Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 23
s
ts/ZíHS,
Það var mikill kraftur í Hamingjubandinu og fólk skemmti sér konung lega. Myndir: Reynir.
Sýruhús með
hjálp lögreglunnar
Listahátíð næturlífsins er af-
staðin, þótt framhald verði á
henni um komandi helgi vegna
afskipta laganna varða, þökk sé
þeim. Án þess að vita það fylltu
þeir menningarlegt tómarúm
með aðgerðum sínum gegn næt-
urlífinu á föstudag fyrir viku. í
Englandi stendur nefnilega yfir
fyrirbæri sem heitir „Azid House“
og gengur út á risavaxin partý í
vöruskemmum. Þessi partý fyrir
finnast ekki í lundúnískum lög-
reglusamþykktum og halda þess
vegna uppi ákveðnu atvinnustigi
hjá lögreglunni.
En Listahátíð næturlífsins fór
vel af stað með tónleikum bresku
hljómsveitarinnar The Band Of
Holy Joy í Tunglinu. Júpíters hit-
aði upp fyrir Hamingjubandið og
gerði það með sóma eins og við
mátti búast. Vegna seinkunar á
flugi og mikils áhuga tollvarða á
hljómsveitarmeðlimum Haming-
jubandsins, seinkaði tónleikun-
um nokkuð, en það kom ekki að
sök.
Ég er reyndar orðin uppi-
skroppa með hrósyrði á Júpíters,
svo ég ætla að sleppa því að ræða
frammistöðu hljómsveitarinnar
að öðru leyti en því, að tónleika-
gestir virtust vera með á Júpíters-
uótunum, því meirihluta gesta
réði ekki við skankana og dans-
aði grimmt. Manni varð óneitan-
lega hugsað til tónlistarlögregl-
unnar sem hefði komist í feitt við
innheimtu virðisaukaskatts,
hefði hún staðið alla þessa tón-
leikagesti að því að dansa á
auglýstum tónleikum. En þessi
skattsvik komust ekki upp, önnur
deild lögreglunnar hafði meiri
áhuga á því að Tunglið væri sæmi-
lega skúrað þetta kvöld.
Hamingjubandið kom ekki á
svið fyrr en um miðnætti. Þeir
hamingjumenn virtust vera á
heimavelli. Móttökurnar voru
eins og heimsfræg íslensk hljóm-
sveit kæmi á svið. Án tafa tók
hljómsveitin mörg af sínum bestu
lögum bæði af „Manic, Magic,
Majestic" og „Positively Spook-
ed“ og einnig mátti heyra slatta af
nýjum lögum, sem voru mörg
hver hin áheyrilegustu.
Þrátt fyrir góðar móttökur var
nokkurt hik á samskiptum hljóm-
sveitar og tónleikagesta í fyrstu
en það komst allt í eðlilegt horf
eftir þrjú til fjögur lög. Mér
fannst leikur hljómsveitarinnar
nokkuð spíttaðri og grófari en
þegar Hamingjubandið lék í
Tunglinu fyrir tæpu ári. Ljúfir
Alf harmonikkuleikari var í góðu fonni en dragspil hans hefði mátt njóta
sín betur.
tónar harmonikku og fiðlu fengu
ekki eins vel notið sín en básúnan
hafði áfram stóru hlutverki að
gegna. Þessi áherslubreyting var
ekki til trafala, bara skemmtilegt
að fá að sjá hljómsveitina á
grófari nótum en síðast. Enda
varla ætlunin að fara á sömu tón-
leikana og í febrúar í fyrra.
-hmp
Listmálarinn
Alcopley
Opnar sýningu í Nýhöfn
á morgun
Alcopley opnar á morgun mál-
verkasýningu í Nýhöfn við Hafn-
arstræti 18.
Á sýningunni eru verk unnin á
síðustu þremur áratugum: svo-
nefndar skýjakljúfamyndir,
skemmtigöngumyndir og örlitlar
myndir að auki, sem Alcopley
hefur ekki sýnt hérlendis áður.
íslendingar þekkja Alcopley
best af því að hann va giftur list-
akonunni Nínu Tryggvadóttur,
en hann hefur komið árlega til
landsins síðan 1950. Hann hélt
sýningu á Kjarvalsstöðum árið
1977 og í Norræna húsinu fyrir
tveimur árum.
Alcopley er ekki einungis virt-
ur listamaður, heldur einnig
heimskunnur vísindamaður.
Hann fæddist í Dresden árið
1910, en gerðist bandarískur
ríkisborgari árið 1943. Alcopley
hefur frá mörgu að segja af langri
og viðburðaríkri ævi, og geta les-
endur blaðsins kynnst honum
betur í næstu viku.
Sýningin í Nýhöfn verður opn-
uð á morgun kl. 14-16, og stendur
til 15. ágúst. Salurinn er opin alla
virka daga nema mánudaga kl.
10-18, og kl. 14-18 um helgar.
Kvöldtónar
í Sigurjóns-
safni
Stephan Kaller leikur á
píanó næstkomandi
þriðjudag
Á næstu þriðjudagstónleikum í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar
þann 31. júlí kl. 20.30 leikur þýski
píanóleikarinn Stephan Kaller.
Kaller mun flytja Waldstein-
sónötuna eftir Beethoven og
fimm verk eftir Chopin.
Stephan Kaller hefur um árabil
starfað með Margréti Bóasdóttur
sópransöngkonu, og hafa þau
haldið fjölda ljóðatónleika í
Þýskalandi. Ennfremur héldu
þau saman þrenna tónleika hér á
landi í fyrra, m.a. í Listasafni Sig-
urjóns. Auk einleikstónleika
Kallers í safninu mun hann halda
tónleika með Margréti á Norður-
landi.
Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, þar sem á morgun verður opnað-
ur nýr sýningarsalur.
Sumarsýning
í nýjum sal
Sverrissalur verður opnaður í Hafnarborg á morgun og
jafnframt sumarsýning á verkum í eigu safnsins
Á morgun verður opnaður nýr sýning-
arsalur í húsakynnum Hafnarborgar. í
virðingarskyni við dr. Sverri Magnússon
lyfsala hefur salurinn hlotið nafnið Sverr-
issalur. Einnig verður opnuð sumarsýn-
ing á verkum í eigu safnsins, sem Sverrir
og eiginkona hans færðu því að gjöf.
Dr. Sverrir Magnússon lyfsali í Hafnar-
firði og kona hans Ingibjörg Sigurjóns-
dóttir voru frumkvöðlar að stofnun Hafn-
arborgar. Sverrir lést í júní s.l. en kona
hans árið 1986. Til heiðurs þeim hjónum
er sumarsýningin haldin á hluta þeirra
verka er þau afhentu stofnuninni í júní
1983 í tilefni af 75 ára afmæli bæjarins og
stofnun Hafnarborgar.
í hinum nýja sal verða síðan til sýnis
þrjátíu listaverk sem Sverrir afhenti stofn-
uninni til eignar í nóvember á síðasta ári.
Verkin á sýningunni er á annað hundr-
að talsins og eftir þjóðkunna listmálara,
eins og Finn Jónsson, Ásgrím Jónsson,
Nínu Tryggvadóttur, Jóhann Briem,
Kjarval, Alfreð Flóka, Valtý Pétursson
og marga fleiri.
Sumarsýningin er opin alla daga nema
þriðjudaga frá kl. 14-19, og stendur til 27.
ágúst n.k.
Föstudagur 27. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 23