Þjóðviljinn - 12.05.1990, Page 17

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Page 17
MINNING Sigursveinn Framhald af bls. 15 ' hernámsandstæðinga liðsinni sitt við undirbúning Keflavíkurg- öngu. Kannski vildu samtökin þiggja útsetningu á lagi Þorsteins Valdimarssonar, „Þú veist í hjarta þér“ (tileinkað Keflavík- urgöngunni 1976)? Og hér réðu menn ráðum sínum um stofnun samtaka fatlaðra. - Hvílík smiðja! Hvenær ann svona mað- ur sér eiginlega hvfldar, hugsaði gestkomandi. Sigursveinn var maður skap- hita og mikilla tilfinninga. Eg varð þó aðeins einu sinni vitni að því þegar hann ,funaði“; spurði í mesta sakleysi hvort ekki mætti vera iítil mynd af skólastjóranum í fyrrnefndum kynningarbæklingi um skólann. Svarið var eitthvað á þessa leið: Ef það á að fara að búa til einhvern geislabaug kringum ■ mína persónu í þessum bæklingi þá er eins gott að hætta strax við útgáfuna. - Og nú á síðustu mán- uðum þegar verið var að ræða við Sigursvein um forsögu Tón- skólans mátti stöðugt merkja ótta hans við að nú ætti að fara að draga fram í dagsljósið sitthvað af því sem hann vildi að lægi í þagn- argildi. Við veltum því stundum fyrir okkur hvað sé menning og hvaða athafnir verðskuldi það að geta talist framlag til menningar? Mér finnst störf og barátta Sig- ursveins bera því vitni að hann hafi lagt mjög víðan skilning í orðið menning. Hann samtvinn- aði á aðdáunarverðan hátt bar- áttu á svo fjölmörgum sviðum. Það er því varla ofsagt að með starfi sínu hafi hann lagt fram drjúgan skerf til að auka menn- ingu þjóðarinnar í víðustu merk- ingu. Fyrir það ber okkur að þakka. Sigurgleði verður því skjótt harmi yfirsterkari. Störf hans kalla okkur til átaka. Gunnar Guttormsson Komdu litli Ijúfur Labbi pabba stúfur: Látum draumsins dúfur dvelja inni um sinn heiður er himinninn. Blœrinn faðmar bœinn býður út í daginn. Komdu Kalli minn. Nú þegar Sigursveinn D. Krist- insson frændi minn hefur kvatt okkur þá detta mér fyrst í hug þessar ljóðlínur úr kvæðinu „Fylgd“ eftir Guðmund Böðvars- son. Frá því ég man fyrst eftir mér og kynntist „frænda" eins og ég kallaði hann alltaf, þá sveif andi og inntak þessa ljóðs yfir honum. Hann dró mann til sín, inn í sann- kallaðan draumaheim. Drauma- heim lista, gleði og framfara. Hans draumaheimur var ekki bara músík eins og margir kann- ski halda. Hann var fyrst og síðast mikill mannvinur. Hann var óþreytandi baráttumaður fyrir alla sem minna máttu sín í þjóð- félaginu. Hann vildi leiða okkur út í daginn, til betra og bjartara mannlífs. Hann var óþreytandi að benda manni á gott lesefni. Það var ósjaldan sem hann sagði við mig: „Frændi minn lestu þetta þú hefur reglulega gott af því.“ Alltaf hafði frændi tíma til að spjalla við fólk, enda þótt vinnu- dagur hans væri bæði langur og strangur. Hann gaf sér sérstak- Iega góðan tíma þegar börn áttu í hlut. Sigursveinn var mikill hug- sjónamaður. Hann gat verið mjög harður í skoðanaskiptum við þá sem töluðu af gáleysi um t.d. málefni öryrkja og barna. Sigursveinn var mikill ættjarðar- vinur og baráttumaður um ís- lenska tungu, enda sflesandi góð- ar bókmenntir. Ef að illar vættir inn um myrkragœttir bjóða svikasœttir svo sem löngum ber við í heimi hér. Þá er ei þörf að velja: þú mátt aldrei selja það úr hendi þér. Þetta erindi lýsir vel sann- færingu og baráttugleði frænda. Hann hafði óbilandi trú á landi og þjóð. Það kom aldrei til mála að víkja fyrir illum vættum sem buðu svika sættir. Þegar við töl- uðum síðast saman á afmælis- deginum hans þá sagði hann ein- mitt við mig að nú færi kannski að styttast í dvöl þeirra suður á „heiðinni“. Já, það má skrifa mikið og lengi til að minnast Sigursveins frænda. Við höfum öll misst mik- inn og góðan vin. En við megum líka vera glöð og þakklát, því hann gaf okkur svo mikið. Við sem í dag kveðjum Sigur- svein frænda getum að mínu áliti aðeins á einn hátt þakkað honum allar gjafirnar. Við gerum það best með því að halda baráttu hans áfram og halda fána hans hátt á lofti. Göngum langar leiðir landið faðminn breiðir. Allar götur greiðir gamla landið mitt sýnir hjarta sitt. Mundu mömmu Ijúfur mundu pabba stúfur að þetta er landið þitt. Ég og fjölskylda mín vottum Kristni, systkinum og öðrum að- standendum, okkar dýpstu sam- úð. Gunnar Halldórsson Akureyri Vegna jarðarfarar Sigursveins D. Kristinssonar verður dagvist Sjálfsbjargar, Hátúni 12, lokuð mánudaginn 14. maí. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra Vegna jarðarfarar Sigursveins D. Kristinssonar verða skrif- stofur, endurhæfingadeild, sundlaug og bað- stofa Sjálfsbjargar í Hátúni 12, lokaðar mánu- daginn 14. maí frá kl. 12.00. Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra og Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Reykjavík og nágrenni FLUGMÁLASTJ ÓRN Atvinna Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli auglýsir hér með laus störf hús- og öryggisvarða í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Umsækjendur skulu vera heilsugóðir og hafa lokið grunnskólaprófi eða sambærilegri menntun. Enskukunnátta og kunnátta í einu Norðurlandamáli æskileg. Laun samkvæmt launakjörum opinberra starfs- manna. Skriflegum umsóknum skal skilað í skrifstofu flugvallarstjóra í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli fyrir 26. maí 1990. Ómar Ingvarsson deildarstjóri (sími: 92-50600) veitir nánari upplýsingar um störfin. Keflavíkurflugvelli, 10. maí 1990 Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri Sigursveinn D. Kristinsson tónskáld Stóragerði 23, Reykjavík sem lést 2. maí sl. verður jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 14. maí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjálfsbjörg lands- samband fatlaðra. Kristinn Sigursveinsson Sigríður Kristinsdóttir Halldór Kristinsson og aðrir aðstandendur HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR p/ BARONSSTIG 47 Heilbrigðisráð Reykjavíkur óskar eftir að ráða eftirtalið starfsfólk til starfa við heilsugæslu- stöðvar í Reykjavík: SJÚKRALIÐA við Heilsugæslustöð Efra Breiðholts í fullt starf eða hlutastarf til sumar- afleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunaarfor- stjóri í síma 670200. SJÚKRALIÐA við Heilsugæslustöð Hlíða- svæðis, tímabilið 13. ágúst til 7. septembertil sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrun- arforstjóri í síma 622320. SJÚKRALIÐA við Heilsugæslustöðina í Foss- vogi til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 696780. Umsóknum skal skila til skrifstofu fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðva í Reykjavík, Barónsstíg 47, fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. maí 1990. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Kennara vantar á tölvubraut, bæði í hugbúnaðar- og vélbúnaðargreinum. Óskað ereftirverkfræðingum, tölvunarfræðing- um, tæknifræðingum eða mönnum með sambærilega þekkingu. Upplýsingar í skrifstofu skólans. Sími 26240. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Sjðomúla 39, sími 678509 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Laus staða í Fjölskyldudeild. Staða félagsráðgjafa við Vistheimili barna er laus til umsóknar. Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu af meðferðarstörfum. Nánari upplýsingar gefur Gunnar Sandholt, yfir- maður fjölskyldudeildar eða Helga Þórðardóttir í síma 679500. Umsóknum skal skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 2. hæð á umsóknareyðublöð sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 25. maí n.k. SUNDLAUG í ÁRBÆ Teikningar og líkan af fyrirhugaöri sundlaug í Árbæjarhverfi er til sýnis í félagsmiðstöðinni Árseli virka daga frá kl. 17:00-20:00 frá og með 14. maí og laugardaginn 19. maí frá 13:00-17:00. Fulltrúar frá Iþrótta- og tómstundaráði og hönnuðir verða i Árseli mánudaginn 14. mai frá kl. 17:00. ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ REYKJAVÍKUR PCN Aðalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu laugardaginn 19. maí kl. 10.00. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins, en auk þess gerð tillaga um að leggja niður innláns- deild félagsins. Stjórn KRON Félagsmálastofnun ^ Hafnarfjarðar Fundur um málefni aldraðra í Hafnarfirði verður haldinn í íþróttahúsinu Álfafelli við Strandgötu, miðvikudaginn 16. maí n.k. kl. 20.30. Efni fundarins verður kynning á niðurstöðum úr könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla ís- lands á högum aldraðra í Hafnarfirði. Allir velkomnir. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði Útboð V V Skeiða- og Hrunamannavegur, Hólakot - Hellisholt Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboöum í ofan- greint verk. Lengd kafla 7,16 km, fylling 56.000 rúmmetrar og skering 14.000 rúmmetrar. Verki skal að fullu lokið 1. nóvember 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Selfossi og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 14. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1990. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.