Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Bandaríkin biluðu í Björgvin Fulltrúar Bandaríkjanna hafa nú á tveim fjölþjóðaráð- stefnum í röð dregið lappirnar í mótun umhverfisstefnu. Þeir hafa neitað að samþykkja nokkra texta þar sem skorað er á þjóðir heims að draga strax úr koltvísýringsmengun and- rúmsloftsins. Bæði á fundi á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf í síðustu viku og á umhverfisráðstefnunni í Björgvin hafa Bandaríkjamenn skirrst við að viðurkenna að bregðast þurfi strax við þeim hættum sem ósonlaginu og öðrum um- hverfisþáttum kunna að vera búnar. Bandarískir stjómmála- og embættismenn bera fýrir sig, að ekkert sé enn sannað um gróðurhúsaáhrif og aðrar af- leiðingar bifreiða-, húsakyndingar- og iðnaðarmengunar á lofthjúpinn. Engan þarf að undra að fulltrúar stóriðjufýrir- tækja studdu við bakið á þeim í þessu efni á fundinum. Full- trúarannarra þjóða hafa mjög hneykslast á þessari afstöðu, sem reyndar nýtur einnig stuðnings stjórnmálamanna frá Bretlandi, Kanada og Sovétríkjunum. Og ætti raunar að vera augljóst í umhverfismálum, að ekki er ráð nema í tíma sé tekið og að allur vafi ætti að styrkja málstað þeirra sem vilja skylda þjóðir heims til forvamaraðgerða nú þegar. Þau 34 ríki sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni í Bergen blása frá sér 70% af þeim koltvísýringi sem berst út í andrúmsloft jarðar. Fram hafa komið m.a. tillögur um að festa ákveðnar tímasetningar vegna eftirlits á slíkri mengun og miða við að árið 2000 sé hún ekki meiri en nú. En skýringamar á máttleysi bandarískra fulltrúa á mál- þingum núna eiga sér aðrar rætur en bið í vísindaskyni. Þrátt fýrir fögur orð um umhverfisvemd kemur nefnilega í Ijós, að á innanlandsvettvangi í Bandaríkjunum vega slík baráttumál ekki þungt þegar til kosningabaráttu kemur. Tvær staðreyndir skýra þetta mál: 98% prósent þeirra bandarísku þingmanna sem gefa kost á sér aftur nú geta vænst endurkjörs, samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum. Og umhverfismál eru hreint ekki efst á óskalista bandaríska kjósandans. Samkvæmt ítarlegri könnun Washington Post í mars sl. telja aðeins 5% Bandaríkjamanna mengun eða umhverfismál brýnasta viðfangsefni stjómmálamanna. Eit- urlyljaneysla, glæpir heimilisleysi, skólamál og fjárlagahalli eru ofar í huga kjósenda en umhverfismálin. Sú staðreynd opinberast glögglega í skoðanakönnun- um, að umhverfismál í Bandaríkjunum eru fyrst og fremst á- hugamál ungra, hvítra og þokkalega efnaðra kjósenda. 46% blökkumanna telja að umhverfisverndarsinnar láti sér meira annt um plöntur og dýr heldur en fólk. Aðeins um helmingur Bandaríkjamanna er tilbúinn að draga úr bíla- notkun, loftkælingum eða öðru sem mengar andrúmsloft, hvað þá að greiða meira í skatta til að hreinsa loft og vatn. Og þetta er mergurinn málsins: Bandarískir stjómmála- menn, sem eru að búa sig undir kosningar, vita að þetta er hreint ekkert vinsælt kosningamál. í skoðanakönnun Was- hington Post kom fram, að aðeins 19% kjósenda sögðust hafa kosið mann til nokkurs embættis fýrst og fremst vegna áhuga hans eða baráttu fyrir umhverfismálum. A morgun lýkur í Björgvin í Noregi ráðherrafundi í kjölfar umhverfisráðstefnu 34 þjóða. Ljóst er að umhverfisvemdar- sinnar hafa orðið fyrir nokkrum vonbrigðum með niðurstöð- ur sjálfrar ráðstefnunnar og máttleysi stjómmálamanna frá Bretlandi og Bandaríkjunum, við að taka þátt í mótun um- hverfisstefnu og aðgerðum til að koma í veg fyrir koltvísýr- ingsmengun andrúmsloftsins. Fundurinn í Björgvin er einn fjögurra slíkra til undirbún- ings alheimsráðstefnu um umhverfismál í Brasilíu 1992. Það vakti sérstakar vonir margra fyrirfundinn, að þama hitt- ust aðilarfrá Austur- og Vestur- Evrópu og Bandaríkjunum. Aðgerðir nú!” var slagorðið sem umhverfisvemdarráðherra Norðmanna, Kristin Hille Valla, sló fram í ráðstefnulok. Þau orð hafa því miður lítið gildi í bili. Bandaríska kosningabar- áttan og hagsmunir stóriðjufýrirtækja urðu yfirsterkari. Nauðhyggjan evrópska Fyrir rúmri viku sýndi Sjón- varpið þátt um ísland og Evrópu eins og hann hét. Þátturinn var sama marki brenndur og svo ótal- margt annað í þeirri umræðu. Hann var allur á jreim nótum, að allar leiðir liggi nú til Rómar - það er að segja inn í Evrópu- bandalagið. Spumingin sé aðeins sú, hve langan tíma menn þurfi til að venjast þeirri hugsun og gera ráðstafanir í samræmi við hana. Þetla er einhver rammasta nauðhyggja sem menn hafa kynnst síðan hin sögulega nauð- syn sovétmarxismans dó. Nótt og þoka Látum nú vera þótt samantekt- armenn slíks þáttar trúi því sjálfir að dæmið líti einmitt þannig út. Það versta er, að allt er málið vaf- ið í mjög almenna orðræðu um al- menna þróun og hennar óumdeil- anleg lögmál. Það er ekki unnið úr neinu. Það er ekki gerð minnsta tilraun til að velta því upp, hvað annað getur verið um að ræða fyr- ir Islendinga en aðild að EB: helst að hagfróðir vísi frá sér svo „sveitó” hugsun með hrolli. Það er heldur ekki reynt að negla það niður, hvað það er sem atvinnulíf- ið eða einstakar greinar þess græða á Evrópusamruna og hvað það er sem menn verða að fóma. Allt er i þoku. Til dæmis að taka: I þættinum var oft og margsinnis minnt á ýmsa fyrirvara sem EFTA-ríkin og þá ísland vilja hafa um frelsið íjórþætta í EB (frjálst streymi á vöm, vinnuafli, íjármagni og þjónustu). En fyrirvaranir vom alls ekki útfærðir: Við fengum helst að heyra frá EB-talsmönnum að fyrirvaramir væm alltof margir og til stórra vandræða og áhorf- endur hafa sjálfsagt fengið þá hugmynd helst, að EFTA-menn væm einhveijir sérgóðir gæslu- menn úreltra hagsmuna og drag- bítar á Framfarimar Miklu. Engin dæmi vom út reiknuð. Þess var að vísu getið að íslendingar vilja ekki veita EB-skipum veiðileyfi í sinni landhelgi. En satt að segja verður það alls ekki okkar stærsti höfuðverkur að kveða niður slíka kröfu. Ekkert líklegra en að fisk- veiðikvótar verði áfram bundnir við skip sem sigla undir íslensk- um fána. Hitt er svo miklu stærra mál, hvað gerist í íslenskum sjáv- arplássum ef að fjármagns- streymið fijálsa verður til þess að erlend fyrirtæki ná undir sig stór- um hluta íslenskrar útgerðar og þar með ráðstöfun aflans. Hvað um Danmörku og Noreg? Eitt af því sem fróðlegt væri að skoða sérstaklega er það, hvemig Noregi og Danmörku hef- ur vegnað á þeim tveim áratugum tæpum, sem liðnir em síðan Norð- menn felldu aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu í þjóðarat- kvæðagreiðslu en Danir samþykktu inngöngu. Hvað hefur hvor þjóð unnið með sínu vali og hveiju hefur hún tapað? Eða er munurinn á að vera innan EB eða utan ekki eins mikill og menn héldu? - hvað sem nú verður eftir 1992 þegar nokkur stökkbreyting verður á sammnaþróuninni. Dýrkeypt aðild Dana Einn af þingmönnum sænskra græningja, Per Gahrton, skrifaði ekki alls fyrir löngu grein í danska blaðið Information um tilraunir utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemanns-Jensens til að lokka aðrar Norðurlandaþjóðir inn í EB. Hann spyr: Heldur Úffi að við vitum ekki hvemig Dönum hefur vegnað í Danmörku? Og tel- ur upp þessa hrakningasögu sem hér fer á eftir (og vísar máli sínu til stuðnings til úttekta í dönskum blöðum og nýlegum bókum eftir hagfróða menn): Á þeim tíma sem Danir hafa verið í EB hafa erlendar skuldir þeirra fjórfaldast (úr ellefu pró- sentum vergrar þjóðarframleiðslu í 41%). Vaxtagreiðslur til útlanda hafa fertugfaldast - úr 0,8 í 30 miljarði danskra króna. Atvinnu- leysið hefur tífaldast - úr 30 þús- undum í næstum því 300 þúsund. EB heldur áfram að grafa undan danskri viðleitni í umhverfis- vemdarmálum. (Hér er átt við það að þær ströngu kröfur sem Danir vilja gera i þeim málum em dæmdar „ólögmætir viðskipta- hættir” af stofnunum EB.) Hvað varð um danska þingið? Hagfræðingar komast að þeirri niðurstöðu að síðustu leifamar af sjálfstæðri danskri stefnu í skatta- og peningamálum muni hverfa inn í innri markað EB árið 1992 og að það verði „sárs- aukafúll þróun og ekki réttlát”. Til dæmis er talið, að þegar Danir þurfa að færa sinn virðisaukaskatt niður til samræmis við önnur EB- riki, þá muni það kosta 40 miljarði í minni skattheimtu. Má nærri geta að þar með verður velferðar- ríkið danska fyrir vemlegum skakkafollum. Samkeppnisþrýstingurinn á danskan landbúnað hefur reynst enn þyngri en ráð var fyrir gert. Dönskum búum hefur þegar fækkað úr 134 þúsundum í 40 þúsund og um aldamót verða að- eins 16-20 þúsund eflir. Árið 1988 tóku 1373 ný lög og reglugerðir gildi í Danmörku. Af þeim samþykkti danska þingið að- eins 128 - afgangurinn var til orð- inn með ákvörðunum sem teknar vom í höfúðstöðvum EB i Briis- sel. „Engu aðtapa” Svo löng var sú þula. Nú er ekki að efa, að Evrópuvinir í Dan- mörku gætu teflt fram hinu og þessu sem gengi gegn svo dökkri mynd og vafalaust munu þeir einnig halda því fram, að sumt af því sem í þessari sakaskrá er upp talið hefði gerst hvort sem Danir væm í EB eða ekki. En það þýðir ekki að menn geti látið þau atriði í stöðu Dana sem græninginn sænski telur upp sem vind um eyru þjóta. Allra sist er það við hæfi að láta sem þeir menn, sem vara við þvi að Islendingar sogist í einhveiju meðvitundarleysi inn í Evrópubandalagið, séu skelfilegir ofstækismenn. Á þeim forsendum sem fyrrum aðstoðarmaður iðnað- arráðherra gaf sér í nýlegu viðtali við Morgunblaðið þar sem hann sló því fram eins og hverri annarri vhlutlausri” hagfræðiformúlu, að Islendingar hefðu „allt að vinna og engu að tapa” í viðræðum um svonefnt sameiginlegt elhahags- svæði í Evrópu. ÞJOÐVIUINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófeson. Aðrir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), GarðarGuðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiöarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.) Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Signjn Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bara Sígurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverö á mánuöi: 1100 kr. 4 SÍÐA— ÞJÓÐVIUINN Þriðjudagur 15. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.