Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 7
X-ÓLAFSFJÖRÐUR H-listinn 1. Björn Valur Gíslason sjó- maður, 2. Jónína Oskarsdóttir hús- móðir, 3. Guðbjöm Amgrímsson húsvörður, 4. Þuríður Astvalds- dóttir kennari, 5. Þórhildur Þor- steinsdóttir versíunareigandi, 6. Sigríður Rut Pálsdóttir verkakona, 7. Jón Ami Konráðsson lögreglu- maður, 8. Sigurbjörg Ingvadóttir kennari, 9. Helga Jónsdóttir skrif- stofumaður, 10. Ríkharður Sig- urðsson bifreiðarstjóri, 11. Rög- valdur Ingólfsson framkvæmda- stjóri, 12. Agúst Sigurlaugsson skrifstofumaður, 13. Bjöm Þór O- lafsson kennari, 14. Armann Þórð- arson útibússtjóri. n'WÉWI Ill""~l'-Illl Ólafsfirðingar eiga sér hefð fyrir samfylkingu vinstri manna I baejarmálum. Þeir sameinuðust árið 1974, náðu þá meirihluta og héldu honum til 1986. Mynd gg. Olafsfjarðarframboðin Löng hefð fyrir samfylkingu r Tveir listar í boði á Olafsfirði allt frá 1974. Samfylking vinstri manna hefur reynst vel. Sjálfstæðisflokkurinn náði sjö atkvœða meirihluta síðast AÓlafsfirði er löng hefð fyrir samfylkingu vinstri manna gegn Sjálfstæðisflokknum og það sem meira er: félags- hyggjufólk þar í bæ hefur haft meirihluta í bæjarstjórn lengst af síðan samfylking var fyrst reynd. Síðustu fjögur árin hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn þó haft meirihluta í bæjarstjórn. Allt síðan 1974 hafa Ólafs- firðingar valið á milli aðeins tveggja framboðslista, D-lista Sjálfstæðisflokksins og H-lista vinstri manna. A-flokkamir, Framsóknarflokkurinn og fólk utan flokka mynduðu H-lista vinstri manna og náðu meirihluta árið 1974 eftir margra ára yfir- burði Sjálfstæðisflokksins í bæn- um. Arið 1978 fengu vinstri menn fimm af sjö bæjarfulltrúum og í kosningunum 1982 hélt meiri- hluti vinstri manna velli með fjóra bæjarfúlltrúa á móti þremur bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins. Naumur meirihluti D-listans I síðustu kosningum snerist dæmið hins vegar við. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk 359 atkvæði og fjóra bæjarfulltrúa, en vinstri menn fengu 352 atkvæði og þrjá bæjarfúlltrúa. Meirihluti Sjálf- stæðisflokksins byggist því á að- eins sjö atkvæðum, en til saman- burðar má geta þess að vinstri menn fengu 53 atkvæðum meira en Sjálfstæðisflokkurinn í kosn- ingunum 1982 og þar áður var munurinn hátt í 200 atkvæði. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið á D-listanum síðan í síðustu kosningum. Bima Frið- geirsdóttir, forseti bæjarstjómar, skipar nú heiðurssæti D-listans, en Óskar Þór Sigurbjömsson er efstur á listanum. Hann skipaði þriðja sæti listans síðast. Sigurður Bjömsson lögreglumaður og bæj- arfúlltrúi er enn í öðm sætinu, en Guðrún Jónsdóttir skipar þriðja sætið. Anna María Elíasdóttir og Anna María Sigurgeirsdóttir em í íjórða og fimmta sætinu. Forval hjá H-lista H-listinn hefúr einnig fengið nýjan oddvita síðan siðast. Bjöm Valur Gíslason sjómaður og bæj- arfulltrúi var í öðm sæti listans 1986, en hann er nú oddviti H- Við stefnum auðvitað að því að endurheimta meirihlut- ann í bæjarstjórn. Við finnum ekki fyrir hægrisveiflu hér, seg- ir Björn Valur Gíslason, sjó- maður, bæjarfulltrúi og oddviti vinstri manna á Ólafsfirði, í samtali við Þjóðviljann. Bjöm Valur er að ljúka sínu fyrsta kjörtímabili í bæjarstjóm. Hann tók þátt í forvali ásamt 13 öðmm og hlaut atkvæði nær allra þeirra 105 sem greiddu atkvæði. „Forval sem þetta er nýjung á Ólafsfirði og mæltist greinilega vel fýrir. Það hefur orðið mikil endumýjun á H-listanum bæði nú og síðast og í því felst styrkur okkar meðal annars. Við emm með nýtt fólk og því íylgja nýjar hugmyndir,” segir Bjöm Valur í samtali við Þjóðviljann. Ófriðarblikur á lofti Atvinnumálin brenna á Ólafs- firðingum, enda hefúr atvinna verið mjög stopul þar undanfarin ár. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar varð að hætta starfsemi um tíma vegna rekstrarerfiðleika, en það er nú komið i gang á ný og at- vinna hefúr verið nokkuð stöðug listans í stað Ármanns Þórðar- sonar útibússtjóra og bæjarfúll- trúa. Armann skipar heiðurssæti listans. Nýtt fólk er einnig að finna í næstu þremur sætum. Jónína Óskarsdóttir húsmóðir skipar síðasta árið eða svo. Hins vegar em ófriðarblikur á lofti að sögn Bjöms Vals. „Afli sem hér kemur á land er of lítill, en auk þess gengur rekst- ur togarans Ólafs Bekks erfið- lega. Utgerðin er mjög skuldum vafin og það er nauðsynlegt að leita leiða til lausnar á þeim vanda. Það og áframhaldandi uppbygging hafnarinnar em brýn- ustu verkefni nýrrar bæjarstjóm- ar. Ef togarinn fer, missir fólkið vinnuna. En ég er smeykur um að vandi Ólafs Bekks verði ekki leystur nema með opinberri að- stoð.” Þátttaka f atvinnulífi „Við emm þeirrar skoðunar að bæjaryfirvöld bæði geti og eigi að beita sér í atvinnumálum. Þeg- ar við vorum síðast í meirihluta byggðum við t.d. iðngarða sem nú em í notkun. Sjálfstæðismenn hafa verið á móti þátttöku opin- berra aðila í atvinnulífi, en hafa orðið að beygja sig í þeim efnum. Það var áberandi þegar Sjálf- stæðisflokkurinn náði meirihluta í bæjarstjóm að hann hengdi sig í stefnu flokksins í landsmálum. annað sætið, Guðbjöm Amgríms- son húsvörður það þriðja og Þur- íður Ástvaldsdóttir kennari er í Qórða sætinu, baráttusæti H-list- ans. Þessi úrslit vora fengin í for- vali þar sem rúmlega hundrað Félagsleg verkefhi hafa ekki verið ofarlega á verkefnalista þessa meirihluta, en þeir hafa að hluta verið neyddir til að horfast í augu við að stefna flokksins í lands- málum á ekki við 1200 manna bæjarfélag eins og Ólafsfjörð,” segir Bjöm Valur. Uppgangur í tíð H-Iista Hann segir að þegar H-listinn fór með meirihlutavald hafi verið uppgangur í bænum og félagsleg verkefni í hávegum höfð. Byggð- ur var leikskóli, hafist var handa við byggingu heilsugæslustöðvar og þjónusta við aldraða efld. „Það er mikill munur á áhersl- um þessara tveggja framboða í mörgum málum. Ef við endur- heimtum meirihlutann munum við áfram leggja áherslu á upp- byggingu atvinnulífs og félags- manns tóku þátt. Bjöm Valur fékk langflest atkvæðí í fyrsta sætið og lætur nærri að hver ein- asti þátttakandi í forvali hafi greitt honum atkvæði sitt. legrar þjónustu. Við leggjum mikla áherslu á að bæta sambandið milli bæjaryf- irvalda og almennra bæjarbúa með því að veita bæjarbúum greiðari aðgang að stofhunum og embættismönnum bæjarins. Á þetta hefúr mjög skort hér í bæn- um á undanfömum ámm. Auk þess viljum við hverfa frá þeirri stefhu Sjálfstæðisflokksins að spenna bogann of hátt í álögum á bæjarbúa. Okkur veitir ekki af tekjustofnum okkar, en álögur verða að vera í takt við það sem bæjarbúar og fyrirtæki ráða við hveiju sinni. Sjálfstæðismenn hafa hækkað ýmis gjöld vemlega, t.d. leik- skólagjaldið og hitaveitu. Hækk- anir á þessu ári em t.d. algjörlega í blóra við gerða kjarasamninga,” segir Bjöm Valur Gíslason. -gg -gg H-listinn Endurheimtum meirihlutann Björn Valur Gíslason: Mikil endurnýjun á H- listanum. Töluverður munur á áherslum fram- boðanna tveggja Við finnum ekki fyrir haegrisveiflu hér, segir Bjöm Valur Gislason. Á myndinni eru fjórmenningamir sem H-listinn þarf að koma inn ( bæjarstjóm til þess að hnekkja meirihlutanum, talið frá vinstri: Jónlna Óskarsdóttir, Bjöm Valur, Þur- iður Ástvaldsdóttir og Guðbjöm Amgrimsson. Mynd gg. Þriðjudagur 15. maí 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.