Þjóðviljinn - 19.10.1990, Side 7

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Side 7
Sýriendingar myrtu striðsfanga Yfir 700 manns voru drepnir í Beirút á laugardag, er lið hins kristna herforingja Michels Aoun var sigrað, og í hryðjuverkum sem framin voru eftir ósigur hans. Sýrlendingar misstu um 460 manns fallna í lokaorrust- unni og að henni lokinni skutu þeir tugi af hermönnum Aouns, sem gefist höfðu upp fyrir þeim. Er þetta haft eftir Líbönum hlynntum Sýrlendingum. Olíuverö lækkar Olíuverð á heimsmarkaði hefur farið lækkandi í vikimni og stafar það að sögn af því að ótti við að stríð brjótist út á Persa- flóasvæði fer minnkandi. Verð- spámar fyrir desember vom í gær frá tæplega 30,50 dollurum upp í 32,70 á tunnu. Uppnámí Arababandalagi Arababandalagið felldi á fundi sínum í gær tillögu frá Frelsissamtökum Palestínu (PLO) um að fordæma Bandarík- in fyrir meintan stuðning við ísrael í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í umræðum um mann- drápin á Musterisfelli í Jerúsal- em. Greiddu fulltrúar 11 ríkja at- kvæði á móti en 10 með. Öll ar- abaríkin við Persaflóa auk Eg- yptalands, Sýrlands, Líbanons, Djibúti og Sómalílands greiddu atkvæði á móti. Fulltrúar PLO gengu af fúndi í mótmælaskyni við þessa niðurstöðu og á hæla þeim fulltrúar Iraks, Súdans og Jemens. úr gildi Suður-Affikustjóm afnam í gær neyðarástandslög sem gilt hafa í fýlkinu Natal um fjögurra ára skeið. Nokkru áður höfðu lög þessi, sem vom í gildi yfir landið allt, verið afnumin í hinum fylkj- um þess þremur. Stjómvöld hafa einnig aflétt útgöngubanni að nóttu til, sem þau fyrir skömmu settu á í blökkumannaútborgum Jóhannesarborgar, á þeim for- sendum að tekist hafi að mestu að binda enda á ógnaröldina þar. að ungir drengir séu öllum öðmm betri nýliðar, þar eð auðveldara sé að innræta þeim anda her- mennsku og hryðjuverka en eldri piltum. Þjálfunin byrjar stundum með því að drengimir em neydd- ir til þátttöku í hryðjuverkum eða einhverju sérlega viðbjóðslegu athæfi, til að „herða“ þá, og er það sem Franice í Mósambik var neyddur til að gera til dæmis um það. Margir hafa fyrir satt að böm séu öllum öðmm betri hermenn, þau óttist ekki dauðann, hafi varla fengið það fyllilega inn í sig að þau geti dáið, séu snögg í við- brögðum og hlýði skilyrðislaust. (Þau eiga enn síður en fúllorðnir hermenn annarra kosta völ.) Þau vilji líka vera eins og fúllorðnu hermennimir og keppist við að verða eins harðsnúin og þeir. Þörf drengja fyrir að upplifa eitthvað spennandi kemur hér einnig til greina. „Fyrir þeim er þetta leik- ur. Þeir leika hermenn,“ segir einn talsmanna mujahideen í Afganistan. I alþjóðasáttmálanum um réttindi bama er tekið fram, að ekki eigi að taka manneskjur undir 18 ára aldri í herþjónustu, en frávik em leyfð með hliðsjón af lögum og reglum einstakra ríkja. Þar að auki bendir fátt til að aðilar þeir víðsvegar um heim, sem gera hermenn og hryðju- verkamenn úr bömum, séu inni á því að virða alþjóðasamþykktir framvegis ffekar en hingað til. Vaxtarverkir þróunarinnar Atvinnuleysi kvenna er sláandi meira en karla og Lilja Mósesdóttir hagfræðingur segir sveiflur I atvinnumálum kvenna eiga eftir að aukast. Atvinnuleysi er ástand sem íslendingar hafa ekki þekkt sem alvarlegt vandamál í áratugi. Almennt séð hefur landinn hrósað happi og talið hátt atvinnustig einn helsta kost þess að vera Islendingur. Það eru þó til þau sjónarmið sem segja hátt atvinnustig standa þróun atvinnulífsins fyrir þrif- um og halda kaupgjaldinu niðri. Þetta sjónarmið er í anda markaðslögmálanna sem segja: Á meðan yfirdrifið framboð er á vinnuafli, lækkar verðið á því eins og hverri annarri vöru. íslenska hagkerfið er fyrir margt ólíkt hagkerfúm annarra vestrænna ríkja. Einhæfnin er megineinkenni íslensks atvinnu- lífs, þar sem þjóðin aflar um 70% þjóðarverðmæta frá sjávarútvegi. Þegar þrengir að hjá útgerð og fiskvinnslu hefúr það víðtæk áhrif í þjóðfélaginu og þau áhrif ná til annarra atvinnugreina. Undanfar- in misseri hefur atvinnuleysi farið vaxandi, þó að það sé ekkert í lík- ingu við það sem þekkist tam. í Bretlandi og Danmörku. Konur verst úti Samkvæmt upplýsingum Vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins jafngildir fjöldi skráðra atvinnuleysisdaga á fýrstu níu mánuðum ársins því, að 2.400 manns hafi verið án atvinnu á landinu öllu, eða 1,9% af heildar mannafla á vinnumarkaði. At- vinnulausum hefur fjölgað um 16% frá sama tíma í fýrra. í sept- embermánuði voru skráðir at- vinnuleysisdagar 28 þúsund, sem jafngildir 1% atvinnuleysi. Frá mánuðinum á undan hefur at- vinnuleysisdögum fækkað um 14 þúsund, en atvinnuleysi er að jafnaði minnst í septembermán- uði. Vaxandi atvinnuleysi kemur mikla harðar niður á konum en körlum. Tvö landsvæði skera sig þama úr, Vesturland og Austur- land. Á Vesturlandi vom 3,9% kvenna án atvinnu og 2,7% á Austurlandi, á meðan heildarat- vinnuleysi var 1,8% á Vesturlandi og 1,6% á Austurlandi. Það er slá- andi að bera saman fjölda kvenna á atvinnuleysisskrá á Akranesi og í Kópavogi. Á Akranesi vom 102 konur á atvinnuleysisskrá í sept- ember en 106 í Kópavogi, sem er rúmlega helmingi stærra bæjarfé- lag en Akranes. Lilja Mósesdóttir, hagfræð- ingur og lektor við Háskólann á Akureyri, hefur rannsakað at- vinnuleysisskráningu í landinu. „Eg hef rétt aðeins skoðað árið 1989 til þess að sjá hvað er að ger- ast og það er gífurleg aukning á atvinnuleysi frá árinu 1986. Aukningin er miklu meiri á meðal kvenna en karla,“ sagði Lilja. Hnignun iðnaðar og kvóta- kerfi í sjávarútvegi og landbúnaði, em helstu skýringamar á þessari þróun að mati Lilju. Kvótakerfi i þessum greinum hefði minnkað atvinnu hjá konum í þessum greinum og vinnan væri einnig mjög tímabundin. „Það er mikið um konur sem koma inn og út af atvinnuleysisskrá. Þær koma mik- ið inn á skrá fýrri hluta árs, og þá sennilega flestar úr fiskvinnslunni áður en vertiðin byijar," sagði Lilja. Kvótakerfið í sjávarútvegi kemur þvi mun verr við atvinnu- ástand kvenna en karla. Lilja sagði þetta ma. helgast af því að í kjölfar kvótakerfisins hefði út- flutningur á óunnum fiski aukist, sem fyrst og fremst drægi úr at- vinnu kvenna. Þetta sæist mjög greinilega þegar fýrstu mánuðir hvers árs væm skoðaðir. Þessar sveiflur í atvinnu kvenna eiga eftir að stækka og ástandið á eftir að versna, að mati Lilju. Um væri að ræða tvenns konar atvinnuleysi. Fyrst væri það langvarandi atvinnuleysi sem væri til komið vegna gjaldþrota í verksmiðjuiðnaði, og síðan aukið tímabundið atvinnuleysi í kvóta- greinunum. Duliö atvinnuleysi „Aðalvandamálið er að tölur um atvinnuleysi em mjög ófúll- komnar, vegna þess að þær tengj- ast bótarétti,“ sagði Lilja. Reglur um bótarétt hefðu verið rýmkaðar, þannig að fleiri kæmu til skrán- ingar eftir 1989 en áður. Engu að síður vantaði yfirlit yfir þá sem ekki ættu rétt á bótum, eins og verktaka, en þeim hefði fjölgað töluvert. Einnig vantaði á skrá heimavinnandi konur, sem nú ættu kannski enga möguleika á að fá vinnu og hefðu gefist upp á að leita sér að vinnu. „Eg held því að atvinnuleysið sé mun meira en tölur gefa til kynna,“ sagði Lilja. Það væri erf- itt að áætla hversu miklu meira at- vinnuleysið væri, en út frá per- sónulegri þumalputtareglu reikn- aði hún með að atvinnuleysið væri um 1% meira en það er á skrám. Þama sagðist Lilja ma. miða við önnur lönd, þar sem fólk ætti rétt á bótum i lengri tíma og fleiri kæmu inn til skráningar í gegnum félags- málastofnanir og fleiri aðila. „Er- lendar rannsóknir sýna að um leið og skráningin er bætt, fjölgar kon- um og ungu fólki á atvinnuleysis- skrá gífúrlega," sagði Lilja. Vaxtarbrodduim hovfinn Hvað fjölgun atvinnutækifæra snertir, virðist allur vaxtarbroddur farinn úr framleiðslugreinum sjávarútvegs og landbúnaðar. Samkvæmt upplýsingum Bjama Einarssonar, aðstoðarforstjóra Byggðastofnunar, fjölgaði árs- verkum á íslandi um 18.169 frá árinu 1981 fram til ársins 1988. Ársverkum fjölgaði langmest á höfuðborgarsvæðinu, eða um 14.173, sem er 78% allra nýrra starfa í landinu. Fjölgun ársverka varð langmest í þjónustugreinum einkageirans og hjá hinu opin- bera, þar sem ársverkum fjölgaði um 14.143, sem er 71% allra nýrra ársverka á árunum 1981 til 1988. Hins vegar fjölgaði árs- störfum í framleiðslugreinum að- eins um 26 á sama tímabili. Undir framleiðslugreinamar flokkast Iandbúnaður, þar sem störfum fækkaði um 1.352, útgerð og fisk- vinnsla, þar sem störfúm fækkaði um 727 og iðngreinar, þar með talin byggingariðnaður og mann- virkjagerð, þar sem störfúm fjölg- aði um 2.105, samkvæmt upplýs- í BRENNIDEPLI Kvótakerfi í sjávarút- vegi og landbúnaði, ásamt gjaldþrotum iðnfyrirtœkja, hafa dregið úr atvinnu- möguleikum kvenna. 78% nýrra starfa verða til á höfuðborg- arsvœðinu ingum Bjama. Það er ekki sér íslenskt fýrir- bæri að störfum í ftumfram- leiðslugreinum fækki hlutfalls- lega miðað við störf í þjónustu. Þetta er þróun sem átt hefur sér stað í öllum „þróuðum“ vestræn- um ríkjum. Stjómmálamenn og fræðingar hafa talað mikið um upplýsingaþjóðfélagið, þótt skil- greiningar þeirra séu oftar en ekki loðnar. Einn fýlgifiskur upplýs- ingaþjóðfélagsins er að þjónustu- störfum fjölgar hlutfallslega mið- að við störf í framleiðslu. Það er því atvinnu- og byggðapólitískt viðfangsefni að taka á þeim vanda sem landsbyggðin stendur frammi fýrir. Hið opinbera þarf að hafa fmmkvæði að því að færa ýmsa þjónustu út á land og eins þarf að efla til mikilla muna fmmkvæði landsbyggðarinnar í að skapa ný störf í margs konar þjónustu. Án þess er landsbyggðin dæmd til þess að verða á eftir í þróuninni og halda áfram að tapa miklu af sínu fólki á höfúðborgarsvæðið. En hvað segir Bjami Einars- son, er Byggðastofúun með eitt- hvað á pijónunum til að snúa þessari þróun við? „I fyrsta lagi vitum við að við getum ekki snúið fólksflutningun- um á höfúðborgarsvæðið við, nema við náum að skapa jafnvægi í sköpun atvinnutækifæra á milli landsbyggðarinnar og höfúðborg- arsvæðis,“ sagði Bjami. Þá væri bæði horft til þjónustustarfa innan einkageirans og hjá hinu opin- bera. Efla þyrfti byggðakjama á landsbyggðinni með samgöngu- bótum, svo hægt væri að stækka þar markaði og skapa grundvöll fýrir meiri þjónustustarfsemi. Ferðamannaþjónustan vex jafnt á landsbyggðinni og á höfúð- borgarsvæðinu, að sögn Bjama. Þar mætti stuðla að enn meiri efl- ingu og það góða við hana væri að hún þjónustaði líka heimafólk. „Svo þarf að koma á hvatningu í einkageiranum með ráðgjöf, lán- veitingum og svo framvegis,“ sagði Bjami. Vancfinn erfiókirai Vandi landsbyggðarinnar er þó engan veginn einhlítur, að sögn Bjama. Hann væri mjög misjafn eftir stöðum og þyrfti að skoðast í hveiju tilviki. Staður eins og Sauðárkrókur stæði til að mynda vel, enda væri hann með stórt bak- land af sveitunum í kring. Þar væri þjónustuhlutfall mjög hátt og hlutfall verslunar jafnvel hærra en í Reykjavík. Til langs tíma er hægt að bæta stöðu landsbyggðarinnar með því að styrkja byggðakjama með bættum samgöngum. En vandi landsbyggðarinnar er þegar mikill og á honum verður að taka. Bjami sagði ekki hægt að sigrast á þess- um vanda á stuttum tíma. Eins og hlutimir væm núna væri andsk. lítið hægt að gera. „Ef menn ætla til dæmis að nota skattatekjur af álveri við Keilisnes til að styðja landsbyggðina, er sú hugmynd, að setja þessa fjármuni inn í jöfnun- arsjóð sveitarfélaganna og dreifa þannig hundraðkalli á haus, auð- vitað fáránleg," sagði Bjami. Svona fjármagn þyrfti að fara í sértækar og staðbundnar aðgerðir til að skila árangri. -hmp NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.