Þjóðviljinn - 19.10.1990, Page 19

Þjóðviljinn - 19.10.1990, Page 19
Minning Valur Amþórsson Fæddur 1. mars 1935 - Dáinn 13. október 1990 Valur Amþórsson bankastjóri Landsbankans er fallin frá, Iangt um aldur fram. Ég kynntist hon- um snemma á áttunda áratugnum þegar við komum báðir inn í stjóm Laxárvirkjunar á sama tíma. Hann varð formaður stjóm- ar og tók við því starfi á erfiðum tíma er rimma um nýja virkjun í Laxá stóð sem hæst. Verkefni nýju stjómarinnar var að setja niður deilu sem hefur sennilega öðm fremur markað upphaf nýs skilnings á umhverfismálum og náttúmvemd hér á landi. Ég var varla málkunnugur Val áður, en mér varð ljóst þegar á fyrstu fund- um okkar að hér var sá tekinn við verkstjóm sem gæddur var óvenjulegum hæfileikum; glögg- skyggn, röggsamur, eldfljótur að setja sig inn í mál og umfram allt laginn við að koma málum áfram, dró aldrei af sér ef eitthvað lá við. Það er engin tilviljun að Laxár- deilan skyldi leyst á formanns- tíma Vals, hann hafði þann mynd- ugleik og samningalipurð til að bera sem átti stærstan þátt í að skapa nægilegt traust á milli deiluaðila til að samningar tækj- ust. Við störfuðum saman í stjóm- inni í sex ár. A þeim tíma bar auð- vitað margt á góma ekki einasta á fúndum Laxárvirkjunarstjómar, heldur líka utan funda þegar færi gafst að láta gamminn geisa. Það var oft ósvikin skemmtun að ræða við Val, og fáa menn man ég sem meiri unun var að deila við í einkasamtali. Hann hélt fast ffarn sínum skoðunum, hitnaði í hamsi, hlustaði vel, henti á lofti, svaraði að bragði drengilega. Ég man vel fáein skipti af þessu tagi, við hækkuðum báðir röddina, en næst þegar við hittumst héldum við áfram sameiginlegum verkum eins og ekkert hefði í skorist. Valur Amþórsson hafði óvenju fjölþætta hæfileika sem komu honum ekki einasta að gagni í vandasömum störfum sem kaupfélagsstjóri KEA, í bæjar- stjóm Akureyrar, í stjóm Laxár- virkjunar og Landsvirkjunar, í stjóm Sambands íslenskra sam- vinnufélaga eða í Landsbankan- um, heldur einnig i samskiptum við vini og kunningja. Hann hafði áhuga á manneskjunum í kring um sig, á stundum gleðinnar var hann hrókur fagnaðarins, jafn vígur á að koma mönnum til að hlæja og að setjast við píanóið og leika það er vel lét í eyrum. Valur sat i bæjarstjóm Akur- eyrar fyrir Framsóknarflokkinn, en var hættur þegar ég kom í þá stjóm fyrir Alþýðubandalagið ár- ið 1978. En áhrifa hans gætti lengi eftir það, bæði vegna þess að hann átti manna mestan þátt í að Laxárvirkjun var sameinuð Landsvirkjun og sat í stjóm síðar- nefnda fyrirtækisins eftir samein- inguna, en einnig af því að ítök hans á meðal framsóknarmanna á Akureyri vom áfram mikil. Al- þýðubandalagið var í meirihluta- samstarfí með Framsóknarflokki, Samtökum vinstri manna, Al- þýðuflokki og Kvennaframboði á þessum ámm. Ég ræddi oft við Val um mál sem snertu samstarf- ið og það hafa aðrir bæjarfúlltrúar í meirihlutasamstarfinu áreiðan- lega líka gert. Þessi samtöl juku alltaf skilning minn á þeim við- fangsefnum sem við fjölluðum um og ég veit að hann átti iðulega þátt í að leysa ágreiningsmál sem upp komu. Við höfúm séð á bak miklum hæfileikamanni á besta aldri, það er skarð fyrir skildi. Eftirsjá okk- ar er mikil, kannski er hún líka blandin nokkurri eigingimi, manni finnst einhvem veginn að við eigum beinlínis rétt á að hafa slíkt fólk í trúnaðarstöðum í þjóð- félaginu. Við Ragnheiður vottum Sig- ríði, bömum þeirra hjóna og vandamönnum öllum okkar dýpstu samúð. Helgi Guðmundsson Alla okkar ævi, skammvinna eða langvarandi, stöndum við í nálægð við dauðann. Hann er hið eina sem við eigum alveg víst, en enginn veit á hvaða stund. Og hveijum kann að verða á að hugsa, hvemig getur nokkur mannvera litið glaðan dag og búa þó yfir hinni bitm vissu um vald dauðans, sem hvorki á til mis- kunn eða réttlæti. Við hjónin erum nú komin á þann aldur að alloft, og stundum óvænt, höfúm við staðið í návígi við óréttlæti dauðans, sem vegið hefur þar sem okkur hlaut að reynast sárast. Og nú fyrir skemmstu gerist það á kyrrlátu haustkvöldi að síminn hringir úr húsi kærra og góðra vina á ijar- lægum stað, og konan svarar og brátt sé ég að henni er verulega bmgðið og tekur að tárast. Samstundis veit ég að nú er harmafregn á ferðinni. Og það var ekki mikill léttir þó að í ljós kæmi að ekki hafði verið vegið að okk- ar eigin frændgarði, heldur að Ijölskyldu í hópi okkar allra bestu vina, og þar hafði dauðinn höggv- ið óvæntara og tilfinnanlegra skarð en nokkum gat órað fyrir. Valur Amþórsson var dáinn og horfinn af sjónarsviði. Hann sem fyrir skammri stundu hafði verið fúllhraustur og athafnasamur í mikilvægu starfi, virtur og dáður af öllum sem kunnu góðan mann að meta. Hér var staðið frammi fyrir miskunnarlausri staðreynd, sem ekki verður neitað, og fyllir hug- ann sársaukafúllri tómleika- kennd. Ég veit að við þetta sviplega og hörmulega fráfall Vals Am- þórssonar verða margir til að minnast hans og rifja upp marg- þættan starfsferil hans, þar sem hann var alltaf mikilvirkur, ósér- plæginn og jákvæður. Ég þarf því ekki að fara mörg- um orðum um það ævistarf, sem flestum er kunnugt. En mig lang- ar til að minnast persónulegra kynna, sem við hjónin vomm svo lánsöm að hafa átt við Val Am- þórsson og hans ágætu konu Sig- ríði Ólafsdóttur. Samskipti mín við Val á verksviði hans voru ekki mikil. í eitt einasta skipti gerði ég mér far til hans á Kaupfélags- skrifstofuna og var að reka smá- vegis erindi, og var það raunar íyrir annan mann. Og ekki stóð á íyrirgreiðslu. Valur tók símann og hringdi í tvo aðila og málið var endanlega leyst á fimm mínútum. Einnig var Valur jafnt í smáum málum sem stórum, alltaf tilbúinn að leysa vanda með jákvæðum úrræðum, velvilja og drengskap. Ég hef oft hugleitt hvað það hefúr verið mér og okkur hjónunum dýrmætt, að með okkur og þeim Val og Sigríði myndaðist gagnkvæmt vináttu- samband og hlýja, og á milli heimila okkar var oft stofnað til samfunda og þeirra vegna eigum við marga þakkarskuld að gjalda. Heimili þeirra Vals og Sigríð- ar var í alla staði geðfellt og þar var ríkjandi heimilisþokki, hlýja og mannbætandi andrúmsloft. Gott er að minnast margra góðra stunda á þessu heimili. Hjónin voru samtaka sem mest mátti verða, í því að gera gestun- um til geðs með glaðværð og alúð í viðmóti og rausnarlegum veit- ingum. Aldrei var skortur á um- ræðuefni og Valur var gæddur ríkulegri kimnigáfu og var ekki í vandræðum með að lífga upp samkvæmi. Og hann tók til hljóð- færa sinna og lék af þeirri fimi og tóngæðum, sem hann hafði ráð á, langt umffam það sem almennt gerist. Og hann vildi almennan söng, og að þeir sem minna máttu sín I hljóðfæraleik létu einnig til sín heyra. Ekki var fengist um þó að gestunum dveldist eitthvað fram- eftir, og engin hætta var á því að heimilisfaðirinn svæfi yfir sig að morgni, því að Valur var árrisull og komst af með lítinn svefh, og oft mun hann hafa verið búinn að vinna heima hjá sér dijúga stund áður en hann mætti stundvíslega á vinnustað. Á þessu heimili var að alast upp fallegur og mannvænlegur bamahópur sem fengið hafði að erfðum mikilsverða ættarkosti foreldranna og mikil alúð var lögð við að þeir mættu dafna og njóta sín. Samverustundir með þessari fjölskyldu verða dýrmætur minn- ingasjóður þeim sem fengu að njóta þeirra. Skólaganga Vals tók ekki mörg ár, borið saman við það, sem nú er farið að tíðkast, en þó er víst að hún gerði betur en að nægja honum til að valda öllum þeim erfiðu verkefnum, sem hon- um vom falin á hendur, og óhætt mun að fúllyrða að aldrei brást hann því trausti, sem honum var sýnt. Mér finnst að naumast hafi ég kynnst nokkmm manni sem gæddur hefur verið jafn fjöl- breyttum gáfúm og hæfileikum og Valur Amþórsson. Menntun hans var ótrúlega al- hliða og hennar var vafalaust afl- að með mörgu móti utan skóla- bekkja. Það var sama hvað bar á góma, stjómmál, lífsvandamál, saga, bókmenntir eða tónlist, hann var alls staðar heima og við hann gat hver og einn rætt sér til ávinnings. Þó að með fráfalli Vals Am- þórssonar hafi gerst stórfelldur og sársaukafullur mannskaði, á sam- tíð hans eftir að njóta árangurs af ævistarfi hans og dýrmætir eigin- leikar hans verða áfram til í af- komendunum. Hin dugmikla og fómfúsa eiginkona hans, Sigríður Olafs- dóttir, mun áfram annast og vemda heimili eins og honum var að skapi. Við hjónin þökkum ógleym- anleg kynni og vináttu Vals, ætt- ingjum hans og síðast en ekki síst konu hans Sigriði og bömunum sendum við innilegar samúða- róskir. Góðs drengs er gott að minnast. Með saknaðarkveðju. Einar Kristjánsson Við sviplegt fráfall Vals Am- þórssonar bankastjóra hvarflar í hug mér ljúf endurminning frá liðnu sumri. Við hjónin emm stödd á efri hæðinni að Hólum í Öxnadal, þar sem Valur og Sig- ríður hafa af mikilli smekkvísi innréttað baðstofú í gömlum stíl. Fyrir áeggjan okkar sest húsbónd- inn við orgelið og ljúfir tónar líða um húsakynnin. Þessi tæpa stund að Hólum, tekin að láni úr annríki dagsins, reyndist verða hinzta stund okkar með Vali Amþórs- syni. Á leiðinni frá Akureyri hafði Valur sagt mér margt um bændur og búskap í Hörgárdal og Öxna- dal. Á þessum slóðum sem annars staðar um landið á það við að „hver einn bær á sína sögu“ og það leyndi sér ekki að þá sögu þekkti Valur út í hörgul. Samúð hans með fólkinu, sem þama býr, og áhugi hans á kjömm þess leyndi sér ekki. En við ræddum líka um löngu liðna nágranna hans í Öxnadalnum; í þeirra hópi vom skáldjöframir Jónas Hall- grímsson á Hrauni og séra Jón Þorláksson á Bægisá. Valur Amþórsson var fæddur á Eskifirði 1. marz, 1935. For- eldrar hans vom Amþór Jensen, framkvæmdastjóri þar, og kona hans, Guðný Pétursdóttir Jensen. Guðný er látin fyrir nokkmm ár- um, en Amþór lifir son sinn. Fyr- ir um það bil tveim áratugum höguðu atvikin því þannig til, að við Valur vomm nokkra daga samtímis á Eskifirði. Þá kynntist ég Amþóri og Guðnýju, sem sýndu mér mikla gestrisni og vin- áttu; það duldist mér ekki, að æskuheimili Vals var gróið menningarheimili. Valur stundaði nám á Eiðum og síðan I Samvinnuskólanum en þaðan brautskráðist hann vorið 1953. Veturinn 1955 til 1956 stundaði hann nám í London í trygginga- og verzlunarfræðum. Um áratug síðar stundaði hann og framhaldsnám við skóla sam- vinnumanna í Svíþjóð. Valur starfaði hjá Samvinnutryggingum frá 1953 til 1965, síðast sem deildarstjóri í áhættudeild. Er mér í minni frá þeim tíma, að hæfni hans á sviði endurtrygginga var viðbrugðið. Árið 1965 verða þáttaskil í störfum Vals fyrir samvinnu- hreyfinguna. Það ár flyzt hann norður til Akureyrar með fjöl- skyldu sina og gerist fúlltrúi Jak- obs Frímannssonar, kaupfélags- stjóra Kaupfélags Eyfirðinga; hann var aðstoðarkaupfélagsstjóri 1970 til 1971 og kaupfélagsstjóri Kf. Eyfirðinga frá 1971 tiljanúar- loka 1989. Hinn 1. febrúar 1989 tók Valur við starfi bankastjóra við Landsbanka Islands. Valur Amþórsson var ritari Sambandsstjómar frá 1975 til 1978 og formaður stjómarinnar frá 1978 og til þess tíma er hann tók við starfi sínu í Landsbankan- um. Fjölmörgum trúnaðarstörfúm öðmm gegndi Valur, ekki aðeins á vettvangi samvinnustarfsins, heldur einnig á sviði þjóðmál- anna. Formennsku gegndi hann í Olíufélaginu hf., Samvinnutrygg- ingum og Andvöku, svo og í stjóm Laxárvirkjunar. Hann var forseti bæjarstjómar Akureyrar 1974-1978 og um margra ára skeið stjómarmaður í Landsvirkj- un. Er þá aðeins fátt eitt upp talið. Kaupfélag Eyfirðinga er ekki aðeins í hópi allra stærstu fyrir- tækja landsins, heldur með svo óvenju fjölþættan rekstur til Iands og sjávar að slíks munu fá dæmi. Þessu stóra fyrirtæki stýrði Valur Amþórsson í tvo tugi ára með þeim hætti, að hann ávann sér traust, virðingu og þakklæti þeirra allra sem þama áttu mest undir að vel tækist til og í leiðinni varð hann þjóðkunnur maður. Við Sambandsstjómarmenn minnumst atorku hans og mála- fylgju við hin margvíslegustu störf í þágu samvinnuhreyfingar- innar. Skarpar gáfúr og mikil og fjölþætt reynsla bmtu honum rök- rétta leið að kjama hvers máls. Svo prýðilega sem honum fórst úr hendi að stýra störfúm í Sam- bandsstjóm þá gat engum dulizt, að hann var ekki síður maður hinna stóm fúnda. Hjá honum vom efnistök og meðferð tung- unnar með þeim hætti, að þeim sem á hann hlýddu mun seint úr minni líða. Sem ég festi þessar línur á blaðið, þá vekjast upp fyr- ir mér endurminningar frá aðal- fundum Sambandsins að Bifröst I tíð hans sem stjómarformanns. Skýrslur hans til fúndarins vom að sjálfsögðu svo vel unnar, að ekki varð á betra kosið, en þó verða mér ennþá minnisstæðari lokaorð þau til fúndarmanna, er hann mælti jafnan af munni fram. Eftirlifandi kona Vals er Sig- riður Ólafsdóttir og varð þeim fimm bama auðið. Mikill harmur er nú kveðinn að frú Sigríði og íjölskyldu hennar allri við svo svipleg umskipti. Nú vom þau aftur komin heim í Garðabæinn, eftir langa og farsæla dvölnorðan heiða, og vissulega var það von þeirra sjálfra og vina þeirra allra, Framhald á bls. 22 Föstudagur 19. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.