Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 9
Verði niðurstaðan hins vegar sú að álveri verði valinn staður á Suðurnesjum, þá mun sú ákvörðun ein kosta ríkissjóð mörg hundruð miljónir í framlögum til lands- byggðarinnar til að sporna við óhjákvœmilegri byggðaröskun sem því fylgir, nema það sé pólitísk œtlun stjórnvalda að nota þetta tœkifœri til þess að grisja byggðina í landinu enn frekar en nú er orðið. Þegar þessi grein birtist er iðnaðar- ráðherra væntanlega í Bandaríkjunum ásamt fylgdarliði að fínpússa samning við ATLANTSÁL fyrirtækin um byggingu álvers á íslandi og verður hann lagður fyrir ríkisstjórnina á næstu dögum, til þess að vfsa honum til meðferðar Alþingis og staðfestingar þess. Pólitískur skrípa- leikur Það var upp úr síðustu áramótum, þeg- ar lá fyrir að ekki yrði af stækkun álvers í Straumsvík, að farið var að skoða aðra kosti. Fyrir valinu urðu þrír staðir, þ.e. Keilisnes, Dysnes og Leirur í Reyðarfirði sem allir töldust vænlegir fyrir væntanlegt álver. Mikil vinna hefur verið lögð í að kanna hagkvæmni staðanna fyrir nýtt álver bæði af heimamönnum og svo fulltrúum ríkis- valdsins og Atlantsáls. Iðnaðarráðherra hefur farið með forræði þessa máls, mikil leynd hefur verið yfir málinu, allar tölur hefur verið farið með sem mannsmorð. Hvað um það, þá hafa öðru hvoru lekið út tölur (ekki þær réttu) sem hafa verið okkur á landsbyggðinni sérlega óhag- stæðar, þannig að nú er meirihluti þjóðar- innar sannfærður um að það sé ódýrast að byggja álver á Keilisnesi. Jafnvel Oddur Einarsson Suðurnesjapresturinn er orð- inn sannfærður og talar um að verði álver staðsett utan Suðurnesja megi líkja því við „gæluverkefnaskrípaleik“ misviturra pólitíkusa. Ástæðan er auðvitað sú ranga fullyrð- ing margra, að það þurfi að borga svo mikið af skattpeningum íslendinga í með- lag með álverinu, verði það staðsett á landsbyggðinni, að það nái náttúrlega engri átt. Eins og málsmeðferðin hefur verið að undanförnu, sannfærumst við Reyð- firðingar æ betur um að iðnaðarráðherra virðist vera að skara eld að eigin köku og ætli að tryggja sér pólitískan frama í Reykjaneskjördæmi með staðsetningu ál- vers þar, burt séð frá því hvað er í húfi fyrir byggðina í landinu og þjóðar- hagsmuni. Kostnaðar- samanburður f skýrslu Meemo Trepp fyrir Atlantsál dagsetta í ágúst 1990 sem nefnist Site Sel- ection Study for a 200.000 TPY Alumini- um Smelter on Ieland er gerður saman- burður á byggingarkostnaði og rekstrar- kostnaði álverksmiðju á þeim þrem stöð- um sem helst hafa komið til greina í þessu sambandi. Ef litið er framhjá augljósum skekkjum í skýrslunni er niðurstaða Trepps eftirfar- andi: Það er ódýrast að byggja álver á Reyðarfirði og rekstrarkostnaður fyrir 200 þús. tonna álver er nánast sá sami á Keilisncsi og á Reyðarfirði. Það liggur einnig fyrir að kostnaður, sem fylgir svona stórri framkvæmd, þ.e. íbúðabyggingar og þjónustuhúsnæði ým- iss konar á vinnusóknarsvæðinu, er marg- falt hærri verði álver staðsett á Suður- nesjum en á Reyðarfirði, vegna þess að margfeldisáhrifin eru mörgum sinnum meiri fyrir sunnan sbr. skýrsla Byggða- stofnunar um þetta mál. Þáttur ríkisvaldsins Ríkisstjórnin hefur nú í hendi sér eins- takt tækifæri til að styrkja byggðina í landinu, stuðli hún að því að álver verði staðsett hér á Reyðarfirði. Slík ákvörðun mun gagnast Austurlandi öllu. Sérstak- lega mun byggðin hér í næsta nágrenni við Reyðarfjörð styrkjast til muna og sú þró- un sem hefur átt sér stað á undangengnum árum snúast við, þ.e. fólk mun flytja til Austurlands í stað þess að það fer frá fjórðungnum í dag. Sem sagt, með slíkri ákvörðun myndu stjórnvöld styrkja byggð í fjórðungnum og fjölga atvinnutækifærum íbúanna til mikilla muna og þetta myndi gerast án fjárframlaga úr ríkissjóði. Verði niðurstaðan hins vegar sú að ál- veri verði valinn staður á Suðurnesjum, þá mun sú ákvörðun ein kosta ríkissjóð mörg hundruð miljónir í framlögum til landsbyggðarinnar til að sporna við óhjá- kvæmilegri byggðaröskun sem því fylgir, nema það sé pólitísk ætlun stjórnvalda að nota þetta tækifæri til þess að grisja byggðina í landinu enn frekar en nú er orðið. Ég minni á að í landinu býr ein þjóð, og gæta verður jafnvægis milli suðuvestur- hornsins og annarra landshluta og þetta verða menn m.a. að hafa í huga við stað- arvalið, og láta ekki einkahagsmuni ein- stakra manna verða til þess að þetta ein- staka tækifæri sem við Islendingar höfum til að efla byggð í landinu snúist upp í andhverfu sína. Afsfaöa Atlantsáls- fyrirtækjanna Eins og margoft hefur komið fram þá hefur Atlantsál átt beinar viðræður við sveitarfélögin um fjölmörg mál er snúa að staðarvali í viðkomandi sveitarfélögum án milligöngu ríkisvaldsins og er það vel. Hvað varðar staðsetningarmálið sjálft þá er alls ekki undarlegt að hinir erlendu aðilar velji Suðurnes, sérstaklega ef haft er í huga með hvaða hætti íslensk stjórnvöld hafa haldið á málinu og ekki hvað síst vegna þeirrar miklu umræðu sem hefur átt sér stað um þörfina á að gera átak í atvinnumálum á landsbyggðinni. Eins er það vitað að það er pólitískur meirihluti fyrir því að álverið verði stað- sett á landsbyggðinni. Hafi menn þessi atriði í huga, þá er mjög eðlilegt að hinir erlendu aðilar velji Suðurnes umfram hina staðina, þótt ekki væri nema til þess að styrkja samningsstöðu sína gagnvart íslendingum. Menn skulu ekki gleyma því að samningurinn á eftir að hljóta staðfest- ingu ríkisstjórnar og Alþingis og ef það gerist ekki verður ekkert álver. Jafnframt eiga menn ekki að láta blekkjast af yfirlýs- ingum í þá veru að samþykki fslendingar ekki staðsetninguna á Suðurnesjum þá byggi Atlantsál ekkert álver á íslandi. Að mínu mati er hér um ákveðna samninga- taktík að ræða. Það eru hagsmunir Atl- antsáls fyrirtækjanna að ná sem allra best- um samningum við íslendinga, og til þess beita þeir öllum tiltækum brögðum sem hægt er að koma við í svona samninga- gerð. Aðstæður á Reyðarfirði Tvö atriði eru talin neikvæð fyrir Reyðarfjörð, þ.e. fólksfjöldi og mengunaráhrif. Ef við lítum fyrst á fólksfjöldann, þá liggur það fyrir að Reyðarfjörður ásamt atvinnurannsóknarsvæðinu í kringum hann, þ.e. í 50 km radíus, er nægur að mati Átlantsáls. Ljóst er að verulegur fjöldi fólks myndi flytja á svæðið og setj- ast hér að. Þetta mun gerast með sama hætti og annars staðar á landinu þegar stór atvinnufyrirtæki hafa verið sett upp. Það má líkja þessu við veiðimanninn sem flytur sig til eftir því hvar bráðin er, en þetta er nú einu sinni eðli íslendinga. Þetta er líklega það atriði sem útlending- arnir eiga hvað erfiðast með að skilja, nema þá helst Kaninn. Hvað mengunaráhrif varðar er þetta að segja: Við Reyðfirðingar höfum hvað eftir annað óskað eftir ítarlegum athugun- um á hugsanlegum mengunaráhrifum af álveri hér í Reyðarfirði. Iðnaðarráðuneytið hefur látið sér nægja að nota gögn sem voru unnin í tíð kísilmálverksmiðjunnar sálugu og gefa ekki rétta mynd af þessum málum, þar sem við erum nú að ræða um allt annan stað en þá. Hvað sem þessu líður þá hefur ekkert komið fram sem hefrur sýnt ótví- rætt fram á að nokkrum manni stafi hætta af álveri staðsettu hér í Reyðarfirði. Ríkisvaldiö — Reyöarfjöröur Fljótlega uppúr 1970 létu íslensk stjórn- völd gera miklar úttektir á hagkvæmni þess að reisa stóriðjuver við Reyðarfjörð, með það í huga að efla byggðakjarnana hér á Austurlandi. Niðurstöður voru allar á einn veg, þ.e. að hér væri um hag- kvæman kost að ræða. Nú, allir þekkja framhaldið, drauminn um kísilmálmverksmiðjuna sem gufaði upp og varð að martröð. Vegna þessara áforma ríkisvaldsins með Reyðarfjörð, þá hafa Reyðfirðingar verið látnir sitja á hakanum allan þennan tíma varðandi frekari uppbyggingu at- vinnulífsins á öðrum sviðum, því að þegar heimamenn hafa sett fram óskir um fyrir- greiðslu vegna slíkra áforma þá hefur við- kvæðið venjulega verið: „Hvað eruð þið að velta ykkur uppúr þessu, bíðið þið rólegir því stóriðjan fer að koma til ykkar.“ Þessi stefna ríkisvaldsins gagnvart Reyðfirðingum hefur skaðað staðinn á ótvíræðan hátt og er tími til kominn að botn fáist í þetta mál, þ.e. hvað ætlar ríkis- valdið sér með Reyðarfjörð í framtíðinni? Er ríkisstjórnin stefnulaus í þessu máli sem og ýmsum öðrum? nema ál Það má öllum ljóst vera að heimamenn eru búnir að missa af lestinni hvað varðar frekari uppbyggingu fyrirtækja í sjávarút- vegi, helsti vaxtarbroddurinn er á sviði ferðamannaiðnaðar og við verðum að vera fljótir til, þ.e. áður en settur verður kvóti á það eins og allt annað í þjóðfé- laginu. Niðurlag Nú er mál að linni, senn liggur niður- staðan fyrir í þessu stærsta máli sem hefur komið upp á borðið hjá þjóðinni nú á síðari tímum. Það er sama hvar væntan- legt álver verður staðsett, áhrif þess á allt þjóðarbúið verða mjög mikil. Þjóðar- tekjur munu vaxa mikið, en stærsta málið er, að þetta mun hafa gífurleg áhrif á byggðina í landinu öllu. Stjórnvöld þurfa óháð staðarvalinu að grípa til aðgerða sem miða að því að vega upp á móti þeim áhrifum sem bygging álversins hefur á hinar einstöku byggðir í landinu. Þar duga ekki til einhverjar krónur til þess að lækka húshitunar- kostnað hjá hinum almenna borgara. Það verða að koma til aðgerðir sem miða að því að fólkið á landsbyggðinni hafi næga og góða atvinnu og það kostar mikla pen- inga. Til þess að sleppa sem best og ódýr- ast frá þessu dæmi er ódýrasti kosturinn fyrir ríkisstjórn og Alþingi að velja vænt- anlegu álveri Atlantsáls stað á LEIRUM í REYÐARFIRÐI. ísak Ólafsson er sveitarstjóri á Reyðarfirði Al, ál og ekkert Föstudagur 28. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.