Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 17
Alþjóðlegt kommúnistatímarit og grein eftir Halldór Laxness voru lögsóttir fyrir hugmyndir sínar og gerðir með dómi útrækir úr mannlegu félagi vegna þeirra eða teknir á lífi.“ Halldór heldur sig svo mest við hinar kaþólsku miðaldir í greininni og dregur þar upp miklu dekkri mynd af páfa- dómnum en hánn gerir í öðrum ritsmíðum. Ástæðan er náttúr- lega sú, að hann „talar um munk- inn en meinar sköllótta mann- inn“ eins og Kínverjar segja: páf- ar og Rannsóknarréttur og trú- villingabrennur eru höfð til að skoða visst mynstur í hegðun ein- ræðisríkja samtímans - og þá þeirra sem lutu kommúnísku flokksræði. Á þetta er líka minnt með beinum hætti eins og t.d. í bessum orðum: „Það er engin ástæða til að halda að páfar miðaldanna hafi haft meiri trú á kaþólsku en til að mynda Stalín á kommúnisma eða Hitler á þjóðernissósíalisma. Valdið eitt skipti máli.“ Hvað fór úrskeiðis? Greininni um „Upphaf mann- úðarstefnu“ var hafnað. Saman- spyrðing af þessu tagi gat ekki gengið í tímaritinu alþjóðlega, eins þótt Khrúsjof hefði margt miður fallegt sagt um Stalín á flokksþingi skömmu fyrr (1960). Það var lfka ótæk villa hjá greinarhöfundi að beina athygl- inni að þeirri staðreynd (eins og Onvell hafði gert áður) að í al- ræðiskerfum fer svo fyrr en varir að „valdið eitt skiptir máli“. Svo var annað: á skammri stundu skipast hugmyndafræði- veður í lofti. Sá texti sem gat næstum því sloppið (með samkomulagi við höfund um að strika kannski út í bili tvær-þrjár setningar) á prent um það leyti sem Zuzanek lagði upp til Is- lands, hann gat komið að harð- læstum dyrum nokkrum mánuð- um síðar. Rétt eins og Solzhenit- syn í Sovétríkjunum breyttist úr snillingi á borð við Tolstoj (svo sagði Pravda eftir að Dagur í lffi ívans Denisovítsj kom út!) í vaf- agemling og kannski níðhögg kommúnismans nokkrum mán- uðum síðar. Sjálfur segir Halldór Laxness í neðanmálsgrein um málsatvik: „Ritgerð þessi var samin (á ensku) að tilhlutan tímarits í Prag, sem síðan treysti sér ekki, vegna hugmyndafræði, að prenta útmálun á Rannsóknarrétti mið- aldanna." Svo fór nú það. Málalok Af vini okkar Zuzanek er það að segja, að nokkru síðar hætti hann störfum við „Vandamál friðar og sósíalisma“. Hann sneri sér að félagsfræði frítímans og komst í starfshóp sem vann að þessum málum í Tékkóslóvakíu í tengslum við UNESCO. Tengsl- in við UNESCO hjálpuðu honum að komast til Parísar með fjöl- skylduna eftir innrásina 1968 - nokkru síðar flutti þetta fólk til Kanada og býr þar og vegnar vel. Þegar Zuzanek nú heimsækir Prag eftir langt hlé, getur hann labbað sig upp á Thakurova-götu þar sem ritstjórn margnefnds tímarits var til húsa á sínum tíma. Það hús er nú komið aftur í umsjá fyrri eigenda sinna - kaþólskra guðfræðinga. Þar er nú allt breytt innan stokks. En líkneskjur af Móse og Kristi, sem felldar eru inn í framhlið byggingarinnar, þær voru þarna þegar marxistarn- ir alþjóðlegu gengu sig inn árið 1958 - og þær eru þarna enn, rétt sem ekkert hafi í skorist. Engin vandamál í dag, takk fyrir. Þess í stað ætla ég að ségja litla sögu. Sögu af alþjóðlegu kommúnistatimariti í Prag sem var að deyja og grein eftir Halldór Laxness og af vini mínum tékk- neskum sem pantaði greinina. Tímaritið sem hvarf Sagan byrjar á því, að á dögun- um er ég að skoða sovéska viku- ritið Nýir tímar. Þar sé ég grein eftir Sergej nokkurn Bélenkov sem lýsir því, að nú sé tímaritið „Vandamál friðar og sósíalisma“ dautt. Þetta tímarit hóf göngu sína fyrir 32 árum og átti að vera málgagn hinnar alþjóðlegu kommúnistahreyfingar. Þegar litið er á ártöl má þykj a líklegt, að tímaritinu hafi ekki síst verið ætl- að að berjast fyrir sovéskum sjónarmiðum gegn kínverskri maóistavillu, sem þá var farin að grasséra hér og þar um heiminn. Nema hvað: tímaritið kom út á fjölmörgum tungumálum (enska útgáfan hét World Marxist Revi- ew). Það lagði undir sig stórt hús sem áður hafði tilheyrt sam- tökum kaþólskra guðfræðinga í Prag. Fjöldi skriffinna fékk þar lifibrauð. Bélenkov segir að tímaritið hafi verið síðasta sýni- lega táknið um marghliða sam- skipti kommúnistaflokka í heiminum. Og nú er það semsagt horfið. Farið hefur fé betra Upphaf mannúð- arstefnu Líður svo fram tíminn. En þá um veturinn bregður mér í brún: Jiri vinur minn Zuzanek er fyrir- varalaust kominn inn á gólf í lítilli kvistíbúð í Drápuhlíðinni og spyr hvort hann megi ekki sofa hér. Þó nú væri. Og hvernig stóð nú á hans ferðum? Jú, hann var kominn gagngert frá Prag til að semja við Halldór Laxness um grein, sem átti ein- hvernveginn að hjálpa þeim hin- um forvitnari og umburðar- lyndari mönnum á alþjóðlegu kommúnistatímariti til að koma aftan að tréhausum við sama rit. Zuzanek hringdi í Halldór og fór að heimsækja hann. Ég vissi ekki hvað þeim fór á milli, en þeir sátu lengi saman. Eftir samtalið vonaði Zuzanek allt hitt besta. Þó var hann smeykur við að Hall- dór áttaði sig ekki nægilega vel á því, hvað hægt væri að ganga langt í „villutrú“ í grein sem væri ætluð einmitt þeim vettvangi sem tímaritið í Prag var. Hann reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Halldór Laxness skrifaði sína grein og sendi til Prag. Hún heitir „Upphaf mannúðarstefnu“ og gefur nafn ritgerðasafni sem út kom árið 1965. Páfadómur þá og nú Halldór segir nálægt upphafi greinarinnar: „Það er ekki einsk- isvert á vorum dögum að minnast einstöku sinnum þeirrar einok- unar í hugsun sem auðkendi páfa- dóm miðaldanna þegar menn Þetta tímarit var leiðinlegt og gelt og munu fáir gráta þótt það hverfi. Ekki grætur Bélenkov, sem kallar tímaritið athvarf kreddutrúar, sem faldi sig á bak við hátíðlegt orðfar og var í engri snertingu við veruleikann. Þar urðu alltaf, segir hann, að vera greinar eftir háttsetta menn í valdhafandi kommúnistaflokk- um, þar var alltaf verið að blása til herferða til að „afhjúpa“ endurskoðunarsinna, nýja vinstr- ið, Evrópukommúnista eða Vat- íkanið. Áð vísu, segir Bélenkov, kom það fyrir að menn úr kom- múnistaflokkum, einnig þeir sem störfuðu við tímaritið, reyndu að breyta til, opna umræðuna, fá greinar eftir „óþægilega" menn (hann nefnir Milovan Djilas, andófsmanninn júgóslavneska, Galbraith hagfræðing, Kissinger, fyrrum utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Antonio Rubbi, einn helsta sérfræðing ítalskra kom- múnista um alþjóðamál). En all- ar þessar tilraunir drukknuðu jafnan í sjálfumglöðu eintali kommúnistaforingja sem allt vissu betur og engan skoðanam- un þoldu. Heimsókn til Prag Þessi grein rifjaði það upp fyrir mér, að einu sinni heimsótti ég ritstjórn þessa tímarits í Prag - og hitti þar fyrir menn sem ætluðu að reyna að breyta til og opna glugga að minnsta kosti upp á hálfa gátt. Eiginlega var ég ekki að heimsækja tímaritið „Vandamál friðar og sósíalisma" heldur vin minn og skólabróður frá Mos- kvuháskóla, Tékkann Jiri Zuzan- ek. Zuzanek hafði að vísu verið í bókmenntasögu og skrifað sína lokaritgerð um Tolstoj, en þegar hann kom heim frá námi fór hann að vinna við þetta alþjóðlega tímarit. Kannski vegna þess að hann var fullkomlega jafnvígur á rússnesku og tékknesku og kunni vel að umgangast allrahanda fólk. Nema hvað: sumarið 1962 hitti ég Zuzanek í Moskvu og hann bauð mér að heimsækja sig og skoða Prag. En það var hægara sagt en gert ef ég átti ekki að vera neyddur til að sitja á dýru hóteli í Prag og eyða dollurum sem ég átti reyndar enga. Tékkneska sendiráðið í Moskvu mundi ekki gefa mér vegabréfsáritun út að ég væri að fara í einkaheimsókn, slíkt var ekki leyft þá nema um nána ættingja væri að ræða. Við gripum því til þess ráðs að þegar Zuzanek kom til Prag nældi hann sér í bréfsefni frá tímaritinu og skrifaði mér virðu- legt bréf, þar sem félagi Berg- mann var vinsamlegast beðinn um að koma til Prag að ræða hugsanlegt samstarf við „Vanda- mál friðar og sósíalisma“. Með þetta bréf fór ég í sendiráð Tékk- óslóvakíu og þeir hristu hausinn: Þeir áttu ekki að gera þetta svona, sögðu þeir. En bréfhaus- inn var samt nógu virðulegur til að ég fengi áritun á minn passa án þess að nokkursstaðar kæmi fram hvar ég ætti að búa í Prag. Eigum við að tala við Halldór? Segir nú ekki af því: til Prag fór ég og bjó hjá Zuzanekhjónum og sá bíómyndir og leiksýningar og hitti kunningja vinar míns og allt benti þetta, þótt í hógværu formi væri, til þeirra tíðinda sem urðu í Tékkóslóvakíu 1968 og hétu þá Vorið í Prag. Að vísu sagði Tomka, kona Zuzaneks, að hún væri hundleið á að tala um þessa oddvita í póli- tíkinni, Novotny og þá gaura. Eigum VIÐ sem erum ekki heimskari en við erum að gera okkur lifið leitt með því að þrasa um ÞÁ? En Zuzanek lét sig ekki, hann var alltaf að leita að röksemdum og bandamönnum, fjær og nær, sem gætu breytt og bætt það sem valdhafarnir kölluðu „raunhæfan sósíalisma“. Hann fór með mig á rit- stjórnarskrifstofur tímaritsins og kynnti mig fyrir samstarfsmanni sínum, ungum Rússa. Sagði mér að þeir væru í hópi nokkurra tímaritsmanna, sem hefðu hug á að hressa upp á ritið með því að fá einhverja góða menn utan kommúnistaflokka til að taka upp merkileg mál. Seinna um daginn spurði svo Zuzanek: Hvað heldurðu að Halldór Laxness segði ef við bæðum hann að skrifa fyrir okkur grein um húmanisma á okkar dögum og hlutverk rithöfundarins og það allt? Ég veit ekki, sagði ég. Ég held hann sé orðinn þreyttur á slíku kvabbi. Ekki gerir neitt til þótt við spyrjum? sagði Zuzanek. Varla, sagði ég. Árnl Bergmann Föstudagur 27. júlí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.