Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 19
Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því aö gjalddagi launaskatts fyrir september er 1. október n.k. Launaskatt ber launagreiðanda aö greiöa til innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll- stjóra, og afhenda um leiö launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið í Kópavogi Haustferð í Landmanna laugar 27. októ- ber 1990 : . m Laugardaginn 27. október fer ABK haustferö í Landmannalaugar. Farið verður frá Þinghóli klukkan 9 að morgni og ekið austur Hellisheiði. Farið verður um Ölfus og Flóa, austur yfir Þjórsá, upp Landveg að Tröllkonuhlaupi við Búrfell. Með viðkomu í Foss- brekkum verður farið um Sölvahraun á Landmannaleið. Skammt frá Landmannahelli verður ekið upp á Mógilshöfða og yfir í Hrafntinnusker og skoðaður íshellirinn þar sem jarðhitinn bræðir íshelluna án afláts. Allt um kring eru spúandi hverir á þessu mikla háhitasvæði, Þaðan verður aftur haldið á Dómadalsleið og hjá Frostastaðavatni í Landmannalaugar þar sem gist verður í skála Ferðafélags Islands eftir kvöldvöku og söng. Á sunnudeginum verður árdegis gengið á Bláhnjúk en sumir taka sér styttri göngu eða baða sig í lauginni Ijúfu. Laust eftir hádegið verður haldið af stað heimleiðis. Þá verður ekið hjá Hófsvaði á Tungnaá, niður meö Vestur-Bjöllum, hjá Sigölduvirkjun og Hrauneyjarfossvirkjun, yfir Þjórsá hjá Sandafelli, niður Hrossa- tungur að Gjánni og Stöng í Þjórsárdal. Þaðan verður svo ekið að Hjálparfossi og heim um Gnúpverjahrepp og Skeið. Heimkoma er áætluð klukkan 20 að kvöldi sunnudagsins. Gistigjald í skála er kr. 550 og fargjald er kr. 2.500. Hálft fargjald er fyrir eftirlaunaþega og ófermda og ókeypis fyrir börn átta ára og yngri. Skráið ykkur sem allra fyrst hjá fararstjóranum Gísla Ólafi Pét- urssyni í síma 42462. ATHUGIÐ að þátttaka er ÖLLUM velkominl! Ferðanefnd ABK Sunnlendingar Opinn fundur um málefni garðyrkjunnar Opinn fundur um málefni garðyrkjunnar í Aratungu þriðjudaginn 2. október kl. 21. Frummælendur verða Hjördís B. Ásgeirsdóttir, Kjartan Ólafsson, Magnús Ágústsson, Steingrímur J. Sigfússon og Örn Einarsson. Fundarstjóri Margrét Frímannsdóttir. Alþýðubandalagið Suðurlandi Alþýðubandalagið í Kópavogi Félagsvist Fyrsta spilakvöld í þriggja kvölda keppni verður haldið í Þinghól, Hamraborg 11, mánudaginn 1. október klukkan 20.30. Spilað verður annan hvern mánudag. Kaffi og kvöldverðlaun. Allir velkomnir Stjórnin Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 29. september milli kl. 10 og 12. Elsa Þorkelsdóttir bæjarfulltrúi og Eggert Gautur fulltrúi ABK í skólanefnd verða með heitt á könnunni. Allir velkomnir. Stjórn ABK Alþýðubandalagið í Hveragerði Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Hveragerði verður haldinn laugardaginn 29/9 kl. 10 árdegis í sal verkalýðsfélagsins Boðans, Austurmörk 2. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Margrét Frímannsdóttir þingmaður og Ingibjörg Sigmundsdóttir mæta á fundinn. Stjórnin Spítalarnir Skorturá aðstoðartæknum Þorvaldur Veigarfor- maður læknaráðs Land - spítalans: Nauðsynlegt að endurskipuleggja störf- in á spítölunum „Áhrif f] öldatakmarkana í læknadeild, þ.e. skortur á að- stoðarlæknum, er að koma fram núna og það hafa allir áhyggjur af þessu. Það sem þarf að gera er hreinlega að skipuleggja störfin á spítölunum upp á nýtt,“ sagði Þorvaldur Veigar Guðmundsson, formaður læknaráðs Landspítal- ans við Þjóðviljann. Nú blasir við mikil fækkun að- stoðarlækna og fyrirsjáanlegt er að um 30 nýútskrifaðir læknar komi til starfa á ári sem aðstoð- arlæknar, sem er nær helmings fækkun frá því sem verið hefur. Samstarfsnefndin skipaði í vet- ur undirnefnd sem í situr einn fulltrúi frá hverjum spítala og er hlutverk hennar að ræða hvernig á að bregðast við þessum vanda. Undirnefndin gerir ráð fyrir að skila tillögum í lok þessa mánað- ar. Læknaráðin, aðstoðarlæknar og aðstoðarlandlæknir hafa kom- ið saman og rætt þetta mál. „Það hefur ýmislegt verið nefnt. T.d. má færa hluta af pappírsvinnu kandidata yfir á annað starfs- fólk,“ sagði Þorvaldur. „Það er mikið talað um að koma á fót upphafi framhaldsmenntunar í fleiri sérgreinum hér á landi. Þá myndu menn staldra lengur við á íslandi. í þriðja lagi verður að endurskipuleggja stöðubyggingu spítalanna. Það myndi þýða að vinna aðstoðarlækna myndi fær- ast að hluta á ungu sérfræðing- ana.“ -vd. Sjávarútvegsráðuneytið Um eldi sjávardýra Á undanförnum árum hefur orðið mikil framför í rannsókn- um og í eldi á ýmsum sjávardýr- um. INoregi hafa t.d. farið fram miklar rannsóknir á eldi kald- sjávartegunda eins og lúðu, þorsks og steinbíts. Spurningar hafa m.a. vaknað um það hvort slíkt eldi muni í vaxandi mæli keppa við hefðbundnar veiðar. íslendingar hafa reynt að fylgjast náið með framþróuninni erlendis og jafnframt hafa fyrstu skrefin í eldi sjávardýra verið stigin hjá Hafrannsóknastofnun við Grindavík og hjá Fiskeldi Eyjafj- arðar. Með hliðsjón af þeim erf- iðleikum sem laxeldi gengur nú í gegnum hafa augu manna í vax- andi mæli beinst að nýjuin teg- undum. í því sambandi verður traust þekking að liggja til grund- vallar meiriháttar fjárfestinga. Þess vegna er aðkallandi að ís- lendingar marki stefnu og sérs- taka rannsóknaáætlun fyrir eldi sjávardýra. Á ráðstefnunni munu þrír Norðmenn flytja erindi um rannsóknir og eldi á sjávardýr- um. Einnig verða flutt erindi um hvert stefni í íslenskum rann- sóknum og möguleika okkar á að nýta jarðvarma til eldis á hlýsjá- vartegundum. Þá verða einnig sérstök erindi um sjúkdóma og markaðsmál. Megininntak ráð- stefnunnar verður framtíðar- möguleikar íslendinga á arðvæn- legu eldi sjávardýra. Ráðstefnan verður haldin á Hótel KEA, Akureyri, dagana 16. og 17. október n.k. Þátttaka tilkynnist á Hafrannsóknastofn- un í síma 91-20240 fyrir 5. októ- ber n.k. Ráðstefnan er öllum opin og eru allir áhugamenn um eldi sjávardýra á íslandi hvattir til þess að taka þátt í henni. (Fréttatilkynning) NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19 ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Steingrímur Sigfússon, Ragnar Arnalds og Gunnlaugur Júlíusson mæta á almennum opnum fundi á Húnavöllum, sunnudaginn 7. október n.k. Fundurinn hefst kl. 15.00. Hvað líður gerð búvörusamnings? Verður landinu skipt í framleiðslusvæði - eða miðað við landkosti hverrar jarðar? A að leyfa sölu fullvirðisréttar? Hver verða áhrif nýs álvers á Reykjan- esi á byggðaþróun? Er hætta á að opnað verði fyrir innflutning landbúnaðarvara? Eru blikur á lofti í efnahagsmálum? Eða bjart- ari tíð framundan? Alþýðubandalagið Steingrímur Sigfússon, Ragnar Arnalds og Gunnlaugur Júlíusson mæta á almennum opnum fundi i Ásbyrgi, Laugarbakka sunnu- daginn 7. október n.k. Fundurinn hefst kl. 20.30. Hvað líður gerð búvörusamnings? Verður landinu skipt í fram- leiðslusvæði - eða miðað við landkosti hverrar jarðar? A að leyfa sölu fullvirðisréttar? Hver verða áhrif nýs álvers á Reykjanesi á byggðaþróun? Er hætta á að opnað verði fyrir innflutning land- búnaðarvara? Eru blikur á lofti í efnahagsmálum? Eða bjartari tíð framundan? Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið í Kópavogi Opið hús í Þinghóli, Hamraborg 11, laugardaginn 29. september milli kl. 10 og 12. Elsa Þorkelsdóttir bæjarfulltrúi og Eggert Gautur, fulltrúi ABK í skólanefnd, verða með heitt kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Djúpivogur - almennur fundur Opinn fundur með Hjörleifi Guttormssyni alþingismanni, Hótel Framtíð, föstudagsk- völdið 28. september kl. 20.30. Rætt um heimamál og stjórnmálahorfur við upphaf Alþingis. Allir velkomnir Alþýðubandalagið Stjórn ABK Hjörleifur Félagsfundir hjá Alþýðubandalagsfélögum á Austurlandi Djúpivogur: Hótel Framtíð: Félagsfundur í Alþýðubandalagsfé- lagi Djúpavogs og nágrennis, föstudagskvöld 28. september, að loknum almennum fundi. Höfn, Miðgarði: Félagsfundur í Alþýðubandalagsfélagi Austur- Skaftafellssýslu, laugardaginn 29. september kl.13.30. Á fundunum verða m.a. kosnir fuiltrúar í kjördæmisráð. Hjörleifur Guttormsson alþingismaður kemur á fundina. Félagar fjölmennið. Stjórnir AB-félaganna Alþýðubandalagið Keflavík og Njarðvík Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Keflavíkur og Njarðvíkur verður haldinn laugardaginn 6. október nk. í Iðnsveinahúsinu Keflavík og hefst kl. 15. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Stjórnarkjör. 3. Kosning fulltrúa á aðalfund kjördæmisráðs AB í Reykjanes- kjördæmi. 4. Ónnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin Margrét Alþýðubandalagið Vestmannaeyjum Félagsfundur Félagsfundur Alþýðubandalagsins í Vestmannaeyjum verður haldinn fimmtudaginn 4. október kl. 20.30. Fundarefni: Staðan í stjórnmálunum. Margrét Frímannsdóttir og Ragnar Arnalds mæta á fundinn. Stjórnin Alþýðubandalag Selfoss og nágrennis Aðalfundur Aðalfundur Alþýðubandalags Selfoss og nágrennis verður hald- inn miðvikudaginn 3. október að Kirkjuvegi 7 kl. 20.30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Margrét Frímannsdóttir mætir á fundinn. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.