Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 8
Útgefandi: Útgáfufétag Þjóðvfljana Afgreiðsla: w 68 13 33
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Auglýsingadeild: ® 68 1310-68 13 31
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Sfmfax: 68 19 35
Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Kartsson Verð: 150 krónur (lausasölu
Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson Setnlng og umbrot: Prentsmiója Þjóðviljans hf.
Utfit: Pröstur Haraldsson Prentun: Odcfi hf.
Aðsetur: Slðumúla 37,108 Reykjavík
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfmgar og þjóðfrelsis
Fötlun og fræknleikur
í dag eru væntanlegir heim til landsins á ný
íslensku keppendurnir í heimsleikum fatlaðra
sem fram fóru í Hollandi. Þeir stóðu sig með
óvenjumiklum glæsibrag, Ólafur Eiríksson
hlaut ekki einvörðungu þrenn gullverðlaun í
sundi, heldur setti þar að auki heimsmet í 200
metra skriðsundi. Fleiri íslendingar unnu
þarna til gullverðlauna og annarra verðlauna,
auka þess sem bætt voru nokkur íslandsmet.
Þessum ágætu fulltrúum þjóðarinnar er óskað
til hamingju með árangurinn. Hann verður
vonandi hvatning til þeirra sem ekki ganga
heilir til skógar um að halda sér í eins góðu
líkamlegu ástandi og unnt er, hvort sem fólk
ætlar sér að stunda keppnisíþróttir eða al-
menna heilsurækt
í sambandi við þjálfun fatlaðra má sérstak-
lega nefna þann hóp sem hefur farið í endur-
hæfingu eftir mænuskaða, en þeir eru flestallir
fórnarlömb slysa, ekki síst umferðaróhappa.
Vísindamenn eru vongóðir um að sá tími kunni
að veraframundan, að leiðir finnist til að koma
ýmsum þeirra til aðstoðar með nýrri tækni.
Það er því mikilsvert að mænuskaddaðir kapp-
kosti að halda líkamlegu atgervi jafn góðu og
hægt er, til að glata ekki endurnýjunarmætti
sínum eða þurfa að eyða tíma í uppbyggingu
líffæra á ný, ef svo fer að þau gætu nýst þeim á
nýjan leik.
Samtök mænuskaddaðra endurhæfðra, -
SEM-hópurinn svonefndi, - hefur ráðist í
byggingu íbúðar- og þjónustuhúss við Sléttu-
veg í Reykjavík og ráðgert að henni Ijúki í júní
að ári, samkvæmt frétt Þjóðviljans sl. miðviku-
dag. Fjármögnun byggingarinnar er enn að
hluta óleyst mál, en góðar undirtektir þjóðar-
innar í fjársöfnun samtakanna benda til þess
að skilningur ríki á því að þessi þjóðfélagshóp-
ur þurfi sem fyrst að njóta betri aðstöðu en nú
er.
Þótt hér eigi enn eftir að efla mjög aðstöðu
fatlaðra til íþróttaiðkana og mikið sé óunnið,
bæði í ferlimálum og húsnæðismálum, hefur
sem betur orðið talsverð þróun á þessu sviði
undanfarin ár. Augu þjóðarinnar hafa opnast
fyrir því, að fatlaðir eiga ekki einungis
heimtingu á því að njóta sömu aðstöðu og
tækifæra og aðrir landsmenn, heldur hafa ekki
síður í fjölmörgum tilvikum sannað sig bæði í
starfi og á íþróttavettvangi sem jafn framúr-
skarandi einstaklingar en þeir sem „heilir“
kallast.
Lagasetning er óþörf
Ríkisstjórnin þarf ekki að gefa út bráða-
birgðalög til að forðast kollsteypur í efna-
hagsmálum í kjölfar úrskurðar Kjaradóms í
BHMR-deilunni. Samninganefnd BHMR hefur
gefið viðræðunefnd sinni umboð til að ræða
við ríkisstjórnina um 15. grein samningsins,
sem kveður á um að BHMR-félagar muni njóta
almennra launabreytinga sem verða kunni á
samningstímanum. Þar með gæti verið úrsög-
unni framhald „höfrungahlaupsins" svo-
nefnda, víxlverkunarinnar sem blasir ella við,
ef ASÍ og BSRB fá nú einhverja þá kjarabót
sem BHMR mundi aftur að bragði meta og
krefjast sér til handa líka.
Páll Halldórsson, formaður BHMR lýsti því
yfir í gær, að jafnhliða þessu tilboði BHMR um
viðræður um 15. greinina mundi bandalagið
þá fara fram á einhverjar leiðir til tryggingar á
langtímasamningi sínum og leiðréttingum
þeim sem í honum eiga að felast gagnvart
háskólamönnum á almennum markaði.
Ákvörðun BHMR-forystunnar er fagnaðarefni.
Ríkisstjórnin hlýtur að ganga til þessara við-
ræðna og skoða möguleikana í framhaldi
þeirra gaumgæfilega.
Vandinn er ekki leystur með þessu. Skýrt
hefur komið fram, að ASÍ og BSRB krefjast
leiðréttingar á kjörum til samræmis við
breytingarnar sem urðu hjá BHMR eftir úr-
skurð Kjaradóms. En aðilarvinnumarkaðarins
og ríkisstjórnin hafa úr ýmsum leiðum að velja
til að greiða úr því efni, öðrum en setja bráða-
birgðalög. Forystumenn ASÍ og BSRB hafa
skiljanlega ekki viljað styðja hugmyndir um
lagasetningu sem takmarkaði rétt annarra
launamannasamtaka. Bráðabirgðalög nú
mundu ekki reynast ríkisstjórninni nothæf
tímavél. óht
8 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. júlf 1990