Þjóðviljinn - 12.01.1990, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Qupperneq 23
DÆGURMAL ANDREA JÓNSDÓTTIR HEIMIR MÁR PÉTURSSON Athygliverðustu plötur ársins 1989 Andreajónsdóttir og Heimir Már Pétursson velja 20 athygliverðustu erlendu plöturnar og 10 athygliverðustu íslensku plöturnar áárinu 1989 Sykurmolarnir. Þegar gera á upp hug sinn varðandi það sem „best“ vargert í dægurtónlistinni á síðasta ári er manni nokkur vandi á höndum. Það er kannski ekki mikið mál að velja nokkrar plötur sem sínar uppáhalds plötur en það er verra að raða 10-20 plötum á einhvern lista vegna þess að fólki hættir eðlilega til að líta á þann lista sem dóm yfir tónlistarmönnunum. Skríbentar dægurmálasíðunn- ar geta að sjálfsögðu ekki flúið undan þessari staðreynd. En þeg- ar listar sem þessir eru teknir saman lenda margir utan þeirra sem fyllilega ættu skilið að vera á þeim og röðin á þessum listum er afstæð. Ég hef tilhneigingu til að líta þannig á málin að þær plötur sem ég vel á lista séu allar á sinn hátt bestar. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa vakið hrifn- ingu við hlustun, þó mismikil sé og að leita oftar en einu sinni og oftar en tvisvar undir nálina eða geislann. Við Andrea Jónsdóttir ákváð- um að taka saman hvort sinn list- ann yfir þær plötur sem vöktu mesta hrifningu okkar á árinu 1989, íslenskar og erlendar. Er- lendu listarnir eru með 20 plötum en þeir innlendu 10 vegna þeirrar einföldu staðreyndar að það koma margfalt fleiri plötur út er- lendis en hér á íslandi. Um leið og við óskum lesend- um síðunnar gleðilegs árs viljum við hvetja þá til að láta heyra meira í sér á nýja árinu en þeir gerðu á því gamla. Hafi lesendur ábendingar eða spurningar fram að færa við síðuna er ekkert sjálf- sagðara en að skrifa dægurmála- síðunni. -hmp Erfitt val Mig langar að hafa smá útlist- ingar með íslenska listanum. Það er ekki par auðvelt að að velja svona lista - mikið hugar- og sam- viskustríð. Ég viðurkenni til dæmis fúslega að Ríó-platan er vel gerð og ætti þess vegna að vera í amk. 6. sæti - en það er bara þannig, og alls ekkert per- sónulegt, að ég hef aldrei „fílað“ tónlist Ríós, hvorki fyrr né síðar. Ég hafði líka hugsað mér að setja Mezzoforte inn á listann, en kom þá í hug plata Tómasar R. og fé- laga, og ákvað að útiloka þær báðar sem hluta af djass- deildinni, sem er ekki mitt verk- svið, né áhuga. Þá Bjartmar og Rúnar setti ég í nokkurs konar heiðurssæti í stafrófsröð, því að báðir hafa sýnt mikla framför tónlistarlega séð, en segja má það sama um Bjartmar og Valgeir Guðjónsson, að þeir hafa gefið heldur meira út en þeir hafa stað- ið undir, Valgeir á hins vegar betri plötur að baki en „Góða áheyrendur". En „Puðið“ hans Bjartmars er að mínu viti besta platan hans tónlistarlega séð til þessa, og líka textalega séð í heildina tekið...„Sumarliði er fullur" er reyndar ennþá hans besta lag, en maður hefur það á tilfinningunni að það liggi ekki eins mikið strit á bak við textana á „Það er puð að vera strákur" og suma ádeilu- og gríntexta Bjartmars á fyrri plötum...og þar með læt ég útskýringum lokið. -A Andrea Jónsdóttir 10 athygli verðustu ís- lensku plöturnar á árinu 1989 1. Illur arfur Sykurmolarnir 2. Betra en nokkuð annað Todmobile 3. Nóttin langa Bubbi Morthens 4. Listin að lifa Stuðmenn 5. Ég stend á skýi Síðan skein sól 6. Risaeðlan Risaeðlan 7. Og augun opnast Hilmar Oddsson 8. Skot í myrkri Eiríkur Hauksson 9. Það er puð að vera strákur. Bjartmar Guðlaugsson 10. Tryggð Rúnar Þór 20 athygliveröustu erlendu plöturnar á árinu 1989 1. Donavan's Greatest Hits Donavan 2. The Sensual World Kate Bush 3. Strange Angles Laurie Anderson 4. Flowers In The Dirt Paul McCartney 5. Yellow Moon Neville Brothers 6. Cry Like Rainstorm Linda Ronstadt 7. Avalon Sunset Van Morrison 8. Steel Wheels Rolling Stones 9. Spike Elvis Costello 10. Like A Prayer Madonna 11. Watermark Enya 12. Oh Mercy Bob Dylan 13. Mistery Girl Roy Orbison 14. Blind Man's Zoo 10.000 Maniacs 15. The Road Is My Middle name Bonnie Raitt 16. Diamonds And Rust in the Bullring Joan Baez Seint á síðasta ári læddist plata ofurhægt og rólega inn á íslenskan plötumarkað. Hún var hvergi auglýst og ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana spilaða í útvarpi. Þetta sýnir hvað mark- aðslögmálið er heimskt og vit- laust vegna þess aö það setur kastljósið oft á tíðum á plötur sem betur væru geymdar í skuggan- um og varpar öðrum og betri plötum út í hom. Ef fólk færi í hljómplötuverslanir og eyddi þar einhverjum tíma í að leita og hlusta væri sölumynstur ís- lenskra og erlendra hljómplatna ef til vill annað en það er. Jón Hallur heitir maður á þrí- tugsaldri, ættaður úr Reykjavík. Hann hefur lagt stund á spönsk fræði á Spáni í nokkur ár, gefið út tvær ljóðabækur, „Auk þess legg ég til að höfuð mitt verði lagt í bleyti" og „Steinn yfir steini". Auk þess hefur maðurinn sent frá sér tvær kasettur þar sem hann syngur eigin lög og texta og lék undir á kassagítar. En nú er Jón Hallur kominn með plötu, „13 tímar og önnur lög“ og hefur fengið til liðs við sig hljómsveit sem kallar sig Lestir frá Reykja- vík. í henni eru þeir bræður Tóti Risaeðla sem strýkur húðir og Árni sem leikur á rafgítar, kass- agítar og banjó. Bróðir Jóns Halls, Hermann, spilar á bassa og banjó og sjálfur spilar Jón Hallur á gítara, orgel, píanó og munn- hörpu. Hljómsveitinni til aðstoð- ar er síðan Þorgeir Rúnar Kjart- ansson á saxafón. 17. Flying Cowboys Rickie Lee Jones 18. Raw Like Sushi Neneh Cherry 19. Journeyman Eric Clapton 20. Crossroads Tracy Chapman Heimir Már Pétursson 10 athygliverðustu ís- lensku plöturnar á árinu 1989 1. Betra en nokkuð annað Todmobile 2. Nóttin langa Bubbi Morthens 3. 13 tfmar og önnur lög Jón Hallur 4. Illur arfur Sykurmolarnir 5. Ekki er á allt kosið Ný dönsk 6. Risaeðlan Risaeðlan Þetta er hin besta hljómsveit og skilar efni Jóns Halls vel. En það eru lög Jóns Halls og textar sem halda plötunni uppi. Jón Hallur er ágætur laga- og texta- höfundur, semur texta fulla af svörtum húmor, til dæmis um Skrattann „sem hefur allan heim- inn á hornum sér“. Annars bregður manni þægilega við fyrstu hlustun á „13 tíma“ og spyr sjálfan sig: Hvenær gaf Megas þessa plötu út? Það er nefnilega þannig með söng Jóns Halls að þegar hann hefur upp raust sína gæti maður haldið að gamli meistarinn sé á ferð. Jón Hallur er eins og óskilgetið afkvæmi Megasar. Þetta er Jóni Halli á engan hátt til vansa, þvert á móti var tími til kominn að einhver til- einkaði sér skemmtilegan söng- stíl Megasar. Textar Jóns Halls, þó góðir séu, ná ekki þeim fá- dæma gæðum sem eru á textum Megasar, en eru engu að síður mjög góðir dægurmálatextar. „Kortér í“ er skemmtilegt lag um tímann sem þýtur frá okkur, enda er lagið örstutt. Og „Guða- tala“ sem fjallar um „einkabarn skaparans", Stalín og sögu hans sem fáir segi í dag, er einnig ágæt- ur sálmur. Eins og nafn plötunnar bendir til þá eru á henni lagið „13 tímar“ og önnur lög. Þessi „önnur lög“ eru frekar mörg miðað við það sem gerist á plötum, eða 15 tals- ins. I þessum samtals 16 lögum má greina flestar stefnur dægur- tónlistar, nýbylgju, kántrý og svo 7. Playing For Time Messoforte 8. Listin að lifa Stuðmenn 9. Buffalo Virgin Ham 10. Tryggð Rúnar Þór 20 athygliverðustu erlendu plöturnar á árinu 1989 1. Oh Mercy Bob Dylan 2. Manic, Magic, Majestic Band Of Holy Joy 3. Steel Wheels Rolling Stones 4. Strange Angles Laurie Anderson 5. Mind Bomb The The 6. New York Lou Reed 7. The Sensual World Kate Bush 8. Disintegration The Cure 9. See The Light Jeff Healey 10. When The World Know Decon Blue 11. Freaky Trigger Win 12. 9. Public Image LTD 13. Mlah Les Negresses Vertes 14. Doolittle. Pixies 15. Beginning To And Back Wire 16. Technique New Order 17. Hunkpapa Throwing Muses 18. Crossroads Tracy Chapman 19. Cosmic Thing B‘52 20. Oranges And Lemmons XTC Jón Hallur framvegis. Þungarokkið er þó skilið út undan en mér skilst á Jóni Halli að það standi til „bóta“ á næstu plötu. Það er alger und- antekning að undirritaður hafi gaman af þungarokki en kannski Jóni Halli takist að venja mig á slíkan takt þar sem honum tekst á „13 tímum" að gera mig háðan Kántrý sem hingað til hefur verið skelfilegt gereyðingarvopn í mín- um huga, að frátöldu „Hann er vinsæll og veit af því“ hans Hall- björns Hjartarsonar. „13 tímar og önnur lög“ er sú plata sem kom mér mest á óvart á síðasta ári. Jón Hallur á greini- legt erindi í hlustir mannanna og það verður fróðlegt að fylgjast með honum í framtíðinni. -hmp Dregið í Poppgetraun Þá hefur verið dregið í popp- getraun Nýs Helgarblaðs sem birt var í blaðinu 15. desember. Alls bárust sjö rétt svör en margir aðrir voru ansi nálægt því að vera með öll svörin rétt. Þar sem vinningarnir eru þrír reyndist nauðsynlegt að draga úr lausnunum sjö sem voru réttar og sá Guðrún Geirsdóttir um að draga númer sem lausnunum höfðu verið gefnar. Fyrsta vinn- ing, Pioneer geislaspilara, fékk Þorsteinn Gestsson Hjallabraut 6 Þorlákshöfn, annan vinning, 10 geisladiska, fékk Ingibjörg Blöndal Skipasundi 53 Reykjavík og þriðja vinning, Sharp ferða- segulbandstæki, fékk Ragnhildur Sverrisdóttir Mávahlíð 14 Reykjavík. Dægurmálasíðan mun hafa samband við vinningshafana og þakkar þeim fjölmörgu sem sendu inn svör fyrir þátttökuna. Guðrún Geirsdóttirdregur númer hinna heppnu í Poppgetraun Nýs Helgarblaðs í gær. Mynd: Krist- inn. Rétt svör verða birt á dægurmál- asíðunni í næsta Helgarblaði. -hmp Óskilgetinn sonur Megasar FöstUdagur 12. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.