Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 12
þeirra manna sem komu til strandar og stunduð sjóinn árs- tíðabundið. Flestar fornleifa- rannsóknir á Norðlægum slóðum hafa verið gerðar á bændabýlum en svona verbúðir lítið verið rannsakaðar. Þessa tvo daga sem við höfum unnið að uppgreftrinum hefur fundist mjög mikið af beinum þannig að allt bendir til þess að þessi rannsókn heppnist mjög vel. Sennilega munum við finna um 20 þúsund bein í þessum greftri. Nú þegar höfum við fyllt um tuttugu plastpoka af beinum. Mest af því eru fiskbein, nokkur selsbein, hvalbein og örfá kinda- bein.“ Er hægt að sjá af þessu hvort fólk bjó hér allt árið eða hvort búðirnar voru eingöngu notaðar yfir vertíðina? „Ég tel að fólk hafi bara dvalið hér árstíðabundið. Það má sjá það á beinalögunum í jarðvegin- um. Á milli þeirra eru sandlög, þannig að líklegast er að jarðveg- ur hafi hulið úrganginn þegar fólk yfirgaf staðinn. Það ætti að vera hægt að mæla aldur þessara laga og finna þannig út hversu gömul þau eru.“ Hvert verður framhaldið á þessum rannsóknum þegar þið hverfið burt héðan? „Við höfum áformað að vinna að rannsóknum á þeim gögnum sem við höfum flutt til Bandaríkj- anna næstu tvö sumur, því við eigum mikið verk óunnið þar. Við erum í samstarfi við Guð- mund Ólafsson, varðandi bein frá Bessastöðum, við Margréti Hallgrímsdóttur vegna upp- graftrarins í Viðey og Mjöll Snæs- dóttur vegna Stóru-Borgar, en þar hefur fundist gríðarlegt magn af beinum, sennilega mesta magn sem hefur komið upp við nokk- um einn uppgröft. Við vonumst til þess að geta komið hingað aft- ur næsta sumar til þess að bera saman bækur okkar með þeim. Þegar ég var í Reykjavík, vegna látanna í kringum leyfið, ræddum við um hvort ekki væri möguleiki á að gefa út bók um fornleifarannsóknir á íslandi. Sú bók yrði þá bæði á íslensku og ensku.“ Selkópur og golþorskur Sophia kemur með fulla fötu af sandi og hellir úr henni í sigtið. Sandurinn er sigtaður frá og á vírnetinu liggur hrúga af gulnuð- um beinum. Thomas rótar í hrúg- unni og tekur upp tvö rifbein. „Þetta eru augljóslega rifbein úr spendýri,“ segir hann. Bendir svo á nokkra dfla á beinunum og segir að á þeim megi sjá að þetta séu bein úr sel og af stærðinni megi sjá að þau séu úr ungum kóp. Þá tekur hann upp kjálkabein úr fiski og segir að það sé augljós- lega úr þorski, og það reglulegum golþorski. „Flest fiskbeinin eru úr þorski og það er athyglisvert að yfirleitt hefur þetta verið mjög vænn þorskur, mun stærri en menn veiða í dag. Einnig finnum við einstaka ýsubein og bein úr flat- fiski, en þorskbeinin eru í yfir- gnæfandi meirihluta." Þegar búið er að sigta allan sandinn frá eru beinin sett í plastpoka og merkt á hann úr hvaða Iagi beinin eru. Á þessum öðrum degi uppgraftarins höfðu leiðangursmenn þegar fyllt um 20 plastpoka. Þakklátur fyrir stuðninginn Lætin í kringum leyfisveiting- una, hafa þau haft slæm áhrif á vinnu ykkar hér og andrúmsloftið gagnvart þessari rannsókn? „Bæði já og nei. Ég get ekki sagt að þetta hafi verið óskastaða fyrir mig en á meðan á þessu hef- ur staðið hef ég fengið mjög góð- an stuðning frá mörgum íslend- ingum og ég er mjög þakklátur fyrir hann og hann snart mig Thomas MacGovern mokar sandi í fc Þá kom það okkur á óvart á Grænlandi, að norrænir menn þar virðast ekki hafa notað fisk mjög mikið. Svona safn af fisk- beinum einsog við höfum fundið hér er óhugsandi á Grænlandi. Þar fundust kannski tíu til tólf fiskbein í uppgreftri. Fyrst héld- um við að það væri vegna þess að þeir sem áður höfðu rannsakað rústir þar, um 1930, hefðu ekki lagt svo mikla áherslu á að varð- veita fiskbein, en við ítarlegri rannsóknir fundust ekkert fleiri bein en áður. Hver sem ástæðan er þá virðast norrænir menn á Grænlandi ekki hafa nýtt fisk mikið, sennilega hafa þeir ekki haft útbúnað til þess að sækja miðin einsog íslendingar á mið- öldum, en þá virðast þeir hafa aukið veiðar mikið. Á Shetlandeyjum virðast menn hinsvegar hafa farið að sækja sjóinn fyrr en íslendingar.“ Gömul verbúð Uppgröfturinn er við fjöru- borðið og má greinilega sjá að flóðaldan hefur leikið um svæðið sem hópurinn er að grafa upp og að sögn Thomasar er hætta á að sjávarföll skoli burt ösku- haugnum á næstu árum og vinni jafnvel spjöll á sjálfum rústun- um. „Að öllum Iíkindum eru þetta gamlar verbúðir. Þessara búða er ekki getið í Jarðabók Áma Magnússonar. Það er margt at- hyglisvert við þessar búðir, t.d. það að hér er ekki gott skipalægi og einungis hægt að leggja að á háflóði. Við vitum að strandleng- jan hér hefur hækkað, þannig að hafnarskilyrði hafa kannski verið betri fyrr á öldum. Einsog sjá má merkjum við hvert jarðlag fyrir sig og úr því getum við lesið margt, m.a. hversu gamlar rústirnar em. Þarna er t.d. breitt lag með mikið af beinum, skeljum og einnig bmnnum kolum. Þetta lag teygir sig hingað að sjálfum verbúðun- um. Hérna eru brunnir steinar, sem sennilega hafa verið hitaðir yfir eldi og notaðir til að flýta fyrir þurrkun fisksins. Við gröfum eingöngu í hauginn fyrir utan sjálfar sjóbúðirnar en það má greinilega sjá á tóftunum að hér hafa verið búðir. Senni- lega hafa þeir sem dvöldu í búð- unum hent ruslinu út um dym- ar.“ Bein frá miðöldum Menntamálaráðherra veitti hópnum leyfi til þess að hefja uppgröft í lok síðustu viku. Á mánudag í þessari viku hófst svo uppgröftur. Þegar við mættum á þriðjudag var þegar komin mynd á uppgröftinn. „Við höfum þegar fjarlægt mikið af sandi. Hópurinn er mjög áhugasamur, enda þurftum við að bíða í nokkrar vikur eftir að fá að hefjast handa. Ég kom hingað s.l. föstudaginn. Ég var í Reykja- vík að vinna að því að við feng- jum leyfið, en á meðan var hópur hér norður á Ströndum að vinna að skráningu gamalla rústa. Við vomm hinsvegar tilbúin að grafa hér um leið og leyfið fengist. Við vitum ekki enn hversu gamlar þessar minjar eru en ég tel að þær séu að minnsta kosti frá miðöldum. Við höfum ekki fund- ið neinar minjar af leirmunum, gleri eða tóbakaspípum, sem sennilega hefði verið í yngri ösku- haugi. En það er langt því frá að öll kurl séu komin til grafar á þessum stað. Við eigum enn eftir að grafa dýpra og hvort eldri minjar komi þá í Ijós er ómögulegt að segja til um. Þegar við höfum lokið upp- greftrinum og tínt úr sandinum bein og annað sem kemur í ljós, munum við setja sandinn aftur á sinn stað við börðin þannig að aðkoman hér verður eins og hún var þegar við komum að staðn- um.“ Þið eruð alltaf að róta í ösku- haugum. „Já, þar er okkur rétt lýst,“ sagði MacGorvern og hló við. „Bændurnir hér í kring höfðu mjög gaman af því þegar þeir fréttu að við ætluðum að róta í gömlum öskuhaugum. Þeim fannst það eitthvað það fyndn- asta sem þeir höfðu heyrt að við værum komin alla leið hingað í leit að gömlum öskuhaugum. Á okkar snærum er einnig fólk sem er að kanna skordýralífið hér um slóðir og bændurnir urðu mjög undrandi þegar vísindamennirnir báðu um leyfi til þess að skríða á fjórum fótum í gripahúsum til að leita að skorkvikindum. Þeir Sandurinn er sigtaftur og þá koma beinin I Ijós. Úr einni fötu kom fullur plastpoki af beinum. Sophia heldur á pokanum en Thomas tínir beinin upp í hann. höfðu mjög gaman af að fylgjast með því.“ En hafið þið fundið eitthvað af skordýraleifum í haugnum hér? „Nei. Sandurinn hér er of þurr til þess að skordýrin varðveitist. Hinsvegar hafa skordýraleifar fundist við uppgröftinn á Stóru- Borg, í Viðey og á Bessastöðum, enda j arðvegur mun votari þar en hér. Bein hafa hinsvegar varð- veist mjög vel hér. Hér eru bæði fiskbein, selsbein og hvalbein. Einu munirnir sem við höfum fundið, að beinum undan- skildum, eru nokkrir gamlir járnnaglar. Svona sjóbúðir eru mjög al- gengar á íslandi, en þessar búðir eru sérstakar að því leytinu til að þær hafa varðveist í þurrum sandi, en flestar svona verstöðvar eru þaktar dökkum sandi sem varðveitir beinin illa, þar sem sýrustig þess jarðvegs er mun hærra en hér. Við grófum við Svalbarð í Þist- ilfirði en bein höfðu ekki varð- veist þar vegna hins háa sýrustigs í jarðveginum. Hér gefst í fyrsta skipti tækifæri til þess að rannsaka lifnaðarhætti 12 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.