Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 22
Hugsað heim frá Sankti- Pétursstræti Mynd: Jim Smart Fyrir skörrmu var ég á gangi um þær slóðir Kaupmannahafnar, þar sem fjölmargir þættir í sögu ís- lenskrar þjóðar spunnust á fyrri tíð. En svo langt var um liðið síðan ég hafði komið á þær slóðir, að þegar ég Iauk upp hurðinni að „Regensen“ til að líta þar inn í húsagarð- inn, lá við að mér yrði hverft við og að ég þyrði varla að trúa því að ég væri ekki horf- inn út úr raunveruleikanum inn í draum um liðinn tíma, því þarna blasti linditréð við mér í miðjum garðinum og umhverfis það trébekkir ómálaðir og samfastir, allt einsog það var, þegar ég leit þennan stað áratugum fyrr, og þannig hafði staðurinn verið, að sögn, frá ómunatíð, eða frá því linditré var fyrst gróður- sett þarna. Og þegar ég var kominn inn í garðinn og sestur undir linditréð, var skarkali nútímans með bfla sína og poppara úr sögunni. Að vísu heyrðust ljúflegir flaututónar frá einni álmunni, en það hefði væntanlega eins getað átt sér stað hvenær sem var á nítjándu öld. Ég hefði ekki þurft að verða hissa, þótt Jón- as Hallgrímsson hefði smokr- að sér út um einar dyrnar og gengið í áttina að linditrénu, en slíkt gerðist ekki, ég sá enga sýn, heldur var Jónas í huga mér ásamt ýmsum öðr- um íslenskum námsmönnum sem þarna höfðu gengið um stéttar. Umhverfið var þeirra. Ekkert gaf til kynna að ég væri ekki - einsog í einu ævintýri H. C. Andersens - horfinn aftur í aldir, nema tvær stúlk- ur sem komu út úr einni ál- munni, settust við borð í horn- inu næst dyrunum sem þær stigu út um, og fóru að lesa eitthvert lesefni sem þær höfðu meðferðis. Það sýndi mér ótvírætt hvar ég var staddur í tímanum og að breytingarnar fyrir utan höfðu einnig náð inn fyrir þessa múra, - og þó var ég einnig á róli í öðrum tíma löngu liðn- um. En ég gat ekki setið of lengi í þessari óskiljanlegu kyrrð, ég átti hér ekki heima, ég hlaut að ganga út á strætið, út í iðandi mannhaf minnar aldar. Stóra Kanúkastræti, Kaup- mangarastræti, Krystalsgata. Bíðum hæg. Enn er lista- skáldið góða í huga mér, ég geng inn í Sankti-Pétursstræti og sjá: enn stendur húsið, þar sem Jónas féll í stiganum, útidyrahurðin er einsog hún var fyrir áratugum, ef ekki á dögum Jónasar, en þegar ég ætla að opna til að líta stigann, þar sem skáldið datt forðum, verður hurðinni ekki upp lok- ið, en kominn dyrasími fyrir þá sem erindi eiga í húsið. Það gerir ekkert til. Ég hef séð stigann áður. Það var fyrir mörgum árum, að ég var á ferð í Kaupmannahöfn og hitti Sverri Kristjánsson sagn- fræðing sem gerðist leiðsögu- maður minn um gömlu göt- urnar í borginni. Hann fór með mig að fyrrgreindu húsi. Þá voru dyrnar ólæstar og við fórum hiklaust inn, einsog þetta væri okkar hús, og gengum upp og ofan stigann, mjóan og brattan. Engin fur- ða þó kominn væri dyrasími nú á tækniöld, ef margir ís- lendingar hafa farið samskon- ar pílagrímsferðir í þetta hús og við. „Það var eitt kvöld, er hann kom heim til sín, í St. Peder- stræde No. 140, að honum skruppu fætur í stiganum, og brotnaði fóturinn fyrir ofan ökla. Hann gerði ekki vart við sig, en komst sjálfur upp stig- ann upp á 3. sal, og lá svo til morguns. Sagðist hann ekki hafa viljað ónáða menn, því hann vissi, að hann gæti ekki lifað..." Þannig farast Hannesi Haf- stein orð um atburðinn í for- mála að 3. útgáfu á ljóðum Jónasar, en sem kunnugt er dó Jónas fáum dögum eftir fallið og var jarðaður í Assistentskirkjugarði, þar sem gröf hans gleymdist. Ég hugsa um það, þegar ég stend í Sankti-Pétursstræti, að það var Jónas Hallgrímsson sem helst stóð fyrir því, ásamt Konráði Gíslasyni, að íslensk tunga var endurreist á nítj- ándu öld. Nútímamenn sumir hafa nefnt það hreintungustefnu og talið betur henta íslending- um að láta reka á reiðanum, óþarfi að amast við útlendum slettum, þágufallsvitleysum og öðru slíku. Og hvernig stöndum við íslendingar núna gagnvart tungunni? Hvernig hafa nútímamenn virt það verk sem Jónas og Konráð unnu til að lyfta íslenskri tungu upp úr niðurlægingu á fyrri hluta nítjándu aldar? Hvað heyri ég, þegar ég kem heim frá Danmörku eftir hálfsmánaðardvöl þar, og byrja aftur að hlusta á íslenska útvarpið og íslenska ríkissjón- varpið sem ættu að vera traustustu vígi tungunnar? Málvillur og dönskuskotnar eða enskuskotnar setningar, sem ég var orðinn hálfvegis samdauna af að heyra slíkt á hverjum degi, skella nú á hlustum mínum einsog sker- andi óhljóð. Hreimurinn út- lendi, sem ég hef margsinnis nöldrað um, heyrist enn við og við og lætur verr í eyrum mér en nokkru sinni fyrr. Ég var einfaldlega búinn að gleyma þessu öllu meðan ég gekk um götur Kaupmanna- hafnar. En ég hef verið þeirrar skoðunar, að danska eigi vel við í Danmörku, enska á Englandi, en íslenska á íslandi. Eg skýst aftur inn á „Regensen“ og læt sem ég lifi á annarri öld. Leikfélag Reykjavíkur sýn- ir í Borgarleikhúsinu: Fló á skinni eftir George Feydeau. Þýðing: Vigdís Finnboga- dóttir. Leikstjóri: Jón Sigur- björnsson. Leikmynd og bún- ingar: Helga Stefánsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór Jó- hannesson. Leikendur: Arni Pétur Guðjónsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Guðrún S. Gísla- dóttir, Guðmundur Ólafsson, Helga Braga Jónsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Kristján , Franklín Magnús, Margrét Ólafsdóttir, Pétur Ein- arsson, Ragnheiður Tryggva- dóttir, Sigurður Karlsson, Steindór Hjörleifsson og Þór Tulinius. Fyrsta erlenda verkið sem Leikfélag Reykjavíkur kýs til sýningar á stóra sviði Borgarleik- hússins er áttræður franskur farsi, vel kunnur þorra áhorfenda ftá sýningu Leikfélagsins í Iðnó 1972, viðurkennt meistaraverk franskra leikbókmennta á þessari öld þótt rætur þess liggi djúpt í gamanleikjahefð Evrópu nítjándu aldar. Nú er ekki ástæða til að fetta fingur út í þetta val. Sígildir gamanleikir eiga alltaf erindi á svið leikhúsa. Leikstfll Flóin er óhemju kröfuhart verk og hlýtur hver sá flokkur sem ræðst í sýningu af því taginu og að tefia fram sínu besta. Kröf- ur listaverksins heimta ríkulegan skilning listamanna á þeim tíma sem það gerist á, hárfína tilfmn- ingu fyrir þeim stíl sem hentar verkinu og dregur fram eigindir þess og boðskap. Farsar Feydeaus eru ekki einfaldir í gerð: þeir eru óhemju fiókið vélvirki í athöfn og atburðarás, þeir krefjast ef vel á að vera íburðar í leikmynd, ná- kvæmni í allri eflirlíkingu liðins tíma og leikstíls sem er laus við allar ýkjur. Einlægni, innlifun og fullkomin alvara var það sem Feydeau sjálfur lagði hvað n'kasta áherslu á á sínum tíma og það er kostulegt að lesa þveröfúgar hug- myndir leikara í þessari sýningu um aðferð sína í leik og látæði. Farsar hans eru eitt fullkomnasta form hins natúralíska leikhúss og sú stefna að víkja þaðan í frá ger- ir verkum hans lítið gagn. Fagraverökl Hver er sá heimur sem Fey- deau lýsir svo vel? Grundvöllur fléttunnar er harla nútímalegur: tryggð í ástamálum, getuleysi í samforum, lauslæti, offar í sam- lífi, innsti kjaminn í borgaralegu hjónabandi og einkalífi. Og bak- við allt rís sú ógn sem hlýst af tryggðarofum og lauslæti. Kyn- sjúkdómar, tortíming og smán í borgaralegu samfélagi. Sá heimur sem hann gerst þekkli var Frakk- land undir aldamótin síðustu og þar var meðal stöndugri stétta lauslæti alþekkt fyrirbæri. Fey- Flóin deau dregur því upp raunsæja mynd í Flónni. Hótel Kisunóra, sem karlpeningurinn sækir sér til fróunar, er ekki bara ástarhreiður fyrir ólofúð pör eða fólk í ffam- hjáhaldi, hann er skjól fyrir prak- tiserandi vændiskonur, rekinn af gamalli mellu og bónda hennar, sadista úr hemum. Sífilis og sakleysi Og inn í þessa veröld flækist Chandebise, virðulegur trygg- ingasali. Hamingjusamlega kvæntur. Hann hefur ekki getað sinnt Raymonde konu sinni sem skyldi uppá síðkastið og hún heldur hann sér ótrúan. Hún nefn- ir að sjálfsögðu ekki aðrar grun- semdir sem gætu verið að baki áhugaleysi hans, getuleysi eða það sem verra er, smit af lekanda eða sífilis. Sjálf hefúr Raymonde um langt skeið notið aðdáunar To- umel, meðeiganda Chandebise í tryggingafyrirtækinu. Þann dag sem leikurinn gerist em þeir ein- mitt að ganga frá líftryggingu fyr- ir herra Homenides. Eiginkona hans er góð vinkona Raymonde og kvartar sáran yfir mikilli kyn- þörf bónda síns við hana. Homini- des er hins vegar æfúr yfir því að tryggingafirmað heimtar þvag- pmfur af viðskiptavinum. I heimi leiksins skiptir það því einu máli að slík pmfa getur greint kynsjúk- dóma. Frændi Chandebise er ung- ur piparsveinn og heldur við þjón- ustustúlkuna á heimilinu. Þau sofa saman í fyrmefndu hóteli, Kisulóm, sem er samskonar stað- ur og allir Pussycat-barir Vestur- heims. Læknir heimilisins, Finac- he, er líka fastagestur á þeim stað. Og nú vill Raymonde kanna stað- festu bónda síns og sendir honum nafnlausa ástaijátningu og boð um stefnumót. Frú Hominides skrifar fyrir hana bréfið. Chande- bise heldur bréfið til sín í fyrstu en Iætur svo Tourvel hafa það, en áður stærir hann sig af kvenhyll- inni við Homenides sem dregur þegar þá ályktun að nú sé frúin hans komin með viðhald. Og brátt stefnir öll hersingin á Kisulóm. Sýningin sjálf Nú skal það viðurkennt áður en lengra er haldið að það er gam- an á sýningu LR á Flónni. Dauður maður hlær að þeim endalausa vitleysisgangi sem Feydeau spinnur upp af vísindalegri ná- kvæmni. Hinu er ekki að leyna að sýningin opinberar með áþreifan- legum hætti ýmsar brotalamir sem ég hygg að eigi sér djúpar rætur í garði þessa höfuðbóls ís- lensks gamanleiks. Daufieg lýs- ing og flöt í leikmynd sem talsvert hefur verið lagt í en er hvergi nærri fullnægjandi, hvorki sem smáborgaraleg stofa né sem sóða- legt hótel. Búningar em ákaflega misjafnir, sumir nærri lagi þessa tíma, en aðrir fáránlegir, rangir miðað við tíma verksins ellegar hvorttveggja rangir og ósmekk- legir. Má þar tilnefna búning Hominides, snyrtiklæðnað hótel- haldarans, búninga beggja þjón- ustukvennanna, kjól Raymonde. Margt getur valdið: kunnáttuleysi leikmyndahönnuðar, litlar kröfúr leikstjóra um nákvæmni í slíkum efnum, jafnvel peningaskortur sem ég veit að stendur Leikfélagi Reykjavikur fyrir þrifúm. Vel má vera að þeir leikfélagsmenn sætti sig fullkomlega við leikmynd af þessu tagi. Þeim þyki það litlu skipta hvort hún er trú tima leiks- ins, en þá er því til að svara að slík skoðun er þeim ekki sæmandi. Lítilþægni Mér sýnist lítilþægni í fleiri efnum hafa ríkt í vinnu sýningar- innar. Þannig væri synd að segja að tvær aðalleikkonur verksins fylli vel í hlutverk sín og skapi úr þeim trúverðugar manngerðir. Guðrún Gísladóttir og Ragnheið- ur Tryggvadóttir halda prýðilegri framsögn, þótt ekki sé hún hljóm- mikil, en fas og öll fínleg blæ- brigði í spennandi samsæri þeirra og hrikalegum eftirleiknum nýta þær illa til að skapa eftirminnileg- ar Parísarffúr. Karlpeningurinn kemst betur ffá sínu. Jakob er þjónsdurgur og hefði vel mátt vera formlegri og meira leiðinlegur, Guðmundur Ólafsson er prýðilegur dandí, Pét- ur Einarsson traustur læknir, Kristján Franklín sniðug spönsk erkitípa, þótt ástæðulaust sé að klæða hann í spánskan þjóðbún- ing. Þór Tulinius er hinsvegar hreint afbragð í hlutverki frænd- ans málhalta, enda leikur hann hlutverkið af fúllkominni alvöru. Ámi Pétur Guðjónsson stendur í ströngu í tveim hlutverkum. Skil- ur vel á milli mannanna tveggja, þótt báðar manngerðimar skorti dýpt, enda sýnist mér sú vera stefnan i stíl þess leiks. En á flink- ur sjónleikjahöfundur ekki meiri vandvirkni og alúð skilda af hálfú þessa hóps? Hálfvelgja og slök frammistaða einkennir flesta aðra í sýningunni, að undanskildri Ásu Hlín Svavarsdóttur, en það fer brátt að verða kominn tími á að LR reyni þá stúlku i hlutverki sem hæfir hennar hæfileikum, bæði til leiks dramatískra hlutverka og kómískra. Vitaskuld verður að varpa ábyrgð á festuleysi Flóarinnar á leikstjóra, dramatúrg hússins og leikhússtjóra. Sú tíð er liðin að LR geti bara sett upp farsa, rifið upp aðsókn og leyft fólki að hlæja hátt heila kvöldstund. Gamanleik- ir em sjaldan innantómt spaug og þótt nokkra skemmtun megi hafa af þessari sýningu glataðist hér tækifæri til að þaulvinna glæsilegt sigurverk úr frábæm efni. pbb 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.