Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 18
Kamsky og Ivantsjúk deildu efsta sætinu í Tilburg Hinum 16 ára gamla Gata Kamsky tókst það sem engan hafði órað fyrir, að bera sigur úr býtum á sterkasta skákmóti árs- ins í Tilburg í Hollandi. Kamsky var einn í efsta sæti svo til allt mótið en í síðustu umferð tókst Vasily Ivantsjúk að komast upp að hliðinni á honum með því að vinna skákir sínarí 13. og 14. um- ferð. Ivantsjúk bætti þarna enn við orðstír sinn og er að mínu mati sterkastur þeirra stór- meistara sem unnu sér þátttöku- rétt í áskorendakeppninni í sumar. Kamsky og Ivantsjúk hlutu báðir 8Vi vinning úr 14 skákum sem er frábær árangur. Jafnframt virðist þetta mót hafa staðfest kynslóðaskipti í skákinni því yngstu skákmennirnir röðuðu sér í fjögur efstu sætin eins og lokaniðurstaðan ber með sér. 1.-2. Kamsky (Bandaríkin) og Ivantsjúk (Sovétríkin) 8V2 v. 3. Gelfand (Sovétríkin) 8 v. 4. Short (England) 71/2 v. 5.-6. Timman (Holland) og Andersson (Svíþjóð) 61/2 v., 7. Nikolic (Júgóslavía) 6 v. 8. Seirawan (Bandaríkin) 4V2. Kamsky tók forystuna þegar í sínar hendur með hverjum sigrin- um á fætur öðrum og lauk fyrri hluta mótsins með því að hljóta 5 V5 vinning úr 7 skákum. Seinni helmingurinn var torsóttari því margir andstæðingar hans virtust hafa vanmetið hann í fyrri hlutan- um. Hann tapaði fyrir Nigel Short í 9. umferð en vann helsta keppinaut sinn, Ivantsjúk í 10. umferð. Þegar aðeins tvær um- ferðir voru eftir var hann með vinningsforskot á næstu menn en tapaði fyrir Jan Timman í 12. um- ferð og ídykkti út með því að gera jafntefli við Andersson og Seirawan í tveim síðustu umferð- um mótsins. Kamsky var vel að árangri sín- um kominn. Hann barðist til síð- asta blóðdropa í hverri einustu skák og sýndi ótrúlega kunnáttu af svo ungum manni að vera í endatöflum og stöðum sem kröfðu á um tæknilega úrvinnslu. Vasily Ivantsjúk hefur náð frá- bærum árangri í svo til hverju því móti sem hann hefur tekið þátt í hin síðari ár. Hann virðist hafa róast mikið og virðist eins og sak- ir standa full verðugur andstæð- ingur Kasparovs og Karpovs. Boris Gelfand náði þriðja sæti sem er vel af sér vikið eftir slaka byrjun. Margir þykjast sjá heims- meistaraefni í þessum unga manni og Kasparov hefur látið svo um mælt að í einvíginu um heimsmeistaratitilinn 1993 muni Gelfand verða andstæðingur hans. Gelfand er sennilega best lesni skákmaðurinn í Tilburg- mótinu og sigrar hans margir eru oft æði áreynslulausir. Það er spá mín að greinilegir einbeitingar- örðugleikar geri honum erfitt fyrir í komandi áskorenda- keppni. Félagarnir Timman og Andersson komu næstir. Tim- man byrjaði afleitlega og var langtímum saman í neðsta sæti. Hann átti hinsvegar góðan enda- sprett og bjargaði þannig andlit- inu. Andersson tefldi fjörlegar en síðast þegar honum var boðið í Tilburg-mótið og gerði þá 13 jafntefli í 14 skákum. Hann var í tímahraki í flestum skákunum og virðist eiga í erfiðleikum með að fá upp „sínar“ stöður gegn ungu mönnunum. Lftum á eina af skákum Kam- sky í mótinu þar sem hann mætir frægasta undrabarni Eng- lendinga fyrr og síðar, Nigel Short. Þessi skák er um margt dæmigerð fyrir Short. Hann teflir af yfirveguðu öryggi gegn Caro- Kann vörn Kamskys og brýtur sér leið til sigurs hægt og bítandi. Þetta var fyrsti ósigur Kamskys í mótinu og jafnframt einhver áferðarfallegasta skákin sem tefld var í Tilburg en mikill fjöldi furðulegra afleikja setti svip á mótið: Yasser Serawan varð í neðsta sæti sem hlýtur að vera mikið áfall fyrir hann. Seirawan hefur ekki látið sitt eftir liggja í mikilli gagnrýni á meint dekur við Gata Kamsky enda mun svo komið að líkur eru á því að þeir feðgar Rustam og Gata flytji til Frakk- lands. Færi svo þá myndu Banda- ríkjamenn tapa raunhæfum möguleika á að eignast annan heimsmeistara á þessari öld. 9. umferð: Nigel Short - Gata Kamsky Caro-Kann 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 Bf5 4. c3 e6 5. Be2 (Short hefur beitt þessari að því er virðist órökréttu leið gegn Caro-Kann vörninni með góðum árangri upp á síðkastið. Síðar í mótinu lagði hann Seirawan að velli með sömu leið.) 5. .. Be7 6. Rf3 g5!? 7. 0-0 h5 8. Be3 Rd7 9. a4 g4 (Þrátt fyrir traustan skákstíl ein- kenna djarfir peðsleikir margar skákir Kamsky.) 10. Rel Bg5 11. Rd3 Rh6 12. Rd2 h4 13. Dcl Hg8 14. Rb3 Bxd3 15. Bxd3 a5 16. f4! (Á réttu augnabliki brýtur Short upp stöðuna kóngsmegin. Hann nær að einangra h-peðið sem síð- ar er dæmt til að falla.) 16 .. gxf3 17. Hxf3 b6 18. Bxg5 Dxg5 19. Dxg5 Hxg5 20. Hh3! Ke7 (Svartur verður að láta h-peðið af hendit.d. 20. ,.Hg4 21.Be2 He4 22. Bf3 Hf4 23. Rcl og síðan 24. Re2.) 21. Hxh4 Rg4 22. Hel Hag8 23. g3 c5 24. Rd2 c4 25. Bc2 f5 26. exf6+ Rgxf6 27. Rf3 Hh5 28. Hxh5 Rxh5 (Uppskipti auðvelda ekki að- stöðu Kamsky. Nú verður honum ýtt af borðinu án þess að fá nokk- uð að gert.) 29. Kf2 Kd6 30. Re5 Rdf6 31. Bdl Rg7 32. g4 Hb8 33. Bf3 b5 34. axb5 Hxb5 35. He2 a4 36. h4 a3 37. bxa3 Hb3 38. Hc2 Hxa3 39. h5 Rh7 40. Kg3 Ke7 31. Hb2 Hb3 42. Ha2 Hb7 43. Kf4 Re8 44. g5 Rd6 45. g6 Rf6 46. h6 Kf8 47. Ha8+ Rde8 48. Rg4 Rxg4 49. Bxg4 He7 50. Ke5 - og Kamsky gafst upp. Lokastaðan verðskuldar stöðumynd. Sveit TR teflir við Solingen Næstkomandi þriðjudag teflir sveit TR við v-þýsku sveitina So- lingen í undanúrslitum Evrópu- keppni taflfélaga. Sveit TR er komin svo langt eftir sigra yfir belgísku sveitinni Anderlecht með Jan Timman á 1. boði, skák- sveit þess fræga knattspyrnufé- lags Bayern Múnchen og MTK Budapest með Lajos Portisch á 1. borði. Ekki er minnsti vafi á því að Þjóðverjarnir verða erfiðir viðfangs því frægir stórmeistarar eru innan vébanda sveitarinnar: Shotr, Spasskí, Húbner, Kavalek og Lobron svo nokkrir séu nefnd- ir. Keppnin fer fram í húsa- kynnum TR að Faxafeni 12, þriðjudags- og miðvikudags- kvöld. Helgi Ólafsson Tímamót framundan? Líkur eru á að ársþing Bridgesam- bandsins verði sunnudaginn 21. októ- ber, daginn eftir Selfoss-mótið (minningarmót Einars ÞorfJ. Staðfest hefur verið að lsak Örn Sigurðsson lætur þá af störfum sem starfsmaður sambandsins, eftir 2 ára starf. Óráðið er hver tekur við starfi hans hjá BSÍ, en heyrst hefur að með- limir innan stjórnar renni hýru auga til starfans. Einnig hefur nafn Ragn- ars Magnússonar tengst umræðunni. Og að síðustu, Elín Bjarnadóttir. Kannski það? Kaup sambandsins á spilagjafavél- inni Iíta afar vel út, og með fyrirfram sölu á gefnum spilum til ákveðinna félaga í höfuðborgarsvæðinu er ljóst að sambandið ber lítinn sem engan kostnað af kaupunum. Með éigin notkun BSÍ má telja fullvíst að vélin „borgi“ sig upp á 6 mánuðum. Næsta skrefið í þróuninni hlýtur að vera „ró- bót“ frá Japan, til að taka að sér keppnisstjóraverkið. Sá hinn sami mætti þá gjarnan taka að sér út- reikning móta (þ.e. ef það er ekki frátekið fyrir aðila innan stjórnar BSÍ). Sveit Sigurðar Sigurjónssonar Kópavogi sigraði sveit Tryggingamið- stöðvarinnar í 3. umferð Bikarkeppni BSÍ, nokkuð óvænt. Munurinn varð um 20 stig. Sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar Reykjavík sigraði sveit Delta (Roche) frá Hafnarfirði í 3. umferð í jöfnum leik. Og á þriðju- daginn áttust við sveitir Forskots Reykjavík og Estherar Jakobsdóttur Reykjavík. Fyrrnefnda sveitin sigraði nokkuð örugglega. Og síðasti leikur 3. umferðar verð- ur á morgun (laugardag) er sveitir S. Ármanns Magnússonar Reykjavík og Ásgríms Sigurbjörnssonar Siglufirði mætast. Leikurinn verður spilaður í húsi BSÍ og hefst um kl. 14. Dregið hefur verið í undanrásum keppninnar (4. umferð). Eftirtaldar sveitir mæt- ast; Ásgrímur Sigurbj./S. Ármann Magnússon gegn Samvinnuferðum og Sigurður Sigurjónsson gegn For- skoti. Undanrásir verða spilaðar í húsi BSÍ á sunnudaginn kemur og hefst spilamennska kl. 10 árdegis. Spiluð verða 48 spil. Sigurvegararnir mætast svo á Loftleiðum um aðra helgi, en þá verða spiluð 64 spil milli sveita, fyrir- fram gefin af BSÍ. Sími Bridgesambandsins var lok- aður á mánudaginn var. Undirritaður man ekki til þess að slíkt hafi gerst áður, eða hvað? Góð þátttaka var hjá Skagfirðing- um sl. þriðjudag. Spilað var í tveimur áttum. Efstu pör urðu: N/S: Sigrún Jónsdóttir og Ingólfur Lilliendahl og A/V: Hjálmar S. Pálsson og Sveinn Þorvaldsson. Næsta þriðjudag verður enn á ný eins kvölds tvímenningskeppni, en annan þriðjudag er stefnt að stuttri barometer-keppni (3-4 kvöld). Fyrir- fram skráning í þá keppni er í s: 16538 (Ólafur). Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35 og hefst spilamennska kl. 19.30. Dagskrá Bridgefélags Reykjavíkur þetta starfsárið er í grófum dráttum á þessa leið; Sl. miðvikudag hófst 6 kvölda barometerkeppni. 7. nóvem- ber hefst 6 kvölda Butler-keppni. 19. desember er jólakvöld félagsins. í janúar verður spilað í Reykjavíkur- mótinu í sveitakeppni, en 30. janúar hefst svo aðalsveitakeppni, og stend- ur í 6 kvöld. Spilaðar verða 12 um- ferðir (2x16 spila leikir) eftir Monrad- kerfi. 13.-27. mars verða 3 spilakvöld lögð undir eins kvölds spilamennsku en 3. aprfl hefst svo aðaltvímennings- keppni félagsins og Iýkur starfsárinu 8. maí. Aðalfundur boðaður 15. maí. Olafur Lárusson Nv. formaður félagsins er Sævar Þorbjörnsson. Og sl. miðvikudaghófst 6 kvölda barometer-keppni hjá Bridgefélagi Reykjavíkur með nýstárlegu sniði. Efstu pör mætast í hvert sinn, þ.e. eins konar Swiss-fyrirkomulag, þar- sem pörin geta mæst oftar en einu sinni. Enn er hægt að bæta við pörum í þá keppni. Upplýsingar veitir Jón Baldursson. Fullvíst má telja að Bridgesam- bandið muni helgina 9.-10. nóvember gangast fyrir íslensksu „Cavendish" móti, þ.e. tvímenningskeppni þar sem pörin eru „boðin" upp. Stefnt er að 28-32 para móti og yrði þátttöku- gjaldið kr. 7.500 pr. par og að auki yrðu pörin að ábyrgjast aðrar 7.500 kr., sem boð í sjálfa sig, ef enginn annar lítur við viðkomandi. Fróðlegt að fylgjast með framvindu þessara mála. Landstvímenningur Bridgesam- bandsins verður spilaður vikuna 22.- 27. október. Búast má við að flest öll félögin innan BSÍ verði með að þessu sinni, enda undirbúningsvinnu þá lokið af hálfu sambandsins. Einsog áður hefur komið fram í þessum þætti, bera hinar ýmsu spila- aðferðir ákveðin nöfn. Mörg af þeim þekkjum við, en aðrar aðferðir sem við dags daglega notumst við í leiknum, hafa verið reyndar, þótt heitið á aðferðinni komi ókunnuglega fyrir sjónir. Eða hver kannast við „Pitt“-bragðið? Lítum á hvernig það virkar: S:G986 H:863 T: 865432 T . S: 10432 JL.— S:D H:95 H:ÁDG1072 T:KD T:107 L:D9852 S:ÁK75 H:K4 T:ÁG9 L:K1063 L:ÁG74 Eftir spaðaopnun Suðurs og hjarta- ströggl Austurs, er Suður sagnhafi í 4 spöðum. Útspil Vesturs er hjartanía, upp á ás og hjartadrottning, sem við tökum á kóng. Vandamálið í spilinu, ef tígullinn brotnar 2-2, er stíflan í tígli. Næst leggur Suður niður spaða- ás, og hendir áttunni úr borði (sem heldur þeim möguleika opnum að geta spilað upp á spaðatíuna báðum megin). Legan kemur í ljós, er Austur lætur spaðadrottningu í. Þá kemur tígulás og meiri tígull. Vestur er inni á drottningu og spilar laufi, sem tígli er hent í úr borðinu. Austur drepur á ás og spilar hjartagosa. Þá trompar sagnhafi með spaðakóng, lætur spaðasjöu og síðan spaðafimmu og yfirtekur á níuna í borði, loks spaðagosa og losar sig við gosann í tígli. Stíflan fjarlægð og 10 slagir mættir á svæðið. Já, við höfum flest okkar séð þetta áður, eða í svipuðum dúr, en vissi einhver um heitið á þessari spilaað- ferð? 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ i Föstudagur 28. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.