Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 25
UM HELGINA Veðrið laugardag 29. sept. Horfur á laugardag: Hæg norðlæg átt og kólnandi veður. Dálitil él um norðanvert landið en þurrt og viðast léttskýjað syðra. Veðrið sunnudag 30. sept. Horfur á sunnudag: Hæg breytileg átt. Dálítil él við norðausturströndina í fyrstu, annars þurrt ocj viða bjart veður. Hiti 5-10 stig. Þykknar upp vestanlands með vaxandi sunnanatt undir kvöld. MYNDUST Árbæjarsafn, opið alla daga nema má kl. 10-18. Prentminjasýning í Mið- húsi, kaffi í Dillonshúsi, Krambúð, og stríðasárasýningin: „Og svo kom blessað stríðið". Ásmundarsalur við Freyjugötu 41, Theo Cruz opnar sýningu á lau kl. 15. Við opnunina leikur sveitin Til Júpiters. Opið daglega kl. 14-19, til 8.10. Bjöminn við Njálsgötu 4a, Kristján Fr. Guðmundsson sýnir málverk og vatnslitamyndir. Djúpið, kjallara Homsins, Hafnar- stræti 15. Teiknimyndir sex höfunda. Opið á sama tima og veitingastaður- inn. FÍM-salurínn við Garðastræti 6, Bryn- dís Jónsdóttir sýnir leirverk. Opið dag- lega kl. 14-18, til 30.9. Gallerí 1 1, Skólavörðusstíg 4a, Bjami Þórarinsson, sjónþing. Þar kynnir hann nýjustu uppfinningar sínar á sviði sjónháttarfræða - vísíólist og vísihand- rit. Opið alla daga kl. 14-18. Galierí 8, Austurstræti 8. Kynning á pastelmyndum og olíumyndum eftir Söru Vilbergs dagana 29.9.-9.10. Seld verk e/um 60 listamenn, olíu- vatnslita- og grafíkmyndir, teikningar, keramík, glerverk, vefnaður, silfurskartgripir og bækur um íslenska myndlist. Opið virka daga og lau kl. 10-18 og su 14- 18. Gallerí Borg, Pósthússtræti 9, Bragi Ásgeisson sýnir. Opiö virka daga kl. 10-18, og um helgar 14-18. Gallerí Borg, Austurstræti 3 og Síðu- múla 32, grafik, vatnslita-, pastel- og olíumyndir, keramikverk og módel- skartgripir, opið lau 10-14. Gallerí Nýhöfn, Höröur Ágústsson opnar á lau kl. 14 sýninguna Ljóðræn- ar fansanir frá árunum 1957-1963 og 1973-1977. Opin virka daga nema má kl. 10-18 og um helgar kl. 14-18, til 26.9. Gallerí Sævars Karis, Bankastræti 9. Kees Visser sýnir þrívíð verk úr tré og stáli. Sýningin er opin á verslunartíma kl. 9-18 virka daga, og 10-14 lau, til 5.10. Hafnarborg, menningar- og listastofrv- un Hafnarfjarðar, Grímur Marinó Stein- dórsson sýnir veggmyndir, skúlptúra og klippimyndir. Opið alla daga nema þri kl. 14-19, til 7.10. Hlaðvarpinn, við Vesturgötu. Valdi- mar Bjamfreðsson sýnir myndir úr bolla. Opið þri-fö ki. 12-18, lau kl. 10- 16. Kjarvalsstaðir, vestursalur Kristinn E. Hrafnsson sýnir höggmyndir. Til 30.9. Vesturgangur Sæmundur Valdimars- son, skúlptúrar úr rekaviði, til 30.9. Austursalur og forsalur Sýning á verk- um Kjarvals undir yfirskriftinni Land og fólk. Opið daglega frá kl. 11-18. Listasafn Borgarness, á lau verður opnuð sýning á verkum Ásgerðar Búa- dóttur, opin alla virka daga til 21.10. Listasafn Einars Jónssonar opið lau og su 13.30-16, höggmyndagarðurinn alla daga 11-16. Listasafn fslands, yfirlitssýning á verkum Svavars Guönasonar, sem stendur til 4.11. Opiö alla daga nema má kl. 12-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns. Opið lau og su kl. 14-17, þri kl. 20-22. Listhús við Vesturgötu 17, Bjöm Bimir opnar málverkasýningu á lau kl. 14 (Myndir af sandinum). Opin daglega milli kl. 14 og 18. Til 14.10. Menningarstofnun Bandaríkjanna við Neshaga. Nena Allen opnar í dag kl. 17 sýninguna Eilíf ogtærbirta. Sýn- ingin stendur til 28.9. Minjasafn Akureyrar, Landnám i Eyjafirði, heiti sýningar á fomminjum. Opið daglega kl. 13:30-17, til 15.9. ( Laxdalshúsi Ijósmyndasýningin Akur- eyri, opið daglega kl. 15-17. Minjasafn Rafmagnsveitunnar, húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su 14-16. Nýlistasafnið við Vatnsstíg, Haraldur Ingi sýnir vatnslitamyndir og grafík- myndir í efrí sölum. Engin boðskort voru send út, en allir eru velkomnir. Gryfja: Rakel Divine, sýning á Ijós- myndum undir yfirskriftinni: Ungir ís- lenskir listamenn. Opið virka daga kl. 16-20, um helgarkl. 14-20. Norræna húsið, kjallari: Sigrún Eld- jám og Guðrún Gunnarsdóttir opna á lau kl. 15 sýningu á málverkum og vefnaði. Opin kl. 14-19 daglega. Til 14.10. Safn Ásgríms Jónssonar, Berg- staðastræti 74, lokað vegna viðgerða um óákveðinn tima. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið alla daga nema má kl. 14-18. Slúnkaríki, Isafirði: Valgarður Gunn- arsson opnar smámyndasýningu á lau. Opið fi-su kl. 16-18, til 14.10. TÓNUST Kammermúsikklúbburinn heldur tónleika á su í Bústaðakirkju kl. 20:30. Verk e/Schubert og Mozart. Flytjendur eru: Þórhallur Birgisson, Cathleen Be- arden, Helga Þórarinsdóttir, Nora Komblueh og Óskar Ingólfsson. Sinfóníuhljómsveit æskunnar, tón- leikar í Háskólabíói á su kl. 14. Stjóm- andi Paul Zukofeky. Verk e/Debussy, Dukas, Stravinsky og Satie. LEIKHUS Leikfeiag Kópavogs, Virgill litli tekinn aftur til sýninga eftir sumarfrí. Þjóðleikhúsið, Örfá sæti laus Is- lensku óperunni I kvöld og su, kl.20. Borgarieikhúsið, stóra sviö: Fló á skinni, sýnd (kvöld og lau kl. 20. HfTTOGÞETTA Kvikmyndasýningar í MlR, Vatnsstíg 10. Stórmyndin Alexander Névskí I leikstjóm Sergei Eisensteins sýnd á su kl. 16. Hana-nú i Kópavogi, samvera og súr efni á morgun lau, lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl.10. Komum saman upp úr hálftíu og drekkum molakaffi. ÚtivisL helgarferðir: Haustlitaferð i Bása, lagt af stað f kvöld kl. 20. Dags- ferðir á su: Básar i Goðalandi kl. 08. Botnssúlur kl. 9:30. Leggjabrjótur, gömul þjóðleið kl. 9:30 og Stíflisdals- vatn - Brúsastaöir kl. 13. Brottför i allar ferðir frá BSl vestanverðri, stansað v/Árbæjarsafn. Félag eldri borgara, Göngu-Hnólfar hittast á morgun lau kl. 10 að Nóatúni 17. Opið hús Goðheimum á su frá kl. 14, frjálst spil og tafl. Dansleikur frá kl. 20. Eitt verka bandarísku listakonunnar Nenu Allen, en sýning á verkum henn- ar verður opnuð í Menningarstofnun Bandaríkjanna I dag kl. 17. Myndimar teiknaði hún og málaði á ferð sinni um Island i sumar. Ari Trausti Guðmundsson SEGULSVK) JARDAR SEGULSVIÐIÐ Einfölduð skýringarmynd af segulsviði jarðar Menn hafa fyrir löngu sann- færst um að jörðin er risastór se- gull. Seguláhrif og rafleiðsla/raf- straumur eru nátengd fyrirbæri. í daglegu iífi verður fráhrindi- og togkrafta segla helst vart á tvo vegu: Við tæki þar sem raf- straumur „rennur" í leiðslum og í hlutum úr jámi (án venjulegs raf- straums). I báðum tilvikum er uppmna kraftanna (mynda ósýni- legt kraftsvið kringum hlutina; segulsvið) að leita í hreyfingum örsmárra rafhlaðinna agna. Og vissulega em allir venjulegir hlut- ir úr atómum (með rafeindum) en efnisbygging þeirra ræður því að flestir em ósegulmagnaðir (þó ekki íslenskt basalt!) - t.d. silfur- hringir, glerglös, bækur og við sjálf. Segulsvið jarðar nær langt út í geiminn og hefúr því áhrifbæði á aðvífandi rafhlaðnar agnir og áttavita á yfirborði jarðar. Styrkur segulsviðsins (-kraftanna) er ekki mikill samanborið við margs kon- ar segulsvið sem þekkt em. Hann dugar þó t.d. til að beina rafhlöðn- um ögnum inn í gufuhvolfið svo norðurljósin ná að verða til, snúa léttri áttavitanál og segulmagna nýmnnið hraun, en það nýtist til að aldursgreina bergið. Tveir seg- ulpólar em á jörðinni, rétt eins og á endum á aflöngum leikfanga- segli, en þar stefna segulkraftam- ir lóðrétt og í hnapp. Annar er við miðbik norðurstrandar Kanada en hinn til hliðar við Suðurpólinn (þennan eiginlega sem markast af snúningsási jarðar) á Suður- skautslandinu. Og segulpólamir em ekki kyrrir. Þá rekur til og frá og stundum skipta þeir um sess fremur snögglega (á jarðsögu- mælikvarða) án þess þó að hinir eiginlegu jarðpólar hreyfist. Þetta gerist með nokkur hundmð þús- und eða nokkurra miljóna ára millibili og svo sannarlega án þess að jörðin velti hálfan hring eins og einhveijir halda. Auk þessara tveggja breyt- inga mælast breytingar á segul- styrknum. Þær benda allar til þess að jörðin sé ekki venjulegur síse- gull eins og stafsegull úr deigu jámi, heldur framleiði jörðin seg- ulsviðið með einhvers konar hreyfingu efnis (straumi) í þeim hluta sem aðallega inniheldur sem næst fljótandi efni: Ytri hluta jarðkjamans á 2900 til 5200 kíló- metra dýpi. Þar hljóta iðustraum- ar í bráðinni málmblöndu kjam- ans að standa fýrir segulkröftun- um. Ekki er nákvæmlega vitað um gang mála en þetta er grunn- hugmyndin. Stærri plánetumar í sólkerfinu hegða sér eins. Utlit segulsviðsins, væri unnt að gera það sýnilegt með miljörð- um lítilla jámflísa í loftinu, líkist helst kleinuhring með jörðina í gatinu, og er hægt að sjá svipað í þverskurði með því að leggja stafsegul á borð, glerplötu yfir og strá svo jámsvarfi á plötuna. Segulsvið jarðar hjálpar ekki til við að halda hlutum á yfirborði jarðar, þar er þyngdarkxafturinn sama sem einráður. Það hefur heldur ekki áhrif á veður né merkjanlega á lífvemr. Ymis not em af því, svo sem til að ná áttum, ffæðast um falin jarðlög og greina gosberg í ald- urssyrpur eins og áður var getið, svo dæmi séu nefnd. Hafi fólk áhuga á að prófa tilgetinn lækn- ingamátt segularmbanda og smá- hluta úr seglum er ódýrast að ganga með jámnagla eða röð af litlum leikfangaseglum í vasan- um (eða um hálsinn). Ætli ein- hver að sofa þannig að líkaminn snúi f stefnu segulkraftsins, eins og hún er á Islandi, er ekki nóg að snúa höfði í norður heldur í NNV og halla líkamanum niður tæpar 80 gráður. Sá þáttur segullækn- ingafársins er þó líklega ókeypis en óþægilegur. Föstudagur 28. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SlÐA 25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.