Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 11
X-BOLUNGAVIK Jón Guðbjartsson bifvélavirki Stefnum að meirihluta Kjósendur hafa í raun um tvo póla að velja í komandi kosningum: F-listafélagshyggjufólks eða D-lista Sjálfstœðismanna Astæða þess að við bjóðum fram undir merkjum F- listans, Samstöðu um bæjarmá), er til að ná sem vfðtækastri sam- stöðu ailra þeirra sem kenna sig við félagshyggju í þeim tilgangi að ná meirihluta í bæjarstjórn Bol- ungarvíkur í komandi bæjar- og sveitarstjórnarkosningum. í raun og veru stendur valið hjá kjósend- um í Víkinni um tvo póla þó svo að framboðin séu þrjú. Annars vegar um F-Iistann, lista félags- hyggjufólks og D-listann, lista flialdsins. Félagshyggjufólk hefur verið sett til hliðar í allri ákvarð- anatöku um málefni bæjarins í átta ár samfellt og því brýnt að þar verði breyting á, segir Jón Guðbjartsson bæjarfulltrúi Oháðra og sem skipar annað sæti á framboðslista Samstöðu í Bol- ungarvík. Fátt sem ég geri ekki Jón Guðbjartsson er fæddur á ísafirði í lok seinna stríðs en hef- ur búið og starfað í Bolungarvík í tæpan aldarfjórðung eða um 25 ára skeið. Jón er menntaður bif- vélavirki og hefur rekið bifreiða- verkstæðið Nonna í rúman ára- tug. Þar vinna að jafnaði 4-6 manns. Eins og áður segir er Jón bæjarfulltrúi fyrir Óháða sem fengu einn fulltrúa kjörinn við síðustu bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar. Sjálfur lýsir Jón sér á þann hátt að hann sé einn af þeim sem kunni best við sig þar sem nóg er að gera og meðal annars af þeim sökum hefur hann skotið rótum í Bolungarvík. Þar hefur hann komið víða við í störfum að fél- agsmálum og er til að mynda for- maður slysavamadeildarinnar Hjálpar í Bolungarvík en að björgunar- og öryggismálum, hefur Jón starfað í tvo áratugi. Þá gengdi Jón stöðu slökkviliðs- stjóra í Víkinni þar til nú nýlega er hann lét af þeim starfa. Að auki hefur hann starfað með Leikfélagi staðarins til viðbótar við önnur félagsmálastörf. Fyrir utan sína hefðbundnu vinnu starfar Jón einnig við köfun eða eins og hann segir sjálfur: Það er ansi fátt sem ég geri ekki og kann vel við það.“ Stóraukin skuldasöfnun Helsta baráttumál Jóns í kosn- ingabaráttunni sem og þeirra sem standa að Samstöðu er að styrkja og efla atvinnulífið í Bolungarvík auk þess að koma lagi á fjármál Jón Guðbjartsson bifvélavirki skipar annað sæti á lista Samstöðu. bæjarins. En raunskuldir bæjar- sjóðs hafa vaxið til muna á ör- fáum árum. Sem dæmi um það þá hafa skuldir bæjarsjóðs aukist á tveimur árum, frá árslokum 1987 til loka síðasta árs um 535%, hvorki meira né minna. Umfram skatttekjur bæjarsjóðs hafa skuldir hans hækkað um 330% þ.e.a.s. raunhækkun skulda. Að öllu óbreyttu stefnir í áframhald- andi skuldasöfnun hjá bæjarsjóði Bolungavík Samstaða gegn íhaldi Forvígismenn núverandi bæjarstjórnarmeirihluta hafa dregið sig íhlé að undanskildum Ólafi Kristjánssyni bœjarstjóra. Gífurleg óánœgja meðal sjálfstœðismanna ogstóð til að þeir byðufram klofið að hœtti félaga þeirra á ísafirði Pað sem einkum vekur athygli við framboðsmál í Bolungar- vík við komandi kosningar er sú staðreynd að framboðin eru að- eins þrjú en voru fimm áður. Það helgast af því að undir merkjum Samstöðu F-listans bjóða félags- hyggjuöflin fram sameiginlega en buðu síðast fram undir merkjum G-lista Alþýðubandalags og H- lista Óháðra. Þá er það einnig athyglisvert að forvígismenn núverandi meiri- hluta í bæjarstjórn, þeir Valdim- ar L. Gíslason, Alþýðuflokki, Einar Jónatansson forseti bæjar- stjórnar og Björgvin Bjarnason bæjarráðsmaður, báðir úr Sjálf- stæðisflokki hafa dregið sig í hlé. Að vísu er Einar í 14. og síðasta sæti D-listans svona eins og fyrir siðasakir. Enda virðist sem geysi- leg ólga sé meðal sjálfstæðis- manna í Víkinni sem sést best á því að fyrir stuttu síðan lá við að óánægðir sjálfstæðismenn byðu fram klofið eins og félagar þeirra á ísafirði. Oddviti íhaldsins í Vfkinni virðist vera Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri sem skipar efsta sæti á framboðslista þeirra og er hann einn fárra sem býður sig jafn- framt fram sem pólitískur bæjar- stjóri næsta kjörtímabil. Hann er líka sá eini af þeim þremur bæjar- fulltrúum íhaldsins sem kjörnir voru í síðustu kosningum sem er í öruggu sæti á framboðslista þess. Alþýðuflokkurinn býður að þessu sinni ekki fram undir eigin nafni heldur er A-listinn borinn Ólafur Kristjánsson og oddviti D-lista. bæjarstjóri fram af jafnaðarmönnum og frjálslyndum. Forystumaður list- ans og arftaki Valdimars Gísla- sonar er Ólafur Þór Benedikts- son. Úrslit 1986 Sigurvegari í kosningunum 1986 var tvímælalaust G-listi AI- þýðubandalagsins sem fékk 217 atkvæði og 2 fulltrúa í stað 85 at- kvæða og eins fulltrúa í kosning- unum 1982. Oddviti G-listans, Kristinn H. Gunnarsson leiðir nú lista Samstöðu og Þóra Vagns- dóttir sem skipaði annað sæti á þeim lista 1986 hefur dregið sig í hlé og skipar 13. sæti á F-lista. Óháðir fengu í síðustu kosn- ingum 107 atkvæði og einn mann kjörinn. Þeir bjóða nú fram undir merkjum Samstöðu F-listans og Ólafur Þór Benediktsson efsti maður á A-lista sem er boðinn fram af jafnaðarmönnum og frjálslyndum. skipar Jón Guðbjartsson bæjar- fulltrúi þeirra þar annað sætið. í kosningunum 1982 buðu jafnað- armenn og óháðir fram saman og fengu þá 156 atkvæði og 2 menn kjörna. Sjálfstæðisflokkur fékk 224 at- kvæði og 3 menn kjöma í síðustu kosningum en fengu 4 menn kjörna og 282 atkvæði í kosning- unum 1982. Alþýðuflokkurinn fékk í kosningunum 1986 95 at- kvæði og einn mann kjörinn en bauð fram sameiginlega með Óháðum 1982. Framsóknar- flokkurinn fékk aðeins 50 at- kvæði í síðustu kosningum og engan mann kjörinn en 119 at- kvæði og 2 menn kjörna í kosn- ingunum 1982. Þeir bjóða ekki fram sérstakan lista að þessu sinni. -grh og í dag er hún orðin svipuð og hjá bæjarsjóði ísafjarðar en veltuhlutfallið þó sýnu lakara hjá bæjarsjóði Bolungarvíkur en ísa- fjarðar. „Þessu ætlum við að breyta til betri vegar og snúa vöm í sókn fáum við til þess nægilegan stuðning frá kjósendum,“ segir Jón Guðbjartsson. Styrkja og efla atvinnulífið Staða atvinnumála í Víkinni er Jóni ofarlega í huga og í þeim efnum þarf að taka til hendinni ef ekki á illa að fara fyrir stað eins og Bolungarvík sem byggir afkomu sína svo til eingöngu á fiskveiðum og vinnslu. Niðurskurður á kvóta og samdráttur í sjávarútveginum hefur ekki farið framhjá Bolvík- ingum fremur en öðmm sjávarút- vegsstöðum og til að snúa vöm í sókn telur Jón að þurfi að efla og styrkja atvinnulífið og skjóta undir það styrkari stoðum en ver- ið hefur. Jón telur brýnt að auka útgerð frá Víkinni með því að kaupa þangað bæði skip og kvóta í því markmiði að unnt verði að fjölga störfum í sjávarútvegi. Við það mun störfum einnig fjölga í ýmsum þjónustugreinum sem tengdar eru veiðum og vinnslu. „Eini vaxtarmöguleikinn í at- vinnulífinu hér er í sjávarútvegi og í þeim efnum búum við afar vel frá náttúmnnar hendi. Eins og málum er háttað nú hljótum við að krefjast þess að fá að njóta þeirrar nálægðar okkar við ein gjöfulustu fiskimið landsins sem við gerum ekki í dag í núverandi kvótakerfi,“ segir Jón. Skipulagsmál í ólestri Á yfirstandandi kjörtímabili hefur meirihlutinn í bæjarstjórn Bolungarvíkur trassað raunar allt sem viðkemur skipulagsmálum í bænum og skiptir þá engu hvort um er að ræða aðalskipulag eða deiliskipulag sem komið hefur niður á úthlutun lóða. Þá hefur hafnarsvæðið ekki verið skipu- lagt sem er mjög til baga fyrir alla framtíðarskipan á því svæði. Þessu vill Jón breyta enda ekki vanþörf á eins og í pottinn er búið. Umhverfismál á oddinn Til þessa hafa Bolvíkingar urð- að það sorp sem ekki hefur verið brennt í sameiginlegri sporp- brennslustöð þeirra og ísfirðinga Mynd: grh við Skarfasker, í landi sem er á bak við Hólinn, kirkjustæði þeirra Bolvíkinga. Jón telur það vera mjög til vansa fyrir bæinn og íbúa hans að þar skuli vera urðað sorp og auk þess hafa Hnífsdæ- lingar kvartað mikið undan mengun frá sorpbrennslustöð- inni. Jón segir að í þessum málum þurfi að gera verulega bragarbót á um leið og hugað er að upp- græðslu og fegrun bæjarins sem og opnum grænum svæðum. Jafnframt þurfi að gera átak í við- haldi gatnakerfsins eftir harðan og langan vetur. Lýðræðislegra stjórnkerfi Jón segir að núverandi bæjar- stjórnarmeirirhluti hafi í raun stjórnað bænum í krafti fámenn- isvalds og haldið upplýsingum um gang mála frá bæjarbúum. Þessu ætlar Samstaða að breyta til betri vegar fái hún til þess nægilegan stuðning. Jón segir að í þessum málum sé brýnt að auka upplýsingastreymi til bæjarbúa og gefa þeim jafnframt kost á að fá að tjá sig um þau málefni sem brenna á þeim og hæst bera hverju sinni. Þá þurfi bæjarbúar að geta átt kost á viðtalstíma við bæjarfulltrúa og þá sé nauðsyn á að halda borgarafundi þegar svo ber undir. Jafnframt telur Jón það afar brýnt í þessu sambandi að auka virkni í nefndum bæjarins frá því sem nú er. Til þessa hefur bæjar- ráð Bolungarvíkur verið mjög sterkt og nánast stjórnað öllu og það hefur leitt til þess að sjálf bæjarstjórnin hefur nánast verið afskipt. Þessu vill Jón breyta og auka virkni bæjarbúa í ákvarð- anatökum, jafnframt því að gera stjórnkerfi bæjarins mun lýðræð- islegra en það hefur verið. -grh Þriðjudagur 15. maí 1990 þjóÐVIUINN - SÍÐA 11 F-listinn 1. Kristinn H. Gunnarsson 2. Jón Guðbjartsson 3. Valdimar Guðmundsson 4. Helga Jónsdóttir 5. Anna Björgmundsdóttir 6. Ketill Elíasson 7. Ágúst Sverrir Sigurðsson 8. Elsa Jóhannesdóttir 9. Guðlaug Árnadóttir 10. Guðmundur Óli Kristinsson 11. Þórður Vagnsson 12. Guðný Eva Birgisdóttir 13. Þóra Hansdóttir 14. Sveinbjörn Ragnarsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.