Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 16
Handbolti Fleiri leikir - meiri reynsla Leikjum í VÍS-keppninni í handbolta hefur verið fjölgað úr 90 í 192. Leiknar verða 22 um- ferðir og síðan 10 umferðir í sér- stakri úrslitakeppni, sem sex efstu liðin taka þátt í. Skiptar skoðanir eru um þetta nýja fyrirkomulag Íslandsmótið í handknattleik hófst um miðjan mánuðinn og þegar er lokið þremur umferðum. Mótið í ár er töluvert frábrugðið því sem var á síðasta ári og mun- ar mest um gríðarlega mikla Qölgun leikja. A síðasta ári voru leiknir alls 90 leikir í VÍS-keppn- inni, eins og mótið heitir, en í ár verða þeir alls 192. Þá hefur lið- um í 1. deild verið fjölgað úr 10 í 12. Alls verða leiknar 22 umferð- ir í fyrstu umferð íslandsmótsins, en síðan taka við 10 umferðir þar sem leikið verður til úrslita um Is- landsmeistaratitilinn. Sex efstu liðin að loknum umferðunum 22 leika þá um efsta sætið og sex neðstu liðin um það hvert af þeim fær það miður skemmtilega hlut- verk að leika í annarri deild að ári. Liðin sem leika í 1. deildinni i ár eru Stjaman, FH, Haukar, Vík- ingur, Selfoss, Fram, ÍBV, KR, Grótta, Valur, KA og ÍR. Styrktaraðili mótsins er nú sem fyrr Vátryggingafélag ís- lands og mun félagið sjá um að auglýsa mótið í fjölmiðlum, auk útgáfu bæklinga og veggspjalda. Axel Gíslason forstjóri VÍS segir að félagið sé með þessu að leita eflir samstarfi við ungt fólk í leik og starfi. En síðast en ekki síst er það markmið félagsins með þessu að efla íþróttir hjá ungu fólki, sem sé það forvamarstarf sem talið er að skili bestum árangri. „Hand- boltinn gerir miklar kröfúr þar sem saman fara snerpa, hraði, barátta og drengileg samkeppni,'1 sagði Axel Gíslason. Skiptar skoðanir Margir hafa haft það á orði að þetta nýja fyrirkomulag í 1. deild- inni muni ekki bæta handboltann nema síður sé. Þá muni sérstök úrslitakeppni að afloknum 22 um- ferðum verða til þess að áhorf- endur muni jafnvel sitja heima þangað til að henni kemur. Jón Hjaltalín Magnússon formaður Handknattleikssambands Islands er þessu ekki sammála. Jón segist lítast vel á þetta nýja fyrirkomu- lag í deildinni. Liðin em fleiri en áður sem þýðir að fleiri leikmcnn fá að spreyta sig en ella. Þetta sé mjög gott bæði fyrir viðkomandi lið og landsliðið í þeirri uppbygg- ingu sem þar er hafin. Jón Hjalta- lín spáir því að keppnin í vetur verði bæði jöfn og spennandi og það verði mikið kappsmál fyrir liðin að verða í sex efstu sætum deildarinnar til að komast í úr- slitakeppnina í vor. Formaður HSI er ekki sammála því að áhorfendum muni fækka, heldur bendir allt til þess að þeim muni frekar fjölga. Jón segir að aðsókn- in á lcikina til þessa hafi verið mjög góð sem helgast meðal ann- ars af því, að æ fleiri lið leika nú í eigin húsum. Gengi íslandsmeistara FH í fyrstu þremur umferðunum hefur verið slakt og nú síðast tapaði lið fyrir Stjömunni í Kaplakrika. Guðjón Amason fyrirliði FH seg- ir að Iiðið sé nokkuð breytt ffá því í fyrra og eins séu menn að leika í nýjum stöðum og leikskipulagið sé annað. Fyrirliðinn segir að þó byijunin lofi ekki góðu sé leik- tímabilið langt og það taki sinn tíma að lagfæra þá hluti sem af- laga hafa farið. „Við höfúm hins- vegar trú á því sem við emm að gera og takmarkið er að komast í úrslitakeppnina í vor,“ sagði Guðjón Amason. Hann segir að þessi mikli leikjafjöldi geti komið niður á gæðum íþróttarinnar og þá sérstaklega þegar efstu liðin em búin að tryggja sér sæti í úr- slitakeppninni. Þá er ekkert leng- ur í húfi fyrir þau fyrr en í sjálfa úrslitakeppnina er komið. Um sjálft mótið segir Guðjón að það loft góðu það sem af er og helsti áviningurinn við nýja fyrir- komulagið sé að leikmennimir fái mun meiri leikæfingu en áður. Selfyssingar spila nú í fyrsta skipti í 1. deildinni í handbolta og þjálfari þeirra er Björgvin Björg- vinsson. Handboltaíþróttin er til þess að gera mjög ung íþrótt á Selfossi, en engu að síður er geysileg stemmning fyrir henni í bænum. Bjögvin segir að takmark liðsins sé að halda sér í deildinni þó það kunni að verða erfítt. Helsti veikleiki liðsins er hvað liðsbreiddin er ákaflega lítil og því getur bmgðið til beggja vona með árangur í keppninni, fari svo að leikmenn verði tíðir gestir á sjúkralistanum. Björgvin segist hafa stutt þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi deildarinnar í núverandi horf. Að mati Björgvins em helstu kostim- ir þeir að leikmenn öðlast meiri leik- og keppnisreynslu. Hvort leikjaföldinn sé of mikill verði einfaldlega bara að koma í ljós, en tilraunin sé vel þess virði að reyna hana í vetur. „Að taka þátt í 1. deildinni kostar auðvitað mikinn pening, en einnig leggja menn mikið á sig í sjálfboðavinnu, sem maður skil- ur stundum ekki hvemig er hægt,“ sagði Björgvin Björgvins- son þjálfari 1. deildarliðs Selfoss. -grh Akstur Rallað um Borgarfjörð Næstsíðasta rallkeppni sumarsins á morgun. Fyrsta sérleið um Skútu- Tvær leiðir eru hentugar til þess að verja ungbarn í bíl Látið barnið annaðhvort liggja í bílstól fyrir ungbörn eða barnavagni sem festur er með beltum. UMFERÐAR RÁÐ Fimmta og næstsíðasta rall- keppni ársins fer fram á morgun, laugardag og verða fyrstu bílamir ræstir klukkan 10 við aðalstöðvar akstursíþróttamanna við Bílds- höfða. Það em Bifreiðaíþrótta- klúbbur Borgarfjarðar og Bif- reiðaíþróttaklúbbur Reykjavíkur sem standa fyrir þessari keppni. Alls em skráðir ellefu bílar til keppni og þar á meðal em þeir sem slást um íslandsmeistaratitil- inn í þessari mjög svo erfiðu íþrótt. Þar ber helst að nefna þá sem standa best að vígi með 50 stig, feðgana Rúnar Jónsson og Jón R. Ragnarsson sem keppa núna á Talbot vegna bilunar í Escort-bíl þeirra frá því í síðustu keppni. En þá fór vélin á næstsíð- ustu sérleiðinni. I öðm sæti til ís- landsmeistara em þeir Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guðmunds- son á Metro með 40 stig. Þeir sigmðu í tveimur fyrstu keppnun- um á árinu, en urðu fyrir því óhappi að falla úr keppni í þeim tveimur næstu vegna bilana, en höíðu forystu í þeim báðum. Fyrirfram er reiknað með að keppnin verði aðallega á milli þessara tveggja áhafna. I ljósi reynslunnar er þó ekki hægt að afskrifa aðra keppendur þó þeir aki á mun kraftminni bílum. Þar VOg er helst að nefna þá bræður Birgi og Gunnar Vagnssyni á Toyota, Þröst Reynisson og Viktor Sig- urðsson á Ford Escort, sem em í þriðja sæti til íslandsmeistara og hafa sýnt miklar framfarir í sum- ar. I þessari keppni verður fyrsta sérleiðin, en á þeim leiðum fer hin eiginlega keppni fram, er fyr- ir neðan Skútuvog í Reykjavík og kjörið fyrir áhugafólk að sjá bíl- ana þar. Fyrsti bílinn verður ræst- ur þar níu mínútur yfir 10. Næsta sérleið er Kaldidalur, frá Þing- völlum í Húsafell og þar á eftir nokkrar leiðir í Borgarfírði. Eflir matarhlé í Hreðavatnsskála verð- ur síðan ekið um Uxahrygg og aftur um Kaldadal og endað við Hreðavatnsskála um klukkan 17,30. Fari svo að Kaldidalur verði ófær á morgun verður grip- ið til varaleiða. Þá verða eknar sömu leiðimar en bara oftar. Möppudýrin erffið Eins og kunnugt er stóð í miklu stappi við yfírvöld unt að fá tilskilin leyfi fyrir alþjóðlega rall- inu sem fram fór fyrri skömmu. Að sögn Magnúsar Amarsonar hjá Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykja- víkur fást aldrei fullnægjandi leyfi nema á síðustu stundu, sem gerir skipuleggjendum rallmóta afar erfitt fyrir. Hinsvegar sé ekk- ert út á löggæslumennina sjálfa að sakast og er samvinna við þá mjög góð. Afhir á móti er sýnu erfiðara að eiga við þá að eiga sem sitja á bak við skrifborðin. Magnús segir að það sé dálítið erfitt að skilja þessa þverúð því mótshaldarar greiða alfarið fyrir löggæsluna sem aðrar íþrótta- greinar þurfi ekki. Þó svo að sumarið sé keppnis- tími rallökumanna er mikill vilji til þess að keppa einnig á vetuma. Magnús segir að ekki sé hægt að fá betri vegi en hér á landi til vetr- arakturs og hafa menn þá sveita- vegina í huga. Heilsárskeppni mundi án efa auka áhuga fólks á iþróttinni fyrir utan það hvað akstur á vetuma er oft á tíðum mun meira krefjandi en á sumrin. Þá hafa menn áhuga á því að fá heimsfræga rallökumenn til keppni hérlendis, því það mundi tvímælalaust beina kastljósum er- lendra Qölmiðla að íslenska rall- inu. Þar fyrir utan er næsta víst að áhugi innanlands mundi einnig aukast fyrir þessari erfiðu en skemmtilegu íþrótt. -grh Fyririiðar liðanna tólf sem keppa um fslandsmeistaratitilinn I VfS- keppninni í handbolta í vetur. Mynd: Jim Smart 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.