Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.10.1990, Blaðsíða 9
„Frá því grunnskólalög tóku gildi fyrir 15 árum hefur skóladag- urinn ekki verið lengdur, en aftur á móti styttur nokkrum sinnum í sparnaðarskyni. Athugun leiddi í Ijós að nú vantar í landinu rúmlega 500 skólastofur til að einsetja megi grunnskólann," segir Gerður G. Óskarsdóttir meðal annars í grein sinni Menntamálaráðherra, Svavar Gestsson, mun nú á næstunni leggja fram á Alþingi nýtt stjómarfrumvarp um grunnskóla sem er í meginatriðum samhljóða frumvarpi sem Iagt var fram á Alþingi s.l. vor. Þetta frumvarp kveður á um margvíslega nýja þætti í starfi grunnskóla, en er í raun endur- skoðun gildandi laga um grannskóla sem samþykkt vora árið 1974. Samkvæmt því er markmiðsgrein laganna óbreytt, en þær breytingar sem gerðar era miða fyrst og fremst við að aðlaga lögin að þróun síðustu ára. Helstu breytingartillögur nú fela í sér stefnumörkun um einsetinn skóla og lengri skóladag yngstu nemenda, fækkun nem- enda í bekkjum, valddreifingu og aukinn hlut fræðsluskrifstofa. Stærstu breytingar sem gerðar hafa ver- ið á grannskólalögum vora gerðar árið 1989 með breytingum á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og vorið 1990 þegar 6 ára böm urðu skólaskyld. Þetta frumvarp var unnið af starfs- mönnum í menntamálaráðuneytinu í náinni samvinnu við fjölda aðila, einkum Kenn- arasamband íslands, en einnig Samband ís- lenskra sveitarfélaga og fulltrúa ýmissa annarra aðila sem skólamál varða. Við þá vinnu var m.a. tekið mið af tillögum að breytingum á grannskólalögum sem lagðar hafa verið fyrir Alþingi á þessum áratug. Stefht er að lengri skóladegi yngstu nemendanna til þess að unnt sé að sinna margvíslegum verkefnum í skólanum sem nú vinnst ekki tími til og til þess að skólinn geti aðlagað sig að þjóðfélagi sem byggir á þeirri forsendu að báðir foreldrar vinni ut- an heimilis. Einsetinn skóli er skilyrði þess að unnt sé að lengja viðveratíma bama í skólanum, þ.e. að hver bekkjardeild hafi sína stofu. I bráðabirgðaákvæði segir að markmiðum um einsetinn skóla skuli náð á 10 áram og á því árabili skuli unnið jafht og þétt að því að auka við kennslutíma grannskólanemenda þar til vikulegur stundafjöldi allra bekkja verði 35 stundir, eins og skólatími elstu bekkja er nú: skóla- dagur samfelldur og nemendur eigi kost á skólamáltíðum. Hér er um mikla stefhu- breytingu að ræða. A þeim um eina og hálfa áratug frá því grannskólalög tóku gildi hefur skóladagurinn ekki verið lengd- ur, en aftur á móti styttur nokkram sinnum í spamaðarskyni. Ljóst er að talsvert vantar á að skólahúsnæði í landinu sé nægjanlegt til þess að fullnægja þessum skilyrðum. I athugun sem gerð var á vegum mennta- málaráðuneytisins í byrjun árs 1989 kom í ljós að nú vantar í landinu rúmlega 500 kennslustofur til þess að einsetja megi grannskólann. I 10. gr. ftumvarpsins er ákvæði um samstarfsnefhd ríkis og sveitar- félaga Sem m.a. er ætlað það hlutverk að gera áætlun um hvemig unnt verði að ná markmiðinu um einsetinn, samfelldan skóla og lengri skóladag og skólamáltíðir. Henni er jafhffamt ætlað að fjalla um aðra þætti sem era sameiginlega í verkahring ríkis og sveitarfélaga svo sem skólasöfh, heimavistir, félagsþörf nemenda og að- stöðu vegna sérkennslu. Fækkun í bekkjum Gert er ráð fyrir talsverðri fækkun í bekkjum, einkum í þremur yngstu bekkj- unum þar sem gert er ráð fyrir að nemenda- fjöldi verði að hámarki 22, en 28 í öðram bekkjum. Hámarksfjöldi nú er 30 nemend- ur í öllum árgöngum. Það hefur lengi verið krafa bæði kennara og foreldra við útreikn- inga á stundum til kennslu í skólum yrði miðað við minni hópa en nú er gert. Þetta ákvæði er mikilvægt skref í þá átt. Valdið til skólanna - ábyrgð þeirra Aukin valddreifing og aukin ábyrgð skólanna sjálffa kemur m.a. fram í því að foreldrar, kennarar og skólastjómendur era kvaddir til verka oflar en í gildandi lögum. Skýrari ákvæði en áður era um ábyrgð skólastjóra á skólastarfinu. Gert er ráð fyrir breyttu hlutverki ffæðsluráða og nú litið á þau sem starfs- vettvang sveitarfélaga í fræðsluumdæmi og skólanna með fullri aðild beggja þessara aðila og áheymarfulltrúa foreldra. Lagt er til að ffæðslustjóri verði formaður þess. Nú era fulltrúar skólamanna aðeins áheymar- fulltrúar í ffæðsluráðum. Hlutverk þeirra verði m.a. að halda uppi umræðu um skóla- mál í umdæminu, samræma aðgerðir og hugmyndir, koma við hagræðingu í skóla- skipulagi og koma tillögum og hugmynd- um um úrbætur á framfæri. Reiknað er með að virkt lfæðsluráð geti þannig orðið mikil- vægur samráðsvettvangur sveitarstjóma og skólanna í umdæminu. Það skal tekið ffam að ráðin era ekki hugsuð sem ffam- kvæmdaaðili. Þróunarsjóður grannskóla er lögfestur, en hann var stofhaður árið 1989. Styrkir úr honum gefa skólanum möguleika til að sinna ýmiss konar þróunarverkefnum sam- kvæmt eigin áætlunum og á eigin ábyrgð. Þá gerir framvarpið ráð fyrir að störf áfangastjóra og fagstjóra verði lögbundin, en verkefni þeirra er m.a. að hafa með höndum ráðgjöf, heildaramsjón og stjóm- un á samstarfi kennara í árgangi eða grein. Stoíhað hefur verið til þessara starfa til þess að bæta skólastarfið, m.a. með því að stuðla að meiri samvinnu og tengingu. Sömuleiðis era ákvæði um leiðsögukenn- ara fyrir nýliða í starfi sem hafa það hlut- verk að veita nýjum kennuram leiðsögn, miðla þeim af reynslu þeirra sem reyndari era og styðja þá fyrstu sporin í starfi sem kennarar. Gert er ráð fyrir að fulltúar foreldra eigi aðild að grunnskólaráði, ffæðsluráðum og skólanefndum og eigi rétt á setu á kennara- fundum. Æskilegt er að foreldrafélög í ffæðsluumdæmi myndi með sér samtök sem t.d. tilnefni fúlltrúa til setu á ffæðslu- fúndum. Einnig væri gagnlegt að hafa slík samtök starfandi t.d. vegna þátttöku for- eldra í ýmsum nefndum sem fjalla um skólamál. Samtök foreldrafélaga era nú að- eins starfandi í Reykjavík (SAMFOK). Gert er ráð fyrir að stærstu sveitarfé- lögum, með 10-15 þús. íbúa, sé skipt í skólahverfi þar sem hvert hverfi hafi sína skólanefnd til þess m.a. að íbúar einstakra íbúðarhverfa geti haft aukin áhrif á þróun skólamála í sínu nánasta umhverfi. Gert er ráð fyrir áheymarfúlltrúum foreldra í skólanefndum. Gerður verði stofnsamn- ingur um aðild að skólanefnd þar sem fleiri en eitt sveitarfélag reka einn skóla. Lög um breytingu á verkaskiptingu rikis og sveitar- félaga gera verksvið skólanefhdar skýrari en áður, nefndin er ótvírætt á vegum sveit- arstjómar og hefur fyrst og ffernst umsýslu mála sem lúta að húsnæði og búnaði skóla. I þessu ffumvarpi er gert ráð fyrir að nefnd- in geti einnig fjallað um og beint tillögm og hugmyndum um umbætur í skólastarfi til skólanna, á sama hátt og fúlltrúar skóla- Verkefni heim f umdæmin Ýmis verkeffni sem verið hafa í menntamálaráðuneytinu era nú flutt út í fræðsluumdæmin til ffæðsluskrifstofanna og starfsemi þeirra efld. í því sambandi má t.d. nefna aukna kennsluráðgjöf við kenn- ara; kennslugagnamiðstöðvar þar sem kennslugögn liggja ffammi og veitt er ým- iss konar þjónusta, og verkefni er lúta að ráðningum kennara og skólastjómenda. Bætt er við heimild til þess að fela sál- fræðiþjónustu fræðsluskrifstofú að sinna verkefhum fyrir önnur skólastig, þ.e. leik- skóla og framhaldsskóla, til þess að tryggja samfellu í þessari mikilvægu þjónustu. Fjármálakafli ffumvarpsins er nánast samhljóða lögum um breytingu á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga frá 1989 þar sem m.a. var gerð sú breyting að bygg- ingar og viðhald skólahúsnæðis er nú alfar- ið í höndum sveitarfélaga. Samhæfing Gert er ráð fyrir stofhun grannskóla- ráðs sem verði vettvangur samráðs og upp- lýsinga milli stofnana og félaga sem grunn- skólahald hvílir einkum á, þ.e. mennta- málaráðuneytisins, stofhana sem mennta IIÍPÍ mmmm manna leggja tillögur um úrbætur á aðbún- aði íyrir skólanefndir. Samskipti heimila og skóla Lögð er aukin áhersla á samskipti heimila og skóla og kennurum gert skylt að miðla fræðslu um skólamál til foreldra og veita upplýsingar um starfið í skólanum í því augnamiði að foreldrar geti fylgst betur með námi bama sinna og þar með verið færari um að veita skólaunum nauðsynlegt aðhald og hafa áhrif á skólastarfið. Námsráögjöf Eitt nýmæla framvarpsins er að gert er ráð fyrir námsráðgjöfum í grunnskólum til þess að sinna leiðsögn um náms- og starfs- val, einstaklingsráðgjöf vegna vandamála er tengjast námi nemenda og fræðslu um störf og atvinnulíf í samvinnu við kennara. Uppeldishlutverk skólans hefúr stóraukist og breyttir þjóðfélagsþættir, fjölbreytt námsframboð og margbreytilegt atvinnulif hefur í för með sér þörf fyrir markvissa námsráðgjöf. Þá er í framvarpinu gert ráð fýrir að nemendaveradarráð sem hafi með höndum samræmingarhlutverk vegna ein- stakra nemenda sem njóta þjónustu sér- fræðinga og sérkennara. í nýju ákvæði er itrekað að kennsla og námsbækur í skyldunámi séu ókeypis. Um þetta ákvæði hefúr verið rætt ítarlega að undanfömu og verður það til sérstakrar meðhöndlunar á Alþingi. kennara, kennarasamtaka, Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, Námsgagnastofhun- ar og foreldra. Hlutverk þess verði að fylgj- ast með framkvæmd laganna og „stilla saman strengi“ með því að samræma störf þeirra sem fjalla um málefni grunnskólans, og auðvelda þar með ffamþróun og stuðla að markvissara skólastarfi. Tímamót - samstaöa Verði þetta ffumvarp að lögum veldur það á margan hátt tímamótum í starfi grannskóla á íslandi. Sköpuð yrði umgjörð um skólastarfið sem ætti að geta gert það árangursríkara og manneskjulegra. Breið samstaða um þá áhersluþætti sem þar koma fram tryggir samstöðu um framkvæmdina. Mikilvægur grannur að lífi og starfi hvers einstaklings er lagður í grannskólanum, því þurfum við að hlúa að honum eins vel og okkur er unnt. Samþykkt þessa frmvarps á Alþingi er ein leið í þá átt. Ég hvet foreldra, kennara og aðra þá sem áhuga hafa á skólamálum að fylgjast með framgangi þess í þinginu. r Gerður G. Óskarsdóttir er ráðunautur menntamálaráð- herra um skóla- og uppeldismál Föstudagur 26. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.