auk þess mikið í
saltfiski, þar sem þróun er einnig
í gangi í átt til smápakkninga. Það
mun henta þessum stöðum mjög
vel.
Ég óttast um þá togstreitu sem
nú er víða út á landi og mun í raun
verða meiri í framtíðinni ef þessi
kerfisbreyting á sér ekki stað.
Söngurinn um að sjómenn á
litlu stöðunum út á landi búi við
rýrari tekjur vegna lægra fisk-
verðs á eftir að verða stríðari og
leiða til hnignunar á landsbyggð-
inni ef menn taka ekki við sér.
íhaldssemi stjórn-
málaflokkanna
Stjórnmálaflokkarnir hafa ver-
ið tregir til þess að móta afger-
andi stefnu í málefnum íslensks
sjávarútvegs. Hverju sætir það?
Stjórnmálaflokkar eru í eðli
sínu íhaldssamar stofnanir. í
sjálfu sér eru þær breytingar sem
hér er um fjallað mjög róttækar,
og menn þurfa tíma til að venjast
nýrri hugsun áður en þeir eru til-
búnir í viðamiklar breytingar. Ég
geri mér vonir um að sá umhugs-
unartími standi nú yfir. Það er
m.a. hlutverk fjölmiðla að kryfja
þessi mál, skýra þau út og venja
menn við þessa nýju hugsun. Að
minnsta kosti á meðan
stjórnmálaflokkarnir og stjórn-
málamennirnir sýna ekki merki
annars en að þeim líði best í ver-
öld sem var. -ólg
Afli og floti
Skýring Gylfa Þ. Gíslasonar á rýrnandi afkomu sjávarútvegsins
Gylfí Þ. Gíslason hefur á und-
anförnum árum ritað manna
mest um nauðsyn þess að taka
upp fískveiðistefnu er grundvall-
ist á sölu veiðileyfa. I Morgun-
blaðinu 12. september síð-
astliðinn ritar hann grein um
málið með tiliiti til sambandsins á
milli verðmætis fiskiskipafíotans
og aflaverðmætis úr sjó. Með
greininni birtist línurit sem er í
sjálfu sér áfellisdómur um það
skipulag fiskveiða og útgerðar,
sem viðgengist hefur hér á landi
síðustu tvo áratugi að minnsta
kosti. í greininni segir Gylfi m.a.
með leyfi höfundar:
„Það er eitt af undirstöðuat-
riðum nútíma fiskihagfræði, að
þegar leyfð er ótakmörkuð og
ókeypis hagnýting á sameigin-
legri auðlind í sjávarútvegi, leiði
það til ofveiði og eyðingar á þeirri
rentu, sem auðlindin gefi af sér,
þannig að flotinn hafi til-
hneigingu til að vaxa mun meira
en aflinn, útgerðarkostnaður
vaxi meira en afrakstur, og hagn-
aður af veiðunum hverfi.
Þetta er einmitt það sem átt
hefur sér stað á íslandi eftir styrj-
öldina, en lengst af voru leyfðar
hér ótakmarkaðar veiðar á
botnfiski. Fiskafli hefur sem bet-
ur fer farið vaxandi síðan um
stríðslok, að sjálfsögðu einkum í
kjölfar útfærslu fiskveiðilögsög-
unnar, en einnig vegna bættrar
tækni. En fiskiskipaflotinn hefur
þó vaxið miklu meira. f þessu
sambandi á að sjálfsögðu að bera
saman breytingu á aflaverðmæti
og breytingu á verðmæti fiski-
skipaflotans, en ekki á smálesta-
tölu hans, þar eð það er fjár-
magnsaukningin sem skiptir
máli. Sé þetta gert kemur í ljós,
að frá lokum síðari heimsstyrj-
aldarinnar og fram til upphafs
áttunda áratugarins urðu ekki
gagngerar breytingar á aukningu
aflaverðmætis annars vegar og
verðmætis fiskiskipaflotans hins
vegar. Á árunum 1960-70 jókst
aflaverðmætið um 26% en verð-
mæti flotans um 32%. En frá
1970 -87 jókst aflaverðmætið um
106%, en verðmæti flotans hins
vegar um 180%. Sést þetta á
meðfylgjandi línuriti, sem Þjóð-
hagsstofnun hefur gert að beiðni
minni....
Þróunin sést greinilega þegar
línuritið er skoðað. Við blasir
hvað farið hefur úrskeiðis í sjáv-
arútveginum, einkum síðan í
byrjun áttunda áratugarins. Allt
of mikið hefur verið fjárfest.
Hver króna sem varið hefur verið
til fjárfestingar ber minnkandi
arð. Aflinn hefur verið sóttur
með vaxandi tilkostnaði. Þjóðfé-
lagið hefur sóað verðmætum."
Grein sinni lýkur Gylfi með
eftirfarandi orðum:
„Það þarf að gera ýmsar
breytingar á fiskveiðistefnunni,
og það er hægt að gera þegar á
400 Aflinn á föstu verði og þjóðarauðsmat fiskiskipa 1945- 1987. Vísitölur 1960=100 400
350 350
300 Fiskiskip 300
250 250
200 / /^y 200
150 150
100 -—Fiskafli 100
50 50
1945 1950 to955 11965 1970 1975 1980 1985
i_hiuiuiu öyim au [jicm lym aiuiauMia vtjioiitíeMii pa pan biuuuyi intjiii
tilkostnað við að veiða hvern fisk úr sjó. Sífellt stærri hluti þess arðs,
sem fiskimiðin gefa, fer í tilkostnað vegna offjárfestingar í of mörgum
skipum miðað við leyfilegt aflamagn.
næsta Alþingi. Það ætti að taka
alveg fyrir raunverulega stækkun
fiskveiðiflotans frá því sem nú er.
Það ætti að lengja verulega þann
tíma, sem leyfin eru veitt, t.d. í
fimmtán ár. Það ætti að veita ein-
staklingum og lögaðilum veiði-
leyfin, en ekki binda þau við skip.
Og það ætti að leyfa algjörlega
frjáls viðskipti með veiðileyfi.
1 kjölfar slíkra ráðstafana
mundi margt breytast til batnað-
ar. En stærsta sporið, sem hægt er
að stíga til þess að fiskiskipaflot-
inn minnki með sem hagkvæm-
ustum hætti, yrði stigið með því
að setja lög um að greiða skuli
fyrir veiðileyfi. Það er um-
deildara sjónarmið en þær ráð-
stafanir sem nefndar voru að
framan, enda gagngerari ráðstöf-
un. Hugsanlegt væri að stíga slíkt
spor í litlum áföngum. Hitt er
ljóst, að slík viðbót við fisk-
veiðistefnuna verður ekki gerð
nema samfara breytingum á efna-
hagsstefnunni í heild, m.a. stefn-
unni í gengismálum, landbúnað-
armálum, peningamálum og
fjármálastjórn ríkisins.“
12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. janúar 1990