Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Rannsóknasjóður Dregið úr styrkveit ingum Rannsóknaráð ríkisins kynnti í gær úthlutun styrkja úr Rannsóknasjóði árið 1990. Alls var úthlutað 62 styrkjum að heildarupphæð 104,1 miljón króna sem er fimm miljónum króna lægri upphæð en árið 1989. Það er 23% niðurskurður að raungildi milli ára. í fréttatilkynningu vegna út- hlutunarinnar kemur fram að framlög til Rannsóknasjóðs hafa rýrnað um 40% frá árinu 1985 þegar sjóðurinn var stofnaður. Jón Sigurðsson formaður matsnefndar, sem gerði tillögur um úthlutun styrkja úr Rann- sóknasjóðs, var harðorður í garð stjórnmálamanna á fréttamanna- fundi þar sem úthlutun styrkja var kynnt í gær. Hann sagði m.a. að niðurskurður á framlögum til sjóðsins sýndi að ekki væri nægi- legur pólitískur vilji til að halda uppi rannsóknum og skapa grundvöll fyrir nýsköpun í atvinnulífi sem pólitíkusar væru samt alltaf að tala um. Alls bárust 148 umsóknir að þessu sinni að upphæð samtals 327 miljónum króna. Framlög til Rannsóknasjóðs voru í fjárlögum 1990 ákveðin 95 miljónir króna. En þau voru lækkuð niður í 85 miljónir króna með niðurskurði í fjárlögum í kjölfar kjarasamn- inga. Með því að úthluta 104,1 milj- ón króna er farið 19 miljónum króna fram úr fjárveitingu ársins. Lachmanns verðlaunin Sveinn sæmdur Sveinn Einarsson tók fyrir helgi við Lachmanns viðurkenn- ingunni fyrir störf sín að nor- rænni samvinnu í leiklistar- málum og nema verðlaunin um 400 þúsund krónum. Sveinn Einarsson er annar ís- lendingurinn sem hlýtur þessa viðurkenningu. Árið 1972 hlaut Sigurður Þórarinsson verð- launin. Sveinn Einarsson hefur unnið ötullega að norrænni leiklistar- samvinnu. Hann vann m.a. í Vasanefndinni að skipulagningu norrænna leiklistarnámskeiða og í Gestaleikjanefndinni. Auk þess hefur Sveinn starfað í Norrænu leiklistarnefndinni og haldið fyrirlestra víða á Norðurlöndun- um um íslenska leiklist og leikrit- un- BE Sú upphæð kemur til greiðslu á næsta ári með fjárveitingu þess árs. Með því vill Rannsóknarráð reyna að draga úr áhrifum þessa skyndilega niðurskurðar á rannsóknarstarf í landinu. Þrátt fyrir samdrátt í úthlutun- um sjóðsins er áberandi mikil aukning í styrkjum hans til verk- efna sem lúta að upplýsinga- og tölvutækni í fiskiðnaði. Þau fá að þessu sinni um 22% af úthlutun- inni. Önnur þróunarverkefni í þágu matvælatækni fær um 20%. Ferðamálaráð íslands veitti ný- lega Hjálmari R. Bárðarsyni Fjölmiðlabikarinn fyrir árið 1989 fy rir ötult starf hans við ky nningu lands og þjóðar. Hjálmar hefur gefið út bækur á fjölmörgum tungumálum um þjóðlíf á íslandi og náttúru lands- ins. Sú fyrsta, lsland farsælda Fiskeldi nýtur líka áfram veru- legs stuðnings, um fjórðungs út- hlutunarinnar. Mikill niður- skurður er hins vegar á styrkjum til Líefna og líftækni sem nú fær einungis rúm sextán prósent af ráðstöfunarfé sjóðsins saman- borið við um 38 prósent árið 1987. Langhæsti styrkur vegna eins- taks verkefnis rennur til þróunar á tölvumyndagreiningu eða tölvusjónar til að flokka og gæða- meta ferskfisk og saltfisk í frón, kom út árið 1953 og á síð- asta ári kom út ritið Hvítá. Alls eru bækur Hjálmars sex talsins og hefur höfundur gefið þær allar út sjálfur. Bækurnar prýða Ijós- myndir Hjálmars en hann fékk snemma mikinn áhuga á ljós- myndun. Steingrímur J. Sigfússon, sam- vinnslurásum. Átta miljóna króna styrkur er veittur til þessa verkefnis sem er samvinnuverk- efni Marels hf. og Upplýsinga- og merkjafræðistofu Háskólans. Miklar vonir eru bundnar við það og verða frumgerðir tækja reyndar á næstunni. Sölusamtök fiskiðnaðarins, Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna, og Sjávaraf- urðardeildir Sambandsins hafa lagt fram styrki til þessa verkefnis á móti Rannsóknaráði og er reiknað með að svo verði áfram. -rb göngumálaráðherra, afhenti Hjálmari bikarinn, en þetta er í sjöunda skipti sem fjölmiðlabik- arinn er veittur. Meðal þeirra sem áður hafa hlotið þessa viður- kenningu er Magnús Magnússon, Ríkisútvarpið og Örlygur Hálf- dánarson. BE Johnny Cash, „The man in Black". Tónlist Johnny Cash til íslands Hinn ókrýndi konungur bandarískrar sveitasælutónlistar, Johnny Cash, er væntanlegur til Islands og mun halda tvenna tón- leika í Laugardalshöll 7. og 8. júní. í för með honum eru 14 manns, þar á meðal eiginkona hans og dætur og koma þær fram á tónleikunum. Johnny Cash sló fyrst í gegn með laginu „I walk the line“ árið 1955 og á því 35 ára starfsafmæli um þessar mundir. í tilefni þess- ara tímamóta hefur Johnny Cash verið á hljómleikaferðalagi um heimsbyggðina og staldrar hér við á leið sinni frá meginlandi Evrópu til Bandaríkjanna. Það eru Körfuknattleikssam- band íslands og SÁÁ sem standa að tónleikunum og verður sér- staklega vandað til aðstöðu fyrir tónleikagesti í Laugardalshöll, m.a. verða öll sæti númeruð. -Sáf Bröste Bjartsýni verðlaunuð Glerlistamanninum Leifi Breiðfjörð verða veitt Bjartsýnisverðlaun Bröste þegar þau verða afhent í tíunda sinn þann 4. júní næstkomandi. Leifur Breiðfjörð er forvígis- maður á sviði steinglerlistarinnar hér á landi, segir í greingerð dómnefndar, hugmyndaríkur og afkastamikill. Leifur stundaði nám í Myndlistar- og handíðaskóla ís- lands á árunum 1962-1966. Eftir það sótti hann frarnhaldsnám í steinglerlist í Edinborg. Verk hans hanga víða m.a. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Formaður dómnefndar bjart- sýnisverðlaunanna er Gunnar J. Friðriksson og verndari þeirra er frú Vigdís Finnbogadóttir. Steingrímur J. Sigfússon, samgöngumálaráðherra, afhendir Hjálmari R. Bárðarsyni fjölmiðlabikarinn. Mynd: Kristinn. Ferðamálráð Islands Landkynningarfrömuður heiðraður Hjálmar R. Bárðarson hlaut Fjölmiðlabikar Ferðamálaráðs íslands Álfur byggir upp land og lýð Landgræðslan og SÁÁ standa fyrir tvöföldu átaki við að byggja upp land og lýð helgina 19. og 20. maí. Þá verður álfur, sem er lítill gulur karl með litskrúðugan hatt boðinn til sölu til að styðja mikil- vægt uppbyggingarstarf SÁÁ, forvarnir meðal ungs fólks og landsbyggðarþjónustu samtak- anna. I hatti Alfs leynast birki- og lúpínufræ, sem fólk er hvatt til að sá á stöðum, þar sem uppgræðslu er þörf. Þannig slær Álfur tvær flugur í einu höggi. Álfur kostar 300 krónur og verður boðinn til sölu á fjölförnum stöðum og í heimahúsum um næstu helgi Ferðaþjónusta utan háannatíma Ferðamálaráð fslands heldur al- mennan fund í Viðey í dag. Efni fundarins er Ferðaþjónusta utan háannatíma. Á fundinum verða kynntar niðurstöður könnunar, sem ráðið hefur látið gera nú í vor meðal erlendra ferðamanna. Flutt verða stutt erindi um málið af þeim Dieter Wendler Jóhann- son, forstöðumanni Ferðamálar- áðs í Frankfurt, Ingjaldi Hanni- balssyni, forstjóra útflutnings- ráðs, Júlíusi Hafstein formanni ferðamálanefndar Reykjavíkur og Orra Vigfússyni forstjóra. Síð- an verður almenn umræða. Fyrirlestur um Þorleif Repp Dr. Andrew Wawn, lektor við enskudeild University of Leeds flytur opinberan fyrirlestur í boði Stofnunar Sigurðar Nordals, í dag kl. 17.15 í stofu 101 í Odda, hugvísindahúsi Háskólans. Fyrir- lesturinn nefnist „The silk-clad skald: Þorleifur Repp, Færeyinga saga and Nineteenth-Century Britain" og verður fluttur á ensku. Dr. Wawn er hér á landi að vinna að ritgerð um 19. aldar fræðimanninn Þorleif Guð- mundsson Repp og störf hans á Bretlandseyjum og mun hún birt- ast í ritröðinni Studia Islandica. Áður hefur dr. Wawn birt margar greinar um bókmennta- og menningartengsl milli íslands og Bretlands á síðustu öldum. Vortónleikar í Garðabæ Vortónleikar kórs Fjölbrautar- skóla Garðabæjar verða haldnir í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá eru m.a. íslensk lög og lög frá Norðurlöndunum. Stjórnandi kórsins er Hildigunn- ur Rúnarsdóttir. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Foreldrafélag misþroska barna Þriðja starfsári Foreldrafélags misþroska barna er að ljúka og verður síðasti fundur vetrarins haldinn annað kvöld, miðviku- daginn 16. maí kl. 20.30, í Æf- ingadeild Kennaraháskólans á mótum Bólstaðarhlíðar og Há- teigsvegar. Fundarefnið verður: Réttindi barna til aðstoðar í skólakerfinu og hjá Tryggingast- ofnun. Arthur Mortens verður gestur ásamt Þór Þórarinssyni frá Svæðisstjórn Reykjavíkur. Fram og KA í Meistarakeppni KSÍ Árlegur leikur íslandsmeistara og Bikarmeistara síðasta árs í knattspyrnu fer fram á gervi- grasinu í Laugardal í kvöld kl. 20. Að þessu sinni eru það íslands- meistararnir KA frá Akureyri og Bikarmeistararnir Fram úr Reykjavík, sem leiða saman hesta sína. Gestafundur í Kópavogi Kvenfélag Kópavogs stendur fyrir gestafundi fimmtudaginn 17.5. kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs. Skemmtiatriði og kaffiveitingar. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. mal 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.