Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 8
MENNING Svavar Gestsson menntamálaráð- herra og Gunnlaugur Haraldsson safnvörður fyrir ffaman Garðahúsið. Á stæm myndinni sjást gestir á M- hátíð á hlaðinu. Myndir gg. Heildarvinningsupphæð þessa viku: 18.341.545 kr. VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 2 5.719.523 2. 5® 14 73.070 3. 4af5 391 4.513 4. 3af 5 11.032 373 Fjöldi manns tók þátt í M-há- tíð á Akranesi og í Borgar- nesi um helgina og er taiið að um 500 manns hafi notið hátíð- arinnar í Borgarnesi. Skaga- menn hófu M-hátíð sína með opnun Garðahússins, elsta steypta húss á íslandi og jafnvel á Norðurlöndum. Gerðar hafa verið gagngerar endurbætur á húsinu utan sem innan og er það búið gömlum húsmunum Byggðasafnsins í Görðum. „Garðahúsið er arfleifð og staðfest tákn um ákveðið þróun- arstig í byggingarsögu okkar, vitnisburður um foma verkkunn- áttu og handverk,” sagði Gunn- laugur Haraldsson, safnvörður i Görðum og formaður þjóðminja- ráðs, þegar hann bauð gestum að ganga inn í Garðahúsið að nýju. Gunnlaugur minnti á að í raun var þríheilagt í Görðum þennan dag. Séra Jón M. Guðjónsson, stofnandi byggðasafnsins, verður 85 ára innan tíðar, þijátíu ár em liðin frá stofnun safnsins og við- gerð Garðahússins er lokið. M-hátíð Þríheilagt í Görðum Fjöldi manns á M-hátíð á Akranesi og í Borgarnesi um helgina. Skagamenn hófu M-hátíð með opnun Garðahússins, elsta steypta húss á Islandi Byggingarsögulegt gildi Séra Jón Benediktsson, sókn- arprestur í Görðum, byggði Garðahúsið á árunum 1876-1882. Sigurður Hansson var yfirsmiður við verkið, en hann vann m.a. við smíði Hegningarhússins í Reykjavík. Þar sem lítið var um hentugt hleðslugijót á staðnum greip Sig- urður til þess ráðs að steypa hleðslusteina í trémótum. Veggir hússins eru hlaðnir slíkum stein- um, en efstu hlutar gaflenda voru steyptir í uppslegin mót og sú Vinningstölur laugardaginn 12. maí ‘90 byggingaraðferð var einnig ný- lunda á þeim tíma. Séra Jón Benediktsson varð reyndar nánast gjaldþrota vegna þessarar byggingar sem þá var einstök sinnar tegundar á Islandi og jafnvel víðar. Hann hrökklað- ist frá brauðinu, en eftir það bjuggu bændur í húsinu þar til jörðin fór í eyði árið 1930. Byggðasafní30ár Síðan hefur húsið mátt þola ýmislegt. Arið 1936 var ákveðið að breyta því í útfararkapellu. Það varð aldrei, en miklar breytingar voru gerðar á húsinu. Tíu árum síðar stóðu Skaga- menn í hafnarframkvæmdum og var bæjarverkstjóri þá sendur upp að Görðum til þess að brjóta hús- ið og átti að nota það til uppfyll- ingar í hafnargarðinn. Verkstjór- anum leist ekki á að vinna verkið og bar málið undir Jón Sigmunds- son sóknamefndarformann, en hann stöðvaði þegar öll áform um að bijóta húsið. Séra Jón M. Guðjónsson fékk húsið til afnota fyrir byggðasafn árið 1959. Því hlutverki gegndi það til ársins 1986, þegar ákveðið var að endurbyggja það. Byggðasafnið naut aðstoðar Hjörleifs Stefánssonar arkitekts við endurbygginguna, en Gutt- ormur Jónsson hefur verið yfir- smiður verksins. Auk þeirra og Gunnlaugs hefur fjöldi manna unnið við endurbygginguna og fjármagn hefur komið víða að. M-hátíð á fjárlög Svavar Gestsson mennta- málaráðherra setti M-hátíð á Akranesi af palli vörubíls í byggðasafninu. Síðar um daginn var opnuð myndlistarsýning tíu kvenna sem búa á Akranesi eða tengjast bænum með öðrum hætti. Um kvöldið var menning- ardagskrá í Bíóhöllinni. í haust verður þráðurinn svo tekinn upp að nýju á Akranesi. Menntamálaráðherra segist mjög ánægður með ffamkvæmd M-hátíðar á Vesturlandi sem staðið hefúr yfir á undanfomum vikum. Þátttakan hefur alls staðar verið mjög góð og það sannar gildi þessarar hátíðar. „Við í menntamálaráðuneytinu höfúm fjármagnað þessa hátíð með því að skera niður risnu ráðuneytis- ins, en ég tel mjög mikilvægt að hátíðin verði fastur liður á fjár- lögum ríkisins,” segir Svavar í samtali við Þjóðviljann. -gg UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Inga Backman söng einsöng við opnun listsýningar tíu kvenna sem tengjast Akranesi með einum eða öðmm hætti. 8 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.