Þjóðviljinn - 12.05.1990, Side 19

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Side 19
A k'\ * » »:« *■? ,v ▼. v '>>* v v v'u íV . Ut flíVV* A *K\i!**4*\ * >T* I VIKULOKIN Krabbameinssiúklingar Þurfa andlegan stuðning Samnorrœn ráðstefna í Finnlandi: Brýnt að sálrœnum og félagslegum þörfum sjúklinga sé gefinn aukinn gaumur Ahverju ári frá 100.000 manns á Norðurlöndum krabbamein, þar á meðal um 700 börn. Nú er um hálf milj- ón manns á lífi í þessum lönd- um sem fengið hafa krabba- mein. Um helmingur þeirra hefur fengið bót meina sinna en aðrir hafa krabbameins- sjúkdóma á mismunandi stig- um. Dagana 3.-5. maí var haldin í Vasa i Finnlandi ráðstefna um andiegan og félagslegan stuðn- ing við krabbameinssjúklinga á Norðurlöndum. Þar hittust 110 þátttakendur, þar af 11 ífá ís- landi, til þess að ræða ýmsa þætti i aðhlynningu krabba- meinssjúklinga. Þátttakendur voru fúlltrúar flestra heilbrigðis- stéttanna og einnig sjúklinga- hópa sem og stjómmálamenn. Ráðstefnan er sú fyrsta sinnar tegundar og var skipulögð af stjóm Norrænnar framkvæmda- áætlunar gegn krabbameini og Norrænu krabbameinssamtök- unum. Meðal þeirra sem þátt tóku í ráðstefnunni vom þær Guðrún Agnarsdóttir, sem á sæti i fram- kvæmdastjóm Krabbameinsfé- lagsins, og Lilja Þormar hjúkr- unarfræðingur sem starfar hjá Krabbameinsfélaginu að heima- hlynningu krabbameinssjúk- linga: „Markmið þessarar ráð- stefnu var að vekja umræðu og þrýsta á um að félagslegum og sálrænum stuðningi við krabba- Lilja Þormar og Guðrún Agnars- dóttin Sjúklingurinn sem manrt- eskja, ekki einungis krabba- meinsæxlið, þarf að njóta óskiptrar athygli og umönnunar. Mynd Kristinn meinssjúklinga sé gefinn meiri gaumur af opinbera geiranum en sé ekki algjörlega á ábyrgð ein- stakra stofnana,” sagði Lilja í samtali við Þjóðviljann. „Þessi stuðningur varðar öll stig sjúk- dómsins frá greiningu til loka- stigs og þarf að koma til vegna tilfinningalegra viðbragða sjúk- lings. Þar má meðal annars nefna kreppu og sorgarviðbrögð, tilfinningalega og félagslega einangmn og trúarkreppu.” „Ráðstefnugestum var skipt í vinnuhópa og hópamir vom síð- an beðnir að skoða lista með níu atriðum og velja út þau þijú sem þóttu mikilvægust,” sagði Guð- rún Agnarsdóttir. „Nær öll Norðurlöndin völdu sömu þrjú atriðin. I fýrsta lagi þarf að auka upplýsingar og tjáskipti heil- brigðisstarfsfólks við sjúklinga og mennta starfsfólkið til að takast á við tilfmningaleg við- brögð sjúklinga. Það er ekki sama hvemig fólki er sagt frá þvi að það hafi greinst hjá því krabbameinsæxli og á ráðstefn- unni fengum við m.a. að sjá myndbönd með dæmum um hvemig hægt er að skýra frá slíku á ýmsa vegu. I öðm lagi þarf að leggja á- herslu á aukinn félagslegan og andlegan stuðning við sjúklinga og í þriðja lagi þarf að auka að- hlynningu í heimahúsum. Slíka aðhlynningu hefur Lilja ásamt fleimm verið að byggja upp hérlendis og íslenski hópurinn lagði því meiri áherslu á annað atriði sem er hversu lág- ar bætur almannatrygginga hér- lendis em til sjúklinga með langvarandi og alvarlega sjúk- dóma. Við vorum eina landið sem tókum þetta atriði út af þessum lista forgangsmála og málum virðist því betur háttað á hinum Norðurlöndunum að þessu leyti.” Önnur ráðstefna sem mun fjalla um rannsóknir á þessu sviði verður haldin í Kaup- mannahöfn í haust og er gert ráð fyrir að árangurinn af þessu starfi verði sá að andlegur og fé- lagslegur stuðningur við krabba- meinssjúklinga verði stærri þátt- ur en ella í áætluninni, þegar upp er staðið. -vd. Og lífið líður... Hugsið ykkur, ég fæ að skrifa hugleiðinguna afiur! En, nota bene, með þeim skilmálum að biðj- ast afsökunar á „andstyggilegum og ósönnum að- dróttunum í garð vinnufélaga” í síðasta Iaugar- dagsblaði. Það er að segja, klausunni um að strák- ar skrifi aldrei um mjúku málin sem Pressumenn voru svo ósvífnir að kippa úr samhengi og birta • með feitu letri í „hinni pressunni”. Þessi krafa ein og sér sýnir auðvitað að ég hef haft alrangt fyrir mér á vissan hátt: Karlmenn eru mjög viðkvæmir inn við beinið og þar af leiðandi líklega færari en konur um að fást við viðkvæm og vandmeðfarin mál. Hins vegar hafði ég rétt fýrir mér um „strákahúmorinn”: Þeir hafa húmor fýrir öðrum en ekki fýrir sjálfum sér! Nú jæja, ég get svo sem dregið eitthvað í land. Til dæmis skrifaði einn af strákunum ffétt um bamaheimili um daginn. Og í gær átti ég að skrifa frétt um vaxtamálin. Hún „féll” að vísu þar sem bankastjórinn var erlendis, en samt... Sem sagt, ég biðst innilega fýrirgefningar á að hafa sært við- kvæm hjörtu og vona að öllum sé fyllilega ljóst, þrátt fyrir allt, að á málgagni sósíalisma, þjóðfrels- is og verkalýðshreyfmgar ríkir jafnréttið eina og sanna. Það er að segja að svo miklu leyti sem það er hægt. Ég meina, ritstjóramir, fréttastjórinn og flestir blaðamennimir eru karlkyns en þannig er það nú víðast hvar og ekki geta þeir gert að því, eða hvað? Viðmælendur blaðsins em líka flestir karlar, en getur nokkur gert að því þótt flestir ráð- herrar, þingmenn, forstjórar og verkalýðsffömuðir séu karlar? Ekki báðu þeir um að fæðast með tippi! Jæja, nóg um það. Nú er ég búin að fara með helminginn afplássinu í þessa fj... afsökunarbeiðni og það hlýtur að duga. Nú ætla ég að nýta þessa dálksentimetra sem afgangs em til hugleiðinga um Reykjavík. Ég er nefnilega nýflutt að vestan í bæ- inn, siðmenninguna, snjóleysið, Kringluna, pöbb- ana, strætóana og það allt. Strætóamir, já, þeir em búnir að valda miklum hugleiðingum á mínu heimili. „Sjáðu til,” segir maðurinn minn á kvöld- in þegar hann er kominn heim úr strætó 45 mínút- um eftir að hann fór út af vinnustaðnum: „Ég gæti komist til Isafjarðar með fiugi og aftur suður á jafnlöngum tíma og ég sit í strætó. Hugsaðu þér, lífið líður og líður á meðan við bíðum eftir strætó. Við eyðum a.m.k. tólf tímum á viku á biðskýlum og í vögnunum, sem sagt meir en 50 tímum á mán- uði og hvað gerir það á ári?!” Ég hef reynt að benda honum á þau augljósu sannindi að bílar eru rándýrir og við erum skít- blönk, tryggingar kosta líka fullt af peningum, bensínið er alltaf að hækka, bílar eru mengunar- valdar og slysavaldar og kosta ríkið miljónir árlega i sjúkratryggingagreiðslum, umferðaráróðri, gatnagerð og svo framvegis. En þið vitið hvemig karlmenn eru. Þannig að nú eyðum við öllum frí- tíma okkar á bílasölum, lesum bílaauglýsingamar í blöðunum, skoðum hverja blikkbeljuna á fætur annarri, pmfukeymm, gemm tilboð og spáum og spekúlemm. Og á meðan líður lífið áffam... -Villa í DAG þJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Churchill myndar þjóðstjóm í Bretlandi og gerðar eru víð- tækar ráðstafanir þar i landi af ótta við mögulega innrás Þjóð- verja. Þýski herinn heldur á- ffam hraðri sókn yfir Holland og Belgíu. Lýst er áhyggjum af því að stríðið komi í veg fyrir að íslendingar geti selt saltaða síld til Finnlands, Svíþjóðar og Sovétríkjanna. Skipuð var loft- vamanefnd í Reykjavík til að vinna að öryggi nýhemuminna bæjarbúa. 12. MAÍ laugardagur, 132. dagur árs- ins. Pankratíusmessa. Sólar- upprás í Reykjavík kl. 4.23. - sólartag kl. 22.27. VIÐBURÐIR Það sem gerist á ári hveiju: vorvertíð hefst. DAGBÓK APÓTEK Reykjavlk: Helgar- og kvöldvarsla lytja- búða vikuna 27. apríl til 3. maí er I Breið- holts Apóteki og Apóteki Austuröæjar. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fri-dögum). Síðamefnda apó- tekið er opið á kvöidin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliöa hinu fyrmefhda. LÖGGAN Reykjavik.... Kópavogur..... Seltjamames. Hafnarfjörður. Garðabær...... 1 11 66 4 12 00 .« 1 84 55 .« 5 11 66 .« 5 11 66 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavik...................* 1 11 00 Kópavogur....,..............« 1 11 00 Seltjamames.................» 1 11 00 Hafnarfjörður...............« 5 11 00 Garðabær....................« 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöö Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og timapantanir i« 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar I simsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítaiinn: Göngudeild- in er opin frá k). 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn, « 696600. Hafnaifjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, w 53722. Næturvakt lækna,« 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt rr 656066, upplýsingar um vaktlækna, «51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miöstöðinni, « 23222, hjá slökkviliðinu, « 22222, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Keflavík: Dagvakt, upplýsingar ( «14000. Vestmannaeyjar Neyðarvakt lækna, « 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspltalans: Alla daga kl..15til 16, feöratími kl. 19:30 til 20:30. Öldrunariækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir sámkomulagi. Grensásdeild Borgarspitaia: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 tll 19:30. Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. St Jósefs- spitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjáiparstöð RKl: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35,« 622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I uppiýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvoldum Id. 21 til 23. Simsvari á öðrum timum. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálffæðilegum efnum,« 687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt (slma 11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga frá kl. 8 til 17,« 688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeima i Skógartiliö 8 á fimmtudögum ki. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeinra I« 91-2240 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingarum eyðni:« 622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars sím- svari. Samtök um kvennaathvarf: » 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða oröið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpa, Vesturgötu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtu- daga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem onðið hafa fyrir siljaspellum:« 21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm sem oröiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, ® 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: » 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt í ® 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 11. maí 1990 Sala Bandarlkjadollar............59,72000 Steriingspund................99,97400 Kanadadollar.................50,77200 Dönsk króna...................9,55140 Norsk króra...................9,34290 Sænsk króna...................9,94260 Finnskt mark.................15,34630 Franskur franki...............10,80170 Belgískur franki............. 1,75980 Svissneskur franki...........42,66320 Hollenskt gyllini............32,48390 Vesturþýskt mark..............36,52930 Itölsk lira...................0,04950 Austumskur sch................5,19330 Portúgalskur escudo.......... 0,41040 Spánskur peseti...............0,57910 Japanskt jen..................0,38779 Irskt pund...................97,78900 KROSSGÁTA Lárétt 1 þjark 4 fugl 6 glöð 7 hvetja 9 máls 12 maðkur 14 hár 15 grænmeti 16 bátur 19 kaup 20 plpan 21 spjátrungur Lóðrctt: 2 lélegur 3 hró 4 spil 5 fauti 7 duglegri 8 sterk 10 gekk 11 and- ann 13venslamann 17 eira 18 fugl Lausn á síðustu krossgátu Lárétt 1 smáa 4 þörf 6 för 7 ansa 9 isak 12 kratt 14 hey 15elr 16 róleg 19 gutl 20 Hma 21 auöna Lóðrétt: 2 men 3 afar 4 þrif 5 róa 7 athuga 8skyrta 10stegla 11 kartar 13 afl 17 ólu 18 ein Laugardagur 12. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA19

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.