Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 22
Birgir Svan Símonarson Uppgjöríð við fortíðina Maður heyrir öðru hverju kröfur um að við vinstrimenn gerum upp við fortíðina. Pað er bara engu líkara en að við höfum hlaupið út af veitingast- að án þess að borga, eða tæmt nokkur ávísanahefti á fylleríi. Maður bara skilur ekki svona móðursýki og of- stækisáróður. Þaö er hins vegar næsta víst að þetta leiðindatal er farið að fara í taugarnar á mörgu hugsjónaf- ólki til vinstri, sem fórnaði skósólum á altari Keflavíkurvegarins. Okkar menn eru auðvitað á kafi í pólitík og að verja kaupmáttinn og svo fram- vegis. Þannig að það er alveg ljóst að þeir sem slíkir hafa hvorki tíma né áhuga á að svara svona rugli. En hvað varðar þetta svokallaða upvask við fortíðina þá get ég svosem alveg eins og hver annar séð um það. Vanur kokkurinn. Hugsjónir Fyrst af öllu verðum við að átta okkur á því, hvað það er að vera hug- sjónamaður. Maður sér með innra auga heim sem er góður og réttlátur og fagur. Þennan heim sér maður afar skýrt og stundum var eins og að ytri augun biinduðust af skýrri sjón þess innra. Það voru slíkar hugsjónir sem gerðu það að verkum að menn gátu horft upp á fjöldaaftöku en séð morg- unleikfimi framsækins verkafólks í þessu héraði eða hinu. Stöku maður er enn svo illa haldin af hugsjónum að þeir þola ekki fólk og verða að búa einir í vitum eða á fjöllum. Auðvitað vorum við vinstri menn bara bláeygt hugsjónafólk og það er laglegt ef það á að verða skammar- yrði að vera hugsjónamaður á ís- íandi. Þjóönýtingin Það er engin ástæða til að fara í felur með það, að við ætluðum að taka helvítis kapítalistana í karphús- ið. Taka af þeim fyrirtækin og gefa verkafólkinu. Ef einhver ætlar að segja að þetta sé fallega hugsað þá er mér að mæta. Við ætluðum sannar- lega að draga blóðrauða fána að húni á smjörlíkisgerðunum og Moggahöll- unum. Það sem var erfiðast var að sannfæra verkamannafíflin um að þeir ættu þetta skilið. Það var engu Ííkara en að þeir vildu ekkert með þessi fyrirtæki hafa að gera. Burgeisarnir Því er stundum haldið fram af of- stækisfólki til hægri að við félags- hyggjufólk höfum eitthvað á móti burgeisunum. Það er auðvitað langt í frá. Að vísu var um tíma talað um að reka kabbana út úr Snobbhillunum -og Arnarnesunum, og það væri óheiðarlegt að viðurkenna ekki að á- kveðnir félagar nátengdir sportveiði- klúbbum, voru að vísu eitthvað að tala um mannúðarsjónarmið. Þeim fannst einfaldlega of grimmdarlegt að reka menn úr snobbhverfunum, láta þá fara að búa í kommúnu við frjálsar ástir og leshring. Hin opinbera stefna vinstri manna var hins vegar sú að gera burgeisana að nýtum þjóðfélags- þegnum, leyfa þeim að kynnast sjávarútvegi og grasrót án milliliða. Lýöræöiö Það vita auðvitað allir að lýðræðið hefur aldrei verið annað en eitt helvít- is kjaftæði. Það er skrýtið að heyra það frá ofstækismönnum til hægri að við séum einir um að sýna lýðræðinu fingurinn. Það er auðvitað sama hvort menn gera byltingu til hægri eða vinstri, lýðræðið hlýtur að flækj- ast fyrir á því stigi. Þegar réttlætið hefur hins vegar sigrað þá rennur upp sól lýðræðis og góðra kosninga. Þetta hafa púlsmenn aldrei skilið á íslandi. Þeir vilja bara halda áfram að vera í fýlu útaf kaupi og kjörum, í fýlu út í sinn flokk og sína menn, en byltingu hafa þeir aldrei nennt að gera. Það er þess vegna ekki hægt að klína því á vinstri menn qð hafa fótum troðið neitt helvítis lýðræði, þvi menn bera hreinlega allt of mikla virðingu fyrir þessari forsmán. Verkamaöurinn Mikill hluti af tíma Flykkingar- manna og Steik ml manna fór ætíð í að skilgreina þessa sauðþráu og óráð- þægu skepnu. Um tíma ríkti hömlu- laus samkeppni um höfuðleður þessa fólks. Hámenntaðir menn réðu sig í ruslið, eða skúringar, til þess að ná taki á nokkrum eintökum af þessu fólki, sem samkvæmt bókinni átti að framkvæma byltinguna. En það var sama hvernig þessi kvikindi voru elt, flest flýðu þau í opinn faðm dauðans (lesist Sjálfstæðisflokkinn). Varla verður slíkt virt sem glæpur. Þetta er auðvitað ennþá vandamál, hvernig er t.d. hægt að sameina vinstri menn ef ekki er hægt að plata verkafólkið út úr Sjálfstæðisflokknum. Haldiði að það sé ekki sárt að flokkur á borð við Alþýðubandalagið skuli ekki vera hálfdrættingur við Sjálfstæðisflokk- inn hvað fylgi verkafólks varðar? Það má um verkamanninn segja að hann er eins og sauðkindin, jafn slæmur lifandi sem dauður. Aögerðar- tímarnir Á þessu skeiði vinstri hreyfingar- innar, var farið að gæta mikils óþols í röðum vinstri manna, sérstaklega þeirra sem stóðu lengst til vinstri. Þetta var auðvitað skiljanlegt. Hvernig er hægt að lifa og vera ham- ingjusamur í þjóðfélagi sem er herset- ið af erlendum kúgurum og blóð- sugum? Til að lýsa harmi sínum sprengdu einhverjir sprengju uppi í Hvalfirði en á það hlýtur sagan að líta á sem táknræna aðgerð fyrst og. fremst. Það er athyglisvert að þetta fólk skyldi eyða bensíni í að aka með sprengjuna upp í Hvalfjörð og það áður en vegurinn var malbikaður. Til- gangurinn var greinilega ekki sá að meiða neinn, heldur að lýsa sársauka og ábyrgð á þátttöku í uppbyggingu nýrrar heimsmyndar í lit og panaví- sjón. Eg hlýt þó að vara við skýringum Ess Ess á manna að þetta tímabil hafi einkennst af þörfinni fyrir meðferðar- stofnun á borð við Vog og Sogn. Ég man aldrei eftir því að menn hafi farið fullir í aðgerðir, þó ég neiti því ekki að margir þóttu afar skýrir í heiðar- legri þynnku. Ég nenni ekki að eyða púðri í að- gerðir eins og herskipamálun, en læt nægja að þessi málning hefði betur öll farið á hús flykkingarinnar en á her- skipin. En hér má enn greina fórnar- lund byltingarmanna. Ein er sú aðgerð sem er þess eðlis að ekki verður undan því skorast að fjalla um hana. Hér er átt við aðgerð- ina þegar framvarðarsveit byltingar- innar ruddist inn í stúdíó hersins á sjálfum Keflavíkurvellinum og skrúf- aði fyrir vinsælan sjónvarpsþátt sem hermennirnir voru að horfa á. Ég held að þetta sé ef til vill sá glæpur sem Dallasþjóðinni svíður hvað sár- ast og ég fyrir mitt leyti hika ekki við að biðjast hreinlega afsökunar á þessu ef það kynni að bæta stöðu okk- ar í næstu kosningum. Alvarlegri glæpir Eins og sjá má af framansögðu er það ekki auðvelt verk að sjá um upp- vaskið á vinstriheimilinu, en stór- glæpirnir eru eftir. Eitt af okkar ands- tyggilegustu fantabrögðum í pólitík- inni var að standa við dyrnar á Lind- agöturíkinu með málgögn og les- hringjaplögg. Þegar ég horfi aftur í tímann er þetta eitt af því sem ég skammast mín hvað mest fyrir. Þá voru á ferðinni stormsveitir listræn- ingja sem höfðu orð á sér fyrir algert miskunnarleysi í samskiptum við borgarana. Sem betur fer hafa höfu- ðpaurarnir fundið sér verðugri við- fangsefni í samtímanum. Niöurstaöa Það hefði verið gaman að gera til- raun til að meta áhrif söngflokka á þróunina en því miður verður slíkt að bíða. Það verður þó ekki undan vikist að nefna Combó Þórðar Hall og Þokkabót og óvini ljóðsins, en ætla má að slíkir aðilar hafi haft lúmsk áhrif á verkafólkið. En nú er komið að leikslokum og ekki þýðir að deila við dómarann eins og Bjarni segir. Við vinstri menn og félagshyggjuöflin höfum unnið einn varnarsigurinn á auðvalds- og öfga- mönnum til hægri og ég óska ykkur öllum til hamingju með það. Væri ekki við hæfi að rísa úr sætum oig syngja eitthvað fallegt. En hvað? Bara nallann og taka svo vel á móti þessu broshýra unga fólki sem kemur. með söfnunarbaukana. Einbeitingin leynir sér ekki. Myndir: Kristinn. Brúðu- bfllinn Trúðurinn tengdi þættina í leikritinu saman. Brúðubíllinn hefur rúntað um borgina í sumar eins og undan- farin 13 ár og glatt þúsundir leikhúsgesta af yngstu kynslóð- inni. Brúðubíllinn sýnir á öllum gæsluvöllum Reykjavíkurborgar og auk þess á nokkrum öðrum útisvæðum. Sýningar í sumar hafa verið 68 og hafa 10-15 þús- und börn séð sýningar Brúðubíls- ins. Sýnt er tvisvar sinnum á dag og tekur hver sýning hálfa klukkustund í flutningi. Helga Steffensen forsvarsmaður leikhússins segir allt að 1000 börn hafa komið á einstakar sýn- ingar í barnmörgum hverfum en á minni völlunum séu þetta 3-400 börn á hverri sýningu. Blaðamaður og ljósmyndari Þjóðviljans litu við á sýningu Brúðubílsins á gæsluvellinum við Tunguveg í vikunni. Þar var verið að sýna leikritið „Bíbí og blaka“ sem sýnt hefur verið í júlí en í júní sýndi Brúðubílinn leikritið „Landið okkar“. Milli 2 og 300 böm vora saman komin og öllum litlu augunum var beint í átt að sviðinu. „Bfbí og blaka“ er í tveimur þáttum sem eru lauslega tengdir saman af trúði sem er ein- | hverskonar sögumaður. Fyrri | þátturinn er um þá Tobba og Bingo en seinni þátturinn er um hundinn Sókrates. Sókrates vakti mesta hrifningu blaðamanns en hann er dagpabbi og passar litla unga. Inn í þættina er spunnið ýmsu. í þeim fyrri taka börnin virkan þátt í atburðarásinni og í þeim seinni er lætt inn dálítilli fræðslu um liti og form hlutanna. Á eftir þáttunum er síðan eftirmáli sem virtist veita börnunum þá tilfinn- ingu að þau hefðu ekki aðeins verið að horfa á leikhús heldur verið með í leikhúsi. Helga Steffensen sá um handrits- og brúðugerð auk leikstjómar en henni til aðstoðar eru Sigríður Hannesdóttir og Ja- son Ólafsson. Auk þess ljáði fjöl- di leikara leikhúsinu raddir sínar á band en raddir eru fluttar af bandi þar sem erfitt er að tala beint á útisýningum. Helga Steffensen sagði það gíf- urleg forréttindi að fá að vera í Brúðubílnum. „Lukkan hefur leikið við okkur í sumar. Að- sóknin hefur verið mjög góð, kannski jafnvel of góð á stundum miðað við stærð leikhússins. Það er meira að segja svo merkilegt að það er eins og það hafi alltaf stytt upp þegar sýningar hafa staðið yfir þó það hafi rignt á öðr- um tímum dags.“ Fyrir hvaða aldurshóp er þessi sýning? „Við reynum að byggja þetta upp fyrir yngstu bömin, svona fyrir snuddualdurinn. Fyrra leikritið var frekar fyrir aðeins eldri böm. Það er mikilvægt að vel takist til því þetta em fyrstu leiksýningarnar sem að börnin sjá og mótar áhuga þeirra á leikhúsi. Hafið þið hugsað ykkur að fara víðar með Brúðubflinn? „Við höfum ferðast heilmikið um landið með leikhúsið en í fæstum tilfellum með bflinn. í rauninni ættum við að leggja í hann og sýna á gæsluvöllum um allt land. Af hverju eiga lands- byggðarböm ekki að fá að sjá brúðuleikhús alveg eins og höf- uðborgarbömin? En þá þyrftu sveitarfélögin að taka sig saman um að tryggja reksturinn," sagði Helga Steffensen brúðuleikhús- stjóri. el. Ekkert gat truflað börnin frá Brúðubílnum. 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 27. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.