Þjóðviljinn - 12.05.1990, Síða 9

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Síða 9
VIÐHORF Bömin eru besta fjárfestingin Þó að núverandi borgarstjórn- armeirihluti með borgarstjóra í broddi fylkingar gumi af góðri frammistöðu sinni í dagvistar- málum sem og annars staðar, vita borgarbúar þó betur. Bið eftir leikskólaplássi er löng, enda kemur í ljós ef við ber- um okkur saman við nágranna okkar á Norðurlöndum að Reykjavík stendur þeim langt að baki í dagvistarmálum. Skortur á dag- vistarrymi Skortur á dagvistarrými mis- munar bæði börnum og foreldr- um. Öll börn ættu að eiga kost á að dvelja á góðum leikskólum all- an eða hluta af forskólaaldri sín- um. Allir foreldrar ættu að geta valið um hvaða form dagvistar þeir kjósa og það er skylda sam- félagsins að sjá um að það sé mögulegt. í dag þarf fjöldi barna að dvelja á fleiri en einum stað dag hvern af þeim sökum að ekki eru til næg heilsdagsrými á leikskólum borg- Kolbrún Vigfúsdóttir skrifar arinnar meðan foreldrar þurfa að Hver skyldi vera ástæðan fyrir sér menntunar. Það er tæplega vinna fullan vinnudag til að fram- þessum starfsmannavanda? Ekk- raunhæft að ætla að fólk fari í 3ja fleyta sér og fjölskyldu sinni. ert sveitarfélag greiðir starfs- ára nám sem gefur ekki von um „Ekkert sveitarfélag greiðir starfsmönnum sínum lœgri laun en Reykjavíkurborg og á það jafnt við um starfsfólk leikskóla og aðra starfshópa“ Vandi leikskólanna Það sem háð hefur starfsemi leikskóla í Reykjavík er skortur á menntuðu starfsfólki (fóstrum) og lítill stöðugleiki aðstoðar- fólks. Núverandi borgarstjórnar- meirihluti bendir á þessa staðr- eynd sem sönnun þess að ekki þýði að byggja fleiri leikskóla. mönnum sínum lægri laun en Reykjavíkurborg og á það jafnt við um starfsfólk leikskóla og aðra starfshópa. í stað þess að nota stafsmenntunarskort sem afsök- un fyrir vanrækslu sinni væri borgarstjóranum nær að reyna að leysa vandann með því að bæta kjör starfsmanna sinna og styrkja ófaglærða starfsmenn til að afía lífvænleg laun að námi loknu, enda er það svo að margar fóstrur hverfa til annarra betur launaðra starfa. Jafnrétti í uppeldi Börnin eru okkar besta fjár- festing, það viðurkennir jafnvel Davíð Oddsson á hátíðis- og tylli- dögum, en gjörðin er önnur. Hann vill frekar byggja ráðhús og kringlur eða kaupa hótel en vinna að því að um þessa fjárfestingu sé vel hugsað. Leikskólar eiga að vera fjöl- skyldunni til stuðnings og sjálf- sögð viðbót við það mikilvæga uppeldi og menntun sem for- eldrar veita. Leikskólar eiga að vera uppeldis- og mennta- stofnanir fyrir börn á aldrinum 1-6 ára, eða frá því að fæðingar- orlofi lýkur. Á leikskóla fá börn- in tækifæri til að þroskast í leik og starfi undir handleiðslu menntaðs fólks í samráði við for- eldrana. Með nægu framboði á leikskólaplássum er stigið stórt skref í þá átt að öll börn njóti jafnréttis í uppeldi sínu. Við getum ekki fullnægt þess- ari þörf á morgun, en við getum stefnt að því að á næstu 10 árum verði henni fullnægt. Það er að- eins spurning um hvað við setjum á oddinn, minnismerki úr stein- steypu eða heill þeirra sem eru að vaxa úr grasi og um leið sam- félagsins alls. Beðið eftir Solzhenitsin Míkhaíl Zhúkof í hlutverki Solzhenitsyns í leikverkinu um Gúlag-eyjaklasann Leikverk um Gúlagið bíður í Moskvu eftir sýningarleyfi höfundarins Vjatselsav Spesívtset, for- stöðumaður Tilraunaleikhússins ÍMoskvu, hefursamiöog fullæft leikverk sem byggir á hinu mikla heimildarverki Alexandes Solz- henitsyns, Gúlag-eyjaklasinn. En það fjallar sem kunnugt er um líf og dauða í sovéskum fanga- búðum. Sýningin hefurennekki komið fyrir almennings sjónir, vegna þess að Solzhenitsin, sem var rekinn í útlegö árið 1974 og býr nú í Bandaríkjunum, hefur ekki gefið leyfi til þess. Spesívtsef fór þegar á áttunda áratugnum, þegar Gúlagbækurn- ar gengu manna í milli í handriti, að velta fyrir sér möguleikum á að koma verkinu á svið. Síst gat honum dottið í hug, að síðar meir reyndist höfundur sjálfur meiri ritskoðari en sovésk yfirvöld. Á meðan er boðið á æfingar Spesívtsev bað Solzhenitsyn leyfis í fyrrahaust um að hann kæmi verki hans í leiksviðsbún- ing, en honum til mikillar furðu svaraði rithöfundurinn neitandi: ságði að hann vildi að sovéskur almenningur læsi Gúlabækurnar fyrst. En þær voru þá þegar komnar á prent í Sovétríkjunum. Tveim öðrum bréfum frá Til- raunaleikhúsinu hefur ekki verið svarað. Blaðamaður frá New York Times hefur samt séð sýninguna: þrisvar sinnum hefur Tilrauna- leikhúsið kallað á gesti til að sjá það sem kallað er „æfing“ og að- göngumiðar eru ekki seldir. Að- ferðin við sviðsetninguna er í stuttu máli sú, að aðalpersónan er höfundurinn sjálfur, sem gengur um fangabúðasviðsmynd- ina með sóp og sópar upp hverju smáatriði, hverri frásögn af þján- ingum fanganna og grimmd varð- anna og köflum úr lífi fanganna og geymir í minni sér. Spesívtsef er þekktur fyrir tilraunir sínar með leikhús - ein var sú að búa til sýningu sem flutt var í lest á leið frá Moskvu til stöðvar í grennd við borgina - tóku 250 leikarar þáttíhenni: ívögnumáhreyfingu og utan lestar. Guðs erindi Spesívtsef vill gjarna virða rétt Solzhenitsyns, en hefur þó sínar efasemdir um höfundarrétt yfir höfuð. Hann er byrjaður að æfa leiksýningu sem byggir á Bib- líunni og segir: Guð er höfundur Biblíunnar og hvað eigum við að gera við hans höfundarrétt? Spesívtsef hefur reyndar til- hneigingu til að láta sem Drottinn sjálfur hafi gefið honum umboð til að setja Gúlagbálkinn á svið. Sjálfur segist hann áður fyrr hafa verið hatrammur guðleysingi en fyrir sjö árum hafi honum verið öllum lokið. Hann hafi þá gert sér grein fyrir því að hann væri synd- ari hinn mesti: „Það kom sá tími í lifi mínu að ég þurfti að ákveða hvort ég ætti að vera eða vera ekki. Og ég á- kvað að vera, ég vissi að ég ætti að vinna mannfólkinu til heilla, ég varð að breiða út sannleikann." Og honum finnst að hann sé að uppfylla skyldur sínar andlegar með því að sýna fólki Gúlageyja- klasann: „Solzhenitsyn heldur að nú muni allir lesa bók hans, en það er misskilningur. Hún er of erfið. Það þarf að sýna Gúlagið í leikhúsi, kvikmyndum og öðru formi til að allir sovéskir þegnar geri sér grein fyrir sannleikanum og iðrist. Solzhenitsyn stendur í vegi fyrir sannleikanum þegar hann segir: Lesið barasta bókina. Og ég er viss um að ef Solzhenit- yn sæi sýningu okkar þá myndi hann ekki orði til hnika... áb tók saman Laugardagur 12. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.