Þjóðviljinn - 28.09.1990, Side 8

Þjóðviljinn - 28.09.1990, Side 8
Heldar ÞJÓÐVILilNN Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Afgreii isla: w 68 13 33 Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson Auglýs Ritstjóran Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Símfa> ilngadeiid:» 6ð 1310 - 6813 C : 68 19 35 11 Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófeson Setnin ÚUit: Þröstur Haraldsson Prentu Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson Aðseti 50 krónur í lausasólu g og umbrot Prentsmiöja Pjóðv n:Oddlhf. ir: Síðumúla 37,108 Reykjavtk iljans hf. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Slysalýðveldið Þessa dagana beinist athyglin að því hve skeytingarleysið í umferðar- og ungmennamál- um veldur okkur miklu tjóni, líkast því að lýðveld- ið sé svo ungt að það kunni ekki enn að fóta sig í nútímanum. En sama staða er uppi í umhverfis- málunum. Tvö óhöpp, sem ekki áttu að geta gerst, hafa vitnast við Sundin í Reykjavík með til- tölulega stuttu millibili. í bæði skiptin var um leka að ræða, í fýrra sinnið við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi og á mánudaginn fóm tugþúsundir lítra af svartolíu í sjóinn við stöðvar Olís á Laugames- tanga. Sama dag flutti Jón Baldvin Hannibalsson merka ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna, þar sem hann lagði áherslu á vemdun sjávar og sagði meðal annars: „Frá sjónarhóli ís- lendinga er mest nauðsyn á því að gerðar verði ráðstafanir sem duga til að koma í veg fyrir mengun hafsins, ekki síst frá landstöðvum og af völdum geislavirkra úrgangsefna." Verða íslendingar teknir mjög alvarlega á al- þjóðavettvangi sem forystuþjóð um umhverfis- vemd, meðan landið er ein umhverfisslysa- gildra? Misbrestur er víða á því að vamarbúnaður sé tiltækur við hafnir, ef slys gerast og ekkert reglu- bundið eftirlit er þar með lögnum, þrátt fýrir ábendingar Siglingamálastofnunar í tveggja ára gamalli skýrslu. Undanfamar vikur hefur bandarískur sérffæð- ingur í umhverfismálum, James A. Roberts, unn- ið hér að gagnaöflun og fræðslu vegna umhverf- ismála fyrir yfirvöld. ( viðtali við Morgunblaðið sl. sunnudag lét hann í Ijós sérstakar áhyggjur af því hvemig íslendingar menga flörur og grunnsævi og hafa jafnvel í hyggju að auka hana með skammtímalausnum eins og að framlengja að- eins skolplagnirfrá þéttbýli í stað þess að hreinsa það. Tæplega 30 sorpbrennslustöðvar eru starf- ræktar á íslandi, 20 án starfsleyfis og tvær án mengunarvamabúnaðar. Vitað er að bæði er loft- , sjávar- og grunnvatnsmengun af urðun og sorp- brennslu, en furðu lítill þrýstingur hefur verið á endurbætur í því efni. í þróuðum ríkjum tilheyra slíkar sorpeyðingarstöðvar víðast löngu liðnum tíma. En íslendingar, sem ætla sér forystuhlut- verk í umhverfismálum, þykjast ekki hafa efni á að taka upp slíka siði, frekar en hreinsun skolps. Það hugarfar sem hinn bandaríski sérfræð- ingur hefurtil grundvallar í mati sínu á umhverfis- málum er að ýmsu leyti frábrugðið því sem ís- lendingar tíðka. Þeir hafa yfirieitt verið að leysa vanda, en hann hugsar um ffamtíðarþróunina og grundvallarsjónarmiðin, enda er EIA-kerfið sem hann notar nefnt „Mat á umhverfislegum áhrifum framkvæmda" og tekur til allra þátta málanna og mögulegra lausna og er unnið á undan annarri skipulagvinnu og framkvæmdum, en ekki sem kurteislegt álit eftir á, sem oft hefur viljað brenna við. James A. Roberts kom á hógværan hátt inn í umræðuna um fyrirhugað álver í samtalinu við Morgunblaðið, sem hann telur „gífuriega mikil- væga ákvörðun fyrir ísland“. Og varðandi notkun EIA-kerfisins í því sambandi segir hann: ,Aðal gagnið af kerfinu yrði í sambandi við að gera at- hugun fyrir hvem stað fýrir sig, skoða valkostina, þar á meðal þann að reisa ekki álver...“ Hann nefnir það „fjórða staðinn" að hafa álverið hvergi og segist stundum hafa þurft að leggja mikið á sig til að fá menn til „...að líta á það sem valkost að gera ekki neitt, þegar þeir hafa þegar ákveðið að gera eitthvað annað“. Staðreyndimar um endurtekin umhverfisó- höpp í nágrenni Reykjavíkur og staða frárennsl- is- og sorpeyðingar á íslandi hljóta að geta opn- að augu manna fyrir því, að á sviði umhverfis- mála er staða okkar hastarleg. Reynsluleysi, skortur á yfirsýn og langtímamarkmiðum kallar enn frekar á sérfræðiráðgjöf manna á borð við James A. Roberts, sem geta veitt þá handleiðslu sem treystandi er. ÓHT d o 0 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 28. september 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.