Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 3
BSRB: Sömu laun fyrir dagvinnu og nú fást fyrir dagvinnu og yfirvinnu. Mynd: Kristinn
BSRB
Tæpa 2 miljarða að hafa
Formannafundur BSRB: Skattur af fjármagnstekjum mundi gefa ríkinu
1,7 miljarð í ár
Formannafundur BSRB sem
haldinn var í gær benti á, að
miðað við framreikning á áætl-
un frá Seðlabanka íslands 1989
um raunvexti sem greiddir eru
til einstaklinga má ætla að
skattstofn fjármagsntekna yrði
5,5 miljárðar króna í ár. Miðað
við núverandi tekjuskattshlut-
fall yrðu tekjur ríkisins af slíkri
innheimtu um 1,7 miljarður
króna.
Formannafundurinn mótmæl-
ir harðlega þeirri skerðingu á
ffamlagi til Lifeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins og Lífeyrissjóðs
hjúkrunarkvenna sem boðuð er í
fjárlagafrumvarpinu og ítrekar
mótmæli gegn skerðingunni á
þessu ári. Með þessu sé húsnæð-
iskerfið um leið veikt, því sjálf-
krafa sé dregið úr því fjármagni
sem Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins lánar Húsnæðisstofnun
ríkisins, en sjóðurinn ver 55% af
ráðstöfunarfé sínu til skuldabréfa-
kaupa af henni.
Formannafundur BSRB
bendir einnig á að undirstöðuat-
vinnuvegir þjóðarinnar hafi rétt
við vegna hjaðnandi verðbólgu
og hlutur launafólks í efnahags-
aðgerðum síðustu mánaða setji
þungar skyldur á ríkisstjóm og at-
vinnurekendur. Þjóðarsáttin sé
krafa um breytta tekjuskiptingu
og aukinn kaupmátt. Fundurinn
krefst sömu tekna fyrir dagvinnu
handa launafólki og það hefur nú
fyrir dagvinnu og yfirvinnu.
Formannafundurinn vill að
tryggt verði að fjárhagslegur
ávinningur stóriðjuframkvæmda
og rekstrar komi launafólki til
góða, en telur að þegar í stað beri
að hefja viðræður og leita leiða til
að forðast að ffamkvæmdir við
fyrirhugaða stóriðju setji af stað
nýja verðbólguskriðu.
Fundurinn bendir á að stjóm-
völd hafi undanfarin ár rýrt
grunnlífeyri almannatrygginga og
leggur áherslu á að hann verði
óháður þeim tekjum sem einstak-
lingar fá úr lífeyrissjóðum. Mót-
mælir fundurinn öllum áformum
sem ganga í skerðingarátt og
þeirri skerðingu sem birtist í tjár-
lagafrumvarpinu varðandi Fram-
kvæmdasjóð aldraðra.
ÓHT
. WIAPPVIK
w
Frá Grunnskóla
Njarðvíkur
Kennari óskastfrá 19. nóvember vegna forfalla
(barnsburðarleyfi). Kennslugreinar: Bókfærsla, vél-
ritun, samfélagsfræði, íslenska og stærðfræði.
Alls 30 stundir.
Upplýsingar veitir Gylfi Guðmundsson skólastjóri,
I símum 92-14399 og 92-14380.
Skólastjóri
Nœsti gjalddagi húsnœðislána er 1. nóvember.
Gerðu ráð fyrir honum í tœka tíð.
16. nóvember leggjast dráttan/extir á lán með lánskjaravísitölu.
1. desember leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu.
Gjalddagar húsnœðislána eru:
1. febrúar- 1. maí - 1. ágúst- 1. nóvember.
Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn.
SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM
OG VANSKILAKOSTNAÐISÍÐAR.
HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI.
E&1 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS
LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900
Styrktartónleikar
Listasafns
Sigurjóns Ólafssonar
Hlíf Sigurjónsdóttir og David Tutt leika verk fyrir fiðlu
og píanó eftir Claude Debussy, Jón Nordal, Jónas
Tómasson og César Franck í safninu í Laugarnesi
sunnudaginn 28. og þriðjudaginn 30. okt. kl. 20.30.
VELSKOLI
ÍSLANDS
og fimm ára
afmælisfajgnaður
Vélskóla Islands
Laugardaginn 3. nóvember nk. heldur
Vélskóli íslands afmælisfagnað.
Dagskrá:
Hátíðarfundur í hátíðarsal
Sjómannaskólans kl. 13.30
Veisla á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 19.00
Borðapantanir og miðasala á
skrifstofu Vélstjórafélags íslands,
Borgartúni 18, sími 629933.
Verð aðgöngumiða kr. 4.000,-
VESTMANNA-
EYJAR
alVa daga
ARNARFLUG
INNANLANDS hf.
Reykjavíkurflugvelli - Sími 29577
ER1. NÓVEMBER
INNI í MYNDINNI
HJÁÞÉR?