Þjóðviljinn - 12.05.1990, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Qupperneq 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfmgar íhaldsmeiri- hlutinn í Reykjavík og við hin Kosningabaráttan hér í Reykjavík er í rauninni leikin á mjög einföldum nótum. Við erum Öryggið og Festan, við erum traustvekjandi, segir Sjálfstæðismeirihlutinn. Við viljum gera borgina manneskjulegri, við viljum að velferð barna sem aldraðra hafi forgang en ekki vafasöm stórhýsi, segja andstæðingar D-listans. Eitt- hvað í þeim dúr. Þetta virðist ekki sérlega spennandi á tímum fjölmiðlaofmettunar, þegar erfitt er að ná hlustum fólks: samt þarf enginn að efast um að á bak við þær áherslur sem um var getið er mikil alvara og afdrifarík. Fyrir utan það sem að ofan var nefnt hamra Sjálf- stæðismenn og hin mörgu málgögn þeirra mjög á glundroðakenningunni: þessir aumingjar til vinstri, segir hún, þeir geta aldrei komið sér saman um neitt. Þetta er reyndar falskenning. Eins og rakið var í nýlegu viðtali hér í blaðinu við Guðrúnu Agústsdóttur, borgarfulltrúa Alþýðubandalagsins, þá áttu minnihlutaflokkar í borgar- stjóm gott samstarf á því kjörtímabili sem senn er lokið. Þeir komu saman sem einn hópur með fullkomlega trú- verðugan valkost, einkum við undirbúning fjárhagsáætl- unar og í málaflokkum eins og velferðarmálum bama, unglinga og aldraðra. Það gerir að sönnu strik í þennan reikning, að ekki tókst að gera þetta samstarf að undanfara sameigin- legs framboðs eins og mörg efni stóðu til - en hér skal á það minnt, að ekki verður borgarmálafólki Alþýðu- bandalagsins um það kennt. Og enginn hefur hreyft í al- vöru andmælum við því mati, að Alþýðubandalagið, sem hefur langmestan styrk minnihlutaflokkanna í borg- arstjóm, hafi sýnt sanngimi og tillitssemi í samstarfi við aðra sem hlut áttu að máli - og þar með gert greiða, sem vert er að virða, öllum þeim sem vilja treysta á að þeir eigi annarra kosta völ en Davíðs og hirðar hans. Guðrún Ágústsdóttir, Adda Bára Sigfúsdóttir og aðrir, sem langa reynslu hafa af viðskiptum við borgar- stjórnaríhaldið, hafa nú og fyrr nefnt mörg dæmi um valdhroka þess, um þá frekju meirihlutans sem vísar öllu frá sem frá öðrum kemur, en tileinkar sér kannski margt úr hugmyndum þeirra eftirá. Menn hafa líka orð á því „skjólstæðingakerfi” sem valdsflokkurinn hefur kom- ið sér upp með þéttriðnu samskipta- og hagsmunakerfi pólitískra embættismanna og þeirra sem mest eiga undir sér í atvinnulífinu. Um þá hluti er reyndar full lítið sagt - menn mættu til dæmis gera sér miklu skýrari grein fyrir því, að slíkt kerfi, sem telur sig óhagganlegt, er mjög spillandi. Það spillir bæði þeim sem með vald fara og þeim valdlausu. Til dæmis um hið síðarnefnda má nefna það, að þegar menn gengu í hús fyrir nokkrum misserum að safna undirskriftum gegn því ráðhúsævintýri sem þá var í bígerð, þá urðu þeir margir fyrir dapurlegri reynslu. Fólk kvaðst sammála þeim sem mótmæltu ráðhúsi við Tjörnina, en það þorði ekki að skrifa undir. Það var hrætt við að komast einhversstaðar á biað, á einhvem svartan lista, sem kæmi sér illa ef það þyrfti eitthvað undir sjálfstæðisvaldið að sækja. Það er að sjálfsögðu erfitt að meta það, hve raunsær slíkur ótti er: óttinn hef- ur stór augu segir máltækið. En hitt er víst, að það vald sem hér í borg bælir niður þegnlegt hugrekki með þeim hætti sem hér var nefndur, það er blátt áfram hættulegt öllu því sem kalla mætti lýðræðislegt heilbrigöi. Það er mikil nauðsyn að það fái á baukinn - allt annað er ávís- un á að sjálfumgleði þess og gikksháttur magnist um allan helming. VIÐHORF Seðlabanki í umbúðaþjóðfélagi Vegir íslenska umbúðaþjóð- félagsins eru rannsakanlegir. Það er t.d. stórfróðlegt að athuga hvernig umbúðirnar um peninga- framleiðslu, gjaldeyrisvarasjóð, bundin innlán viðskiptabanka og lántökur ríkissjóðs verða þykkari og dýrari með hverju árinu sem líður. Um það vitna árs- reikningar Seðlabanka íslands sem birtir eru í nýútkominni árs- skýrslu hans. Nokkrir fjölmiðlar greindu frá ársfundi bankans og ýmsum tölum úr ársskýrslunni eins og þar væri ekkert athyglis- vert að finna eða umhugsunar- vert fyrir alþýðu manna. Þeim hefur yfirsést. Það sem mér virðist athyglis- verðast er að fyrir skatt reiknast hagnaður bankans tæpir 2,7 milj- arðar króna og eftir að skattur til ríkisins er dreginn frá tæpum 2,2 miljörðum. Eigið fé í ársbyrjun 1988 telst rúmir þrír miljarðar en 1989 rúmir fimm. Þetta hlýtur að vekja forvitni. Hvernig fer þjón- ustu- og milliliðastarfsemi í eigu ríkisins að þessu? Til hvers? Hverjir græða og hverjir tapa? Þegar skýringa er leitað í rekstrarreikningi Seðlabankans fyrir árið 1989 kemur í ljós að drýgsti hluti teknanna er það sem kallað er gengisendurmat en er í raun ekki annað en ný, uppfærð skráning á eignum í erlendum gjaldeyri; gjaldeyrisvarasjóði. En vaxtamunur skilar líka drjúg- um hluta teknanna. Séu þeir vextir, sem bankinn greiðir, dregnir frá þeim sem hann tekur af veittum lánum er munurinn tæplega 1,4 miljarðar. Sú upp- hæð kemur aðallega frá ríkissjóði og venjulegum bönkum. Og veldur því sínu um skattbyrðar á almenningi og háa vexti af banka- iánum. Er ástæða til að beita milliliða- og þjónustustarfsemi sjálfstæðrar stofnunar í eigu ríkis- ins til að þyngja byrðar á almenn- ingi með þeim hætti sem hér er gert? Hvað segir bankamálaráð- herrann og þeir sem setja lög og fara með framkvæmdavaldið um það? Ber kannski að líta á lækkun bindiskyldunnar 1. maí (skyldu venjulegra banka til að geyma fé á lágum vöxtum í Seðla- bankanum) sem viðurkenningu á að tímabært sé orðið að létta þann umbúðakostnað við mannlíf og rekstur í landinu sem Seðlabankinn veldur? Rekstrarreikningur Seðla- bankans nú og undanfarin ár Eftir Hörð Bergmann sýnir glöggt hvert það leiðir að gefa sjálfstæðri ríkisstofnun tæki- færi til að raka saman peningum og nota drjúgan hluta þeirra eftir eigin geðþótta. Stjórnendur og einhverjir starfsmenn komast í forréttindaaðstöðu sem veldur sínu um lág laun í framleiðslu- greinunum og lítilsvirðingu á þeim störfum sem þar eru unnin Engan ætti að undra að stofnunin sem sér um að slá ný lán fyrir ríkið í útlöndum og semja um frest á greiðslum þeirra gömlu þurfi nær 7,9 miljónir árið 1988 og 6,8 milj- ónir 1989 í gestamóttöku og fundahöld og noti tæpar 14 milj- ónir í ferðakostnað í fyrra. En önnur útgjöld bera vitni um for- réttindi þeirra sem stjórna um- búðaframleiðslu Seðlabankans. Forréttindi í umbúðaframleiðslu Bankinn notar tæpar 3,8 milj- ónir í eigin bifreiðarekstur 1989, keypti bfla fyrir 2,4 miljónir og aðkeyptan akstur fyrir 2,5. Samt eru greiddar 11,4 miljónir í bifreiðastyrki til starfsmanna árið 1989. Maður gæti haldið að stofn- unin ræki útibú um allt land og nútíma fjarskipti hefðu ekki ver- ið tekin upp innan hennar. Og menningin líður ekki fyrir fjár- skort sé hún undir verndarvæng Seðlabankans. 1988 fara til bóka- og myntsafns 9,4 miljónir og í fyrra 8,2 - og í námskostnað og félagsmál starfsmanna fara rúm- lega 9,3 miljónir 1988 og rúml. 14,6 miljónir 1989. Bankastjórar Seðlabankans sýna sjálfum sér og einhverjum starfsmanna sinna einstaka rausn. Sé haft í huga að starfs- menn voru 141 árið 1988 og 147 í fyrra miðað við fullt starf sést að meðalframlag á starfsmann í Seðlabanka vegna „náms- kostnaðar og félagsmála" hefur numið góðum mánaðarlaunum þeirra sem vinna við að framleiða annað en umbúðir íslenska peningamarkaðarins, eða um 100 þús. kr. í fyrra. Ferðakostnaður nemur aðeins lægri upphæð og bflastyrkur nokkru lægri. Sé þess- um náms-, félags-, bfla- og ferða- greiðslum skipt jafnt milli starfs- mannanna samsvara þær a.m.k. þremur meðal mánaðarlaunum hjá ríkisstarfsmönnum. Raunveruleikinn er auðvitað annar; skiptingin er ekki á grund- velli neinnar jafnaðarstefnu. Sé þessi ríkisstofnun sama marki brennd og aðrar slíkar lenda svona greiðslur bara hjá þeim hæstlaunuðu. Þorri starfsmanna fer aldrei í utanlandsferð, fær engan bflastyrk og fer aldrei á tískunámskeið. Mest hreppa auðvitað hinir mörgu banka- stjórar og aðstoðarbankastjórar. Krafan um minni umbúðakostnað Stóra spurningin er þó sú hve- nær eitthvað áþreifanlegt fer að gerast í grisjun umbúða- kostnaðar við mannlíf og rekstur í landinu. Eru stjórnvöld ófær um að gæta almannahagsmuna gagnvart forréttindahópum í um- búðabransanum? Lesandanum eru sjálfsagt minnisstæðar ýmsar spurningar og athugasemdir sem fyrrum fjármálaráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson, lét falla um Seðlabankann og aðalbanka- stjórann. í því sambandi er fróð- legt að rifja upp hvað Jón Balvin sagði í viðtali við Vikuna í janúar 1988: Það eru ekki margir sem gera sér grein fyrir því að það eru aðeins 17 starfsmenn í öllu fjár- málaráðuneytinu sem þurfa að sinna þeim ótal verkefnum sem þetta ráðuneyti varðar, ásamt því að vinna að þessu risavaxna verkefni sem fjárlagagerðin var. Mér er því spurn: Hvað gera þessir 160 starfsmenn í Seðlabankanum allan daginn? Þótt þessi vaski fjármálaráð- herra gerði sér grein fyrir því að ástæða væri til að athuga þetta tröllaukna umbúðadæmi með grisjun í huga gerðist ekkert í hans tíð. Engum umbúðum var flett af þessu viðamikla peninga- stýrikerfi ríkisins. Og núverandi stjórnarherrar hafa ekki haft mörg orð uppi um nauðsyn þess. Ríki með ofveidda fiskstofna og sligandi offjárfestingu í ýms- um vonlitlum atvinnugreinum má ekki leyfa forréttindabruðl í eigin stofnunum. Sé slíkt látið viðgangast endalaust er eins víst að þeim fjölgi sem ekki þykir taka því að kjósa einn flokk frem- ur en annan. Vantrú aukist á hinu lýðræðislega fulltrúakerfi og pól- itískur áhugi dvíni. Hörður er kennari og höfundur bókarinnar „Umbúðaþjóðfélag- ið“. ÞJOÐViUINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími; 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.) Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Signjn Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttír, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðnjn Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 12. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.