Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 15. maí 1990 88. tölublað 55. árgangur KefTavíkurflugvöllur Alvarleg afskiptasemi Steingrímur J. Sigfússon: Alvarlegt mál efbandarísk stjórnvöld hyggjast leggja stein ígötu íslendinga ísamningum við önnur ríki. Afstaða Bandaríkjamanna staðfestir eðli Keflavíkurflugvallar sem herstöðvar Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra segist ekki hafa neinar heimildir aðrar en Ríkisútvarpsins um andstöðu bandarískra stjórnvalda við frek- ari aukningu flugumferðar um Keflavíkurflugvöll. En ef heim- ildir RÚV endurspegluðu raun- verulegan vilja bandarlskra stjórnvalda þætti sér það alvar- legur hlutur þegar þau reyndu með þessum hætti að hafa áhrif á gang mála hér á landi, sérstaklega ef þetta væri tilraun til að ieggja stein i götu loftferðasamninga Is- lands við önnur ríki. „Fyrir það fyrsta er hægt að halda aðskildum notum af Kefla- víkurflugvelli og möguleikanum á að ná almennum loftferða- samningum", sagði Steingrímur. Því sem haldið hefði verið fram í fréttum að með loftferðasamningi við Sovétmenn td., fengju þeir sjálfkrafa rétt til skrifstofuhalds í Keflavík og svo framvegis, væri einfaldlega rangt. Um slík ákvæði væri hægt að ræða í samningum og sagðist ráðherrann geta upplýst að slík ákvæði væru ekki inni í þeim samningsdrögum sem samgöng- uráðuneytið hefði verið að vinna að við Sovétmenn. Ráðherrann sagði þessar frétt- ir hins vegar merkilegar í ljósi þess að þessi „varnarstöð At- lantshafsbandalagsins", eins og menn kölluðu herstöðina þegar þeir vildu vera hátíðlegir, reyndist ekki vera neitt annað en bandarískur herflugvöllur þegar þetta mál kæmi upp. Yfirlýsingar sumra á undanförnum mánuðum um eftirlits- og friðarhlutverk herstöðvarinnar væru broslegar í þessu samhengi. Steingrímur telur að í legu ís- lands liggi margir möguleikar enda hafi Útflutningsráð og fleiri verið að bollaleggja möguleika um að örva hér flugumferð og koma á einhvers konar skiptistöð fyrir farmflutninga í lofti. Menn hefðu horft til flugvallarins varð- andi auknar gjaldeyristekjur og aukna atvinnu með þjónustu við flugfélög. Þetta væri auðvitað allt háð því að afnot íslendinga af Keflavíkurflugvelli verði ekki takmörkuð með einhverjum hætti. Flugstöðin var byggð á sínum tíma með kostnaðarhlutdeild Bandaríkjamanna undir því for- orði að hún ætti að stuðla að meiri flugumferð um Keflavík. Steingrímur sagði að menn hefðu jafnvel gengið svo iangt að gefa í skyn að flugfélög væru á sveimi yfir flugvöllum og lentu þar sem þær sæu fallega flugstöð. „Það felast engar nýjar upplýs- ingar í þessari afstöðu Banda- ríkjamanna fyrir þá sem alltaf hafa haldið því fram að Keflavík- urstöðin væri fyrst og fremst her- stöð og fslenskir hagsmunir væru þar léttvægir þegar á hólminn væri komið“, sagði Steingrímur. Þetta væri ágæt lexía í hvers virði væri að gera hlutina sjálfir á eigin forsendum og að við réðum þeim sjálfir. Það væri mjög alvarlegt mál ef afnot Islendinga af þeirra helsta alþjóðaflugvelli yrðu tak- mörkuð. Éins væri mikilvægt að fá á hreint, þrátt fyrir misjafnar skoðanir á eðli vallarins, hvað ís- lendingar geta gert á Keflavíkur- flugvelli og hvað ekki. Að sögn ráðherrans kemur vel til greina að horfa til annarra flugvalla sem eru að koma uj eða eru þegar komnir upp á landi, sem þjónað geta alþjóð- legu hlutverki. Nefndi ráðherra Egilsstaðaflugvöll í því sam- bandi. Kannski yrði að vísa Aer- oflot á Akureyrarflugvöll, Egilss- taði eða Reykjavík, sem varla væri samningsatriði við Banda- ríkjamenn. Útanríkisráðherra, Jón Bald- vin Hannibalsson, hefur sagt að samningaviðræður við Sovét- menn hafi ekki farið réttar boð- leiðir. Steingrímur sagðist fyrst og rekið þetta mál á þeim grund- velli að það væri íslenskum hags- munum hagstætt. Flest ríki væru þegar með loftferðasamninga við ríki Austur Evrópu eða að reyna að ná slíkum samningum. Austur ■ Evrópa væn að opnast og sagðist ráðherra hræddur um að íslend- ingar gætu misst af lestinni. Ekki færri en þrjú ný bandarísk flugfé- lög biðu eftir því að hefja flug til Sovétríkjanna og sagðist ráð- herra hafa heimildir fyrir því að Bandaríkjamenn sjálfir væru kóf- sveittir við að reyna að endurnýja loftferðasamning sinn við Sovét- ríkin. Bandaríkjamenn sæju fram á stórvaxandi samskipti, flug og flutninga á milli þessara svæða. Það væri því hart ef íslendingar ættu síðan að sitja hjá i þessum efnum. -hmp Hjólað mót sólinni. Mynd: Jim Smart. Miðjarðarhqfsbotn Friðar- fmmkvæði Steingrims Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra lagði höfuðáherslu á mikiivægi friðsamlegra við- ræðna í samskiptum þjóða í heimsókn sinni til Egyptalands og Túnis í síðustu viku. Heimsókn hans til Egypta- lands 7.-11. maí var fyrsta opin- ber heimsókn íslensks forsætis- ráðherra þangað. Þar ræddi hann við Hosni Mubarak forseta, Atef Sedky forsætisráðherra og fimm aðra ráðherra í ríkisstjórn Eg- ypta. Steingrímur lýsti yfir afdráttar- lausum stuðningi íslendinga við friðarumleitanir Egypta og Bandaríkjamanna í deilum ísra- elsmanna og Araba og lagði áherslu á að friðarviðræður hæf- ust sem fyrst. Forsætisráðherra fór síðan í óformlega heimsókn til Túnis þar sem hann ræddi við Yasser Arafat og fleiri leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínu, PLO laugar- daginn 12. maí. Steingrímur kynnti m.a. fyrir Arafat ályktun Alþingis frá 18. maí í fyrra um að Islendingar skuli hafa vinsamleg samskipti við Frelsissamtök Palestínu þó svo að heimsókn hans fæli ekki í sér viðurkenningu á Palestínu- ríki. Steingrímur lýsti því m.a. yfir að hann teldi að íslendingum og öðrum vestrænum þjóðum bæri skylda til að beita áhrifum sínum eftir megni til að fá ísraelsmenn að samningaborðinu með fulltrú- um Palestínumanna. -rb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.