Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR Vesturþýskar fylkiskosningar Alvarlegt áfall fyrir stjómarflokka Missa meirihluta í efri deild sambandsþings. í Neðra-Saxlandi lýkur 14 ára valdatíð kristilegra demókrata. Uggur út afkostnaði við sam- einingu Urslit kosninea í tveimur vest- urþýskum tylkjum á sunnu- dag urðu verulegur sigur fyrir jafnaðarmenn og jafnframt al- varlegt áfall fyrir sambands- stjórnina undir forustu Kohls kanslara. Jafnaðarmenn fengu meirihluta í Bundesrat, efri deild sambandsþingsins og hrundu frá völdum í Neðra-Saxlandi kristi- legum demókrötum og banda- mönnum þeirra frjálsdemókröt- um, sem þar hafa farið með völd f 14 ár. Fylgistilfærslur urðu ekki mikl- ar, en nógu miklar þó til að breyta valdahlutföllum verulega jafnaðarmönnum í hag. í kola- og stálframleiðslufylkinu Nord- rheinWestfalen, sem er fjöl- mennast vesturþýsku fylkjanna og hefur lengi verið undir stjórn jafnaðarmanna, héldu þeir velli og fengu 50 af hundraði greiddra atkvæða, tveimur af hundraði minna en síðast. Þar er forsætis- ráðherra Johannes Rau, einn helstu leiðtoga jafnaðarmanna og er litið á úrslitin sem verulegan sigur fyrir hann persónulega. Græningjar bættu þar lítillega við sig en kristilegir demókratar og frjálsdemókratar stóðu nánast í stað. í Neðra-Saxlandi, þar sem landbúnaður er mikill, fengu jafnaðarmenn rúmlega 44 af hundraði atkvæða eða álíka mikið og í næstu fylkiskosningum þar á undan, er fram fóru 1986, en kristilegir lækkuðu um tvö prósentustig í fylgi og fengu nú 42 af hundraði. Nægði það til að stjórnarflokkamir misstu þar meirihluta sinn. Búist er við að Gerhard Schröder, leiðtogi jafn- aðarmanna í Neðra-Saxlandi, muni mynda nýja fylkisstjórn annaðhvort með frjálsdemókröt- um, sem stóðu í stað og fengu um sex af hundraði atkvæða, eða græningjum, sem fengu álíka mikið og töpuðu lítillega. Athygli vekur að Lýðveldis- flokkurinn, hægrisinnaður óá- nægjuflokkur, sem fékk talsvert fylgi í kosningum í öðrum fyl- kjum s.l. ár, náði ekki teljandi fylgi í Nordrhein-Westfalen og Neðra-Saxlandi, þar sem um 40 af hundraði vesturþýskra kjós- enda búa. Ein ástæða til úrslitanna mun vera spillingaróorð, sem fráfar- andi fylkisstjórn í Neðra- Saxlandi hefur fengið á sig, en önnur ástæða og ekki síður mikil- væg mun vera vaxandi uggur Vestur-Þjóðverja um að samein- ingin við Austur-Þýskaland muni kosta þá ærin útlát. Jafnaðar- menn eru ekki eins ákafir í að hraða sameiningunni og stjórn- arflokkarnir og Oskar Lafonta- ine, sambandskanslaraefni þeirra fyrmefndu, hefur mjög fjallað um kostnaðinn við sameininguna í ræðum sínum. Uggur þessi mun vera með meira móti í Neðra- Saxlandi, sem hefur lengri landa- mæri við Austur-Þýskaland en nokkurt annað vesturþýskt fylki. Viðbrögð Kohls sambandskan- slara og Ottos Lambsdorff, for- manns frjálsdemókrata, við úrsl- itunum urðu þau að hvetja til að sameiningunni yrði hraðað sem mest, þar eð dráttur á henni leiddi að líkindum til þess að fleiri gerðust henni að meira eða minna leyti fráhverfir. Rcutcr/-dþ. Eystrasaltslönd Júgóslavía Goitotsjov fordæmir sjálfstæðisyfirlýsingar Sakar Eisti og Letta um stjórnarskrárbrot og kallar yfirlýsingar mark- leysu. Spenna í Riga milli Letta og Rússa Knattspyma verði lögð niður Tillagaþarlends íþróttafrömuðar. Ástœðan ótti við að þjóðerniserjur leiði til mannskœðra illinda í sambandi við knattspyrnuleiki M Míkhaíl Gorbatsjov Sovétríkj- aforseti fór í gær hörðum orðum um Eistland og Lettland fyrir ráðstafanir þær, sem und- anfarið hafa verið gerðar i þeim löndum í þeim tilgangi að endur- heimta fullt sjálfstæði. Sagði Gorbatsjov að ráðstafanir þessar væru marklausar með öllu. Gorbatsjov sagði ennfremur að lýðveldin tvö hefðu með ráð- stöfunum sínum framið brot á so- vésku stjómarskránni og einnig á lögum um skilnað sovétlýðvelda við Sovétríkin, sem nýlega gengu í gildi. Þessi ummæli forsetans vom lesin upp í sovéska sjón- varpið. Þyrla flaug í gær yfir Riga, höf- uðborg Lettlands, og var úr henni fleygt yfir borgina dreifibréfum, undirrituðum af Interfront, sam- tökum Rússa búsettra í Lett- landi. Samtök þessi hafi brugðist illa við sjálfstæðisyfirlýsingu lett- neska þingsins, sem það sam- þykkti 4. maí. Á dreifimiðunum eru íbúar Riga hvattir til verkfalls gegn stjórnvöldum í þeim tilgangi að knýja þau til að draga sjálf- stæðisyfírlýsinguna tilbaka. Einnig eru leiðtogar Letta á mið- unum kallaðir „svikarar“ og „pólitískir ævintýramenn" og heitið á „vinnandi fólk“ að rísa gegn þeim. Fyrir framan þinghúsið í Riga kom í gær til sviptinga milli lettneskra kvenna, sem mót- mæltu því að synir þeirra væru neyddir til þjónustu í sovéska hernum, og sovéskra herfor- ingja, er reyndu að ryðjast inn í þinghúsið með mótmælaskjal gegn sjálfstæði Lettlands. Lett- nesk lögregla hraðaði sér á vett- vang og stillti til friðar, og kom að sögn ekki til meiðinga. Eigi að síður bendir margt til að spenna fari vaxandi í Eystrasaltslöndum milli innfæddra og aðfluttra Rússa, sem eru mjög fjölmennir í Lettlandi. Ummæli Gorbatsjovs í gær gætu og verið ábending um harðnandi afstöðu sovésku stjórnarinnar í garð Eista og Letta. Reuter/-dþ. Anatolijs V. Gorbunovs, forseti Lettlands (t.v.) og Vytautas Lands- bergis Litháensforseti - „vinnandi fólk“ hvatt gegn þeim. iljan Miljanic, fram- kvæmdastjóri júgóslavneska knattspyrnusambandsins, lagði í gær til að tekið yrði til athugunar að hætta allri knattspyrnuiðkun þarlendis. Ástæðan til að Miljan- ic kom fram með þessa uppást- ungu er að á sunnudag kom til heiftarlegra slagsmála í Zagreb, höfuðborg Króatíu, milli aðdá- enda Dinamo Zagreb, knatt- spyrnufélags þar í borg, og manna sem halda með Rauðu stjörnunni, serbnesku félagi með aðsetur í Belgrad. Lögregla kom á vettvang og gekk á milli, en tókst ekki að tví- stra illindaseggjunum fyrr en beitt hafði verið gegn þeim kylf- um, hundum og vatnskanónum með miklum skotkrafti. Yfir 100 manns meiddust að sögn lækna við sjúkrahús í Zagreb, þar af 10 alvarlega. Miljanic segist vera því mót- fallinn að knattspyrna sé notuð til að fá útrás fyrir hatur. „Ég álít í fullri alvöru að við ættum allir að íhuga hvort við höfum yfírhöfuð nokkra þörf fyrir knattspyrnu,“ sagði hann. Heitt er nú í kolunum milli hinna ýmsu þjóðerna Júgóslavíu, ekki síst Serba og Króata eftir kosningasigur þjóðernissinna í Króatíu nýlega. Er talið að það hafí leitt til illinda þeirra í sam- bandi við knattspymuleiki, sem alloft hafa orðið í landinu undan- farið. Óspektirnar í Zagreb á sunnudag eru þær verstu af slík- um þarlendis hingað til. Þær brut- ust út rétt áður en félögin tvö, Rauða stjarnan og Dinamo Zag- reb, áttu að reyna með sér á knattspymuvelli. Reuter/-dþ. 1000 miljónir í viðbót næstu 10 ár |y| annkyninu fjölgar um milj- - "Sal arð - þúsund miíjónir manna - á tíunda áratugi aldarinnar og hætta er á að sú fjöigun valdi slík- um skaða á umh verfinu að spurn- ing verði hvort jörðin haldist sæmilega byggileg fyrir mannfólk um ianga framtíð. Á þessa leið segir í spá Fólksfjöldasjóðs Sam- einuðu þjóðanna (UNFRA), sem birt var í gær. Mannskapurinn á jörðinni er nú kominn upp í 5,3 miljarða og segir í skýrslu UNFRA að fjölg- unin hafi farið fram úr öllum spám. Tegundinni homo sapiens fjölgar nú um þrjá einstaklinga á sekúndu hverri og um fjórðung miljónar á dag. 90 af hundraði fjölgunarinnar á næsta áratug verður í löndum, sem í skýrslunni eru skilgreind sem fátæk. Nafís Sadik, framkvæmda- stjóri UNFRA, sagði í gær á fréttamannafundi í Lundúnum: „Á næstu tíu árum verður úr því skorið, hvernig 21. öldin verður. Vera má að þá verði úr því skorið hver framtíð jarðarinnar verður sem bústaðar mannkynsins.“ UNFRA telur að á komandi áratug muni mannkyninu fjölga hraðar en nokkru sinni fyrr, eða um 90 til 100 miljónir á ári. Á næstu öld tvöfaldasí íbúafjöldi jarðarinnar að lfKÍndum frá því sem nú er og gæti þrefaldast. Mestri fjöigun er spáð í Afríku. Gert er ráð fyrir að íbúar Keníu, Úganda, Tansaníu og Sambíu muni þrefaldast að tölu fram að árinu 2025, samkvæmt skýrsl- unni. í henni segir ennfremur að iðn- vædd ríki beri höfuðábyrgðina á skaðanum á ósonlaginu og þau eru samkvæmt sömu heimild völd að um tveimur þriðju hækkandi lofthita. í þróunarlöndum á sér hinsvegar stað stórfelld skógar- og jarðvegseyðing af völdum fá- tæktar og fólksfjölgunar. Reuter/-dþ. Andrej Kírílenko. Kírílenko látinn Andrej Kírílenko, náinn sam- starfsmaður Leoníds Brezhnev, leiðtoga Sovétríkjanna um langt skeið, lést á laugardag s.l. að sögn Tassfréttastofunnar, 84 ára að aldri. Hann var frá Dnéprop- etrovsk í Úkraínu, eins og Brez- hnev, og sat í stjómmálaráðinu í 16 ár, eða næstum allan valda- tíma þessa sveitunga síns. Kíríl- enko lét af embættum 1982, sama árið og Brezhnev lést. Drukku spritt og dóu 16 menn eru látnir í Sidi Bel Abbes, vestan til í Alsír, eftir að hafa drukkið brennsluspíritus, að sögn APS, hinnar opinberu fréttastofu landsins. Fjórir í við- bót, sem neyttu drykkjar þessa, eru enn rænulausir. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrið/udagur 15. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.