Þjóðviljinn - 12.01.1990, Síða 18

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Síða 18
SKÁK HELGI ÓLAFSSON Evrópumeistaramót unglinga í Arnheim: Hannes lagði stigahæsta þátttakandann í meira en aldarfjórðung hafa Hollendingar staðio fyrir Evr- ópukeppni unglinga 20 ára og yngri. Þetta mót var um langt skeið haldið í bænum Groningen en fyrir nokkrum árum var það flutt til bæjarins Arnheim sem er í næsta nágrenni. Evrópumeist- aramót unglinga er allra athygli- sverðasta keppni sem margir af fremstu stórmeisturum Evrópu hafa tekið þátt í. Frægasti si- gurvegarinn er tvímælalaust An- atoly Karpov sem hélt áleiðis til Groningen veglaus og mállaus um jólaleytið 1967. Sovéska skáksambandið hafði búið hann út með orðsendingu sem átti að notast ef í nauðir ræki og hún hljóðaði eitthvað á þessa leið: Þessi ungi maður er á leiðinni til bæjarins Groningen í Hollandi. Kann ekki stakt orð í ensku. Hann er nú í vanda staddur. Vinsamlega hjálpið honum. Karpov rataði til Groningen og sigraði glæsilega. Segja má að hann hafi gengið heiminn á enda því röskum sjö árum síðar eða 1975, sæmdi Max Euwe þáver- andi forseti FIDE hann æðstu metorðum skáklistarinnar. Þeir skákmenn íslands sem helst blakta um þessar mundir hafa allir teflt á hinum vel skipu- lögðu Evrópumeistaramótum unglinga og hlotið þar dýrmæta reynslu. Hannes Hlífar Stefáns- son hélt á mótið skömmu fyrir jól ásamt aðstoðarmanni sínum, Þráni Vigfússyni. Fyrir mótið var hinn þrautreyndi sovéski stór- meistari, Alexei Dreev, talinn langsigurstranglegastur, enda er hann sennilega stigahæsti skák- maður sem teflt hefur á mótinu - um áramót reiknuðust Elo-stig hans upp á 2605 stig. Það er hins vegar ekkert gefið í þessum efn- um. Þegar upp var staðið var So- vétmaðurinn Serper hinn öruggi sigurvegari, hlaut 10'/2 vinning úr 13 skákum. Dreev varð að láta sér lynda 2.-3. sæti ásamt Tékk- anum Hracek. Þeir hlutu báðir 9 vinninga. í 4-.6. sæti komu Búl- garinn Tobalov, sem er aðeins 14 ára gamall, Agnos, Englandi og Markovic, Júgóslavíu, allir með 8 vinninga. Hannes hafnaði í 7.-13. sæti, með IVi vinning. Frammistaða hans er viðunandi þó vonast hafi verið eftir enn betri árangri. Hann byrjaði þokkalega og var kominn í hóp efstu manna eftir 10 umferðir með sigri á Dreev. Þá tapaði hann fyrir Serper en vonir um hátt sæti ruku út í veður og vind með tapi í 12. umferð. Sigur í síðustu umferð lagaði stöðuna. Hannes á nokkur ár eftir í þessum unglingamótum og gæti hæglega endurtekið afrekið frá 1977 er hann varð heimsmeistari sveina fyrir ofan Gata Kamsky og Mic- hael Adams. Sigur hans yfir Dreev birtist hér. Það þarf ekki að spyrja að yfirburða þekkingu sovéskra skákmanna á byrjunum og Hann- es var fljótur að verða sér úti um óyndislega stöðu. En vondar stöður vinnast oft, kvað Bent Larsen um árið: 10. umferð: Aiexei Dreev - Hannes H. Stefánsson Drottningarpeðsleikur 1. d4 Rf6 2. Rf3e6 3. Bg5 (Hin margþvældu afbrigði drottningarindversku varnarinn- ar, 3. c4 b6 eða drottningar- bragðs, 3. ...d5 höfða ekki til Dreev. Hann fer í smiðju til Jus- upovs sem tefldi þannig með góð- um árangri í einvíginu við Karpov sl. haust.) 3. .. d5 6. Bd3 b6 4. e3 Be7 7. 0-0 Bb7 5. Rbd2-0-0 8. c3 Rh5 (Hannes hefur ekki teflt byrj- unina á þann hátt sem best þykir. Hollara er að bíða með að hrók- era og leika - Rbd7 á undan drottningarbiskupnum og vera viðbúinn þegar hvítur leikur - Re5. Vegna þessarar ónákvæmni í leikjaraöð nær hvítur strax yfir- burðastöðu). 9. Bxe7 Dxe7 10. Re5 Rf6 11. f4 Rbd7 12. Hf3g6 13. h4 Kh8 14. Hh3 Hg8 15. g4 Re8 16. g5f6 17. gxf6 Rdxf6 18. Rdf3 Rd6 19. De2 Rf5 20. Kh2 Hg7 21. Hgl Bc8 22. Rg5 a5 a b c d e f g h (Fram að þessu hefur Dreev byggt upp stöðu sína á markviss- an hátt. Hannes hefur ekkert mótspil og getur því aðeins beðið átekta. Von hans liggur fyrst og fremst í tímahraki andstæðings- ins sem átti aðeins fimm mínútur eftir til að ná tímamörkunum við 40. leik.) 23. e4!? (Að mörgu leyti undarleg ákvörðun þegar haft er í huga hversu tímanaumur Dreev var. Kannski hefur hann ofmetið möguleika sína en leikurinn er þó ekki beinlínis slæmur. Stóru mis- tökin koma í 27. leik.) 23. .. Rd6! (Fimm mínútur er ekki mikill tími en þegar við bættist að Dreev hugsaði sig í þrjár mínútur um þennan leik þá var ekki örgrannt um að Hannes færi að gera sér vonir. Undirritaður fékk skákina símleiðis frá Hannesi og hann las síðustu leikina leifturhratt rétt eins og Dreev væri enn í tíma- hraki.) 24. Rxg6+ hxg6 25. e5 Rh5 26. exd6 cxd6 (Betra en27. .. Dxd6 28. De5! með hagstæðari stöðu vegna hót- unarinnar 29. Rf7+) 27. Hfl? (Afleitur leikur. 27. Bxg6 gekk ekki vegna 27. .. Rxf4 o.s.frv. en eftir 27. Hf3! stendur hvítur mun betur að vígi þó öll nótt sé ekki úti.) 27. .. e5 (Umskiptin gerast vart sneggri. Skyndilega er Hannes með hartnær unnið tafl.) 28. f5 Rf4 29. Hxf4 exf4 30. Dxe7 (30. f6 er einfaldlega svarað með 30. .. Dxf6 t.d. 31. De8 Hg8 o.s.frv.) 31. .. Hxe7 35. Kg2 Kf6 31. f6 Bxh3 36. Kf3 Kxe7 32. fxe7 Bd7 37. h5 Be8 33. Bxg6 Kg7 38. Bxb5 Bxh5+ 34. BÍ7 Hh8 39. Kxf4 Hf8+ - og Dreev féll á tíma. Hann kemst ekki hjá mannstapi, t.d. 40. Ke4 Bg6+ 41. Ke3 Hf5 og vinnur eða 40. Kg3 Hf5 41. Kh4 Hxd5 42. Kxh5 og Kf6 vinnur. Skákþing Reykja- víkur 1990 haffið Skákþing Reykjavíkur hófst sl. sunnudag í hinu nýja félagsheim- ili TR að Faxafeni. Keppt er í opnum flokki og eru þátttakend- ur rétt innan við hundrað talsins þ.á m. Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Þórhallsson, Sigurður Daði Sigfússon, Þröstur Árna- son, Jóhannes Ágústsson, Lárus Jóhannesson svo að nokkrir séu nefndir. Keppni í flokki unglinga og barna 14 ára og yngri hefst á morgun laugardag kl. 14 og stendur skráning enn yfir. Lausn á skákþraut Eftirfarandi skákdæmi var fyrir lesendur í síðasta pistli: Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. Lausnin er eftirfarandi: 1. Rf8+ Kh8 3. f8(D)+ Kh7 2. Rg6+ Dxg6 4. Bbl! (Hugmyndiner4. ..Dxbl5. Df5+ Dxf5 og hvítur er patt. En svartur á nokkrar skákir.) 4. .. Bc3+ 5. Ke3! (Enn er við það sama 6... Dxbl 7. Df5+ dxf5 patt!) 6. .. Bd4+ 7. Kd2 (Og enn verður niðurstaðan patt ef biskupinn er drepinn.) 7. .. Be3+ 8. Kc3! Bd2+! 9. Kd4! Mögnuð hringekja. Svartur verður að gera sér jafntefli að góðu. Að lokum: Gleðilegt ár Umsjónarmaður óskar lands- mönnum öllum gleðilegs árs og friðar á komandi ári. Reykjavíkurmótið í sveitakeppni, sem jafnframt er úrtökumót fyrir íslandsmótið, hófst sl. miðvikudag- inn 3. janúar. 18 sveitir eru skráðar til leiks. Fjórar efstu sveitirnar spila til úrslita um Reykjavíkurhornið, að undangenginni forkeppni allra sveit- anna. Tíu spil verða spiluð milli sveita, alls 190 spil. Núverandi Reykjavíkurmeistari í sveitakeppni er sveit Flugleiða. Staðan eftir 6 um- ferðir Nr.l sveit Flugleiða með 116 stig. Nr. 2 sveit Verðbréfam. fslands- banka með 115 st. Nr. 3 sveit undirritaðs, Ólafs Lár- uss., með 105 stig. Nr. 4 sveit Modern Iceland með 102 stig. Sveit Eskfirðings varð Austur- landsmeistari í bikarkeppni 1989 eftir úrslitaleik við sveit Samvinnbu- bankans á Vopnafirði. f sveit sigur- vegaranna eru: Sigurður Freysson, Einar Sigurðsson, Þorbergur Hauks- son, Andrés Gunnlaugsson og Árni Helgason. Keppnisstjóri var Ólafur Jóhanns- son frá Egiisstöðum. Síðasta þriðjudag fyrir jól var árleg jólasveinakeppni hjá félaginu. Þann vafasama heiður að þessu sinni hlutu: Ármann J. Lárusson, Lárus Péturs- son, Rúna Baldvinsdóttir og Sveinn Sveinsson. f næsta sæti urðu: Jón Baldursson, Murat Serdar, Óskar Karlsson og Ragnar Hjálmarsson. Spilarar voru dregnir saman í sveitir. Ekkert er vitað um erlenda þátt- töku á Bridgehátíð, sem spiluð verð- ur um aðra helgi í febrúar. Reynt hef- ur verið við toppmenn í frönskum bri- dge og vafasamt þykir að Zia Ma- hmood eigi möguleika á að koma að þessu sinni, en kappinn er búsettur í New York þessa dagana. í hans stað hefur spilari að nafni Polowan (kom hingað á eigin vegum á Bridgehátíð fyrir 4-5 árum) boðist til að mynda sveit á hátíðina, m.a. með Mike Mol- son frá Kanada, sem einnig hefur ver- ið tíður gestur á Bridgehátíð. Búast má við að fyrirkomulag á Bridgehátíð 1990 verði með sama hætti og síðustu árin, þ.e. opinn tvímenningur og síð- an Flugleiðamótið í sveitakeppni. Nýlokið er aðaltvímenning Bridge- félags V-Húnvetninga. Sigurvegarar urðu Erlingur Sverrisson og Eggert Ó. Levý, eftir að gömlu kempurnar Karl Sigurðsson og Kristján Björns- son höfðu leitt allt mótið, sem stóð í 5 kvöld. Röð efstu para: Erlingur/ Egg- ert 620, Karl/ Kristján 597, Einar Jónsson/ Örn Guðjónsson 549 og Sig- urður H. Sigurðsson/ Marteinn Reimarsson 539. Um 20 spilarar taka að jafnaði þátt í spilamennsku á vegum félagsins, sem staðsett er á Hvammstanga. Tvö jólamót voru spiluð í enda árs- ins. Á Akureyri með þátttöku ríflega 40 para og í Hafnarfirði með þátttöku rúmlega 70 para sem er geysigóð þátt- taka. A Akureyri sigruðu Anton Har- aldsson og Pétur Guðjónsson, næstir urðu Zarioh Hamadi og Guðjón Páls- son og Ármann Helgason og Stefán Sveinbjörnsson. f Hafnarfirði sigruðu Brynjólfur Gestsson og Sigfús Þórðarson í N/S- áttina en aðrir Selfyssingar, þeir Helgi Helgason og Grímur Arnarson sigruðu A/V-áttina. Sigurvegarar í Butler-tví- menninningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur urðu Aðalsteinn Jörg- ensen og Jón Baldursson með 244 stig. í 2. sæti urðu Hermann og Ólafur Lárussynir með 207 stig og Sæ- var Þorbjörnsson og Karl Sigur- hjartarson með 192 stig og Valur Sig- urðsson og Sigurður Vilhjálmsson með 185 stig, náðu næstu sætum. Athyglisvert við þessi úrslit er, að pörin í 2.-4. sæti röðuðu sér einnig í efstu sætin í Reykjavíkurmótinu í desember. Trúlega hefðu þeir Jón og Aðalsteinn einnig blandað sér í bar- áttuna, en Jón Baldursson hefur aldrei sigrað Reykjavíkurmótið í tví- menning, eina mótið sem þann frækna spilara vantar í safnið sitt. Sagnvenjur eru hluti af vopnabúri góðs bridgespilara. Raunar hluti af leiknum sem skiptir afar miklu máli. Að finna út samlegu spilanna og kom- ast að raun um, sameiginlega, besta lokasamning. Lítum á dæmi sem kom nýlega fyrir á æfingu: S: K4 H: 5 T: 87632 L: Á10962 S: 863 S: D75 H: 98764 H: ÁDG2 T: KD T: :1095 L: KG3 L: D54 S: ÁG1092 H: K103 T: ÁG4 L: 87 Norður gaf og vakti á 3 spöðum (?), sem þýddu minnst 10 spil í tígli og laufi og 7-1:0 hápunktar. Austur pass og Suður ákvað að reyna 3 grönd, sem voru pössuð út. Utspil Vesturs var hjartanía, sem Austur tók á ás og hjartadrottning um hæl. Lítið frá Suðri og þá kom hjartagosi (lauf og tígull fóru úr borði). Tekið á kóng og spaði sendur yfir á kóng og meiri spaði og nían hélt. Spaðaásinn færði Suðri gleðitíðindin í spaða og nú var sviðið sett. í spaðagosann mátti Vest- ur missa lítið lauf, en spaðatían setti Vestur í alvarleg vandræði. Ekki mátti hann missa tígulhámann, og þaðan af síður laufahámann, þannig að hjarta fór í spaðann. Þá kom tígu- lás og drottning í og smár tígull, sem kostaði kóng. Tveir síðustu slagir sóknarinnar komu svo á laufaás og tígulgosa. 9 slagir til N/S, eða slátt staðið. Heppni? Hvað er heppni? Er ekki lífið allt ein hepni. Málið er, getum við aukið líkur okkar í líf- inu (eða íþróttinni) með undir- búningsvinnu og aukinni tækni? Sá sem notar bílbelti eykur líkur sínar á ferð sinni um lífið. Bridgespilarinn er í sömu stöðu og ökumaðurinn. Það er ekki nóg að kunna það. Það þarf að framkvæma það. Gleðilegt ár. BRIDGE 18 SÍÐA - NÝTT HELGARÍLAÐ Ólafur Lárusson

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.