Þjóðviljinn - 12.05.1990, Side 1

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Side 1
Fólk veitir sköpunarþörtinni útrás á ýmsan hátt. Þetta veggjakrot prýöir undirgöngin á mótum Miklubrautar og Lönguhlíðar, en listamennirnir eru óþekktir. Mynd Jim Smart. Grundarkjörsbúðirnar Framtíð starfsfólks óviss Um90 starfsmenn Grundarkjörsbúðanna enn atvinnulausir. Óvísthvort fyrrum eigandi Grundarkjörs geturgreitt laun í uppsagnarfresti. Mesta atvinnuleysi hjá VR í 20 ár að er óvíst hvort Jens Ólafs- son getur staðið við að greiða því starfsfólki sem ekki hefur fengið vinnu aftur þau laun sem það á rctt á í uppsagnarfresti. Fari svo að hann geti það ekki verður ríkið að greiða þetta sam- kvæmt lögum um ríkisábyrgð á launum, sagði Guðmundur B. Ólafsson lögfræðingur Verslun- armannafélags Reykjavíkur í samtali við Þjóðviljann í gær. Um 150 starfsmenn misstu at- vinnu sína þegar eigandi Grund- arkjörsverslananna hætti rekstri þeirra um síðustu helgi. Um 90 þeirra eru enn án atvinnu. í gær funduðu Alþýðusam- band íslands og Verslunar- mannafélög Reykjavíkur og Hafnarfjarðar með starfsmönn- unum í Húsi verslunarinnar og þar skýrðu lögfræðingar félag- anna fyrir þeim réttindi þeirra og svöruðu spurningum um launa- og orlofsgreiðslur. Samtök stórkaupmanna fund- uðu einnig í gær um stöðu sína og hvernig hægt er að innheimta þær kröfur sem heildsalar eiga á Jens Ólafsson. »Ég er búinn að vinna hjá þremur eigendum í þessarri versl- un á fjórtán mánuðum,“ sagði verslunarmaður í samtali við Þjóðviljann sem vann þar til fyrir viku hjá Grundarkjöri í Garða- bæ. „Hjá fyrsta eigandanum vann ég í eitt ár, hjá öðrum í viku og þeim þriðja í þrjá mánuði,“ sagði hann. „Það koma alltaf nýir bjartsýnismenn til þegar verslan- ir fara á hausinn en við höfum góða samninga og réttarstaða þessa fólks er nokkuð sterk. Það á rétt á launum í uppsagnarfresti sem er þrír mánuðir eftir sex mánaða starf, fái það ekki vinnu strax aftur, og við sjáum um að innheimta þetta fyrir fólkið, sem og uppsafnaðar orlofsgreiðslur,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson. Nokkur hluti þessa fólks hefur fengið vinnu hjá nýjum eigend- um en það ríkir óvissa um hvað verður um Grundarkjörsverslun- ina við Stakkahlíð. Verslunina við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði hefur Vallarás keypt en óvíst er hvort sama fólk verður endur- ráðið. í Stakkahlíð unnu tíu til tólf manns og í Hafnarfirði svipað margir. Verslunin við Eddufell hefur verið opnuð aftur af nýjum eigendum og hefur flest af fólk- inu þar verið ráðið aftur. Sama gildir um verslunina við Bræðraborgarstíg. Fyrrverandi verslunarstjóri tók við henni og hann hefur ráðið sama starfsfólk- ið aftur. Sonur Jens Ólafssonar tók við rekstri verslunarinnar við Furugrund í Kópavogi og þar var sama fólk einnig endurráðið. Langflest starfsfólk, yfir 60 manns, var í versluninni í Garða- bæ. Þá verslun hefur Mikligarður yfirtekið. Haft var eftir markaðs- stjóra Miklagarðs í Morgunblað- inu í gær að ekkert væri hægt að segja um hvort leitað yrði til fyrri starfsmanna. Þjóðviljinn hafði vegna þessa samband við Guðrúnu Sóleyju Guðjónsdóttur starfsmanna- stjóra Miklagarðs og sagði hún í samtali við blaðið að hún vildi biðja þetta fólk að hafa samband við sig á mánudagsmorgun. „Við viljum að sjálfsögðu ráða vant fólk en auðvitað viljum við fá að velja úr. Við erum ekki skuldbundin til að ráða alla aft- ur,“ sagði Guðrún. í síðasta VR-blaði kemur fram að atvinnuleysi meðal félags- manna Verslunarmannafélags Reykjavíkur er nú meira en und- anfarin 20 ár og eru um þrjú pró- sent félagsmanna á atvinnuleysis- skrá, þ.e. næstum 300 manns. VR greiðir um tíu miljónir í at- vinnuleysisbætur á mánuði. Atvinnulausum fer enn fjölgandi og hefur þeim fjölgað um 13 pró- sent síðustu tvo mánuði. -vd. Suður-Afríka Bremd fyrír gaklra Iþorpi nokkru norðanvert í Transvaal, Suður-Afríku, gerðist það fyrir fáum dögum að þorpsbúar drógu fjóra karlmcnn og eina konu út af heimilum þeirra, börðu á þeim og brenndu þau síðan til bana. Tilefnið var að töframaður einn kvaðst hafa komist að því með kunnáttu sinni að manneskjur þessar fimm hefðu orðið ungri stúlku að bana með göldrum. Stúlkan hafði dottið í brunn, er hún var að sækja vatn, og drukknað. Manneskjur þær fimm, sem sakaðar voru um að hafa ráðið henni bana með fjöl- kynngi voru á aldrinum 54 til 72 ára. Atburðir af þessu tagi eru ekki einsdæmi þarlendis; þannig gróf lögregla í Natal fyrr í vikunni upp lík fjögurra kvenna, sem tal- ið er að bornar hafi verið sökum um að hafa valdið tjóni með göldrum og drepnar. í Natal hafa konur, sem sagðar eru fjölkunn- ugar, verið sakaðar um að brugga pólitískum andstæðingum sínum banvæna gjörningadrykki. Töframaður sá í Transvaal, sem lýsti sök á hendur áður- nefndum fimm manneskjum, hefur verið handtekinn og 16 menn aðrir. Reuter/-dþ.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.