Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 11
Sophia Perdikaris og Martha Temkin, nemendur Thomasar MacGovem, 3ð störfum viö uppgröft íöskuhaug við verbúð í Akurvík á Ströndum Hvítu lappamir í barðinu eru mismunandijarðlög. Dökka lagið neðst er mjög ríkt af beinum. Myndir Kristinn. SAGA FORFEÐRA OKKAR GRAFIN ÚR ÖSKUHAUGUM í byrjun vikunnar hóf hópur forleifafræðinga uppgröft norður á Ströndum. Það þætti vart í frá- sögur færandi undir venjulegum kringumstæðum, en forsaga þessa uppgraftar hefur verið slík að sjaldan hefur ein fornleifa- rannsókn vakið jafn mikla athygli, hvað þá rannsókn sem ekki er byrjuð. En hverju er verið að slægjast eftir þarna norður á hjara hins byggilega heims? Fréttir af deilu þeirri sem reis upp um hvort veita ætti Thomas MacGovern leyfi til að grafa við gamla verbúð norður á Ströndum hafa verið afar ruglingslegar. Þegar sjónvarpið sagði frá þessu var iðulega brugðið á skjáinn myndum af beinagrindum for- feðra okkar í Þjóðminjasafninu og af samhenginu mátti ráða að Thomas og félagar hans væru að flyt j a beinagrindurnar út í stórum stfl. Þetta er þó jafn fjarri sannleikanum og Gjögur er fjarri Reykjavík. Til að komast eitthvað nær kjarna þessa máls ákváðum við að leggja land undir fót og brenna eftir vegleysum norður á Strand- ir. í fjöruborðinu í Akurvík, við endann á flugbrautinni á Gjögri, var hópurinn að störfum, reyndar bara hluti hans, því einnig var verið að grafa í öskuhaug við bæjarhólinn á Gjögri. Þá var hluti hópsins staddur í Norður- firði við mælingar á gömlum rúst- um. Alls eru fjórtán manns, af sex þjóðernum, að störfum við þessar rannsóknir á Ströndum í sumar. Og rannsóknimar eru afar fjölþættar. í fyrsta lagi er það hópurinn sem grefur upp gamla öskuhauga og safnar dýrabeinum til rannsókna en sá hópur er undir stjórn dr. Thomasar MacGo- vern. Þá er lið sem mælir út gaml- ar rústir undir stjórn dr. Paul Buckland frá Sheffield í Bret- landi. Þau nota nýja mælinga- tækni sem er tölvuvædd. Mæling- stórar fötur með múrskeiðum í botni uppgraftarins. Sandurinn er svo sigtaður og beinunum safn- að í plastpoka. Lang stærsti hlutinn eru fiskibein, en einnig hafa þau fundið selsbein, hval- bein og nokkur kindabein. Thomas rís upp úr gröfinni, rauðbirkinn, úfinn og þéttur á leitar á vit nýrra ævintýra á nýjum slóðum. Ég hef hinsvegar verið tengdur rannsóknum á íslandi í tíu ár.“ Frá Gjögri til New York Thomas er frá héraði í Virginíu Hver er hannþessi Thomas MacGovern sem rótar ígömlum öskuhaugum nordurá Ströndum? Erhann Indiana Jones nútímans eða alvarlegaþenkjandi vísindamaður? Ætlar hann að ræna Islendinga menningarsögulegum verðmætum eða munu rannsóknir hansgagnast okkur? Til aðganga úrskugga um þetta skrapp Þjóðviljinn norðurá Strandirog heimsótti vísindamennina þar arnar eru jafnóðum skráðar á tölvu, sem teiknar síðan upp rúst- irnar. Þriðji hópurinn eru þrír fornvistarfræðingar, sem stunda rannsóknir á skordýrum frá ýms- um tímum. Indiana Jones Það er augljóst á öllu að hópur- inn hefur iðað í skinninu eftir að fá að hefja störf, því Thomas og tveir nemendur hans frá Hunter College í New York, þær Martha Temkin og Sophia Perdikaris frá Grikklandi, eru önnum kafin á fjórum fótum við að moka sandi í velli. Ekki neinn Harrison Ford, en einsog kunnugt er líkti frétta- maður útvarps honum við ævin- týrapersónuna Indíana Jones. Thomas hlær við þegar hann er minntur á það. „Ég hafði mjög gaman af því. Því miður hef ég ekki útlit Harri- son Ford og ég býst ekki við að ég geti tekið slík heljarstökk og hann.“ „En hann notar svipuna á okk- ur,“ kallaði Martha. „Bara þegar nauðsyn krefur,“ svaraði Mac Govern. „Indiana Jones heimsækir aldrei aftur sama stað, heldur sem ekki er ýkja frábrugðið samfélaginu á Ströndum, að sögn hans. Þetta er mjög afskekkt samfélag, „við enda þjóðvegar- ins.“ þaðan fór hann til náms í New York, fyrst í menntaskóla og svo í Columbia University, og lauk þar doktorsnámi í fomleifa- fræði. Hann hefur komið víða við á ferli sínum í fornleifafræðinni, tekið þátt í rannsóknum í Manc- hester á Englandi, á írlandi, Fra- kklandi, Portúgal og fsrael. Þá stundaði hann rannsóknir í sex ár á Grænlandi og í þrjú ár á Shetl- andseyjum. Hann hefur verið viðriðinn rannsóknir á íslandi í tíu ár, fyrst rannsóknir á beinum sem fundist hafa við uppgrefti hér en undanfarin sex ár hefur hann sjálfur tekið þátt í uppgröftum hér, m.a. á Svalbarði í Þistilfirði. Rannsóknir hans á Grænlandi, Shetlandseyjum og íslandi tengj- ast innbyrðis, því hluti af rannsókninni er samanburður á niðurstöðum úr rannsóknum á þessum þremur stöðum. Fiskibein sjaldgæf á Grænlandi Þegar þú berð saman niður- stöður úr þessum rannsóknum er eitthvað sérstakt sem hefur kom- ið þér á óvart? „Þessir staðir eiga margt sam- eiginlegt en einnig ýmislegt sem er mjög frábragðið. Á Islandi höfum við borið saman mismun- andi landshluta og svo virðist sem fæða íbúanna hafi verið frábragð- in á þessum mismunandi stöðum. Við rannsókn á bóndabænum í Þistilfirði fannst mun meira af selsbeinum t.d. en á Stóru-Borg á Suðurlandi. Stór hluti beinanna fyrir norðan voru selsbein en ein- ungis örfá selsbein fundust við Stóru-Borg. Á Grænlandi virðast selir og hreindýr hafa verið aðal fæðuteg- undirnar. Selir virðast hinsvegar eingöngu hafa verið étnir þegar harðnaði í ári hér á íslandi. Við uppgröftinn á Svalbarði kom í ljós að selsbeinum fjölgaði þegar loftslagið kólnaði. Föstudagur 27. júlí 1990 |NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.