Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 7
Johnson - varframan af með Taylor en byrjaði sjálfstætt í vor.
til að losna við harðstjóm Does.
Nú hefur hann um 10.000 manns
undir vopnum og landið að mestu
á valdi sínu, að frátöldum miklum
hiuta höfuðborgarinnar Monróv-
íu, sem að mestu er í eyði af völd-
um stríðsins.
Líberíumenn skiptast í 16 að-
alættbálka, samkvæmt einni
heimild. Þeir af þeim sem mest
hafa komið við sögu í stríðinu, er
fljótt snerist upp í uppgjör þeirra á
milli, eru Krahn, Gio, Mano og
Mandingo. Doe var af Kra-
hnþjóðflokki og hafði þaðan
mestan stuðning, en einnig af
Mandingo. Gio og Mano styðja
uppreisnarmenn. Prince Yormie
Johnson, uppreisnarforingi sem
upphaflega var með Taylor en
byijaði sjálfstætt í vor, er af Gio.
Fjórðungur
landsmanna
flúinn
Johnson réð ekki alls íyrir
löngu Doe af dögum og Nígería,
Ghana og fleiri Vestur-Afrikuríki
hafa sent her til landsins, að eigin
sögn til að stilla til íriðar. En ekki
horfir þar enn mjög friðvænlega
samkvæmt síðustu fréttum. Tayl-
or hefur lýst sig forseta (það hefitr
Johnson einnig gert) og þar sem
hann er liðsterkastur stríðsaðila
og ræður þegar mestöllu landi
mætti halda að hann væri sigur-
stranglegastur. En Nígería (ráða-
menn þar voru vinir Does),
Ghana og fleiri Vestur-Afríkuríki
eru honum andstæð, kannski
vegna sambanda hans við Líbýu,
og vilja setja til valda stjóm
óháða bæði honum og Johnson.
Þessi ríki eru að senda liðsauka til
Líberíu, sennilega í þeim tilgangi
að ráða niðurlögum Taylors. En
hann fær að sögn vopn flugleiðis
ffá Líbýu og Búrkina Faso og Tó-
gó virðist einnig vera honum
hlynnt.
Að þessu athuguðu virðist
ekki ósennilegt að líberíska varg-
öldin snúist upp í hemaðarátök
milli Vestur-Afríkuríkja.
Um 5000 manns á að giska
hafa þegar verið drepnir í borg-
arastríðinu, flest óbreyttir borgar-
ar, sem stríðsmenn hinna ýmsu
aðila hafa murkað niður af kappi,
þótt þeir hafi verið frekar ragir
við að beijast hveijir við aðra.
Næstum fjórðungur landsmanna
hefur flúið óöldina til grannlanda
og heimafyrir er fólk farið að
deyja úr hungri, því að stríðið
hefúr lagt framleiðslu og við-
skipti í kaldakol. I Monróvíu nær-
ast rottur og hundar á líkum
myrtra og fallinna, sem liggja
eins og hráviði um götur og torg.
Bretland-Iran
Stjórnmálasamband á ný
Mohawkar láta
af aðgeröum
Mohawkindíánar í kanad-
íska fylkinu Québec, sem í 11
vikur hafa mótmælt fyrirætlunum
um að gera svæði, sem þeim er
heilagt, að golfvelli, létu af þeim
aðgerðum í gær. Mikil beiskja er
í mörgum út af þessu og er talið
að deilur yfirvalda og indíána,
sem telja sig beitta margvíslegu
misrétti, muni halda áfram.
Vináttuslit PLO
og Sovétríkja
Abdallah Hourani, sem á
sæti í framkvæmdanefnd Frelsis-
samtaka Palestínu (PLO), sagði í
gær að Sovétríkin væru ekki
lengur vinur PLO og annarra
„frelsisafla", þar eð nú hugsuðu
Sovétmenn helst um það að geðj-
ast síonistum og fá bandaríska
peninga. PLO hefur reiðst Sovét-
ríkjunum út af andstöðu þeirra
við írak, sem PLO styður, í
Persaflóadeilu og fyrir að leyfa
innflutning sovéskra gyðinga til
Israels.
Tilkynnt var af hálfú stjóma
Bretlands og írans í gær að þau
hefðu ákveðið að taka upp stjóm-
málasamband sín á milli að nýju
og opna sendiráð hvort í annars
höfúðborg innan mánaðar. Iran
sleit stjómmálasambandi sínu við
Bretland í mars s.l. ár út af deilum
sem spunnust út af Söngvum Sat-
ans, skáldsögu eftir indverska rit-
höfundinn Salman Rushdie, sem
er breskur ríkisborgari.
Khomeini höfuðklerkur Írana
dæmdi Rushdie til dauða fyrir
bókina og hefúr hann verið í fel-
um síðan. Hann sagði í gær í
sjónvarpsviðtali að sér þætti leitt
af hafa móðgað múslíma. Vera
má að íranir hafi heyrt eitthvað á
þá leið frá rithöfúndinum og að
það hafi gert þá fúsari að láta af
fjandskap við Breta. Samstaða
ríkjanna í Persaflóadeilu, sem þó
er ekki alger, kann og að hafa
valdið einhveiju um að saman
gekk með þeim.
Oljóst er að vísu hvort dauða-
dómur Khomeinis gildir enn að
írana mati eður ei, en breskir
embættismenn segjast hafa skilið
írani svo að þeir myndu virða al-
þjóðalög og ekki blanda sér í inn-
anlandsmál annarra ríkja.
Yfiwöld treysta
á guð og lukkuna
Olfubrák frá slysinu sem varð á mánudaginn. Talið er að hundruð fúgla
muni farast vegna olíunnar. Mynd Kristinn
Olíuslysið við Laugames-
tanga í vikubyrjun minnti menn
óþægilega á hversu alvarlegar af-
leiðingar slíkra mengunarslysa
geta orðið. Það vakti einnig upp
spumingar um hvemig Islending-
ar hafi búið sig undir að mæta
slíku slysi. Svarið við þeirri
spumingu er þetta: Yfirvöld hafa
ekki gert ráð fyrir að alvarlegt ol-
íuslys verði við strendur Islands.
Fjöldi fugla mun láta lífið
vegna olíuslyssins sem varð þegar
svartolíu var dælt úr sovésku skipi
í tanka Olís á Laugamestanga.
Leki kom að neðansjávarleiðsl-
um, en uppgötvaðist ekki íyrr en
mörgum klukkustundum síðar.
Talið er að tugþúsundir lítra hafi
borist í sjóinn áður en dælingu var
hætt.
Engar áætlanir
um viðbrögð
Ævar Petersen fúglafræðing-
ur segir i samtali við Þjóðviljann
að nokkur hundruð fugla muni
láta lífið vegna olíunnar, fyrst og
fremst æðarfugl, en einnig mávar
og aðrar tegundir fúgla. Olía eyði-
leggur vamarkerfi fúgla gegn
kulda. Fuglinn hættir því að afla
sér ætis í sjónum, en leitar þess í
stað á land þar sem hann dregst
upp og deyr hreinlega úr hungri.
- Það er alveg víst að æðar-
fugl sem lendir í olíu lifir það ekki
af ef ekki er að gert. En það hefúr
ekki verið gerð nein áætlun um
hvemig eigi að bregðast við slys-
um sem þessum. Það er heldur
ekki ljóst hver ætti að samhæfa
aðgerðir ef ákveðið yrði að gripa
til einhverra aðgerða. Nú verða
menn að hugsa sinn gang, láta
þetta verða sér víti til vamaðar og
reyna að vera viðbúnir næst þegar
þetta gerist. Því það er ekki spum-
ing um hvort þetta gerist aftur,
heldur hvenær, segir Ævar.
Ævar hefúr einnig áhyggjur
af efninu sem notað er til þess að
bijóta olíuna niður, en notaðir
voru rúmlega tvö þúsund lítrar af
efninu í þessu tilfelli. Efnið veldur
því að olían sekkur til botns og
brotnar þar niður. En við botninn
er fjölskrúðugt líf og æti fjöl-
margra fuglategunda.
Stórfelldur fugla-
dauöi
Alvarlegri slys en þetta hafa
orðið við strendur Islands. Að
sögn Ævars fómst lugir þúsunda
fugla þegar breskur togari strand-
aði við Mánáreyjar árið 1968. Yf-
irvöld áttu ekkert svar við því
slysi þá. Þau myndu heldur ekki
eiga svar við alvarlegu olíuslysi í
dag.
Eyjólfur Magnússon, fulltrúi i
mengunardeild Siglingamála-
stofnunar, segir við Þjóðviljann
að mikið vanti upp á að á íslandi
sé búnaður til þess að bregðast við
olíuslysum af stærri gerðinni. Til
þess vantar fjárveitingar fyrir
tækjakaupum upp á tugi ef ekki
hundmð miljóna króna. Fyrir því
hefúr ekki verið vilji hingað til,
enda þótt líta megi á nauðsyn
þessa búnaðar svipuðum augum
og nauðsyn þess að hafa slökkvi-
lið ávallt í viðbragðsstöðu. Fáar
þjóðir em eins viðkvæmar og Is-
lendingar fyrir mengunarslysum í
hafinu.
Yfirvöld vanbúin
Um 25 skip koma með olíu til
Reykjavíkur árlega. Farmur þess-
ara skipa er misjafnlega stór, en
getur numið allt að 35 þúsund
tonnum af olíu.
Þó er að sögn Eyjólfs aðeins
til búnaður í Reykjavík til þess að
bregðast við minni háttar óhöpp-
um á hafnarsvæðum. Annars stað-
ar á landinu er vart um að ræða
í BRENNIDEPLI
búnað til þess að bregðast við ol-
íuslysum, þótt hafnimar á Akra-
nesi og ísafirði hafi komið sér upp
Tugir þúsunda
fugla fórust þegar
breskur togari
strandaði við Mánár-
eyjar árið 1968. Yfir-
völd áttu ekkert svar
við þvi slysi þá. Þau
myndu heldur ekki
eiga svar við alvar-
legu olíuslysi í dag.
einhverjum „girðingarstubbum",
eins og Eyjólfur orðar það.
Hannes Valdimarsson, hafn-
arstjóri í Reykjavík, segir að það
muni kosta 60-70 miljónir króna
að koma upp lágmarksbúnaði í
fjómm höfnum. En slíkurbúnaður
er aðeins til þess að bregðast við
slysum á hafharsvæðum.
Verði alvarlegt slys við
strendur landsins er engin von til
þess að yfirvöld geti bmgðist rétt
við, hvorki til þess að hindra út-
breiðslu olíunnar, né til þess að ná
henni upp. Einhver tími mun
ávallt líða þar til aðstoð berst ffá
öðmm löndum, en fyrstu við-
brögðin em mikilvægust og þau
em á ábyrgð Islendinga sjálfra.
Opinber rann-
sókn
Olíuslysið við Laugames-
tanga er minni háttar ef miðað er
við önnur slys sem hafa orðið
vegna olíu. En eins og Ævar Pet-
ersen fúglafræðingur segir við
Þjóðviljann er það afstætt hvað er
alvarlegt og hvað ekki. Hvað
þurfa margir fúglar að deyja svo
litið verði á slys sem alvarlegt?
Hafnaryfirvöld i Reykjavík
hafa séð ástæðu til þess að láta
lögregluna rannsaka atburðarás-
ina, en Hannes Valdimarsson
hafnarstjóri segist þó ekki hafa
ástæðu til þess að ætla að um gá-
leysi hafi verið að ræða.
- Það er gert ráð fyrir því í
lögum að fram fari opinber rann-
sókn á málum sem þessum. Við
forum ffam á rannsóknina forms-
ins vegna og til þess að komast til
botns í málinu. Það er mikilvægt
að sjá hvað menn geta lært af
þessu slysi, segir Hannes í samtali
við Þjóðviljann.
Engar athuga-
semdir
Menn hafa undrast hve langur
timi leið áður en starfsmenn Olís
komust á snoðir um lekann. Það
verður væntanlega hluti af lög-
reglurannsókninni að meta þetta.
Starfsmaður Siglingamála-
stofnunar segir í samtali við Þjóð-
viljann að hann hafi enga ástæðu
til þess að ætla að um gáleysi hafi
verið að ræða. Yfirvöld hafa held-
ur ekki gert athugasemdir við eft-
irlit þeirra Olísmanna með olíu-
leiðslunum.
Oli Kr. Sigurðsson, forstjóri
Olís, segir að lekinn hafi verið svo
lítill að þrýstingur hafi aldrei farið
af leiðslunum. Þá segir Oli að
fimm starfsmenn Olís hafi haft
eftirlit með dælingunni, einn um
borð í olíuskipinu, tveir í landi og
tveir um borð í eflirlitsbáti.
- Við fylgjumst með leiðslun-
um eins og hægt er. Þær eru skoð-
aðar árlega. Við höfúm hingað til
komist hjá slysum sem þessum,
en hættan er alltaf fyrir hendi, seg-
ir Óli Kr. Sigurðsson
■gg
Föstudagur 28. september NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7