Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 11
Solzhenitsin hrósar íslend- ingum fyrir sjálfsaga en því miður er það gert á úreltum forsendum Alexandr Solzhenitsin, visar til Islands sem fyrirmyndar í grein sem hann skrifar um vanda og framtíð Rússlands. En því miður á forsendum sem ekki eru lengur í gildi: hann telur það gott fordæmi um hófstillingu og sjálf- saga að Islendingar neita sér um sjónvarp einn dag í viku. En eins og allir vita er það liðin tíð. Solszhenitsin birti á dögun- um langa grein í vikublaðinu Lit- eratúmaja gazéta. Þar fjallar hann um stöðu Rússlands og ffamtíðar- skipan mála eflir að hið sovéska heimsveldi er hrunið. Hann legg- ur þá áherslu á siðferðilega vakn- ingu sem ekki síst komi fram í því, að mannfólkið leggi á sig sjálfsaga, takmarki við sig, bæði til að ganga ekki á rétt annarra og til að gefa sig ekki á vald skað- legrar græðgi. Hann kemur í því sambandi inn á fjölmiðla, sem hann telur ofmetta fólk af alls- konar tittlingaskít sem sé heldur til skaða en hitt og steypi sú of- mettun sálum okkar ofan í mark- leysuna. Hann tekur dæmi af dag- blöðum sem tútna æ meir út og sjónvarpsrásum sem sífjölgar og skýtur Jrá inn þessari setningu: „En á Islandi, þar neituðu menn sér þó um sjónvarp þótt ekki væri nema einn dag í viku“. Hér er nóbelsskáldið að vísa til þeirra merku daga þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og ein rás í gangi á íslandi. Þessi til- högun var eitt af fáum sérkennum Islendinga sem eftir mátti taka - og er nú horfið eins og allir vita. áb ALDEYRISVIÐSKIFnN ERU NÚ EINFALDARI 6SC - en upplýsingar um tilefni viðskipta, nýrra sem hefðbundinna, verða aðfylgja og berast banka, sparisjóði eða gjaldeyriseftirliti Seðlabankans. Solzhenitsin: þeir neita sér um sjónvarp einu sinni I viku. Þjóðleikhús Atti aö efna til út- boös Stjóm opinberra innkaupa gagnrýnir vinnubrögð bygging- amefndar Þjóðleikhússins Eftir að hafa kynnt sé viðhorf byggingamefndar Þjóðleikhúss og húsgagnaframleiðenda, telur Stjóm opinberra innkaupa að það hefði átt að efna til útboðs meðal húsgagnaframleiðenda, áður en gengið var til samninga um kaup á nýjum stólum í húsið. En eins og kunnugt er kom fram hörð gagnrýni á byggingar- nefnd Þjóðleikhússins frá ein- stökum fyrirtækjum og Félagi húsgagnífamleiðenda fyrir að efna ekki til útboðs vegna smíði á nýjum stólum í Þjóðleikhúsið og tilheyrandi innréttingum. Stjóm opinberra innkaupa, sem er skipuð af fjármálaráð- herra, væntir þess að þeir starfs- hættir sem hér vom tíðkaðir af hálfú byggingamefndar Þjóðleik- hússins, verði ekki ráðandi við opinber innkaup í framtíðinni. Jafnffamt telur stjómin það brýnt að opinberir aðilar hagi innkaup- um sínum í samræmi við lög og reglugerðir þar að lútandi, og að almenningur í landinu og bjóð- endur telji réttlátlega að málum staðið, hvað varðar ráðstöfun á opinberu fé og samkeppnisað- stöðu bjóðenda. -grh 82000922' :pankki Hinn 1. september sl. gengu í gildi nýjar reglur um öll gjaldeyrisviðskipti. Samkvæmt þeim er aflétt hömlum á margs konar gjaldeyrisviðskiptum, ýmist að fullu eða innan tiltekinna skilyrða, sem áður voru háð leyfi frá viðskiptaráðuneytinu eða Seðlabankanum. Bankar, sparisjóðir og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans veita allar nánari upplýsingar um hinar nýju gjaldeyrisreglur. Til að tryggja áreiðanlegar upplýsingar fyrir efnahagsstjórn, einkum um fjárstreymi til ogfrá landinu, er gerð krafa um upplýsingar þegar gjaldeyrisviðskipti fara fram. í því sambandi vill Seðlabankinn leggja áherslu á eftirfarandi atriði: Allar viðskiptagreiðslur til og frá landinu skulu fara um innlendan banka eða sparisjóð nema Seðlabankinn heimili annað sérstaklega. /5>\ Skjalaframsetning og upplýsingar með gjaldeyrisumsóknum í banka eða \&) sparisjóði gefi fulla skýringu á tilefni viðskiptanna. Einungis verðbréfafyrirtæki, sem aðild eiga að Verðbréfaþingi íslands, hafa \j) heimild til að hafa milligöngu um kaup og sölu á erlendum verðbréfum. Reglur um þau viðskipti öðlast gildi 15. desember nk. Tilkynna ber gjaldeyriseftirliti Seðlabanka íslands um kaup á fasteignum erlendis á þar til gerðu eyðublaði sem fæst í bönkum, sparisjóðum eða hjá gjaldeyriseftir- litinu og greinir reglur er gilda um eftirfarandi gjaldeyriskaup. Tilkynna ber gjaldeyriseftirliti Seðlabanka íslands um opnun reikninga í erlendum bönkum á þar til gerðu eyðublaði sem fæst í bönkum, sparisjóðum og hjá gjaldeyriseftirlitinu. Innlendum aðilum og erlendum ferðamönnum er heimilt að flytja með sér til landsins eða úr landi innlendan gjaldeyri sem þeir hafa eignast með löglegum hætti. Reykjavík, 18. september 1990. SEÐLABANKI ÍSLANDS AUK k52dl1-91

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.