Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Blaðsíða 12
Að flytja út menningu Spjallað við Önnu Einarsdóttur um bókasýninguna í Gautaborg Einn þeirra ágætu Svía sem stóðu fyrir mikilli bókasýningu í Gautaborg, þar sem ísland var í brennidepli, komst svo að orði að „við þurfum á íslandi að halda“. Af íslendingum mætti mikið læra vegna þess hve vel þeir hlúðu að sinni hefð, vegna þess að þeim hefði tekist að gera menningu að lífsnauðsyn, sem væri partur af hvunndasg- leikanum, ekki bara helgar- fæða. Þetta finnst okkur náttúrlega ljúfur söngur, krossum okkur í bak og fyrir og hugsum: betur að satt væri. Og til að nálgast þá von er sest á spjall við Önnu Einars- dóttur, formann íslensku undir- búningsneíhdarinnar, til að spyija hana hvemig til tókst og hverju fram fór. Og þá er byrjað á því að spyrja um aðdraganda Gauta- borgarbókamessu, og í hverju þátttaka íslendinga var öðmvísi nú en áður - eins þótt við vitum þegar að hún var öll miklu stór- brotnari en á næstliðnum árum. Mikið fyrirtæki Það er Bok och Bibliotek, sænskt hlutafélag, sem skipulegg- ur bókasýninguna, segir Anna, og er einum manni ffá hveiju öðm Norðurlanda boðin aðild að stjóm þess (Anna hefúr setið þar síðan í vor). Bókasýningin er nú haldin í sjötta sinn. Hún byijaði sem bókasaíhastelha, en varð frá öðm ári bókamessa og var sá siður upp tekinn að eitt Norðurlanda væri i sviðsljósi í hvert sinn. Fyrst Nor- egur, þá Finnland, Danmörk og nú Island. Islendingar hafa verið þama með lítinn bás, rithöfundar hafa tekið þátt í dagskrám á sýn- ingunni og í fyrra kom þar Svavar Gestsson menntamálaráðherra og leist vel á og ákvað að ráðuneyti hans legði dijúgan styrk til ís- lenskrar þátttöku nú og ætti aðild að undirbúningsnefnd - hefúr sá stuðningur verið góður og mikils virði. Komið var á fót stórri nefnd og þriggja manna framkvæmda- stjóm (Aruia Einarsdóttir formað- ur, Lars Áke Engblom frá Nor- ræna húsinu og Sigrún Valbergs- dóttir firá menntamálaráðuneyt- inu). Úr þessu varð mikið bardús og erfítt og skemmtilegt. Við höfðum um hundrað fermetra svæði, þar af höfðu 23 forlög um 60 fermetra fyrir sínar bækur, auk þess sem Norræna húsið, Land- mælingar og Útflutningsráð og Prentsmiðjan Oddi tóku sér pláss. 25 rithöfundar og fræðimenn fóm til að taka þátt í dagskrám og kynningum sem urðu á annan tug, en alls vom Islendingar á ferð og flugi vegna þessa málefnis um 70. Með Vigdísi forseta i fararbroddi, en hún setti bókasýninguna og tók þátt í dagskrá um gildi tung- unnar fyrir tilvem okkar og fórst það allt vel úr hendi og glæsilega. Stuðningur kom úr mörgum áttum: Rithöfundasambandið og Reykjavíkurborg eiga þar hlut að máli, fjórir helstu bankar lands- ins, Eimskip og Flugleiðir. Frá Eddum til samtímans - og til baka Anna segir að aðsókn hafi verið mjög góð að þeim dag- skrám sem Islendingar vom með í eða stóðu einir að. Þar var reynt að svara því á hvaða leið yngri ís- lenskir sagnasmiðir væm, hvað liði bókasafnsmálum og fjölmiðl- um, vandkvæðum þýðara, sagt ffá íslenskum þjóðsögum og bókaút- gáfu, lesið upp - nú má gæta sin að detta ekki í upptalningu sem engan enda tekur. Anna vísaði í úrklippusafn mikið um það sem skrifað hefur verið um íslenskar bókmenntir og dagskrámar í sænsk blöð nú að undanfomu, og það er augljóst að áhuginn er ekki síst tengdur við samhengi fortíðar og nútíðar, hvemig goðsagnimar, fom frásagnarhefð og annað merkilegt gera vart við sig í sam- tímanum. Gunnlaðar saga Svövu Jak- obsdóttur var mjög til umtals og fékk lof fyrir að þar væri fom heimur goðsagna nýttur með virkum og ffóðlegum hætti. I framhaldi af þessu er Iitið á frá- sögn í Svenska dagbladet af um- ræðu á bókasýningunni um heim Eddu og nútímann. Þar vom þeir Sigurður A. Magnússon og Jónas Kristjánsson að gera sina grein fyrir því að Eddukvæði fjalla um margt sem er efst á baugi í dag og um það hvemig heimur þeirra var notaður og misnotaður (t.d. af nasismanum þýska). Per Olof Sundman tók mjög undir það, að misbrúkun nasismans á norræn- um „hetjuskap“ hefði byggst á fölsun og annar höfundur sænsk- ur, Torgny Lindgren, sagði að það færi ekki hjá því að frásagn- armáti íslendingasagna hefði áhrif á alla norræna höfúnda - líka þá sem gerðu sér alls ekki Blaðað í Islenskum bókum: Við fengum margar pantanir. grein fyrir slíkum áhrifúm. Það er, sagði hann, reyndar aðeins ein aðferð til að byrja sögu á heiðar- legan hátt og hún er þessi: Mörð- ur hét maður og var kallaður g'gja- Til hvers er verið að þessu? Þegar útgefendur ganga til þessa leiks, við hveiju búast þeir? Og gengur þeirra dæmi upp? Menn vona vitanlega, sagði Anna, að áhuginn á íslenskum bókmentum vaxi og þýðingum fjöldi. Að þeirra umsvif skili sér, þótt seinna verði. Og það má benda á það að á þessu ári koma út átta íslenskar bækur á sænsku - eflir Thor Vilhjálmsson og Svövu Jakobsdóttur, Einar Kárason og Einar Má Guðmundsson, Stefán Hörð Grímsson og Jón úr Vör og Franzisku Gunnarsdóttur og smásagnasafn sem Mál og menn- ing gefúr út í samvinnu við sænskan bókaklúbb. Og það er von á bamabókum, og Finnar hafa verið duglegir og Norðmenn sýna meiri áhuga en fyrr. Og það er verið að gefa út nýjar útgáfúr af Islendingasögum. Þessi umsvif í þýðingum eru kannski jafnmikil og á öllum næstliðnum áratug. Svo eru menn blátt áfram að Anna Einarsdóttir á tali við Ömólf Thorsson. Myndir Sig. Mar selja sinar bækur. Bókasafnsfólk kemur til Gautaborgar og gerir innkaup, einnig fáum við drjúgt af pöntunum frá Islendingum sem búsettir em i Svíþjóð. Víðtæk kynning Þessi áhugi á Islandi, er hann tengdur fomöld okkar, eða því að menn voni að við séum eitthvað öðmvísi en fólk er flest? Það er ekki gott að segja. Nema hvað það er drjúgur áhugi á því sem nú er verið að skrifa, ekki bara á Islendingasögum og á Halldóri Laxness, sem hefur lengi veri mikils metinn í Svíþjóð eins og menn vita. Svo er á það að líta, að þetta var mjög víðtæk Islandskynning. Það vora einhver býsn um okkur í blöðunum. Reyndar byijuðum við viku fyrir bókasýninguna í Angered, úthverfi Gautaborgar, og var það mikið að þakka Lars Áke, forstjóra Norræna hússins, hve mikið varð úr því. Þar var grafiksýning og heimilisiðnaðar- sýning, og það vora klukkutíma útsendingar með efni og vjðtölum og spumingaþáttum um ísland í fimm daga samfleytt í útbreiddu kapalsjónvarpi. Á Röhska muse- et, sem er listiðnaðarsafn, var sýning á íslenskum handritum og á skartgripum eftir Pétur Tryggva og húsgögnum eftir Leó Jóhanns- son. Og Operan var á ferð með þijár sýningar í boði Stóra leik- hússins í Gautaborg, og íslenskir listamenn sem höfðu numið í Gautaborg vora með sýningu og svo mætti áfram telja lengi og alltaf gleymist eitthvað, svo mik- ið er víst. Þetta var erfitt og í mörg hom að líta en við fengum góðar undir- tektir, allt fór þetta vel og þá er maður ánægður, vitanlega. ÁB 25 rifhöfundar og fræðimenn létu til sln heyra, meðal þeirra Þórarinn Eldjám og Einar Kárason. Hér var gengið til bókamessu. 12 StoA — ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 28. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.