Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Þögn í stað ábyrgðar Á fjögra ára borgarfulltrúaferli mínum hef ég ekki orðið jafn slegin og á fundi Stjórnar sjúkra- stofnana Reykjavíkurborgar í síðustu viku. Hafa þó valdhafar borgarinnar ótal sinnum gengið fram af mér og öðrum sem fylgj- ast með vinnubrögðum þeirra. Á fundinum lagði sá hjúkrun- arframkvæmastjóri Borgarspítal- ans, sem ber ábyrgð á starfsemi Fæðingarheimilis Reykjavíkur, fram erindi til stjórnarinnar. Þessi hjúkrunarframkvæmda- stjóri er yfirmaður allra starfs- manna Fæðingarheimilisins nema fæðingarlæknisins. Erindið hefst á þennan hátt: „Undirrituð telur sig tilknúna til að vekja athygli SSR á alvar- legum vanda í rekstri FHR sem má rekja til langvarandi óvissu um framtíðarstarfsemi borgar- innar fyrir fæðandi konur. Nú er einungis einn starfandi sérfræð- ingur í fæðingarhjálp við FHR og sinnir hann vaktþjónustu allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Engir aðstoðarlæknar eru starf- andi. Ljóst er að slíkt fyrirkomu- lag er alls ekki viðunandi fyrir skjólstæðinga FHR.“ Starfsfolksflotti Hjúkrunarframkvæmdastjór- inn vekur síðan athygli á því að starfsfólksflótti sé hafinn, mönnun ljósmæðra á deildinni sé nú í algjöru lágmarki og að ekki hafi tekist að ráða nýtt fólk til starfa. Niðurlag erindisins er: „Undirrituð leggur til í ljósi að- stæðna að FHR verði lokað um óákveðinn tíma nú þegar, og unnið verði skilvirkt að eftirfar- andi atriðum: 1. Taka ákvörðun sem byggj- andi sé á um hvort borgin ætli að reka áfram fæðingarhjálp á FHR og sjá þá fyrir þeim forsendum sem til þarf (sbr. tillögur um húsnæðisbreytingar og nauðsyn- legan tækjabúnað ásamt því hvernig standa beri að slíkum framkvæmdum ef af verður). 2. Tryggja viðunandi læknis- þjónustu á FHR. Ef ekki verður tekið ábyrgt á þessu máli af SSR er að mati undirritaðrar viðbúið að skjólstæðingar hljóti alvar- legar afleiðingar af þjónustu FHR fyrr en síðar.“ Á fundinum kom fram að hjúkrunarforstjóri Borgarspítal- ans studdi erindi hjúkrunarfram- kvæmdastjórans og formaður læknaráðs lýsti þeirri skoðun sinni að ekki væri forsvaranlegt að einn læknir stæði 24ra tíma vakt alla sólarhringa. Bæði hafa fastasetu á fundum stjórnarinnar án atkvæðisréttar. Yfirlæknir Fæðingarheimilisins, sem einnig sat fundinn, sagðist hins vegar treysta sér til þess að sinna þjón- ustunni. Átti ekki að bera upp tillöguna Að umræðu lokinni varð ljóst að formaður stjómarinnar, Páll Gíslason hugðist ekki bera upp tillögu hjúkrunarframkvæmd- astjórans. Eg gerði tillöguna þá að minni og féllu atkvæði þannig, að ég ein greiddi henni atkvæði, formaðurinn og hinn fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Vilhjálmur f>. Vilhjálmsson felldu hana. Tveir fulltrúar starfsmanna Borg- arspítalans sátu hjá. Þarna varð mér ljóst, að Sjálf- stæðismönnum er svo mikið í mun að halda niðri umræðu um málefni Fæðingarheimilisins fram yfir kosningar, að þeir jafnvel hunsa aðvörun ábyrgra fagaðila um að skjólstæðingar Kristín Á. Ólafsdóttir skrifar Fæðingarheimilisins, börn í fæð- ingu og mæður þeirra geti hlotið alvarlegar afleiðingar af þjónustu FHR fyrr en síðar. Ég sat nánast sem lömuð eftir að hafa orðið vitni að þessu ábyrgðarleysi. Ahugaleysi fjölmiðla Eftirleikurinn er athyglisverð- inn eftir í síðdegisútvarpi rásar 2. Það undarlega er, að nú, á sunnu- degi hefur hvorki Stöð 2 né Morgunblaðið greint frá fundin- um og þeim alvarlegu aðvörun- um sem þar komu fram. Ég sé hins vegar í Morgunblað- inu í dag áskorun núverandi sængurkvenna á Fæðingarheimil- inu til borgaryfirvalda um að halda uppi og hlúa að starfsemi brugðist hverju ákalli um að vernda Fæðingarheimili Reykja- vfkur. Á stjómarfundinum á miðvikudaginn kom meira að segja í ljós að ekki var enn frá- gengið samkomulag við leigu- læknana um það húsnæði sem borgin hugðist fá leigt til baka fyrir Fæðingarheimilið og okkur í borgarstjórn var tilkynnt um fyrir hálfum öðrum mánuði. Enda .. Sjálfstœðismönnum er svo mikið í mun að halda niðri umrœðu um málefni Fæðingar- heimilisins fram yfir kosningar, að þeir jafnvel hunsa aðvörun ábyrgrafagaðila um að skjólstœðingar Fœðingarheimilisins, börn ífœðingu og mæður þeirra geti hlotið alvar- legar afleiðingar afþjónustu FHR fyrr en síðar... “ ur. Ég lét strax fréttastofu ríkisút- varpsins vita af atburðum fundar- ins, enda skylda mín sem fulltrúi Reykvíkinga að koma aðvörun fagaðila á framfæri. Greint var frá atburðinum í kvöldfréttum út- varpsins þennan sama dag, mið- vikudag, og fjallað um málið dag- FHR. Við sem barist höfum gegn aðför Sjálfstæðismanna að heim- ilinu frá því í haust, þegar ljóst var að leigja átti læknum það húsnæði sem Fæðingarheimilið þurfti nauðsynlega á að halda tökum svo sannarlega undir þá kröfu. En Sjálfstæðismenn hafa engar lagfæringar hafnar á hús- næðinu né komin þau tæki sem beðið hefur verið um í marga mánuði. Pólitísk eða fagleg sjonarmið? í áskorun sængurkvennanna segir skv. Morgunblaðinu: „Vel- líðan móður og barns í sængurl- egunni er ein undirstaða þess að barnið verði hamingjusamur ein- staklingur í framtíðinni. Að- hlynning þeirra á Fæðingarheim- ili Reykjavíkur er til fyrirmynd- ar.“ Á Fæðingarheimilinu vinnur hæft og gott starfsfólk, sem þrátt fyrir undirmönnun og erfiðar að- stæður vegna þrengsla veitir sængurkonum og fæddum börn- um hlýja og persónulega umönnun. Um það get ég vitnað, hafandi fætt bæði börn mín á þeim stað og notið þjónustu kvenna, sem sumar vinna þar enn. Fram hjá hinu verður þó ekki litið að í aðdraganda fæðing- ar og í sjálfri fæðingunni skortir á að hægt sé að tryggja fyllsta ör- yggi við núverandi aðstæður. Á það bentu ábyrgir fagaðilar og þá aðvörun eiga pólitískir stjórn- endur að taka alvarlega. Það er að mínu mati stóralvarlegt mál að þeir skuli velja að taka áhættu af slysum sem hent gætu börn í fæð- ingu eða mæður þeirra fremur en að hætta á óvinsældir fyrir kosn- ingar með því að bregðast við ástandi sem skapast hefur vegna rangra ákvarðana Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn. Kristín Á. Ólafsdóttir er borgarfullt- rúi og stjórnarmaður hjá sjúkrastofn- unum Reykjavíkurborgar. Fangelsismál a Islandi Gunnar Freyr Gunnarsson skrifar „Gildi og tilgangur refsingar á að vera sá að bœta menn, koma í vegfyrir að þeirfremji glæp aftur og gera þeim kleift að verða eðli- legir borgarar á ný. Eins og málum er háttað í dag, erufangar oft óundirbúnir tilþess að hefja líf að nýju þegar út kemur. “ Það hefur verið allnokkuð rætt um fangelsismál á þessum vetri sem er að líða. Mikil umræða var um Hegningarhúsið að Skóla- vörðustíg 9, og bar öllum saman um bágt ástand hússins. Þessi umræða bar þann árangur að lag- færingar voru gerðar á hús- næðinu, allir klefar voru málaðir, og nýjar gólfflísar lagðar á ganga. Einnig var fækkað um einn í þriggja manna klefum, og eru því 19 fangar vistaðir í fangelsinu, í stað 23 áður. Þó er enn öll að- staða fyrir fanga ófullnægjandi, félagsleg þjónusta því sem næst engin. Það þyrfti að reisa nýtt fangelsi í stað núverandi fangelsa sem fyrst. Nánar verður vikið að því síðar í greininni. Fangelsin á Litla-Hrauni og Kvíabryggju eru eins og Hegningarhúsið orðin gömul, komin til ára sinna. Þau eru raun- ar löngu úrelt. Lítið hefur verið gert í umbótum á öllum þessum fangelsum á síðustu áratugum, þau eru frá 50-115 ára gömul og þau standast engan veginn nú- tíma kröfur um aðbúnað á stofn- unum sem þessum. Það má því segja sem svo að fangar séu flokkaðir sem annars flokks borgarar, manngildi þeirra lítils metið. Atvinnumöguleikar fanga, og mannsæmandi kaup, eru takmarkaðir innan veggja fangelsisins. Möguleikar á því að verja tíma sínum í tómstundum á sómasamlegan hátt eru ekki miklir. Helst er að menn spili vist eða bridge, eða verji tímanum í að tefla skák. Þá er líka horft á vídeó og sjónvarp. Hverjar ástæður afbrota eru má lengi deila um. Oft er það ágóðasjónarmiðið sem ræður ferðinni, og stundum eru það andþjóðfélagslegar hvatir sem ráða þar um. Hver og einn einstaklingur í samfélaginu hefur sína sérstöku persónuleikagerð. Uppeldisumhverfi mannsins mótar hann og myndar. Heimili sérhvers einstaklings hefur sín sérstöku einkenni og útvarp og sjónvarp eru mikilvægir aðilar í skoðanamyndun og lífsvið- horfum. Það sem ýtir á um það að fremja glæp er oft atvinnuleysi,- húsnæðisskortur og peningaleysi. Þetta eru lykilatriði í lífi sérhvers manns. Gildi og tilgangur refsingar á að vera að bæta menn, koma í veg fyrir að þeir fremji glæp aftur, og gera þeim kleift að verða eðlilegir borgarar á ný. Eins og málum er háttað í dag, eru fangar oft óundirbúnir að hefja líf að nýju þegar út kemur. Oft er erfitt með hvort tveggja, vinnu við hæfi, og viðunandi húsnæði. Fangar þyrftu að stofna með sér samtök eða félag, eins og t.d. Samtök fanga. Þar gætu þeir barist fyrir réttindamálum sínum, og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. í stað þess að enda í fangelsi á ný gætu þeir orðið fullfærir vinnandi menn. Það eru ekki síður lög- fræðingar sem ættu að láta fangelsismál til sín taka. Þeir eru umboðsaðilar fanga. Allir vita hverju læknar og samtök þeirra hafa áorkað í heilbrigðismálum. Tugir heilsugæslustöðva hafa ris- ið um Iand allt á síðustu 10-15 árum. Þetta hefur verið eins kon- ar forgangsverkefni, frá hendi stjórnvalda. Peninga virðist ekki hafa skort til allra þessara fram- kvæmda, kostnaðurinn við þetta skiptir eflaust miljörðum króna. Þetta ættu lögfræðingar, dóm- arar, réttargæslumenn, og aðrir þeir sem starfa að málefnum fanga að taka sér til fyrirmyndar. Ný fangelsisbygging, Ríkisfang- elsi, myndi koma að góðum not- um um ókomna áratugi. Framkvæmdageta er í fang- elsismálum, sem og við aðrar ríkisframkvæmdir, bundin fjár- veitingum Alþingis. Fjármagn og peningar þurfa að vera fyrir hendi. En fangelsismál hafa ekki verið vinsæll málaflokkur, hvorki hjá stjórnmálamönnum né kjós- endum. Sagt er sem svo að refsi- verðum mönnum þurfi ekkert að hygla. Sama gildir raunar um heimilislausa, Gistiskýli Reykja- víkurborgar er hlutur sem má fá umfjöllun fjölmiðla. í lesenda- bréfi sem ég skrifaði í DV í janúar sl. tók ég málefni þess fyrir. Við- brögð við því voru engin, ekkert var um málið rætt. Það liggur ljóst fyrir, að það eru fyrst og fremst lögfræðingar, sem ættu að vinna að því að koma fangelsismálum á íslandi í viðun- andi horf. Þeir hafa að baki sér mikið vald sem þeir eiga að nota. Fangar sjálfir eiga að fylgja þessu máli eftir, í samvinnu við fanga- verði. Ríkisfangelsi þarf að komast inn á fjárlög á næstu árum. Þá er hægt að hefja hönnunarvinnu, og ákveða staðarval þess. Máli þessu þarf að fylgja fast eftir. Eitt er svo líka sem nefna má í umræðunni um fangelsismál. Það er sú nauðsyn sem er á viðeigandi hæli, fyrir þá fanga sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Þetta mál hefur legið í salti hjá for- svarsmönnum dómsmálaráðu- neytis alllengi á undanförnum árum. Það er ábyrgðarskylda yfirmanna ráðuneytisins að við- eigandi hæli það, sem um getur í hegningarlögum, sé til og starf- rækt. fþví ófremdarástandi sem þessi mál eru í nú, eru miklar byrðar lagðar á þessa fanga sem úrskurðaðir hafa verið ósak- hæfir, og eru með dóm á við- eigandi hæli. Enginn skyldi ætla snögg um- skipti, eða einhver hamskipti í fangelsismálum. Róm var ekki byggð á einum degi. Það sem þarf er áhugi og vilji þeirra sem við fangelsismál starfa. Þetta er hags- munamál allra þeirra sem við fangelsismál fást. Það væri gott ef einhverjir aðrir en ég, sem þess- um málum eru tengdir, fylgdu í kjölfarið og hæfua máls á þessu. Ég reiði mig fyrst og fremst á styrk og getu lögfræðinga, um þetta átak sem verða þarf í fang- elsismálum. Gunnar Freyr Gunnarsson er stúdent frá M.H og stýrimaður að mennt. Hann er nú oryggisgsesiufangj á Akureyri. Þriðjudagur 15. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.