Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 5
 Svanfríður Jónasdóttir Ekki fram fyr- rkrata Svanfríður Jónasdóttir, aðstoð- armaður íjármálaráðherra, segir ekki flugufót fyrir ffétt Tímans frá því í gær, um að hún ætli í framboð fyrir Alþýðuflokkinn í komandi Alþingiskosningum. í samtali við Þjóðviljann sagði Svanfríður frétt Tímans vera eins og hverja aðra kjaftasögu. Fréttin væri rangfærsla á rangfærslu ofan og ekki merkilegur fféttaflutningur. „Eg kannast ekki við það að vera að fara í framboð fyrir kratana fyrir norðan, enda hefur það aldrei verið við mig rætt,“ sagði Svanffíður. Svanfríður sagði hins vegar langt síðan hún lýsti því yfir að hún myndi ekki þiggja annað sæti á ffamboðslista Alþýðubandalagsins í komandi kosningum. Það stæði enn. „Ég lít þannig á málin að það sé nóg að sitja í tvö kjörtímabil í varamannssæti," sagði Svanfríður. Það gæti varla verið eftirsóknar- verð framtíðarstaða að vera alltaf í öðru sæti. Ef hún héldi áffam í pól- itík gerði hún það í fúllri alvöru. -hmp Landbúnaðarnefnd A Iþýðubandalagsins JónGumar formaöur Jón Gunnar Ottósson var sam- hljóða kjörinn formaður landbún- aðamefndar Alþýðubandalagsins á fyrsta fúndi nefndarinnar sl. mið- vikudag. Sólveig Brynja Grétars- dóttir var kjörin ritari, en aðrir í nefndinni em Margrét Guðmunds- dóttir, Gunnlaugur Júlíusson og Jó- hannes Gunnarsson. Landsfúndur Alþýðubanda- lagsins, sem haldinn var á Egils- stöðum í sumar, samþykkti tillögu Alþýðubandalagsfélaganna á Suð- urlandi um að nefnd yrði skipuð til þess að móta stefnu flokksins í landbúnaðarmálum og vera flokkn- um og ráðherra landbúnaðarmála til ráðgjafar. Jón Gunnar sagði við Þjóðvilj- ann í gær að þetta starf legðist vel í sig. Hann sagði að ffamundan væri mikið starf, því stefnt er að því að fjalla um drög að búvörusamningi og leggja fram drög að stefnumörk- un fyrir næsta miðstjómarfúnd flokksins. -Sáf Straumsvík Mengun yfir mörkum Kerskálar álversins í Straumsvík: Mengun mælistyfir mörkum. Ragnar H. Ragnarsson kerskála- maður: Brjóstsviði, kláði, stöðugur höfuðverkur, verkir í maga og örðugur andardráttur Þegar starfsmenn eiga erfitt með að halda sér vakandi þegar þeir koma heim úr vinnu og eru jafnþreyttir og þungir þegar þeir vakna morguninn eftir, eru með brjóstsviða, eiga erfitt með andardrátt, eru með kláða, slæmir í maga og stöðug- an höfuðverk hlýtur að vera eitthvað meira en lítið að. Þetta segir Ragnar H. Ragn- arsson meðal annars í grein sem birtist í DV í fyrradag. Ragnar er varatrúnaðarmaður í kerskálum álversins i Straumsvík. í greininni lýsir Ragnar ástandinu í kerskálum álversins og deilir á bæði yfirvöld og stjómendur álversins. Samkvæmt mælingum og ffá- sögnum starfsmanna hefúr ástandið þar verið óvenjulega slæmt að undanfomu. - Ég get staðfest það sem Ragnar segir í greininni um að mengunarmælingar í kerskálun- um í sumar sýna slæmar niður- stöður. Þær sýna afturfor þótt menn hafi verið að vonast eftir framfor, segir Eyjólfúr Sæmunds- son, forstjóri vinnueftirlitsins, í samtali við Þjóðviljann. Samkvæmt mælingum vinnu- eftirlitsins hefúr mengun farið yf- ir hættumörk í kerskálunum, en ef vel á að vera á mengunin að vera vel undir mörkunum. Ragnar seg- ir þó að ástandið hafið verið með skárra móti þegar mælingamar fóm fram. Eyjólfúr Sæmundsson segir skýringuna á þessu slæma ástandi fyrst og ffemst eiga rætur að rekja til notkunar á lélegum rafskaut- um. - Það hafa farið ffam viðræður milli okkar og stjómenda fyrir- tækisins um aðgerðir til þess að ná þessari mengun niður. Það er þörf á fjölda aðgerða, en mikil- vægust er sú að nota betri skaut. Við höfum krafist þess að þeir noti betri skaut, segir Eyjólfúr. Ragnar sakar vinnueflirlitið um aðgerðaleysi, en Eyjólfúr vís- ar þeirri gagnrýni á bug. - Við gemm kröfur um að bætt verði úr þessum hlutum og það hefur margt verið gert, en ekki nóg, segir Eyjólfúr. -gg Forseti (slands frú Vigdís Finnbogadóttir lagði (gær homstein að (þróttahúsi fatiaðra. Mynd: Jim Smart íþróttahús fatlaðra Ljúkum verkinu r Igær lagði forseti Islands Vigdís Finnbogadóttir hornstein að íþróttahúsi fatlaðra í Reykjavík. Húsið hefur verið í byggingu í sjö ár, en nú hillir loks undir verklok. Það var 13. ágúst 1983 sem fyrsta skóflustungan var tekin að húsinu, en lengi lágu ffam- kvæmdir algerlega niðri. Það var síðan hin frábæra frammistaða ís- lensku þátttakendanna á Olymp- íuleikum fatlaðra 1988 í Seoul, sem varð til þess að Rás 2 ákvað að efna til fjársöfnunar. Daginn sem keppendumir komu heim var efnt til söfnunarinnar og inn komu 7 miljónir króna. Einnig komu þá styrkir ffá ríki og Reykjavíkurborg. Rás 2 ætlar að efna aftur til íjársöfnunar í dag undir kjörorð- inu Ljúkum verkinu! Ef vel tekst til verður þess ekki langt að bíða að hægt verði að taka húsið í notkun. Áætlað er að heildar- kostnaður við Iþróttahúsið verði 83-85 miljónir króna. ns. Samband sveitarfélaga Umhverfismál verkefni framtíðar Jóhanna Sigurðardóttir: Þjónusta Húsnæðisstofnunar batnar á landsbyggðinni með tilkomu um- dœmisstjórna. Þórður Skúlason: Umhverfis- og atvinnumál verkefni sveitarfélaga fram að alda- mótum Jóhanna Sigurðardóttir féfags- málaráðherra setti 14. þing Sambands íslenskra sveitarfélaga í gær. Ráðherra kom víða við í ræðu sinni og ræddi meðal ann- ars fyrirhugaðar lagabrcytingar um Húsnæðisstofnun ríkisins, sem gera ráð fyrir sex umdæmis- stjórnum á landsbyggðinni. Jó- hanna sagði þessar breytingar stuðla að valddreifingu og betri þjónustu fyrir landsbyggðarfólk, sem oft ætti í erfiðleikum með að notfæra sér þjónustu Húsnæðis- stofnunar. Gert er ráð fyrir að skipaðar verði fimm manna stjómir yfir umdæmisstjómunum, sem til- nefndar verði af landshlutasam- tökum sveitarfélaga, að sögn fé- Iagsmálaráðherra. Tveir fulltrúar verði frá Alþýðusambandinu og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, en félagsmálaráðherra skipi formann. Með þessum breyting- um sagði Jóhanna ýmis verkefni færast frá Húsnæðisstofnun og húsnæðismálastjóm. Aðalhlutverk umdæmis- stjómanna verður að taka á móti umsóknum sveitarfélaga um byggingar félagslegs húsnæðis og gera tillögur þar að lútandi til hús- næðismálastjómar, að sögn Jó- hönnu. Hún sagði einnig unnið að samningum við bankakerfið varð- andi húsbréfin, þannig að fólk gæti nálagst þá þjónustu víða um land. Þórður Skúlason varaformað- ur, Sambands íslenskra sveitarfé- laga og verðandi framkvæmda- stjóri, sagði stærstu mál þessa þings að kynna starfsemi sveitar- félaganna, hlutverk sveitarstjóm- armanna og Sambandsins, auk þess sem ákveðin verkefni sveit- arfélaganna yrðu tekin fyrir. En þing Sambandsins em haldin á fjögurra ára ffesti að afloknum sveitarstjómarkosningum. Umhverfismálin skipa stóran sess á þinginu, að sögn Þórðar. Sveitarfélögin hefðu ákveðnu hlutverki að gegna í þeim efnum og verkefni varðandi umhverfdis- mál yrðu vafalaust þýðingarmest í framtiðinni, bæði hvað varðar mengun og sorpeyðingu. Það væri tæpast hægt að segja um- hverfismál í góðu lagi í sveitarfé- lögunum i dag. Að sögn Þórðar verður einnig fjallað um samgöngur og jafn- vægi í byggð landsins, horft yrði til framtíðarinnar og verkefni sveitarfélaganna ffam til alda- móta rædd. Þar bæri hæst, verk- efni þeirra, þjónustu og fjármál. „Við hljótum líka að ræða um þróun byggðar í landinu með til- liti til atvinnuhátta og því sem fram undan er í atvinnumálum," sagði Þórður. Byggðarþróun réð- ist fyrst og fremst af atvinnuþró- uninni. -hmp Vestmannaeyiar Rangiaersl- urmeirk hlutans Á bæjarstjómarfúndi í Vest- mannaeyjum á miðvikudag viður- kenndu fúlltrúar meirihluta Sjálf- stæðisflokksins að hafa farið rang- lega með skuldastöðu bæjarins á bæj- arstjómarfúndi á mánudag og í fjöl- miðjum á þriðjudag. I tilkynningu ffá þremur fúlltrú- um minnihlutans segir að á umrædd- um fúndi hafi fúlltrúar meirihlutans viðurkennt að vanskilaskuldir bæjar- ins væm 73 milljónir króna en ekki 115 milljónir, eins og Guðjón Hjör- leifsson hafði fúllyrt í viðtali. Engu að síður segja fulltrúar minnihlutans meirihlutann hafa neitað á sama fúndi að koma ffam leiðréttingu á rang- færslunum og fellt tillögu þar um. I tilkynningu minnihlutafulltrú- anna, Ragnars Óskarssonar, Kristjönu Þorfinnsdóttur og Guðmundar Þ. B. Ólafssonar, segir að meirihlutinn hafi lagt ffam lista yfir vanskilaskuldir bæjarsjóðs ffá ámnum 1986-1990. Minnihlutinn segir listann ekki réttan og þar hafi verið blandað skuldum sem vom í skilum og skuldum í van- skilum. Þá segja fúlltrúar minnihlut- ans skuldir bæjarins hafa aukist vem- lega í tíð núverandi meirihluta Sjálf- stæðisflokksins. -hmp Borgarstiórn Skólabúðirí athugin Tillögu Elínar G. Ólafsdóttur, borg- arfulltrúa Kvennalistans, um skóla- búðir í nágrenni Reykjavíkur var vís- að til athugunar í skólamálaráði. Elín lagði einnig til að athugaðir verði möguleikar á að útvega húsnæði í borginni sem geti nýst vegna nem- endaskipta gmnnskóla í borginni og utan hennar. Elín lagði tillögu sína fyrir borg- arstjómarfund á fimmtudagskvöldið. í greinargerð með tillögunni segir að aðeins séu starfandi einar skólabúðir, á Reykjum í Hrútafirði. Þær þjóna landinu öllu, en hafa heimavistarrými fyrir aðeins 90- 100 nemendur og mun hafa reynst erfitt að anna eftir- spum, sérstaklega frá Reykjavík. -gg J Föstudagur 28. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.