Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 4
Mynd: Jim Smart Furðulegt að stofnun- in skuli hafa lifað af Sigurður E. Guðmundsson er á beininu Húsnæðisstofnun ríkisins vakti athygli fjölmiðla í síð- ustu viku þegar ríkisendur- skoðun birti skýrslu um bygg- ingasjóði ríkisins og verka- manna þar sem fram kom að sjóðirnir stefna hraðbyri í gjaldþrot. Einnig kom fram í skýrslunni að rekstrarkostnað- ur stofnunarinnar hefur aukist um 92 prósent síðan 1985. í gegnum hremmingar Húsnæð- isstofnunar ríkisins síðustu ár hefur Sigurður E. Guð- mundsson, framkvæmda- stjóri, setið við stjórnvölinn - hann er á beininu í dag. Var gamla húsnæðiskerfið frá 1986 ekki dæmt til að mis- takast? Menn eru ekki á eitt sáttir með það einsog kunnugt er. En ég held að það sé ábyggilega rétt sem segir í skýrslu Rikisendur- skoðunar að það brugðust ýmsar forsendur. Þessi hrikalegi nei- kvæði vaxtamunur er okkur afar- mikið í óhag. Kerfið nær greini- lega ekki tilgangi sínum þegar upp er staðið. Það bárust miklu fleiri umsóknir til okkar en nokk- um mann óraði fyrir, svo brást líka ljánuagn sem hingað átti að koma. Ég lít alveg hiklaust þann- ig á að ríkissjóður hefði átt að skila okkur miklu meira Qár- magni, milljarðurinn sem átti að koma hingað (árlega), kom aldrei hingað verðbættur og var nýlega tekinn af okkur. I öðm lagi þá fóm skuldabréfakaup lifeyris- sjóðanna hægt og sígandi af stað, og ef til vill hafa þau aldrei náð þeim krafti sem þau áttu að ná. Það olli okkur miklum erfíðleik- um það umrót sem var í kringum þessa lagasetningu, bæði mjög harðar og átakamiklar pólitískar deilur og eins ofsafengin umQöll- un ýmissa sterkra fjölmiðla. Þorsteinn Pálsson hefur lýst fullri ábyrgð á hendur núver- andi stjórn fyrir að stefna hús- næðiskerfinu í gjaldþrot. Er þetta ekki þungur áfellisdómur á störf Jóhönnu Sigurðardótt- ur, fiokkssystur þinnar, sem yf- irmanns húsnæðismála? Nei, ég vil ekki líta á þetta sem áfellisdóm yfir henni. Ég held að það séu margir sem koma þar við sögu. Ég lít þannig á að ríkisstjóm íslands hefði fyrir mörgum ámm átt að taka ákvörð- un um breytingu á vöxtum á út- lánum okkar, og reyndar hlýt ég að rifja það upp að einmitt vorið 1987, þegar viðræður um myndun ríkisstjómar Þorsteins Pálssonar stóðu yfír, þá lýsti ég þeirri skoð- un minni í fjölmiðlum að það bæri brýna nauðsyn til að taka ákvörðun um breytingar á útlána- vöxtum okkar til að tiyggja fjár- hag byggingarsjóðanna. A þessu tímabili hafa setið tvær ríkis- stjómir. Ég taldi nauðsynlegt að samræma útláns- og innlánsvexti stofnunarinnar. Ég átti við það, að við tökum lán hjá lífeyrissjóðun- um með mjög háum vöxtum og endurlánum það fé með lágum vöxtum. Fjölmiðlar skildu það sem svo að ég væri að tala fyrir hækkun á útlánavöxtum stofnun- arinnar og það var alveg rétt túlk- un. Ég fer ekkert í launkofa með það að ég vildi þá þegar að vext- imir yrðu hækkaðir. I rauninni hefúr Húsnæðisstofnun um langt árabil veitt lán með niðurgreidd- um vöxtum, en það er ekki fyrr en eftir 1986 að það gerist í stómm stíl. Ég segi það um áfellisdóminn að síðan 1987 þegar ég talaði fyr- ir þessu þá hafa allir stjómmála- flokkar setið í ríkistjóm utan Kvennalisti. Voru það ekki pólitísk mis- tök að hleypa öllum í kerfið frá 1986 án tillits til tekna? Ég held að það hafí verið mis- tök hjá þeim sem stóðu að setn- ingu löggjafarinnar að hleypa þá þegar inn í kerfíð þeim sem þurftu miklu síður á lánum að halda til íbúðarkaupa. Að mínum dómi áttu þá, til að byrja með, eingöngu forgangsmenn að fá hér fyrir- greiðslu, hinir hefðu mátt bíða. Ég tel að allir hafí verið teknir með fyrst og fremst að kröfú líf- eyrissjóðanna sem vildu tryggja að þetta fólk héldi réttindum sín- um. Þetta hefði ef til vill gengið ef umsóknafjöldi hefði verið eðli- legur, en hann var algerlega óeðli- legur. Fyrir bragðið fór allt úr böndunum. Það fór saman hrika- leg aðsókn sem kaffærði kerfíð, ofsafengin umfjöllun sumra fjöl- miðla átti stóran þátt í því og ekki nógu mikil skuldabréfakaup af hálfu lífeyrissjóðanna fyrstu misserin. Og ennfremur kom rík- issjóður ekki nógu sterkt inní myndina þegar frá upphafi einsog við töldum tryggt að hann myndi gera. Telur þú að húsbréfin leysi vandann? Ég varð ekkert sannfærður á stundinni þegar ég fyrst heyrði talað um þessi húsbréf og ég fylgdist með þeirri umræðu úr fjarlægð. Ég er löngu kominn á þá skoðun að þau séu mjög jákvæð nýjung. Og ég er sannfærður um að þau leysa stóran hluta vandans þ.e.a.s. íbúðaeigenda á almennum markaði. En ég tel að það sé mjög mikilvægt að halda uppi félags- íbúðakerfinu og félagslegum hús- næðislausnum sem hafa nú reyndar verið stærri hluti myndar- innar síðustu árin heldur en nokkru sinni fyrr. Það er alveg ljóst að mínum dómi - og ég tel að greiðsluerfíð- leikaárin hafí sýnt það - að þótt menn væru að reyna að eiga íbúð- ir á almennum markaði þá voru það svo óskaplega margir sem réðu ekkert við það. Þetta var lausn sem ekki hentaði fjölda fólks. Þá þarf hið opinbera að geta boðið aðrar lausnir, bæði í formi félagslegra eignaríbúða og leigu- íbúða. Þeir fordómar sem eru fyr- ir hendi í garð leiguíbúða ná ekki nokkurri átt og samrýmast auðvit- að ekki nútímaviðhorfúm eða þörfum og hagsmunum fólks nú til dags. Það er ekkert lítilmann- legt við það að vera með íbúð á leigu frekar en það að vera með bíl á leigu, maður greiðir eðlilegt afgjald af notkuninni. Hinsvegar þarf að tryggja hagsmuni leigj- enda og leigusala eins og reyndar var gert með fyrstu húsaleigulög- gjöfinni, á seinni tímum, frá 1980 sem nú er verið að endurskoða. Þannig að þetta breytist úr sjó- ræningjaviðskiptum í traust og örugg viðskipti þar sem báðir að- ilar treysta hvor öðrum. Þannig á það að vera í siðuðu þjóðfélagi. í gamla kerfinu og hús- bréfakerfinu hafa áætlanir um umsóknir brugðist. Hvað er eig- inlega að? Eg held að það hafí ekki verið nokkur leið að átta sig á því í kerf- inu frá 1986 að svona gríðarlegur fjöldi lánsumsókna myndi berast. A tímabili voru horfúr á því að þriðjungur þjóðarinnar myndi sækja um lán héma, hvorki meira né minna. Hvemig á nokkur mað- ur að geta gert ráð fyrir slíku? Að því er húsbréfin varðar þá fóru þau afar hægt af stað. En svo skyndilega tók þetta miklu stærri kipp en við reiknuðum með, ein- mitt þegar komið var fram á sum- ar, menn almennt og margt starfs- fólk í sumarleyfi. Þá, takk fyrir, hellast yfir okkur umsóknir og við vorum vanbúin til að taka við því. Hafa kostnaðarsamar breytingar á tölvu- og símakerf- um stofnunarinnar og aukinn almennur rekstrarkostnaður ekki átt að leiða til betri og skjótari þjónustu? Jújú, og hefur gert það. í skýrslunni er bent á að rekstrar- kostnaðurinn hefur aukist hér á milli ára frá 1985 til 1989 og sagt að hann hafi aukist um 20 prósent að jafnaði. Ég er ekkert að draga það í efa, en hinsvegar finnst mér að það hafí mátt koma miklu bet- ur fram öll þau feiknalegu verk- efni sem hafa hlaðist hér á þessa stofnun - yfírleitt með litlum fyr- irvara - og hafa valdið alveg stór- kostlegum kostnaði. Með fullri virðingu fyrir al- þingismönnum þá leyfi ég mér að efast um að þeir hafí gert sér grein fyrir þessu þegar þeir hafa verið að samþykkja lög sem síðan hefúr komið í okkar hlut að hrinda í framkvæmd. Hugsaðu þér t.d. að 1986 er í raun ákveðið að Hús- næðisstofnun taki við öllu lán- veitingahlutverki lífeyrissjóð- anna. Þama var um að ræða 70 til 80 sjóði, með 70 til 80 starfsmenn a.m.k., en við fáum fjóra mánuði til þess að taka þetta að okkur, og fjölgun á starfsliði var nánast eng- in. Við bættum við okkur kannski tveim til þremur mönnum, sem við fengum heimild til að ráða með eftirgangsmunum. Síðan verður umsóknafjöldinn miklu meiri en nokkur gat gert sér grein fyrir. Þetta sprengdi tölvumar tvisvar sinnum hjá okkur. Allar reglur gjörbreyttust þannig að semja varð ný forrit og aðlaga gömul í stómm stíl. Við þurftum að stækka tölvuna tvisvar áður en við keyptum tölvuna sem við er- um með núna, til þess að ráða við þetta. Það er í rauninni alveg fúrðulegt að stofnunin skuli hafa lifað þetta af, þegar hver stór- breytingin hefúr rekið aðra með tilheyrandi breytingum á umsvif- um. Sýnir þessi vandræðagang- ur ekki að mat manna á hús- næðisþörfinni í gegnum árin hafi verið byggt á vafasömum forsendum og/eða pólitískri óskhyggju? Forsendumar vora metnar af nefúdinni sem samdi lagaffum- varpið. En þegar við vorum að byrja að þreifa okkur áfram með þetta starf vorið og sumarið 1986, þá höfðum við ekki margt við að sfyðjast. Og ég tel að það hafi tek- ist alveg ótrúlega vel til. Auðvitað var það pólitísk óskhyggja að þetta gengi upp einsog það hlýtur alltaf að vera þegar lagasmiðir setjast á rökstóla, en einsog kem- ur fram í skýrslu Ríkisendurskoð- unar þá brugðust ýmsar forsend- ur, sem olli því að kerfið stöðvað- ist. Það er stopp í dag, það er svo einfalt. En ég vil segja í sambandi við lífeyrissjóðina að samkomulagið frá 1986 er eitt það hagstæðasta sem sjóðimir hafa nokkra sinni gert. Þúsundir ef ekki tugþúsund- ir manna þyrptust í sjóðina, fólk sem ekki hefði skilað sér inn í sjóðina fyrr en seint og um síðir, jafnvel eftir aldamót. Það má beinlínis rekja þetta til þess, að það var gert að skilyrði fyrir hús- næðisláni að fólk væri í lífeyris- sjóði. Þar að auki gerðu þeir mjög hagstæða samninga við okkur um skuldabréfakaup. En þetta sam- komulag olli okkur óskaplegum erfíðleikum í starfí haustið 1986 og ffam á 1988. Ein að lokum, Sigurður, hvernig fjármagnaðir þú þín húsnæðiskaup? Við hjónin eigum raðhús uppi í Breiðholti og lentum í misgeng- istímanum með það, en gátum, til að byija með, borgað með íbúð- inni sem við seldum. Síðan feng- um við lán hér hjá stofnuninni einsog aðrir. Það var um gríðarleg skammtímalán úr bönkunum að ræða, en við voram svo heppin að við unnum bæði fúlla vinnu, auk þess var ég í pólitík þá sem ég þáði Iaun fyrir. Því hafðist þetta þó það sé ekki svo að skilja að húsið sé fúllgert, þó við höfum keypt það fokhelt 1981 - enda er ég enn á bíl ffá 1980 og skammast mín ekkert fyrir það. -gpm 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.