Þjóðviljinn - 27.07.1990, Blaðsíða 16
IÞROTTIR
Líkamsrækt fyrir almenning. Mynd: Jim Smart.
Breyttur
lífsstíll
Undanfarinn áratug hefur
þátttaka almennings í íþróttum
aukist til muna. Þó eru almenn-
ingsiþróttir ekki eins mikið í
brennideplinum og keppnisí-
þróttir. Mikil hugarfarsbreyting
hefur átt sér stað í þá átt að fólk
hugsi meira um heilsu sína og líf-
erni. Löngum hafa menn sagt við
sjálfa sig „merkilegt hvað maður
er þrátt fyrir hvernig maður
lifir,“ en í dag þýðir lítið að af-
saka sig því tækifærum almenn-
ings til íþróttaiðkana hefur fjölg-
að mikið. Fyrir utan að drífa sig
út og skokka, skella sér i sund eða
eróbik býðst nú fólki I auknum
mæli skipulögð þjálfun sem er
miðuð við þarfir hvers og eins.
í mars síðastliðnum hóf
forvarnar- og endurhæfingar-
stöðin Máttur starfsemi sína.
Stöðin er í eigu verkalýðsfélaga
og fyrirtækja og einbeitir sér að
hóp sem hingað til hefur verið
afskiptur í líkamsræktarstöð-
un-um: meðaljóninum sem ekki
hyggst ná vaxtarlagi Arnold
Schwarzeneggers, heldur einung-
is koma sér í þokkalegt form.
„Við leggjum áherslu á það fyrst
og fremst að fá fólk til að hugsa
um heilsuna. Við reynum að
höfða til fólks sem stundar ekki
hefðbundna hreyfingu, erum
fyrst og fremst forvarnar- og end-
urhæfingarstöð en ekki líkams-
ræktarstöð þó auðvitað stundi
fólk líkamsrækt hérna líka.
Mikilvægast er að fá fólk til að
breyta um lífsstíl og fá einhverja
hreyfingu,“ sagði Hilmar Björns-
son framkvæmdastjóri Máttar.
Yfir 20 þúsund manns eru með-
limir í þeim samtökum launafólks
sem eiga hlut í stöðinni, að sögn
Hilmars og fá félagar í viðkom-
andi stéttarfélögum 10% afslátt í
stöðinni.
„Viðbrögð við þessari starf-
semi hafa verið gífurlega góð.
Menn hafa verið að tala um að
það væri þörf á svona starfsemi
en ekkert gert í málinu. Þetta er
forvarnarstarf. Heilbrigðiskostn-
aður er gífurlega hár hér á landi,
stjórnvöld mættu velta þessum
málum fyrir sér. Það er miklu
dýrara að bregðast við þegar fólk
er orðið veikt. Endurhæfing er
geysilega dýr,“ sagði Hilmar.
Öll þjálfun í Mætti er undir eft-
irliti þjálfara og fyrir utan hefð-
bundna hreyfingu býður Máttur
upp á ýmis námskeið og fyrir-
lestra til að aðstoða fólk við að
breyta um lífsstíl. Má þar nefna
námskeið um slökun gegn
streitu, breyttar matarvenjur,
líkamsbeitingu og vinnuaðstöðu,
námskeið í að hætta að reykja
auk fjölmargra annara.
Er áhugi fyrirtækjanna á
heilbrigði starfsfólks að aukast?
„Já, það eykst sífellt að fyrir-
tæki taki þátt í þessu með starfs-
mönnum. Mörg stéttarfélög og
fyrirtæki eru með það í athugun
að koma inn í dæmið með okk-
ur,“ sagði Hilmar Björnsson að
lokum.
el
Frakkar svekktir
Frakkar hafa verið ein sterk-
asta knattspyrnuþjóð heims
undanfarinn áratug þó heldur
hafi sigið á ógæfuhliðina hjá
landsliði þeirra síðustu ár. Liðið
komst hvorki í úrslit Evrópuk-
eppninnar 1988 né á nýlokið
heimsmeistaramót á Ítalíu.
Fransmenn eru að vonum sárir
og mun áhugi á HM hafa verið
heldur klénn þar í landi. f sárabót
byrjaði franski boltinn að rúlla
um síðustu helgi og er það óvana-
lega snemma. Eru aðdáendur
heitir og krefja knatthetjurnar
um snilld í sumarsólinni. Hinir
geysidýru erlendu leikmenn sem
frönsk félagslið hafa sankað að
sér á undanförnum árum eru
undir hvað mestu álagi og láta
franskir knattspyrnuáhugamenn
sig litlu skipta þó leikmenn eins
og Dragan Stojkovic frá Júgósla-
víu, Englendingurinn Chris Wa-
ddle, Brasilíumaðurinn Moser og
Belginn Patrick Vervoort hafi ný-
lokið erfiðri Heimsmeistara-
keppni.
Aðdáendur meistaranna frá
Marseille, sem sagðir eru þeir
blóðheitustu og tilfinninganæm-
ustu í Frakklandi, verða þó að
kæla sig með öðru í sólinni en
ánægjusvita yfir snilld Chris Wa-
ddle. Englendingurinn mun
þurfa nokkra hvíld eftir að hafa
hjálpað til við að koma Englend-
ingum alla leið í undanúrslit á
HM. Mikils er krafist af meistur-
um Marseille, forseti félagsins,
fjölmiðlakóngurinn og sósíalist-
inn Bernand Tapie heimtar Evr-
ópumeistartitilinn og auk þess að
sjálfsögðu franska meistaratiti-
linn. Til þess að þetta hafist nú
allt saman hefur Tapie keypt Júg-
óslavann Stojkovic frá Rauðu
Stjörnunni í Belgrað fyrir litlar
520 milljónir króna. Stojkovic
mun ekki ætla að taka sér hvfld
eins og Waddle enda er hann
æfur yfir því að hann skuli ein-
ungis hafa verið valinn á varam-
annabekkinn í heimsliðinu sem
fréttamenn völdu eftir HM.
Hann segir hæfileika sína stór-
kostlega vanmetna og vill hefjast
handa strax við að sanna það að
hann sé besti knattspyrnumaður
heims. el
Geimaldarkappreiðar
Bandaríkjamaðurinn Greg Le-
Mond sigraði á sunnudaginn í
hinni árlegu Tour de France hjól-
reiðakeppni. Var það þriðji sigur
LeMond en hann sigraði einnig
1986 og 1989. Þótt LeMond sé
heimsmeistari í hjólreiðum áttu
fæstir von á því að honum tækist
að verja titilinn.
í það minnsta kepptust blaða-
menn viö að spá honum slæmu
gengi enda kappinn búinn að eiga
við erfið veikindi að stríða allan
fyrri part ársins. LeMond er held-
ur ekki sá alvinsælasti í evrópsku
pressunni. Evrópumönnum þyk-
ir slæmt að sjá á eftir hverjum
titlinum á fætur öðrum hverfa yfir
hafið enda hjólreiðar sem kepp-
nisíþrótt löngum verið einokuð af
Evrópumönnum. LeMond þykir
líka nokkuð góður með sig, sagð-
ist fyrir keppnina eiga sigur vísan
og jafnvel þó ftalinn Chiappucci
hafi um tíma haft tveggja klukku-
stunda forskot, sagðist LeMond
viss um að ítalinn myndi springa
á fjallaleiðunum. Þetta særði
mjög stolt Evrópumanna en
reyndist engu að síður hárrétt hjá
LeMond.
Margir vilja skrifa velgengni
LeMond á hin geysilega vel út-
búnu reiðhjól sem hann notar og
sumir kalla reyndar geimhjól því
þau eru hönnuð með aðstoð
NASA. LeMond skiptir um hjól
eftir sérleiðum eins og aðrir hjól-
reiðakappar skipta um treyjur.
LeMond tekur þessa gagnrýni
óstinnt upp, „það er gert alltof
mikið úr hjólunum,“ segir Le-
Mond, „enginn veltir fyrir sér
öðrum atriðum eins og tækni og
skipulagningu. Það er ekki nóg
að vera á hjóli með litla
loftmótstöðu ef maður tapar tíma
með rangri líkamsstöðu. Þú þarft
ekki annað en að lyfta höfði ör-
lítið eða rétta hjálminn á
hausnum við og nokkrar sekúnd-
ur bætast við tímann hjá þér“
segir LeMond.
Ýmsir halda því reyndar fram
að Greg LeMond sé einhver best
þjálfaði íþróttamaður heims.
Hann hefur átt við þrálátann vír-
ussjúkdóm að stríða og var auk
þess heilt ár að jafna sig eftir að
hann varð fyrir slysaskoti á
veiðum 1987. Þrátt fyrir þetta
hefur hann nú sigrað í einni alerf-
iðustu íþróttakeppni heims í
þriðja skipti.
el
Hjólreiðar á geimöld. Greg LeMonde sigurvegari í Tour de France.
Síðasta ameríska hetjan
Það er ekki tekið út með sæld-
inni að vera íþróttahetja í henni
Ameríku en þó virðist enn erfið-
ara að vera íþróttaáhugamaður
og hafa engar sannar hetjur til að
dýrka. Ritstjórar bandaríska
íþróttatímaritsins Sport Magaz-
ine hafa áhyggjur af hetjuskorti.
í ritstjórnargrein síðasta tölu-
blaðs segir meðal annars: „í ár
sáum við Magic Johnson og Los
Angeles Lakers eiga í vand-
ræðum og detta snemma úr
meistarakeppninni. Larry Bird
og Boston Celtics áttu í jafnvel
enn meiri vandræðum. Wayne
Gretzky (íshokkíhetja) var ekki
einu sinni tilnefndur sem besti
leikmaður deildarinnar, þó hann
skoraði reyndar flest mörk. Mike
Tyson var laminn í gólfið og stóð
ekki upp aftur. Eric Dickerson
virðist ekki nenna að hlaupa
lengur (hann er einn stigahæsti
leikmaður í ameríska fótboltan-
um frá upphafi). Chris Evert er
hætt - í alvöru í þetta skiptið og
Jack Nicklaus er farinn að spila
golf í gamlingjaflokki.“
Ekki er þó algert svartnætti hjá
ritstjórum Sport Magazine, því
ein er sú hetja eftir sem lýsir upp
himininn. Eða eins og segir síðar í
greininni: „Við sem lifum og
hrærumst í íþróttunum förum að
fölna eilítið þegar mikilmennin
falla. Þó er ekki allt búið. Maður
getur alltaf reitt sig á Joe Mont-
ana. Flann klikkar aldrei, enda
spyrjum við: Á hvern er hægt að
treysta til að sýna mikilfengleika
ef ekki Joe Montana?"
Lesendum til fróðleiks skal
þess getið að Montana þessi sem
á svo stórbrotinn hátt bjargar
sálarlífi amerískra íþróttaáhuga-
manna, er álitinn besti leikstjórn-
andinn í sögu ameríska fótbolt-
ans. Hann leiddi í vor lið sitt San
Francisco 49ers til sigurs í NFL
deildinni annað árið í röð. Sport
Magazine verðlaunaði hann að
sjálfsögðu fyrir afrekið með því
að skella undir hann forsíðunni í
umræddu tölublaði auk mið-
opnumyndar og ofangreindrar
lofgjarðar. Sem desert nefndu
þeir hann stórkostlegasta íþrótta-
mann heims.
el
Feitur en í
fínu formi
Ekki allir íþróttamenn geta
státað af jafn rennilegum skrokki
og hjólreiðakappinn Greg Le-
Mond. Það virðist þó ekki alltaf
koma að sök.
Enski landsliðsmaðurinn Paul
Gascoigne hefur þótt í heldur
þéttara lagi og hefur þjálfara
hans hjá Tottenham, Terry Ven-
ables þótt nóg um aukakílóin hjá
„Gazza“. Líklegt er þó að Gasc
igne leyfist að koma spikfeitur <
sællegur til æfinga í ágúst. Bæ
átti kappinn snilldarleiki á HM
Ítalíu og eins kom í ljós þegi
ensku leikmennirnir gengu
undir ýtarlegt þrekpróf að Gas
oigne var í bestri þjálfun þó
hann væri þyngsti maður liðsin
16 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN