Þjóðviljinn - 12.05.1990, Page 8
Opinber rannsókn eða kæra
til umboðsmanns?
Ástráður Haraldsson lögfræðingur sem skipar 4. sœti G-listans í Reykjavík rekur mörg dœmi um
misnotkun og meirihlutafrekju íhaldsins í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar
- Þaðerótrúlegt hvað íhaldinu
hefurtekist vel aö leyna því
hvernig það hefurstjórnað í raun
og veru. Það er ótrúlegt að borg-
arbúar með 75% stuðningi við
Davíð Oddsson séu að sam-
þykkja spiliingu og misnotkun í
borgarkerfinu á undanförnum
árum og áratugum.
Þetta segir Ástráður Haralds-
son 29 ára gamall lögfræðingur,
sem skipar 4. sæti G-listans í
Reykjavík. Ástráður var virkur í
stúdentapólitíkinni sem einn af
forystumönnum Röskvu og var
fulltrúi Röskvu í háskólaráði.
Hann hefur verið virkur félagi í
Alþýðubandalaginu frá unglings-
árum og kom að sjálfsögðu við í
allskonar hópum vinstrimanna
fyrir á árum. Én getur hann nefnt
dæmi um spillinguna sem við-
gengst í borgarkerfinu?
Aö þekkja mann
sem þekkir mann
hjá íhaldinu
- Já. Það er hægt að efna ótal
dæmi. Má ég nefna lóðamálin.
Davíð segir að með því að hafa
nóg framboð á lóðum þá sé aldrei
mismunað. Staðreyndin er hins
vegar sú að lóðirnar eru mismun-
andi og þeir sem þekkja mann
sem þekkir mann í íhaldskerfinu
þeir fá bestu lóðirnar. Davíð hæl-
ir sér af því að hafa afnumið
punktakerfið sem vinstrimenn
komu á á sínum tíma. Þar var þó
einfaldlega verið að afnema ára-
tuga klíkuskap íhaldsins við lóð-
aúthlutanir og þegar það kerfi var
afnumið tók við annar klíku-
skapur- ekki betri bæði með
einkalóðir og með lóðir fyrir at-
vinnufyrirtæki.
Borgarráösmaður
sækir um lán til
sjálfs sín og
fær lánið!
- En einstök dæmi um mis-
notkun valds.
- Þau eru mýmörg. Má ég til
að byrja með að nefna Katrínu
Fjeldsted borgarráðsmann sem
úthlutaði sjálfri sér peningum úr
húsverndarsjóði Reykjavíkur-
borgar - hæsta láninu sem var út-
hlutað það árið; hærra en nokkur
félagasamtök fengu sem báðu um
samskonar fyrirgreiðslu. Þetta
var lán upp á yfir 2 miljónir
króna. Það þætti líklega mörgum
gott að fá lán upp á tvær miljónir
króna til að gera við húsið sitt - en
það fær enginn „venjulegur mað-
ur“. Það er í fyrsta lagi siðlaust að
borgarráðsmaður skuli sækja um
lán til sjálfs sín. Það ber að vísu að
taka fram að þessi sjóður varð til
að frumkvæði vinstri manna - en
hann var vissulega ekki stofnaður
til þess að hjálpa borgarráðs-
mönnum sem auk þess er í þessu
tilviki læknir í fullu starfi og sjálf-
sagt á margföldum meðalmán-
aðarlaunum.
- Var þessu mótmælt?
- Fulltrúi Alþýðubandalags-
ins í umhverfismálaráði sam-
þykkti þetta, Össur Skarphéðins-
son, þannig að okkar borgarfullt-
rúar voru í svolítið erfiðri stöðu á
þeim tíma. En mótmæli komu
fram og afstaða okkar manna var
skýr og um málið urðu deilur í
borgarráði.
Þegar vinir borgar*
fulltrúa íhaldsins
eiga sjoppur
Og það má líka nefna í þessa
sögu sjoppu í Breiðholti sem
heitir Staldrið og stendur við
Stekkjarbakka. Eigandinn er
vinur Júlíusar Hafstein. Honum
fannst ekki nægilega góð aðkoma
að sjoppunni sinni og hann
óskaði eftir því að það yrði rofin
miðeyja til að opna aðkeyrsluna
betur. Umferðarsérfræðingar
borgarinnar fengu þetta mál til
umsagnar og þeir voru allir and-
vígir þessu, eindregið. En þeir
voru látnir bakka með sitt álit og
málið var keyrt í gegn. Þetta var
harðlega gagnrýnt. Þarna var
hagsmunum almennings af
greiðri og hættulausri umferð
fórnað fyrir hagsmuni sjoppu-
eiganda af því að hann var og er
sjálfsagt enn vinur eins af borgar-
fulltrúum Sjálfstæðisflokksins.
- Borgar hann í kosningasjóð-
inn?
- Hvað vitum við um það, en
dæmi um slíkt höfum við frá fyrri
árum. Ármannsfell er þekktasta
dæmið.
- En svo er það Tommi í
Tommahamborgurum sem biður
um að opna leið að Sprengisandi
enda þótt sú opnun sé þvert á alla
almannahagsmuni. Hún var sam-
þykkt og Katrín Fjeldsted beitti
sér einmitt fyrir því - enda skyld
Tomma, enda þótt hún í öðrum
málum beiti sér oft fyrir góðum
umferðarmálum í borgarkerfinu.
Formaöur fjármála-
ráös fær sérstaka
þjónustu
Og nýjasta dæmið er Heklu-
húsið: Þar er líka gengið gegn
hagsmunum borgarbúa í þágu
Heklu hf. - en svo sérkennilega
vill til að aðaleigandi Heklu hf. er
formaður fjármálaráðs Sjálfstæð-
isflokksins og það var kannski
líka bara sérkennileg tilviljun að í
síðasta prófkjöri íhaldsins hafði
Katrín kosningaskrifstofu í hús-
næði Tomma - sem fékk
beygjuna heim að sjoppunni
sinni.
Hvaö þarf stóra lóö
fyrir símsvara?
- Og svo er það Júlíus Haf-
stein.
- Það er kannski eitt ljótasta
dæmið. Birgir ísleifur tilkynnti
græna byltingu og tiltók ákveðin
svæði og á einu svæði sem Júlíus
fékk lóð á var ætlunin að geyma
möguleikana til þess að hafa svo-
kölluð mislæg gatnamót. Allt í
einu er grænu byltingunni ýtt til
hliðar og hugmyndunum um mis-
læg gatnamót líka og tveimur lóð-
um úthlutað á eftirsóttum stað -
undiratvinnustarfsemi. Og Júlíus
Hafstein fær aðra lóðina.
Teikningar eru samþykktar með
tilliti til þarfa fyrirtækisins af því
að hér er um svokallaða sérstaka
atvinnustarfsemi að ræða. Að-
stæður Júlíusar breyttust hins-
vegar svo að fyrirtækið dróst
saman og er nú í raun aðeins sím-
svari. Og þá hefði hann átt að
skila lóðinni samkvæmt reglum
borgarinnar samkvæmt skilmál-
um sem hann hafði sjálfur fallist á
þegar hann fékk lóðina. Fyrir
nokkrum árum bar það sama við
fyrir sambandsfyrirtækið Drátt-
arvélar hf. Fyrirtækið hafði feng-
ið úthlutað lóð en svo breyttust
aðstæður og þá skilaði fyrirtækið
lóðinni aftur. Reyndar hafði fyr-
irtækið óskað eftir því að fá að
láta annan aðila hafa lóðina og
yfirtaka hana en því var hafnað.
Þeir voru svo vitlausir að vera
heiðarlegir og þar við sat en
auðvitað gátu þeir notað aðferð
Júlíusar Hafstein og selt lóðina
og hirt 5 til 10 milj ónir á silfurf ati.
Þegar hann hafði fengið lóðina
var gefið út graftarleyfi án þess að
gatnagerðargjöld hefðu verið
gerð upp. Þau voru svo borguð
þegar það komst upp að hann
hafði breytt starfsemi fyrirtækis-
ins og var að selja það.
Þetta er þess vegna margföld
spilling:
1. Það er gengið á grænt svæði
sem er rangt að gera.
2. Það gerist í þágu borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokksins sem
hirðir aðra af tveimur eftirsóttum
lóðum.
3. Þegar starfsemi fyrirtækisins
breyttist í símsvara átti hann
auðvitað að skila lóðinni því sím-
svarar þurfa ekki mörg hundruð
fermetra.
4. Loks kemst hann upp með
að byrja framkvæmdir án þess að
borga gatnagerðargjöld.
En samt er maöur-
inn boöinn fram
á D-listanum
Þetta segir svo sína sögu um
meirihlutafrekju íhaldsins að það
Ástráður Haraldsson lögfræðing-
ur skipar 4.sæti G-listans í
Reykjavík.
lætur sig hafa það þrátt fyrir þetta
svínarí að láta manninn í framboð
aftur eins og ekkert hafi í skorist.
- Hvaðhefurgerstíþessumáli
síðan?
- Okkar menn gagnrýndu
þetta harðlega, en meirihlutinn
beitti valdi sínu til þess að hilma
yfir.
- Hvað er hægt að gera? Eru
borgarbúar varnarlausir and-
spænis misnotkun valds af þessu
tagi.
- Nei. Það er hægt að setja
hlutlausar og heiðarlegar reglur
og með slíkum aðferðum er hægt
að verja borgarbúa fyrir svona
vinnubrögðum. íhaldið hreykir
sér af því að hafa afnumið
punktakerfið, en í staðinn verða
borgarbúar að sætta sig við að
væla utan í borgarfulltrúum
íhaldsins til þess að fá góðar lóð-
ir.
Okkar menn í borgarstjórn
hafa líka lagt til að avinnulóðir
innan Elliðaáa verði seldar á upp-
boði. Það hefur verið gert og fyrir
það fékkst stórfé í borgarsjóð.
En auðvitað ætti að athuga það
að láta fara fram opinber rann-
sókn á vinnubrögðum borgar-
stjórnar íhaldsins í þessu máli -
eða skjóta málinu til umboðs-
manns alþingis.
Margir miljaröar
á kjörtímabili
og röö mistaka
- En nú eru verkefnin boðin
út.
- Já, en framkvæmdaráðið
sem við skipuðum var lagt niður
og þess vegna er nú auðveldara
með klíkuskap að ráða málum til
lykta. En hönnunin er ekki boðin
út. Og það eru margir miljarðar
sem fara í hönnunarkostnað á
hverju kjörtímabili. Það hefur til
dæmis komið fram að það er vel á
annan miijarð sem fer í hönnun
nokkurra stórbygginga á þessu
kjörtímabili. Og þama fær eng-
inn að komast að sem ekki er
hreinræktaður hjá íhaldinu. Og
því miður fer ekki alltaf saman
fagleg hæfni og flokkssskírteini í
Sjálfstæðisflokknum. Með þess-
um vinnubrögðum hefur íhaldið
útilokað hundruð mjög hæfra
fagmanna.
Þetta kostar oft stórfellda
fjármuni umfram það sem vera
þyrfti: Arkitektar fengu að skipu-
leggja Rimahverfi í Grafarvogi.
En þeir kunna ekki til verka. Það
vantar dýptarlínurnar. Þegar það
er byrjað að grafa fyrir fyrsta ein-
býlishúsinu kemur í ljós að þetta
er fjögurra metra dýpi. Það
gengur ekki upp þannig að það
þurfti að breyta skipulaginu -
eftir að það var búið að leggja
götur. Og það að breyta skipu-
laginu kostar miljónir króna.
Inn meö kaupmenn
en út meö aldraöa
- Það er athyglisvert að
kaupmannasamtökin eiga full-
trúa í skipulagsnefnd en ekki aðr-
ir.
- Já. Það er eitt dæmið um
fjarstæðurnar sem sýnir í þágu
hverra er verið að stjórna. En
þegar Guðrún Ágústsdóttir lagði
fram tillögu í félagsmálaráði við
sérstakar kringumstæður var því
hafnað sem algerri fjarstæðu.
Þessu var hafnað af íhaldinu sem
algerri fjarstæðu! Af sömu
mönnum og hafa Kaupmannas-
amtökin inni á gafli í aðalskipu-
lagsnefnd. Það er líka lýsandi í
þessu sambandi þegar íhaldið
setti allt á annan endann til að
koma í veg fyrir að starfsmenn
strætó fengju aðild að stjórn
SVR. Það var talið trufla starf-
semi stjórnarinnar og svo fram-
vegis. Nú skammast þeir sín fyrir
að hafa verið á móti þessu, en
þessi þrjú dæmi um ólýðræðis-
lega afstöðu íhaldsins ættu að
nægja til þess að sýna fram á það
sem hér var nefnt í upphafi:
Meirihlutavaldi í áratugi fylgir:
a) spilling
b) ólýðræðisleg meðferð mála.
Það er af þessum ástæðum sem
ég tel að eitt brýnasta verkefni
Alþýðubandalagsins í þessum
borgarstjórnarkosningum sé að
ganga til atlögu gegn meirihluta-
viðhorfunum bæði almennt og
sértækt.
He ilsteypt og heiö-
arlegt fólk gegn yf ir-
gangi íhaldsins
En hinu má heldur ekki gleyma
að vegna þess að Alþýðubanda-
lagið hefur verið sterkt og aðal-
aflið gegn íhaldinu hefur oft tek-
ist að halda þessum ólýðræðis-
legu spillingaröflum í skefjum.
Þess vegna þarf G-listinn að
koma þannig út úr þessum kosn-
ingum að Alþýðubandalagið
verði ótvírætt stærsti íhaldsand-
stæðingurinn. Ella er hætta á
ferðum sem mun kosta útsvars-
greiðendur miljarða króna í
þjónustufé handa flokksgæðing-
um Sjálfstæðisflokksins.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. maí 1990