Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 9
„Afþessu ber hins vegar ekki að draga þá ályktun að við eigum að stefna beint og fyrirvaraiaust inn í EB. Málið er hins vegar snúnara en svo að hægt sé að ræða það eingöngu í svart/hvítu, “ segir Björn Arnórsson m.a. í grein sinni. EB (Evrópubandalagið) og EES (evrópska efnahagssvæðið, en um það snúast viðræður EFTA og EB) fá nú vaxandi svig- rúm í íslenskri umræðu eins og annars staðar í Evrópu og reyndar víðar. Það er af hinu góða, en brýnt að umræðan fjalli um þau málefni og vandamál, sem eru á dagskrá frekar en að menn grafi sig í skotgrafir gegn raunverulegum og ímynduðum andstæðingum eins og allt of oft er raunin. Umræðan snýst um mikilvæg efnahagsleg málefni, en ekki að- eins það. Hún snýst einnig um menningu og sjálfstæði þjóða. Það er rétt, sem bent hefur verið á, að menningu og sjálfstæði verður ekki fórnað á altari króna og aura. En jafn mikilvægt er að skilja og viðurkenna, að það get- ur orðið æði þröngt um bæði menninguna og sjálfstæðið ef krónurnar og aurana skortir. Sjálfstæðið Það er ákaflega mikilvægt að skilja mikilvægi þess hvernig heimsmarkaðurinn tengir okkur saman. Eitt af hlutverkum hans er að nýta verkaskiptinguna í framleiðslunni þannig að varan er framleidd þar sem hagkvæm- ast er og síðan skipt fyrir milli- göngu peninga fyrir aðrar vörur, sem hagkvæmara er að framleiða annars staðar. Hægt er með viss- um rökum að fullyrða að verka- skiptingin sem slík skerði sjálf- stæði okkar - ég er háðari íslensk- um bændum, en ef ég ræktaði mínar mat vörur sj álfur - en vænt- anlega vefst ekki fyrir neinum að sjá að það afsal sjálfstæðis eykur ekki aðeins velmegun mína held- ur og gefur mér aukið sjálfstæði að öðru leyti, t.d. með auknum frítíma. Þetta viðurkenna væntanlega allir þegar innanlandsverkaskipt- ingin er rædd, en málið virðist öllu viðkvæmara þegar að utan- ríkisviðskiptum í víðri merkingu kemur. Við verðum að aðlaga okkur þeirri þróun, sem á sér stað í EB og höfum reyndar löngu hafið þá aðlögun. Málið snýst að miklu leyti um það hvernig við höfum best áhrif á það ferli, sem við nú þegar aðlögum okkur að. Gerum við það best utan EB og EES, í EES eða jafnvel í EB? Einn helsti hvatinn að innri markaði EB var einmitt efna- hagsleg stöðvun í Evrópu. Evr- ópubúar óttuðust að efnahágslíf- ið í heiminum væri að þróast upp í tvo póla. Annars vegar N- Ameríku, með Bandaríkin í far- arbroddi og hins vegar SA-Asíu með Japan í fararbroddi. Evrópulömunin var algengt hugt- ak í umræðunni. EB var tæki til að snúa þeirri þróun við - styrkja sjálfstæði Evrópu gagnvart pól- unum tveim. Verkalýðshreyfingin í EB hef- ur jákvæða afstöðu til bandalags- ins og þeirra markmiða sem ætlað er að ná 1992. Hún lítur á banda- lagið sem mikilvægan þátt í að snúa við þeirri stöðnun, sem ein- kenndi Evrópu miðað við N- Ameríku og vissa hluta Asíu. Hún sér í bandalaginu tækifæri til að auka velmegun Evrópubúa og aðgang þeirra að frjóu menning- arlífi Evrópu. Hún lítur ekki svo á að með þessu hafi verkalýðs hreyfingin eða þjóðir þessara landa verið að gefa sjálfstæði sitt upp á bátinn. Hún hefur hins vegar alls ekki látið sér nægja að lýsa yfir vel- þóknun sinni. Verkalýðshreyf- ingin lítur einnig á EB, sem ögr- andi verkefni, sem stöðuet muni einkennast af átökum félagslega sinnaðra afla og hinna, sem fyrst og fremst hugsa um tilveru og möguleika fjármagnsins. Þess vegna hefur hún einnig unnið stöðugt að því að styrkja samstöðu sína á alþjóðlegum vettvangi. Framsýnni mönnum hreyfingarinnar hefur löngum verið ljóst að alþjóðlegu eðli fjármagnsins verði ekki mætt nema með alþjóðlegri samstöðu launafólks. Þessi vitund hefur fundist í hreyfingunni frá upphafi hennar. EB er nefnilega langt því frá að vera eitthvað, sem var ákveðið og fullmótað í eitt skipti fyrir öll. Og það er athygli vert að í Evrópu er það ekki síst félagshyggjufólk af ýmsurn gráðum, sem hefur for- ystu um hraða uppbyggingu 'bandalagsins. Frjálshyggjuöflin hafa víða dregið á eftir sér lapp- irnar. Þar er Thatcher þekktasta dæmið. Verkalýðs- hreyfingin Verkalýðshreyfingin á íslandi hefur lýst því yfir að innganga í EB sé ekki á dagskrá. BSRB hef- ur hins vegar lýst því yfir að við- ræður EFTA við EB um sam- eiginlegt evrópskt efnahagssvæði séu rökréttar, þ.m.t. þátttaka ís- lands í þeim. Þessi afstaða hefur þó verið bundin ákveðnum skil- yrðum um félagsmál, auk þeirra fyrirvara, sem settir hafa verið af íslenskum stjórnvöldum. Ekki er svigrúm hér til að fjalla ítarlega um fyrirvara verkalýðshreyf- ingarinnar en um þá má lesa í bæklingnum: „Samtök launa- fólks og Evrópubandalagið. Af- staða verkalýðshreyfingarinnar til félagsmála EB“. Bækling þennan er hægt að fá á skrifstof- um ASÍ og BSRB. ASÍ og BSRB hafa haft rtána samvinnu um þessi mál og eru í stöðugri samvinnu við systra- samtök okkar í EFTA- löndunum, á Norðurlöndunum og í EB. Auðvitað eru skoðanir þar skiptar. Megin ás samstarfs- ins byggist þá á þeirri sannfæringu - hugsjón? - að al- þjóðahyggjan sé ekki og megi aldrei verða einkamál fjármagns- ins. Þetta er ekki aðeins varnar- stríð, í þeirri merkingu að alþjóð- afjármagninu verði ekki mætt nema með alþjóðlegri samstöðu, heldur sóknarstríð, í þeirri merk- ingu, að landvinninga verkalýð- shreyfingar og félagshyggju megi auka með alþjóðlegri samstöðu. Mengun er lýsandi dæmi um vanda, sem kallar á alþjóðlegar- yfirþjóðlegar - lausnir. En af hverju? Meir en helmingur utanríkis- viðskipta okkar er við þjóðir EB og meir en tveir þriðju við þjóðir EB og EFTA samanlagt. Það gef- ur bókstaflega auga leið að þessar staðreyndir getum við ekki leitt hjá okkur. Því miður verður að afgreiða það sem skrum eitt, þá fullyrt er að þetta sé ekkert mál, „við útvegum okkur aðeins nýja markaði". Það er í raun furða að þau sem svo kveða hafi ekki verið nýtt fyrr til markaðsöflunar, ef málið er eins einfalt og sumir full- yrða. Það er bókstaflega sorglegt að sjá fullyrðingar eins og sáust á síðum eins dagblaðsins hér fyrir nokkru, að tollar á saltfisk skiptu okkur engu máli því þeir væru greiddir af neytendunum en ekki framleiðendum, sem í þessu til- viki eru íslendingar. Af þessu ber hins vegar ekki að draga þá ályktun að við eigum að stefna beint og fyrirvaralaust inn í EB. Málið er hins vegar snúnara en svo að hægt sé að ræða það eingöngu í svart/hvítu. Við getum ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að fyrirtæki í EFTA-ríkjunum hafa nú þegar gert umfangsmiklar fjárfestingar í EB. Þetta gildir einnig um ís- lensk fyrirtæki, jafnvel þó þau hafi tekið seinna við sér en ýmsir aðrir. Ef við tökum dæmi af Svíþjóð, þá sýna nýlegar rannsóknir að 40 stærstu fyrirtækin hafa áætlanir um að auka verulega fjárfesting- ar sínar í EB næstu 3 árin. Á árun- um 1986 til 1988 minnkaði inn- lendur hluti fjárfestinga úr 83 í 77% á sama tíma og hlutfall fjár- festinga í EB jókst úr 9 f 14% og fer enn vaxandi. Þá er áætlað að um 62% af 923 þúsund starfsmönnum 25 stærstu fyrirtækjanna starfi erlendis og af þeim starfar meirihlutinn í EB. Talið er að starfsmannafjöldinn erlendis hafi aukist um 49.400 á síðasta ári á meðan hann dróst saman um 3.600 í Svíþjóð. Augljóslega er þessi samdráttur , atvinnutækifæra félagsmanna sænskri verkalýðshreyfingu áhyggjuefni. Svona mætti lengi halda áfram, en rétt að minna á að þó þróunin á íslandi hafi ekki gengið eins langt, þá hafa íslensk fyrirtæki tekið að fjárfesta í EB. Að sjálf- sögðu getur verkalýðshreyfingin ekki litið fram hjá staðreyndum sem þessum. Reyndar á sú full- yrðing við íslendinga alla. Sjávarútvegur Samkvæmt skoðanakönnun- um ríkir mikil samstaða meðal ís- lendinga um að útlendingum verði ekki hleypt inn á íslensk fiskimið. Umræðan um þessi efni - ekki síst alþingi - hefur þó því miður verið allt of yfirborðs- kennd. Látið er eins og Islending- ar - alla vega í merkingunni ís- lensk fyrirtæki - hafi fullan yfir- ráðarétt yfir öllum afla á íslensk- um fiskimiðum. Nú sé aðeins að gæta þess að við semjum hann ekki af okkur til EB. Sannleikurinn er því miður all- ur annar og öllu skuggalegri. Út- lendingar hafa fjölda leiða til að ná yfirráðarétti yfir íslensku sjá- varfangi og í rauninni veit enginn að hve miklu leyti sú er raunin í dag. Það er að sjálfsögðu þekkt starfsemi um allan heim að fá heimamenn til að standa fyrir fyrirtækjum, sem í rauninni eru í eigu annarra-t.d. erlendra aðila. En erlend fyrirtæki geta einnig notað aðrar leiðir, eins og t.d. með því að bjóða íslenskum út- gerðarfyrirtækjum hagstæð lán gegn því að þau flytji aflann á einhvern sérstakan markað og jafnvel selji hann þar á einhverju umsömdu verði. Þá eru dæmi um að íslénsk fyrirtæki með erlendri eignaraðild eigi í fiskvinnslust- öðvum o.s.frv. Við þurfum því ekki að bíða eftir neinum EES umræðum til að hafa áhyggjur út af ásælni er- lendra fyrirtækja í íslenskan fisk. Eitt af því sem í þessu samhengi þarf að kanna - eins og ég hef reyndar vakið athygli á áður - hvort ekki sé affarasælla að halda reglubundin útboð á fiskikvótum til einhvers ákveðins tíma þar sem erlendum' fyrirtækjum væri einnig heimilt að bjóða - e.t.v. gegn einhverjum ákveðnum skil- yrðum, sem einnig giltu um inn- lend fyrirtæki. Það skyldi þó aldrei vera að þannig næðist í fjármagn sem annars rynni til ein- staklinga, sem hafa það eitt um- fram aðra að eiga forfeður, sem sóttu sjóinn með harðfylgi? Vissulega er nóg að gera við þetta fjármagn til uppbyggingar, hvort sem menn síðan veldu að nota þetta til skynsamlegrar byggða- stefnu, uppbyggingu framleiðslu- fyrirtækja, sjúkrahúsa, skóla eða einhvers annars. Sannleikurinn er sá að ástand- ið eins og það er í dag er alls ekki viðunandi - og fyrirvararnir gegn EB þá enn síður. Þetta verður hins vegar ekki leyst í viðræðum við EB, heldur verðum við að koma okkur niður á raunhæfa stefnu í sjávarútvegi til lengri tíma. Og hræddur er ég um að stutt verði í yfirráðarétt íslend- inga yfir miðunum, ef við afhend- um þau endurgjaldslaust til lengri tíma einhverjum einstaklingum, sem leynt eða ljóst geta framselt þau hverjum sem er. Og eigum við ekki vannýtta fiskistofna, sem gætu orðið okkur uppspretta auðs t.d. ísamningum við EB? Ég er dálítið þreyttur á því að það flokkist í vissum her- búðum undir föðurlandssvik að svo mikið sem kanna þau mál. Útlendingar Annar fyrirvari okkar snýst um innflutning útlendinga. EB um- ræðan hefur leitt í ljós að við erum skelfilega vanbúin til að taka á móti erlendum gestum. Nægir þar að vitna til blaðagreina um hættu sem stafar af fólki, sem ekki er prýtt grámyglulegu litar- hafti okkar víkingabarnanna. Það er augljóslega löngu tíma- bært að gera stórátak meðal þjóðarinnar í fræðslu um menn- ingu annarra þjóða. Kynþátta- hatur og fyrirlitning byggist fyrst og fremst á hræðslu, fáfræði. Persónulega er ég ekki uggandi yfir innflutningi útlendinga - nema þá helst að ég óttist fírarn- komu og mannasiði sumra landa minna gagnvart þeim. Rann- sóknir sýna að það er fyrst og fremst vel menntað og vinnufúst fólk, sem flyst á milli landa í EB. Ófaglært fólk minna og atvinnu- lausir minnst. Reyndar er verið að leggja drög að því í EB að stórefla t.d. tungumáiakennslu, þannig að æ fleiri eigi kost á þessum réttind- um. í rauninni er ég forviða hve lítið hefur verið bent á þvflíkur akkur lítilli þjóð sé í að fá til landsins vinnufúsar hendur til að taka þátt í að byggja upp það vel- ferðarþjóðfélag sem okkur öll dreymir um. Einhverjir ættu að minnsta kosti að hafa skilning á því að stækka skattstofninn!! Og menningin!! Hefur lifandi menn- ing einhvern tímann í mannkynssögunni liðið fyrir tengsl við utanaðkomandi menn- ingarstrauma? Kjarni málsins er alltént sá að ótti okkar við útlendinga - eink- um litaða - segir meira um skóla- kerfið en mér finnst þægilegt að viðurkenna. Enn höfum við því dæmi um verk sem þarf að vinna á heimavelli, óháð því hvað verð- ur um tengsl okkar við EB. Samningar um EES En þetta verða alvörusamn- ingaviðræður, þar sem allir aðilar munu reyna að ganga eins langt og þeir geta. Þess vegna á það ekki að koma neinum á óvart að EB gangi ekki að kröfum íslend- inga þegar í upphafi viðræðn- anna. Nú vitum við ekki hvernig þessir samningar enda. Það er nokkuð landlægur misskilningur að samningarnir séu sprottnir eingöngu up úr þörfum EB að innlima EFTA-ríkin á einhvem hátt. Réttar er að segja.að það séu EFTA-ríkin sem hafi mestra hagsmuna að gæta í sambandi við þessa samninga. En næstu mánuði verðum við að nota - ekki aðeins til að ræða málin og kynna - heldur ekki síður til að undirbúa okkur undir töluverðar breytingar í efnahags- og menningarumhverfi okkar. Slíkur undirbúningur er aðkall- andi óháð því hver niðurstaðan- verður af samningunum við EB um EES. í því samhengi er markviss stefna í sjávarútvegi og barátta gegn kynþáttafordómum og þjóðrembu ofarlega á blaði. Reykjavík 25. júlí 1990. Björn Arnórsson er hagfræðingur BSRB. Föstudagur 27. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.