Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 9
X-OLAFSVIK s Arni Elías Albertsson Vatnsveitan í forgang Stokkað upp á lista Alþýðubandalagsins. Árni Elías Albertsson: Parfað bæta lagnakerfi vatns- veitunnar. Framkvœmdaofgleði hefur komið bænum í skuldir og sniðið honum þröngan stakk Árni Elías Albertsson er efstur á lista Alþýðubandalagsins í Ólafsvík. Árni Elías Albertsson efsti maður á lista Alþýðubandalags- ins sagði Þjóðviljanum að fyrri hluti núverandi kjörtímabils hefði einkennst af framkvæmdaof- gleði, menn hefðu farið allt of geyst í framkvæmdir án þess að hafa nokkra hugmynd um hvaða afleiðingar þær hefðu í för með sér. Þetta hefði komið ofan á slæman viðskilnað fyrri meiri- hluta, H-lista og Sjálfstæðis- manna. Þá hefðu skuldir verið verulegar fram yfir árstekjur bæjarins. „Hlutfall heildartekna og heildarskulda fyrir árið 1985 var 1,65, það er skuldirnar voru 65% hærri en heildarárstekjur,“ sagði Árni Elías. Hlutfallið hefði verið 2,13 fyrir árið 1988 sem þýddi að skuldirbæjarins væru 113% hærri en heildartekjur eins árs. Skuld- irnar hefðu vaxið þrátt fyrir að rauntekjur bæjarins hefðu aukist á þessu tímabili um 12 milljónir króna. Framreiknað frá 1985 til 1988 jukust skuldir Ólafsvíkurkaup- staðar um rúmar 60 milljónir króna, að sögn Árna Elíasar. Stærstu framkvæmdir sem bær- inn hefði ráðist í væru bygging Félagsheimilisins og endurbygg- ing gamla pakkhússins. Fram- kvæmdir hefðu allar meira og minna snúist í kring um afmælis- hátíð Ólafsvíkur árið 1987, þegar haldið var upp á 300 ára verslun- arafmæli. Þá hefðu menn viljað halda hátíð með glæsibrag og Fimm listar fram Uppstokkun í efstu sœtum listanna Fimm listar bjóða fram við sveitarstjórnarkosningarnar í Ól- afsvík. Sjálfstæðismenn eru einir í minnihluta á líðandi kjörtíma- bili en Alþýðubandalag, Alþýðu- flokkur, Framsóknarflokkur og Samtök lýðræðissinna í Ólafsvík fara fyrir meirihlutanum. Það eru töluverðar tilfærslur á lista Alþýðubandalagsins frá síð- ustu kosningum. Árni Elías Al- bertsson er nú í fyrsta sæti en hann var í tíunda sæti árið 1986. Heiðar Elvan Friðriksson er í öðru sæti en var áður í fjórða sæti, Margrét Sigríður Birgisdótt- ir er í þriðja sæti en var í áttunda sæti 1986 og núverandi oddviti Alþýðubandalgsins, Herbert Guðmundur Hjelm skipar fjórða sæti listans nú. Alþýðubandalag- ið fékk einn fulltrúa kjörinn 1986. Sami maður skipar efsta sæti lista A-listi Alþýðuflokks og óháðra og skipaði lista Alþýðufl- okksins 1986 þegar flokkurinn fékk tvo menn kjörna, en það er Sveinn Þór Elínbergsson. Guð- mundur Karl Snæbjörnsson kem- ur nýr inn á listann í annað sætið en Gústaf Geir Egilsson flyst úr sjötta sætinu í það þriðja. í fjórða sæti er nýr maður, Ágúst Ingimar Sigurðsson. Nýr maður, Atli Alexanders- son, skipar efsta sæti lista Fram- Heiðar Elvan Friðriksson skipar annað sæti á lista Alþýðubanda- lagsins. sóknarflokksins en Stefán Jó- hann Sigurðsson sem skipaði fyrsta sætið 1986 er nú í öðru sæti. Kristján Guðmundsson var ekki á listanum 1986 en skipar nú þriðja sætið sem Kristín Vigfús- dóttir í fjórða sætinu skipaði áður. Framsóknarflokkurinn fékk einn mann kjörinn í síðustu kosningum. Björn Arnaldsson var í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins 1986 en er nú í fyrsta sætinu. Mar- grét Vigfúsdóttir flyst úr þriðja sæti í annað sætið en Páll Ingólfs- son kemur nýr inn í þriðja sætið. í Margrét Sigríður Birgisdóttir skipar þriðja sæti á lista Alþýðu- bandalagsins. fjórða sæti er Helgi Kristjánsson sem skipaði þrettánda sæti listans árið 1986. Sjálfstæðisflokkurinn á tvo fulltrúa í sveitarstjórn nú. Litlar breytingar eru á lista L- listans, Samtaka lýðræðissinna í Ólafsvík sem fékk einn mann kjörinn 1986. Sama fólk skipar þrjú af fjórum efstu sætum en Sigurlaug Jónsdóttir kemur ný inn á listann í þriðja sætið. í fyrsta sæti er eins og áður Kristján Páls- son, í öðru sæti Emanúel Ragn- arsson og í fjórða sæti er Ragn- heiður Helgadóttir. -hmp Þriðjudagur 15. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 með glæsilegri brag en fjárráð hefðu gefið tilefni til. „Dæmi um hvað framsýnin var mikil þá, var gerð áætlun um byggingarkostnað Félagsheimil- isins sem hljóðaði upp á 21,3 milljónir. Þegar ársreikningar fyrir árið 1987 voru síðan birtir kom í ljós að það fóru tæpar 70 milljónir í að klára Félagsheimil- ið,“ sagði Árni Elías. Þetta sýndi að hans mati hvað lítið hefði ver- ið spáð í hlutina. Það fóru líka miklir fjármunir í veisluhöld í kring um afmælishát- íðina, að sögn Árna Elíasar. Tal- að væri um að veislan ein á hátíð- arkvöldinu sjálfu hefði kostað á þriðju milljón en það væru óstað- festar tölur. Það blasir því ekkert annað við á næsta kjörtímabili en að ná nið- ur skuldum bæjarins að sögn Árna Elíasar og Alþýðubanda- lagið setti einstefnu á að ekki verði farið út í neinar nýjar fram- kvæmdir nema brýna nauðsyn beri til. Það væri aðeins ein fram- kvæmd sem nauðsynlegt væri að ráðast í varðandi vatnsveituna. Fyrirtæki í Ólafsvík hefðu fengið hótun um lokun vegna vatns- skorts og við það væri ekki un- andi. Lagnakerfið væri of lítið og því bærist allt of lftið vatn til fyrir- tækjanna. Þau hefðu mörg hver komið sér upp aukadælubúnaði sem hefði lítið að segja en gerði aðeins öðrum erfiðara fyrir. Opin sorpþró við bæjardyrnar „Það er líka ljóst að gera þarf stórátak í sorp- og umhverfismái- um hér í Ólafsvík," sagði Ámi Elías. Það væri opin sorpbrenns- luþró við bæjardyrnar og við leiðina upp að Jökli sem ætti að vera aðalaðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Þetta væri ógeðfelld sjón og fnykinn frá brennslunni leggði yfir bæinn í suðvestan átt. í norðaustan átt leggði reykin síð- an yfir opið vatnsból bæjarins. Arni Elías sagði einnig ráðstaf- ana þörf varðandi úrgangsmál fiskvinnslustöðvanna. Eins og gæfi að skilja félli mikill úrgangur frá fiskvinnslu í stómm útgerðar- bæ sem færi meira og minna beint í sjóinn þó eitthvað færi í brennslu. Þetta væru kjömar að- stæður fyrir varginn að fjölga sér, enda væri gífulegur fjöldi var- gfugls í Ólafsvík. Það bætti síðan ekki ástandið að sérfræðingar teldu stóran hluta stofnsins smitaðan af salmonellu, sem varla væri gæfulegt þar sem væri opið vatnsból. Samdráttur hefur verið í lönd- uðum afla í Ólafsvík og greiðslu- geta fiskvinnslustöðvanna hefði minnkað í samræmi við það og þar af leiðandi hafa útgerðar- menn leitað út úr bænum með fisk, bæði til útlanda og á mark- aði innanlands, að sögn Árna Elíasar. Þetta minnkaði tekjur fólksins í bænum og bæjarfélags- ins sjálfs. Það þyrfti að sporna gegn þessu og styrkja atvinnu- ástandið í bænum og liður í því væri að halda togaranum Má í bænum og þar væm allir af vilja gerðir. En Már var keyptur að mestum hluta fyrir lánsfé á sínum tíma, sagði Árni Elías. Það þarf að bæta félagslega þjónustu í Ólafsvík, en Ámi Elías sagði erfitt að gera stórátak í þeim efnum á meðan fjárhags- staðan væri eins og hún er og tekjumar ekki meiri. Menn hefðu sjálfsgt nóg með að halda í horfinu. En engu að síður væri nauðsynlegt að bæta til að mynda þjónustuna við aldraða í heima- húsum og við einstæða foreldra sem margir hverjir ættu erfitt þegar í harðbakka slær. „Það hlýtur að vera hægt að létta róð- urinn hjá einstæðum foreldrum til að auðvelda þeim atvinnuþátt- töku, þegar hægt er að flytja jafnvel inn erlent verkafólk frá Suður Evrópu, sem varla er ódýr- ari kostur,“ sagði Árni Elías. -hmp G-listinn 1. Árni Elías Albertsson, 2. Heiðar Elvan Friðriksson, 3. Margrét Sigríður Birgisdóttir, 4. Herbert Guðmundur Hjelm, 5. Sigríður Þóra Eggertsdóttir, 6. Jóhannes Ingi Ragnarsson, 7. Margrét Jónsdóttir, 8. Rúnar Benjamínsson, 9. Guðmundur Baldursson, 10. Alfons Finns- son, 11. Kjartan Heiðar Haraldsson, 12. Sigurður Þorsteinsson, 13. Sveinbjörn Þórðarson, 14. Haraldur Guðmundsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.