Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 15
KVIKMYNDIR Miðaldra kona fór til Grikklands Þetta á reyndar ekki að vera neinn kvikmyndadómur. Aðeins nokkrir punktar í tilefni þess að Háskólabíó er að sýna mynd eft- ir Lewis Gilbert sem byggir á stórfrægu eintali eftir Willy Russel, Shirley Valentine. En Margrét Helga Jóhannsdóttir er þessa stundina að flytja það verk í Borgarleikhúsinu við góðar undirtektir. Fyrst gætu menn spurt: Hverju glatar einnar persónu leikrit við að láta breyta sér í kvikmynd? Þessi bíógestur hér getur ekki fullyrt neitt, hann á eftir að sjá Sigrúnu Ástrós í Borgarleikhúsi. En hvað um það, myndin er skemmtileg og Joan Collins útsmogin leikkona og áhorfandinn er því sáttur við sinn hlut og vel það. Það er, eins og margir sjálf- sagt vita, sagt frá konu um fer- tugt, sem situr á eintali við sjálfa sig i eldhúsinu: bömin farin að heiman, hjónabandið löngu orð- ið að sjálfvirkri leiðindarútínu. Upp er komin sú sígilda spum- ing fólks á miðjum aldri: Hefur lífið smogið úr greipum mér? Er eitthvað eftir? Shirley Valentine tekur tilboði vinkonu sinnar, fer með henni til Grikkiands, lendir í ástarævintýri með Kostas á næsta bar, uppgötvar einhvem lífsþorsta í sér sem fær hana til að neita að snúa aftur heim. Öllu lýkur í spum: hún er ekki tekin saman við Kostas sem reynist eins og hver annar sólarstranda- flagari, og við vitum ekki hvem- ig karli hennar gengur það erindi að sækja hana til Grikklands. Og nú er að koma að þessum litlu vangaveltum hér: Hugsum okkur sögu af svona Shirley, hvemig hún hefði verið afgreidd á mismunandi tímum. Fyrir svosem tuttugu- þrjátíu ámm, þá hefði ferðalag miðaldra konu til Grikklands að líkindum endað á því, að bæði hún og karl hennar hefðu áttað sig betur á sjálfum sér og tekið saman aftur betri manneskjur. Happy end semsagt. Fyrir tíu- tuttugu ámm er eins Iíklegt að aðaláherslan í slíkri mynd hefði verið flutt yfir á ástarævintýrið gríska; nýtt líf samasem ný ást, nýtt fömneyti. En nú em tímar sjálfshygðarinnar miklu. Ekki á neina aðra að treysta. Hver manneskja höfundur síns lífs og ekki frjáls fyrr en hún hefúr sem minnst til annarra að sækja. Og mundu margir segja, að hvað sem öðm líður sé hér sú framför sýnileg, að fram kemur hneigð til að skera niður sjálfs- blekkinguna, lífslygina. Nokkuð til í því. Þó fer aldrei hjá þvi, að þeir sem vilja koma fram boð- skap í kvikmynd, þeir gera sig seka um eitthvert svindl. Til dæmis hér: höfundar myndar- innar em svo ákafir í því að sýna að Shirley Valentine sé orðin sjálfstæð manneskja, að þegar hún hættir við að fljúga heim og snýr aftur til þorpsins gríska og heyrir vin sinn Kostas fá nýja konu til við sig með sömu orðum og hana sjálfa — þá er henni al- veg sama. Hún ætlar bara að vinna hjá Kostasi. Og það vantar eitthvað á að við trúum þessu. áb FRÁ LESENDUM Sameinumst við kjörborðið 26. maf Eins og allir vita gengur Al- þýðubandalagið hér í Reykjavík kíofið til borgarstjómarkosning- anna. Félagið hér í Reykjavík á- kvað að bjóða fram i nafni flokksins, G-listann, eins og venjulega. En félagar í Birtingu . ákváðu að bjóða fram með Ai- þýðuflokki og fleimm, H-lista Nú vitum við að félagar í Birtingu em fyrst og fremst stuðningsmenn Ólafs Ragnars, formanns ABL. Opinberlega segist Ólafúr ekki vilja gera upp á milli flokksfélaga af þeirri ein- földu ástæðu að hann vilji forð- ast klofning í flokknum. En þrátt fyrir þessa yfirlýsingu hefúr hann þó tekið afstöðu með H- listanum þegar hann í viðtali við ríkisútvarpið notaði tækifærið til að hallmæla Siguijóni Péturs- syni á sama tíma og hann hafði í frammi hrósyrði um þá sem nú em á H-Iista. Mér persónulega finnst að formaður í einum stjómmálaflokki verði að hafa þann kjark til að bera að taka tví- mælalausa afstöðu á annan hvom veginn, þegar heill flokks- ins er í veði. Úr því formaðurinn segist ekki vera reiðubúinn til að taka afstöðu í þessu máli, þá er það verk kjósenda Alþýðu- bandalagsins að kveða upp úr með það, hvom hópinn þeir kjósi að styðja. Persónulega kýs ég G- listann, með því tek ég afstöðu gegn því fólki í Abl. sem segist vilja sameina alla jafnaðar- og félagshyggjumenn, en kýs þó að kljúfa. Eg hefi ekki trú á að það greiði fyrir sameiningu þessara hópa að tvístra þeim, minningur hvemig fór fyrir SFV sem þó hafði á sinni stefnuskrá að sam- eina alla jafnaðarmenn í einum flokki. Sameining þessara flokka verður að koma að neðan, frá fólkinu sjálfu. Fundahöld á rauðu ljósi um landið hafa ekkert með sameiningu að gera. Við kjörborðið getur fólk gefið forystumönnum sínum vís- bendingu um hvað það vill. Kjósum gegn klofningslið- inu. Kjósum G-Iistann. Óskar L. Arnfinnsson í DAG þlÓÐVILIINN FYRIR50 ÁRUM Þýzki herinn heldur áffam ægilegri sókn í Hollandi og Belgíu. Bretar gera víðtækar ráðstafanir af ótta við þýzka innrás í Englandi. Hollenzka stjómin flúin til London. Þýzki herinn ræðst inn í Frakkland úr Suður-Belgíu. Churchill myndar stjóm í Bretlandi með þátttöku þriggja stærstu þingflokkanna. 15. maí þriðjudagur. Hallvarðsmessa. 135. dagur ársins. Sólarupp- rás í Reykjavík kl. 4.14 - sól- ariag kl. 22.37. Viðburðir GrímurThomsen skáld fæddurárið 1820. Landhelgi íslands 4 mílur árið 1952. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búða vikuna 27. april til 3. maí er í Breiö- holts Apóteki og Apóteki Austurbæjar. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fri-dögum). Siöamefnda apó- tekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliöa hinu fyrmefrida. LÖGGAN Reykjavlk.... Kópavogur..... Seltjamames. Hafnarflörður. Garðabær..... ..«1 11 66 .tt 4 12 00 ,tt 1 84 55 .tt 5 11 66 .tt 511 66 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík...................tt 1 11 00 Kópavogur...................«> 1 11 00 Seltjamames.................tt 1 11 00 Hafnarfjörður...............tt 5 11 00 Garöabær....................tt 5 11 00 LÆKNAR Læknavakt fyrír Reykjavík, Seltjamar- nes og Kópavog er ( Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðlegg- ingar og timapantanir I ” 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in eropin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn, tt 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, tt 53722. Næturvakt lækna, tt 51100. Garðabær: Heilsugæslan Garöaflöt t» 656066, upplýsingar um vaktlækna, TT 51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni, tt 23222, hjá slökkviliðinu, tt 22222, hjá Akureyrar Apóteki, tt 22445. Farsimi vaktlæknis 985-23221. Kefiavik: Dagvakt, upplýsingar i tt 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, tt 11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar: Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspítalans: Alla dagakl._ 15 til 16, feðratimi kl. 19:30 til 20:30. Öldmnariækningadeild Land- spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stööin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annana en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. SL Jósefs- spitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fýrir unglinga, Tjamargötu 35, t> 622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svaraö er I upplýsinga- og ráögjafarsima félags lesbia og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Simsvari á öðrum tímum. tt 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf (sálffæðilegum efnum, tt 687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt I sima 11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Alandi 13: Opiö virka daga frá kl. 8 til 17, tt 688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra i Skógarhlið 8 á fimmtudögum Id. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i tt 91-2240 og þar er svarað alla virka daga. Upplýsingar um eyðni: tt 622280, beint samband við lækni/hjúkmnarfræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars sim- svari. Samtök um kvennaathvarf: tt 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið fyrir nauögun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvaipa, Vesturgötu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtu- daga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, tt 21500, simsvari. Sjálfshjálparhópar þeina sem orðið hafa fýrir sifjaspellum: tt 21500, simsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: tt 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3, TT 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt raffrragns- og hitaveitu: tt 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I tt 686230. Rafveita Hafnarfjaröar: BilanavakL ti 652936. GENGIÐ 14. maí1990 Sala Bandarikjadollar............59,75000 Steriingspund...............100,41900 Kanadadollar................50,78800 Dönsk króna................ 9,53330 Norsk króna...................9,33890 Sænsk króna...................9,93350 Finnskt mcrk.................15,34020 Franskur franki..............10,78570 Belgiskur franki..............1,75850 Svissneskur franki...........42,63140 Hollenskt gyllini............32,35240 Vesturþýskt mark.............36,35870 Itölsk líra...................0,04943 Austum'skur sch...............5,16760 Portúgalskurescudo........... 0,41020 Spánskur peseti..............0,57930 Japanskt jen..................0,38990 Irskt pund...................97,40700 KROSSGÁTA Lárétt: 1 brún 4 auö- velt 6 árstíð 7 glati 9góö 12slæmir 14 eldsneyti 15 beita 16auðan 19 kvabb 20 elska 21 blómi Lóðrétt: 2 spil 3 sæði 4 ósoðni 5 sjó 7 tólinu 8 sveinn 10 nábúa 11 toppar 13 greinar 17 vitlausa 18 fjármuni Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 þras 4 álft 6 kát 7 örva 9 tals 12ormur 14 ull 15kál 16dugga 19 laun 20 æðin 21 gassi Lóðrétt: 2 rýr 3 skar 4 áttu 5 fól 7 ötulli 8 voldug 10 arkaöi 11 sálina 13 mág 17 una 18 gæs Þriðjudagur 15. maí 1990 ÞJÓÐVIUINN — S(ÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.