Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 10
MINNING F. 16. febrúar 1926. - D. 6 Skyndilega er Helgi frændi fall- inn frá. Það var kallað á hann fyrr en nokkurn grunaði. Það er erfitt að sætta sig við þá staðreynd að þessi ljúfi ágætismaður sé horfinn af sjónarsviðinu, og erfitt að þurfa að skrifa þessi orð. Því mið- ur hitti ég hann alltof sjaldan síð- ustu árin. í barnsminni mínu tengist Helgi alltaf góðum minn- ingum. Sérstaklega man ég þegar ég kom sem smástrákur í heim- sókn þar sem hann bjó í Árbæn- um, áður en þar var farið að byggja af alvöru. Víðáttan og umhverfið þar var ekki ósvipað því sem Helgi ólst sjálfur upp við í Sogamýrinni. Helgi Ámason vélstjóri var fæddur 16. febrúar 1926 í Reykja- vík. Foreldrar hans voru þau Árni Árnason, verkamaður, frá Hurðarbaki í Flóa, og Ólafía Guðrún Helgadóttir frá Vatneyri við Patreksfjörð. Þau bjuggu i fyrstu í leiguhúsnæði í Vestur- bænum og víðar, en um 1930 gerðust þau frumbýlingar í Sog- amýri og áttu þar heima upp frá því. í Sogamýri var þá aðeins byggð við tvær götur, Sogaveg og Rauðagerði (sem nú eru). Helgi var næstelstur í systkinahópi sem fór stöðugt stækkandi, uns þau voru orðin átta, þrír bræður og fimm systur. Árni afi var góður smiður og hús- ið í Sogamýrinni stækkaði eftir því sem fjölskyldan stækkaði, þótt efnin væru ekki mikil. Lóðin var stór, þar mátti rækta kart- öflur og grænmeti, halda hænur og afla heyja. Börnin nutu þess hversu frjáls- legt var í þessu umhverfi. Þau höfðu stórt athafnasvæði, gátu farið í berjamó í holtið fyrir ofan Sogaveg og inn að Elliðaám að veiða silung. Þar sem Mikla- brautin liggur nú og þar í kring var heill ævintýraheimur. Á vet- urna léku þau sér á skíðasleðum og magasleðum sem Árni afi smíðaði handa þeim, og renndu sér í brekkunni milli Sogavegs og Rauðagerðis, Borgarbrekkunni. Á kvöldin söfnuðust börnin úr hverfinu saman til leikja, kýlu- bolta, boðhlaups, „fallin spýta“, standandi trölls og margra fleiri. Þau áttu skemmtilega æsku, börnin í Sogamýrinni, foreldr- arnir voru samtaka og hamingju- söm og sinntu börnunum vel. Útivera og íþróttir áttu hug systkinanna, þau gengu í Glím- ufélagið Ármann og fóru að stunda skíðaíþróttina í Jósepsdal. Helgi gerðist mikill skíðagöngu- maður, tók þátt í mótum og var eitt sinn í sigursveit í boðgöngu á Reykj avíkurmóti. Þegar Helgi fór að stálpast fékk hann sumarvinnu sem mjólkurpóstur á Bústöðum og seinna á Melavöllum. Þá voru rekin þarna kúabú og Helgi ók mjólkinni á hestakerru heim til fólksins. Þetta var fyrir stríð og mjólkurdreifingarmál með tals- vert öðrum hætti en nú er. Daginn sem stríðið kom til fs- lands, 10. maí 1940, varð fólkið í Sogamýrinni vart við einhver ókunnugleg umsvif inn við Elliðaárnar. Helgi fór af stað á reiðhjólinu og hjólaði þangað til að komast að því hvað um var að vera. Jú, Bretinn var kominn og allt breyttist á íslandi. Ekkert varð eins og það var áður. Stríðið hafði auðvitað talsverð áhrif á unglinginn. Þetta kom meðal annars fram í því að Helgi fékk mikinn áhuga á flugvélunum sem notaðar voru í stríðinu. Hann átti stórt safn af flugblöðum frá stríðsárunum og var í Flugsögufé- laginu. Helgi hóf iðnnám árið 1942 og lærði vélsmíði. Hann lærði í Vélsmiðjunni Keili, hóf síðan nám í Vélskólanum og braut- skráðist þaðan 1949. Að loknu námi hóf hann störf hjá Eim- skipafélaginu og var vélstjóri á skipum þess til 1953. Á þessum skömmtunar- og haftatímum var ekki ónýtt að eiga bróður í sigl- ingum, og systkinin segja að oft hafi hann glatt þau með alls kyns gjöfum og varningi frá útlöndum, og gleymdi aldrei neinum. í febrúar 1952 lá Brúarfoss, skipið sem Helgi var á, í Rotter- dam. Þá var örlagaríkur atburð- ur, þegar Helgi lenfi í slysi og slasaðist alvarlega á báðum fót- um. Taka varð annan fótinn af, og gekk Helgi upp frá því með gervifót neðan við hné. Helgi tók þessu óláni með miklu jafnaðar- geði og kvartaði aldrei. Einn vinnufélagi hans vann með hon- um í fimm ár áður en hann áttaði sig á því að Helgi væri eitthvað fatlaður. Þetta lýsir Helga vel. Hann gleymdi yfírleitt að hann gekk ekki heill til skógar og vildi að aðrir gerðu slíkt hið sama. En auðvitað hefur þetta háð honum á ýmsan hátt. Árið 1951 giftist Helgi Hjördísi Sævars Garðarsdóttur loftskeyta- konu, en þau skildu fjórum árum síðar. Árið 1954 kom Helgi í land og vann sem vélsmiður hjá ýms- maí 1990 um fyrirtækjum, Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Vélsmiðjunni Dynjandi, Olíuverslun íslands, Stáliðjunni og við Skipaeftirlit Ragnars Bjarnasonar. Arið 1958 giftist Helgi í annað sinn, um leið og foreldrar mínir, og er til sameiginleg brúðkaups- mynd af þeim Helga og Þor- björgu og Þuríði og Júlíusi. Þor- björg Kjartansdóttir heitir eftir- lifandi kona Helga, ættuð frá Austurey í Laugardal í Árnes- sýslu. Með henni átti Helgi dætur sínar þrjár, fyrst Helgu Björgu, f. 28. sept. 1958, og síðan tvíburana Lilju og Fjólu 11. janúar 1965. Dætur hans voru alla tíð auga- steinar föður síns, líf hans og yndi, og ekki síður barnabörnin, þegar þau fóru að koma. Helgi bjó alla ævi í Reykjavík, síðustu árin í Árbæ og Breiðholti. Hann snéri aftur til sjós árið 1975 og gerðist vélstjóri á skipum Eimskipafélagsins. Hann var enn í fullu starfi þegar kallið kom og var nýkominn úr fysta túrnum eftir stutta sjúkdómslegu. Helgi hafði annars alltaf eitthvað fyrir stafni, bæði í vinnu og frístund- um, var mjög framtakssamur og skipulagði vinnu sína mjög vel. Hann var ákveðinn í lund, en annars einstakt ljúfmenni í um- gengni og skapgóður. Helgi var maður nútíðarinnar og og fram- tíðarinnar, leit ekki mikið til baka yfir farinn veg, heldur horfði fram á við. En við horfum til baka, nú þeg- ar Helgi er genginn á braut, og rifjum upp þær minningar sem við eigum um góðan mann. Sigursveinn D. Kristinsson F. 24. apríl 1911. - D. 2. maí 1990 Fljótlega eftir að ég slasaðist flutti ég frá Akranesi til Reykja- víkur, þá varð ég þeirrar gæfu að- njótandi að kynnast þeim mikla heiðurs- og baráttumanni Sigur- sveini D. Kristinssyni. Ég sat mitt fyrsta Sjálfsbjargar- þing 1974 og þá kynntist ég fund- arstjóranum Sigursveini. f öllu því félagsmálastarfí sem ég hef tekið þátt í hef ég ekki kynnst neinum í líkingu við hann, sér- staklega þegar komið var undir þinglok og mikið af tillögum og ályktunum Iá fyrir hvað hann var þá snögur að greina aðalatriðin frá aukaatriðum, og sameina tvær og jafnvel þrjár í eina með smá orðalagsbreytingum, eða lagfæringum þannig að allir gátu verið sáttir. Á einu þingi særði ég hann óvart, þá hafði ég flutt til- lögu sem ég reyndar man ekki í dag. Sigursveinn lagði til að henni væri vísað frá. Sagði ég þá í hálfkæringi „hún ríður ekki við einteyming íhaldssemi fundar- stjóra“. Ég frétti síðan eftir á að honum hafði sárnað mikið. Ég notaði því fyrsta tækifærið þegar ég vissi af honum á fundi í Sjálfsbjargarhúsinu að fara og biðja hann afsökunar. Þegar ég hitti hann segi ég „Sæll Sigur- sveinn minn“ og hann svarar snöggt „Ég hélt að þú talaðir ekki við íhaldsmenn". Ég baðst afsök- unar á ummælum mínum og síð- an var þetta mál úr sögunni. Þetta er rifjað upp hér því Sigursveinn var svo mikill og sannur sósíalisti að verra var ekki hægt að gera honum en að tengja hann á ein- hvern hátt við íhaldssemi. Best kynntist ég Sigursveini 1978 en þá höfðum við og Magn- ús heitinn Kjartansson haldið nokkra „símafundi" um málefni fatlaðra. Nú var ákveðið að hitt- ast í Stóragerðinu hjá Sigursveini og stilla saman strengina. Þar sat ég sem lærisveinn við fótskör meistaranna því inn í viðræður okkar blönduðust upprifjanir og endurminningar þeirra um verkalýðsbaráttu, sveitastjórnar- og landsmálapólitík og baráttuna gegn hernum sem stóð þeim báð- um hjartanu næst. Ekki gat ég hjá því komist að taka eftir hvað einlægt og ástríkt hjónaband þeirra Ólafar heitinn- ar og Sigursveins var. Síðar bættist í þennan hóp Rafn Bene- diktsson þáverandi formaður Sjálfsbjargar í Reykjavík. Af- rakstur þessara funda var svo hin stórglæsilega jafnréttisganga fatl- aðra haustið 1978. í kröfugöng- unni voru milli 12 og 13 þúsund manns og mér er til efs að önnur eins ganga hafi farið fram á ís- landi. Ég fullyrði að ekkert hefur haft jafnmikil áhrif á framvindu hagsmunamála fatlaðra og þessi ganga. Sú reynsla og skilningur sem ég öðlaðist á fundum með þessum eldhugum nýtist mér ævilangt og fyrir það er ég sér- staklega þakklátur. Mér þykir við hæfi að kveðja Sigursvein vin minn með ljóðinu sem ég veit að honum þótti vænt um og mér finnst lýsa vel lífsskoðunum og að hverju hann vildi stefna í lífinu. Internationalen Fram, þjáðir menn í þúsund löndum, sem þekkið skortsins glímutök! Nú bárur frelsis brotna á ströndum, boða kúgun ragnarök. Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Brœður! Fylkjum liði í dag. Vér bárum fjötra en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. Þó að framtíð sé fallin, grípum geirinn í hönd, því Internatsjónalinn mun tengja strönd við strönd. Ég hef legið á deild A-7 á Borg- arspítalanum, sömu deild og Sig- ursveinn andaðist á síðan 30. apr- íl og verð þar þegar útför hans fer fram. Ég bið því fyrir samúðar- kveðjur til vina og aðstandenda hans. Arnór Pétursson Kveðja fra Lúðrasveit Verkalýðsins Söknuðurinn er sár, og ekkju hans og dætrum er missirinn eif- iður. Helgi var á þeim aldrei þeg- ar menn búa sig undir að njóta lífsins eftir langan starfsdag, stundum kölluð gullnu árin. Ég sendi Þorbjörgu og dætrun- um innilegar samúðarkveðjur. Arni Daníel Júlíusson Matthías Johannessen Samtöl við Tómas og Kjarval Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Vökunótt fuglsins eftir Matthías Johannessen. í bókinni sem var mánaðarbók Bókaklúbbsins AB í mars, segja Tómas Guðmundsson og Jó- hannes Kjarval hug sinn vini sem þeir treysta til að túlka það sem hann sér og heyrir trúverðuglega og með orðalagi sem þessir snill- inga sætta sig við. Fyrri hluti bókarinnar er helg- aður Tómasi og kjarni þess hluta er Svo kvað Tómas - samtalsbók Matthíasar við skáldið, sem kom út 1960. Þessum fyrri hluta fylgir viðauki með tveimur ritgerðum sem Matthías hefur samið um kynni sín af Tómasi. Kjarni síðari hlutans er mjög aukin útgáfa Kjarvalskvers, sem kom út 1968 og aftur 1974. Við- auki fylgir einnig síðari hluta bókarinnar en það eru tvær rit- gerðir sem Matthías ritaði eftir fráfall þessa nána vinar hans. Vökunótt fuglsins er 234 bls. að stærð. Tangósyipa um ástina Út er komið ljóðakver eftir Jón Hall Stefánsson og heitir Tangó. í bókinni eru tuttugu órímuð ljóð um ástina og segir höfundur þau skrifuð undir áhrifum af tónum og orðum tangósins argentínska. Síðasta ljóðið hefst á þessum orð- um hér: Þú gafst mér epli og orð okkar voru fiskar sem syntu milli munna okkar gegnum loftið bitu okkur laust í varirnar en okk- ur var alveg sama... Þetta er þriðja ljóðakver höf- undar en þar fyrir utan stóð hann nýyerið að útgáfu hljóm- plötunnar „Þrettán tímar og fleiri lög“ ásamt hljómsveitinni Lestir frá Reykjavík. I Mánudaginn 14. maí sl. var Sigursveinn D. Kristinsson til moldar borinn frá Langholts- kirkju. Sigursveinn var ásamt Stefáni Ögmundssyni einn helsti forgöngumaður að stofnun Lúðrasveitar verkalýðsins hinn 8. mars 1953 og var stofnfundurinn haldinn að heimili hans við Grett- isgötu. Tengsl Sigursveins við sveitina voru löngum náin, með- an honum entust starfskraftar. Efnt var til tónleika í samstarfi við kóra og fleiri menningaröfl á vegum verkalýðshreyfingar- innar, sem Sigursveinn átti aðild að, og stjórnandi var hann árin 1962-1964. Við tónskóla hans hafa ótal félagar Lúðrasveitar Verkalýðsins menntast á hljóð- færi sín, sem sannar að enn býr sveitin að framtaki hans og eld- móði og megi svo lengi verða. Lúðrasveitin taldi sér sóma að því er hún gerði hann að heiðurs- félaga sínum á fyrra ári og þann 1. maí sl., daginn fyrir dauða Sigur- sveins, kom út fyrsta hljómplatan með leik sveitarinnar, þar sem 1. maí svíta hans er meðal helstu viðfangsefna. Sveitin kveður hann nú með þökk og virðingu og sendir aðstandendum hans ein- lægar samúðarkveðjur. Lúðrasveit Verkalýðsins Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi Baldvin L. Sigurðsson frá Hælavík Bergstaðastræti 43A, Reykjavík lést laugardaginn 12. maí á Vífilsstaðaspítala. Halldóra Guðmundsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.