Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1990, Blaðsíða 3
Hafnarfjörður Stöð 2 ritskoðar vegna þrýstings Stöð 2frestar sýningu á þáttum um œskulýðsmál og menningarmál í Hafnarfirði vegna þrýstings sjálfstœðismanna. Þorvarður Elíasson: Neitaþvíekki að MatthíasÁ. Mathiesenfórfram áfrestun. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson: Engin skynsamleg skýring áfrestun myndanna * * Eg neita því ekki að Matthías A. Mathiesen hafði samband og fór fram á að sýningu þessara þátta yrði frestað fram yfir kosn- ingar, því annars yrði sýningunni mótmælt opinberiega af sjálf- stæðismönnum í Hafnarfirði, sagði Þorvarður Elíasson sjón- varpsstjóri Stöðvar 2 við Þjóð- viljann í gær. 5. apríl sl. samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar samhljóða að láta gera tvær kynningarmyndir, ann- arsvegar um æskulýðsmál í Hafn- arfirði og hinsvegar um menning- armál í Firðinum. Fundinn sátu m.a. tveir fulltrúar Sjálfstæðis- fiokksins, þeir Árni Grétar Finnsson og Jóhann Bergþórs- son. Gunnari Rafni Sigurbjöms- syni bæjarritara var falið að hafa umsjón með gerð þessara mynda og fékk hann til liðs við sig kvik- myndafyrirtækið Nýja bíó og sér Sonja B. Jónsdóttir um gerð mvndanna. Stöð 2 mun hafa sýnt því áhuga að fá þessa þætti til sýningar og var gengið frá samkomulagi um það. Þættirnir áttu að vera á dag- skrá sl. sunnudag og nk. sunnu- dag, en á síðustu stundu var hætt við sýninguna vegna þrýstings frá Sjálfstæðismönnum í Hafnar- firði. „Þetta kemur mér á óvart, vegna þess að í okkar huga, sem stóðum að gerð myndanna, er ekkert í þeim sem réttlætir að þær séu ekki sýndar hvenær sem er og hvar sem er,“ sagði Gunnar Rafn við Þjóðviljann. Gunnar Rafn sagði að Nýja bíó hefði fengið alveg frjálsar hendur við gerð myndanna, hinsvegar hefðu hann og tveir aðrir emb- ættismenn bæjarins veitt þeim allar upplýsingar sem farið var fram á. „í myndunum er ekki rætt við neina stjórnmálamenn. Krakkar taka viðtal við æskulýðsfulltrúa bæjarins og síðan er rætt við for- stöðumenn Hafnarborgar og Vit- ans. Bæjarráð samþykkti sam- hljóða að fela okkur að gera kynningarmyndir en ekki áróðursmyndir og við höfum unnið í samræmi við það. Mynd- irnar fjalla eingöngu um þessa tvo þætti mannlífs í Hafnarfirði, æskulýðsmálin og menningar- málin. Mér er lífs ómögulegt að finna neina skynsamlega skýr- ingu á að myndunum sé frestað, einkum þar sem enginn hefur séð þær,“ sagði Gunnar Rafn. „Við ákváðum að fresta sýn- ingu þáttanna, þar sem stjórnmálamenn gátu ekki orðið sammála um að þessir þættir yrðu á dagskrá fyrir kosningarnar. Okkar stefna hefur ætíð verið sú að blanda okkur ekki í pólitík og því ákváðum við að fresta sýn- ingu þáttanna fyrst menn í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar voru ekki á einu máli,“ sagði Þorvarður. Jóhann Bergþórsson bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagð- ist vera andvígur því að opinberir fjármunir Hafnfirðinga væru not- aðir til að auglýsa einstaka fram- bjóðendur Alþýðuflokksins. „Aðalatriðið í þessu er að það var staðið rangt að þessu. Við samþykktum að láta gera kynn- ingarmyndir um æskulýðs- og menningarmál, en í framhaldi af því hefði verið eðlilegt að kynna fyrir bæjarráði handrit að mynd- unum áður en þær voru gerðar og seldar sjónvarpsstöð. Við sam- þykktum aldrei að gerðar yrðu kosningamyndir fyrir Guðmund Árna Stefánsson. Það er lág- markskurteisi að kynna myndirn- ar bæjarráði áður en þeir yrðu sýndir í sjónvarpi.“ Jóhann sagðist ekki hafa haft samband við Stöð 2 og reynt að hafa áhrif á að sýningu myndanna yrði frestað. Þegar hann var spurður hvort afskipti Mathíasar Á. Mathiesen, sem ekki ætti sæti í bæjarstjórn, væru ekki óeðlileg, svaraði hann: „Ég veit ekkert um það hvort þau eru eðlileg.“ Þorvarður sagðist hafa verið erlendis þegar ósk um frestun kom. Hann vildi ekki segja hverj- ir höfðu haft samband og mót- mælt en viðurkenndi svo þegar hann var spurður beint að Matt- hías Á. Mathiesen hefði verið á meðal þeirra. Þorvarður var spurður hvort ekki hefði verið rétt að skoða þættina áður en ákvörðun var tekin um frestun. „Við fórum fram á að fá að sjá þættina en þeir voru þá ekki til- búnir,“ svaraði hann. Gunnar Rafn sagði að engin ósk hefði komið um að fá að skoða myndirnar. -Sáf SÍS hf. Sundran SÍS á döfinni Stjórn Sambandsins kannar möguleika á að sundra því í sex hlutafé- lög. Heildarskuldir Sambandsins yfir tíu miljarðar króna Stjórn Sambands íslenskra Samvinnufélaga ákvað á tvcggja daga fundi á föstudag og laugardag að kanna möguleika á að skipta Sambandinu í sex sjálf- stæð hliitafélög. Ólafur Sverrisson stjórnarfor- maður Sambandsins segir að eins og málum sé háttað telji hann lík- legt að þetta verði ofan á. Hins vegar sé ekki hægt að taka ákvörðun fyrr en niðurstöður rannsóknarinnar liggi fyrir. órarinn Tyrfingsson yfir- læknir á Vogi og formaður SÁÁ telur það ekki fjarri lagi að áætla að allt að 60 þúsund íslend- ingar hafi prófað eða neytt fíkni- efna einu sinni eða oftar. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem Þórarinn boðaði til í gær til að vekja athygli á því að fjöldi íslendinga 29 ára og yngri sem leita sér meðferðar á ári hverju hjá SÁÁ fer stöðugt vax- andi. Á ári eru þetta um 550 ein- staklingar. Athyglisvert er að 40% þess fjölda eru atvinnulausir og um 25%-30% þeirra hafa ekki lokið skyldunámi. Um 60% koma fyrst og fremst vegna áfengisvandamála. Sextíu til sjötíu prósent hafa notað hass 10 sinnum eða oftar. Um 40% eru greindir misnotendur kanna- bisefna, það er að hafa neytt þeirra vikulega í eitt ár. Um 30% eru fíknir kannabisneytendur Þetta er í fyrsta skipti sem stjórn Sambandsins ákveður að kanna möguleika á að breyta því í hlutafélög þótt hugmyndir um það hafi áður verið ræddar á stjórnarfundum. Ákvörðunin um þetta var tekin einróma þótt ýms- ar aðrar hugmyndir hafi verið ræddar. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans námu heildarskuldir Sam- bandsins rúmum tíu miljörðum króna um síðustu áramót. Tap sem hafa neytt þeirra daglega í hálft ár eða lengur. Allt að 30 til 40% segjast hafa reynt kókaín og 15% segjast hafa notað kókaín 10 sinnum eða oftar. Að mati Þórar- ins eru fíknir kókaínneytendur þó enn sem komið er mjög fáir og þá líklega vegna þess hve lítið framboð er af efninu hér á landi. Þórarinn Tyrfingsson segir að SÁÁ sé nánast eini aðilinn hér- lendis sem bjóði þessu fólki með- ferð og aðstandendum þess ein- hverja fræðslu. í ljósi þessa fjölda telur Þórarinn þörf á fjölgun meðferðarrúma og auknu forvarnar- og fræðslustarfi en það sé við ramman reip að draga því að á þessu ári vantar 20 miljónir króna til að endar nái saman í rekstri Vogs. Þá blasir sá vandi við í haust að þann 1. október missir SÁÁ húsnæðið á eftirmeð- ferðarstöðinni að Sogni. -grh þess undanfarin tvö ár mun vera hátt á annan miljarð króna. For- ystumenn þess vonast til að með þvi að breyta því í hlutafélög verði auðveldara að bæta stöðu þess og fá nýtt fjármagn inn í reksturinn. Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins segir langt síðan hann benti á að hlutafél- agsformið hafi ýmsa kosti fram yfir samvinnuformið. Þannig gætu fyrirtækin endurspeglað innra virði sitt í efna- hagsreikningi og haft möguleika á að auka rekstrarfé með hluta- fjáraukningu. Guðjón segist hafi talið að mörgu leyti eðlilegra að Sam- bandið yrði eitt hlutafélag frekar en mörg ef ákveðið yrði á annað borð að breyta rekstrarforminu. Hins vegar segist hann alls ekki á móti því að kanna möguleika á að breyta því í sex hlutafélög fremur en eitt. Hann muni að sjálfsögðu styðja þá leið komi í ljós að hún sé besta leiðin úr úr rekstrarerfið- leikum Sambandsins. Guðjón bendir á að Sambandið sé fulltrúi ýmissa hagsmunahópa. Ef þeir telja hagsmunum sínum best borgið með því að skipta því í smærri einingar þá verði það að sjálfsögðu gert. Könnunin á möguleikum þess að breyta Sam- bandinu í sex hlutafélög felst meðal annars í því að leitað verð- ur til helstu lánadrottna Sam- bandsins hérlendis og erlendis og athugað hvernig þeim líst á hug- myndina. Ennfremur verða fjármögnunarmöguleikar kann- aðir. Annar stjórnarfundur verður haldinn eftir næstu viku þar sem ræða á niðurstöður könnunarinn- ar. Stjórnarmenn eru undir mikilli tímapressu vegna þess að aðalfundur Sambandsins verður haldinn 8. og 9. júní næstkomandi. -rb Fíkniefni Sextíu þúsund hafa prófað Steinunn Einarsdóttir afhendirfyrsta bækiing Soroptimistasambands- ins á fæðingardeild Landsspítalans í gær. Mynd:Kristinn. Soroptimistar Segðu mér sögu Soroptimistasamband íslands afhenti í gær fyrsta bækiing- inn í átaki sem sambandið gengur fyrir í tilefni af alþjóðlegu lestrar- ári Sameinuðu þjóðanna 1990. Fyrstu bæklingunum í átakinu var dreift meðal mæðra á fæðing- ardeild Landsspítalans. Bæklingarnir, sem dreift verð- ur meðal foreldra og forráða- menn til þess að tala við börn, lesa fyrir þau og raula strax frá unga aldri. Þess vegna byrjuðum við á fæðingardeildinni, segir Steinunn Einarsdóttir, forseti landssamtaka Soroptimista. Lestur er okkur í blóð borinn, segir hún, og það er mikilvægt að byrja snemma að kynna börn fyrir hinu ritaða máli. BE Björgvinráðstefnan Bandaríkjamenn gagnrýndir Hörð gagnrýni kom fram á Bandarikjamenn á umhverf- ismálaráðstefnunni í Björgvin í gær. Ræðumenn gagnrýndu bandarísk stjórnvöld fyrir að tefja samkomulag um alþjóða- átak gegn mengun andrúm- sloftsins. Bandarísk stjórnvöld segja að enn liggi ekki fyrir óyggjandi sönnun á að koltvísýringsmengun leiði til víðtækra veðurfars- breytinga á jörðinni. Þau hafa því ekki viljað ljá máls á að innleiða strangar takmarkanir á koltvísýr- ingsmengun frá bflum og iðnaði að svo komnu rnáli. Jan Syse forsætisráðherra Norðmanna sagði í opnunarræðu ráðstefnunnar, sem hófst í gær og stendur í þrjá daga, að ónægar vísindalegar sannanir mættu ekki verða afsökun fyrir því að fresta pólitískum ákvörðunum. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra og Júlíus Sólnes umhverfisráðherra taka þátt í henni fyrir íslands hönd ásamt Páli Líndal ráðuneytisstjóra, Jóni Sveinssyni aðstoðarmanni for- sætisráðherra og Gunnari G. Schram prófessor. Reuter/rb Síðasti pöntunardagur í næsta hluta nýs ríkissamnings tíl kaupa á Madntosh tölvubúnaði með verulegum afsktti er 6 Apple-umboðið Radíóbúðin hf. J_ • mai Innkaupastofnun ríkisins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.